Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meiri olíuleki úr E1 Grillo en gert var ráð fyrir Morgunblaðið/Pétur K Komið verður upp flotgirðingu í kringurn þá sem fyrir er í Seyðisfirði. RÍ KISST J ÓRNIN samþykkti á fundi í gær tillögu umhverfisráð- herra um að veita tveimur milljónum króna til að koma upp öryggisneti í kringum flotgirðingu þá sem nýverið var komið fyrir ofan við olíubirgða- skipið E1 Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Ytri girðingin, sem verður mun lengri en flotgirðingin og stendur hærra upp úr sjónum, verð- ur byggð á staðnum úr flothringjum. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að nauðsynlegt væri að setja upp girðinguna því að í norðaustan- og suðvestanátt skvettist olían, sem lekur úr E1 Grillo, yfir flotgirðing- una. „Það lekur meira úr flakinu en sérfræðingar töldu að myndi gera. Lekinn hefur aukist nú í sumar og nú lekur á þremur stöðum og framar í skipinu en áður.“ Siv segir að æskilegt sé að hreinsa olíuna úr skipinu fyrr en síðar. „Það er kannski ekki yfirvofandi hætta á stórslysi en það eru komnar miklar tæringar í skipið. Það er hins vegar umfangsmikill kostnaður sem fylgir því að hreinsa skipið, eða um 200 milljónir. Þessi upphæð er ekki á fjárlögum þessa árs.“ Siv segir að hreinsun olíunnar verði boðin út á alþjóðavettvangi þegar þar að kemur. Nýja girðingin mun verða tilbúin eftir tvær vikur. Hún verður látin standa áfram ein- hver ár eftir að hreinsun er lokið því aldrei er hægt að ná allri olíunni úr skipum með hreinsun. Þýskar flugvélar sökktu olíu- birgðaskipinu E1 Grillo 10. febrúar árið 1944 með því að varpa á það sprengjum. Þótt töluverðu magni af olíu hafi verið dælt upp úr skipinu og djúpsprengjur fjarlægðar er enn töluvert magn af oh'u eftir á tönkum þess. Vart varð við olíuleka úr skip- inu fyrir rúmu ári. Ung stúlka fféll af snjósleða TÍU ára gömul stúlka var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi, eftir að hafa dottið af snjósleða á Skála- fellsjökli um klukkan fjögur í gær- dag. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild er stúlkan ekki mikið slösuð, en hún meiddist á baki og mjöðm. Að sögn lögreglunnar á Höfn var stúlkan farþegi á snjósleðanum en ekki er vitað nákvæmlega um til- drög slyssins. Ökumaðurinn datt hins vegar ekki af sleðanum. Læknir og sjúkrabifreið frá Höfn fóru á slysstað og tók læknirinn ákvörðun um að kalla eftir þyrlu sem kom nokkru seinna og lenti við Brunnhól á Mýrum. Björn Bjarnason, formaður Þingvallanefndar Telur ríkið eiga hluta hótelbygginga við Valhöll BJÖRN Bjamason, menntamálaráðherra og for- maður Þingvallanefndar, segir að íslenska ríkið eigi hluta hótelbygginganna við Valhöll á Þing- völlum og því þurfi samþykki þess fyrir sölu, en Jón Ragnarsson, aðaleigandi Hótels Valhallar, segist hafa skrifað undir bindandi samning um sölu á hótelinu til kaupanda í Mónakó fyrir nærri hálfan milljarð króna. Bjöm segir að ljóst sé, og það sé viðurkennt af eigendum Hótels Valhallar, að ríkissjóður hafi tekið þátt í að byggja viðbætur við hótelið árið 1963 og eigi því hluta bygginganna. Ekki fyrirfram andvígur sölunni Hann segist þó ekki fyrirfram vera andvígur sölunni, en hafa þurfi samráð við Þingvallanefnd og ríkið og fylgja öllum reglum. Hann er þó þeirr- ar skoðunar, að best væri að hótelið væri í eigu ríkisins. Bjöm bendir sérstaklega á að ef útlend- ingur kaupi hótelið þurfi að fara að þeim reglum sem gilda um fjárfestingar útlendinga á íslandi. Kaupandi hótelsins, samkvæmt samningi þeim sem Jón Ragnarsson vísar til, er fjárfestingafyr- irtækið Verino Investments í Mónakó og nemur kaupverðið 3,8 milljónum punda, eða jafnvirði 458 milljóna króna. Jón segir að samkomulag sé um að hann reki hótelið til hausts en nýr aðili taki þá við húseigninni. ■ Deilt um eignarhald /34 Lést í bílslysi á Suðurlandi BJÖRN Hólm Þorsteinsson, til heimilis að Irabakka 12, Reykjavík, lést í bilslysi á Suðurlandsvegi á milli Hellu og Hvolsvallar á miðvikudag- inn. Hann fæddist hinn 1. apríl 1980. Flak við Arnarfjörð Á kambi við Laugarból í Amarflrði liggur flak vélbáts- Eigandi hans var Guðmundur Ág. Guðmundsson. ins Stíganda BA og hefur legið svo árum skiptir. Hvorki er vitað hvar Stígandi var smíðaður né hvenær. árekstur á mánudag STÚLKAN sem slasaðist í árekstri fólksbíls og jeppa á Suðurlandsvegi á mánudags- kvöld, við vegamótin að Þrengslavegi, lést í fyrrakvöld. Hún hét Guðrún Björk Gísla- dóttir, búsett í Reykjavík. Guð- rún Björk var fædd þann 22. apríl 1983. í árekstrinum slas- aðist annar maður og tveir hlutu minniháttar meiðsl. Bflvelta á Bústaða- vegi TVEIR bflar lentu í árekstri á Bú- staðavegi rétt fyrir neðan Veðurstof- una um klukkan sex í gærkvöld með þeim afleiðingum að annar þeirra valt. Ökumaður annars bflsins var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild, en að sögn lögreglu slasaðist hann ekki alvarlega. Bílamir eru töluvert skemmdir. Einnig skullu tveir bflar saman á mótum Hagamels og Hofsvallagötu laust fyrir klukkan átta í gærkvöld. Bifreiðirnar voru taldar óökuhæfar eftir áreksturinn en engin slys urðu á farþegum þeirra. Með Morgun- blaðinu í dag fylgir sérblað- ið Aldaméta- skógar, sem gefið er út af Skógræktar- félagi íslands í tilefni 70 ára afmælis þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.