Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJfgMBLIS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Mikil eftirspurn eftir húsbréfum á markaði Afföll lækka úr 15 í "10% á þremur dögum MIKIL eftirspum hefur verið eftir húsbréfum á markaði á undanfornum dögum og mikil viðskipti átt sér stað. Hafa afföll af bréfunum lækkað um- talsvert. Mælast affoll á 40 ára bréf- um nú um 11% og affóll á 25 ára bréf- um eru komin niður fyrir 10% en voru um 15% afföll í byijun vikunnar. Ávöxtunarkrafan hefur lækkað um rúmlega 20 punkta á 40 ára bréfum og var komin í 5,60% síðdegis í gær og ávöxtunarkrafa á 25 ára bréfum var á ^ama tíma 5,89%. Samkvæmt upplýs- mgum Friðriks Nikulássonar, sjóðs- stjóra hjá Landsbréfum, hafa átt sér stað mikil viðskipti með húsbréf á markaðinum á seinustu dögum en þau glæddust mjög í framhaldi af fréttatilkynningu Ibúðalánasjóðs í upphafi vikunnar um minnkandi út- gáfu húsbréfa, sem benti til að ró væri að færast yfir fasteignamarkaðinn. „Það er því minna framboð á markað- inum og verður væntanlega eitthvað áfram, en þessar fréttir hafa væntan- lega hrundið þessari kauphrinu af stað síðustu þrjá daga,“ sagði hann. Nokkrir stórir fjárfestar hafa keypt húsbréf og hafa það aðallega verið fjármálafyrirtæki, en að sögn Friðriks er ekki hægt að merkja að lífeyrissjóðir séu famir að kaupa hús- bréf í miklum mæli. Þá hafa smærri fjárfestar keypt húsbréf og hefur nú einnig orðið vart við eftirspum ein- staklinga í fyrsta skipti í langan tíma. Ásbjöm S. Þorleifsson, sérfræð- ingur á fjárstýringarsviði Ibúðalána- sjóðs, segir þessa þróun ánægju- lega.Omögulegt sé þó að segja hvort frekari lækkanir affalla muni eiga sér stað, en ávöxtunarkrafa húsbréfa, sem ræður afföllum af bréfunum og gengi þeirra, hefur sveiflast mikið í vor og það sem af er sumri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Morgunblaðið/Sverrir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra skoðuðu í gær slysadeild Landspítala - háskólasjúkra- húss í Fossvogi. Stóraukið álag vegna slysaöldu Röskun á fjárhagsáætlunum Landspítala MIKIÐ álag hefur verið á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans í Foss- vogi undanfama viku vegna þeirrar stórslysahrinu sem riðið hefur yfir. Fjögur ungmenni em látin af völd- um flugslyssins sem varð í Skeija- firði síðastliðinn mánudag og þrír hafa látist í umferðarslysum í vik- unni. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði í gær að þetta kynni að leiða til aukinnar fjárveit- ingar til spítalans. Starfsfólk slysadeildar er sér mjög meðvitandi um hættuna sem steðjar að tilfinningalífi þess í slíkum aðstæðum enda álag ávallt mikið á deildinni. „Við emm dugleg við að hrósa hvert öðm, sem skiptir mjög miklu máli, og við emm sannfærð um að það skilar heilmiklum ár- angri,“ segir Katrín Pálsdóttir hjúkmnarframkvæmdastjóri í við- tali Morgunblaðsins við starfsmenn deildarinnar. „Viðrunarfundir“ eftir erfiða álagstíma Eftir erfiða atburði eins og þá sem undanfarið hafa dunið yfir er venjan sú að haldinn er fundur, svokallaður viðranarfundur, þar sem allir sem komu að viðkomandi máli reyna að mæta. Farið er yfir hvað hverjum og einum þótti erfiðast og hvað hægt sé að gera til að losa um streitu. Aukin Qárþörf Landspítala vegna stórslysa Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun þá röskun sem orðið hefur á fjárhagsáætlunum Land- spítalans vegna slysahrinunnar. Gerði hún ríkisstjóminni grein fyrir að Ijóst væri að spítalinn þyrfti aukið fé til að standa við áætlanir. Hefur Ingibjörg beðið yfirstjóm Landspít- ala um skýrslu um stórslysaölduna og áhrif hennar á starf spítalans. Ráðgert er að kynna skýrsluna fyrir ríkisstjórninni þegar hún verður til- búin. Síðdegis í gær fór heilbrigðisráð- herra ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í heimsókn á slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi til þess að skoða aðstæður og hrósa starfsfólki fyrir vel unnin störf. ■ Meira álag þegar ungt fólk ferst/6 Frumkraftur á Futurice TISKU- og tónlistarveisla, Futur- ice, var haldin í svartaþoku og há- vaðaroki f Bláa lóninu í gærkvöldi. Vigdfs Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og verndari sýningarinnar, ávarpaði gesti og minntist með stolti hve fslenskir fatahönnuðir og fyrirsætur hefðu staðið framarlega f gegnum tfðina. Fulltrúar erlendra ifjölmiðlafylgdust grannt með sýn- ingunni. íslenskir og erlendir fata- hönnuðir sýndu hugverk sín. Síðari hluti sýningarinnar fer fram í dag. ■ Rammíslenskur/62 MITSUBISHI IE fflomvtyitfyefiþcuwa Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5% milli mánaða Merki um minni þenslu segir forsætisráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lýsti í gær yfir ánægju með þá lækk- un á vísitölu neysluverðs sem kemur fram í mælingum Hagstofunnar á verðlagi í ágúst. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri og Þórður Frið- MITSUBISHI demantar í umferO IAnwi«><«i jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, segja þetta vera góð tíðindi. Þeir benda þó á að sumarútsölur hafi tals- verð áhrif á lækkun vísitölunnar. Samkvæmt mælingum á vísitölu neysluverðs var verðbólga á Islandi í ágúst 3,9%. Það er talsverð lækkun, en í júlí mældist verðbólgan 5,1%. Heldur dregur því saman með ís- lendingum og helstu viðskiptalönd- um þjóðarinnar. Verðbólga þar var 2,4% á síðasta ári. Vísistala neysluverðs miðuð við verðlag í ágústbyrjun 2000 lækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Það svar- ar til 5,83% lækkunar vísitölunnar á ársgmndvelli. Ríkisstjórnin ræddi lækkunina á fundi sínum í gær og var mikil ánægja með þróunina, sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið. „Það er afskaplega ánægjulegt að verðbólgan skuli hjaðna með þessum hætti í þessum mánuði. Þetta er mun meira en menn gerðu ráð fyrir, ég held að enginn hafi spáð því að lækk- unin yrði svona mikil." Davíð segir að þótt ekki sé vitað hvort um viðvarandi hjöðnun sé að ræða eður ei standi vonir til að hækkanir á vísitölu í september og október verði mun minni en í sept- ember og október í fyrra. „Það þýðir að tólf mánaða verðbólga mun fara hjaðnandi að minnsta kosti þá mán- uði sem við sjáum fram á núna.“ Davíð segir lækkunina undirstrika hans væntingar og merkja megi meira jafnvægi í pjóðfélaginu. „Ég hef talið að væntingar gætu staðið til þess að verðbólgan væri að hjaðna af nokkru öryggi þvert ofan í neikvæðar spár annarra aðila. Þegar maður horfir yfir sviðið þá em merki um að þenslan fari minnkandi. Við sjáum til að mynda að eftirspum eft- ir húsnæðislánum er minni en verið hefur. Bílainnflutningur er minni en verið hefur áður. Þannig að það bendir margt til þess að það sé að hægja á. Merkin standa ekki til vax- andi neyslu heldur frekar til meira jafnvægis og að það dragi úr neyslu. Þessi tákn era afar jákvæð.“ Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri fagnar því að neysluverðsvísi- talan skuli lækka frá júlí til ágúst. í spá Seðlabankans hafi ekki verið gert ráð fyrir henni. Eiríkur segir að ýmsar skýringar geti verið á lækk- uninni, t.d. sumarútsölur. Þau áhrif muni ganga til baka. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir lækkun vísitölunnar mjög afgerandi og meiri en flestir hefðu gert ráð fyrir. „Þess vegna em þetta góð tíðindi," segir Þórður. Hann vekur athygli á því að verðbólgan hjaðnaði úr 5,1% í júlí í 3,9% í ágúst. Þó verði að hafa í huga að inni í mælinguni á vísitölunni séu óvenjulegir þættir, s.s. sumarútsölur og lækkun á bensíni. ■ Sumarútsölur/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.