Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 45 Dæmigerður júnflax úr Varzinu, a.m.k. 16-17 punda. Marg’ir lax- ar og stórir I sumar gerðist það í fyrsta skipti að hópur íslenskra stangaveiðimanna fór til laxveiða á Kólaskaga í Rússlandi. Ævintýraljómi hefur umvafíð svæðið, en alls konar hrakfallasögur og sögusagnir um illan aðbúnað og hættur á hverju strái hafa einnig verið margar. JÓN Ingi Ágústsson, landsþekktur fluguhnýtari, hefur starfað sem leið- sögumaður við ámar Varzina, Panka, Sidorovka og Drosdovka síð- ustu sumur og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að hinir finnsku rekstraraðilar svæðisins hefðu haft mikinn áhuga á því að kynna svæðið fyrir fslendingum, en sjálfur hefði hann rekið sig á ótrúlega fordóma meðal þeirra sem selja veiðileyfi hér á landi. „Miðað við sögusagnirnar sem gengið hafa var það sigur út af fyrir sig að manna hollið, en menn urðu ekki fyrir vonbrigðum, þarna er mikill og stór lax, frábær veiði, og al- veg ljóst að íslendingar geta margt af Rússum og Finnum lært í rekstri og umgengni við laxveiðiár," sagði Jón Ingi í samtali við Morgunblaðið. Ómar Blöndal og Stefán Bjarna- son, sem voru í hópnum, bættu við að þvert ofan í lýsingar sem þeir hefðu heyrt, hefðu ekki verið neinir drukknir þyrluflugmenn, engir her- menn otandi hríðskotarifflum og engir glæpamenn á hverju strái. Þvert á móti var aðbúnaður góður, húsnæði þægilegt, leiðsögumenn fyrsta flokks, matur dálítið fábrot- inn en mjög lystugur og síðast en ekki síst ótrúleg veiði og varla smá- lax að sjá. Einn í hópnum hafði aldrei veitt stærri lax en sjö pund á ævinni og hans síðasti á íslandi var 3,5 pund. Hann fékk hins vegar eng- an undir 12 pundum í ferðinni til Kóla. Stærsti laxinn í íslenska holl- inu var 26 pund og flestir laxanna voru á bilinu 14 til 22 pund. Lítil nýting „Þetta er ekki svæði fyrir þá sem nenna ekki að ganga. Það þarf að hafa fyrir hlutunum, en til marks um eftir hverju þarna er að slægjast þá flýgur þyrlufloti einu sinni í viku með 140 erlenda veiðimenn frá Murmansk til hinna ýmsu veiði- svæða á Kólaskaga. Þetta stendur yfir frá því í maí og fram á haust. Færri hafa komist að en viljað hafa. Þarna er aðeins veitt á flugu og öllu er sleppt, utan að menn mega hirða einn lax í smærri kantinum til átu. Menn fara ekki með afla út úr Rússlandi. Þarna er afar lítil nýting á svæði, í þessum þekktu ám er kannski verið að veiða á 'á til '/< af laxgengu svæðunum. Svona eins og að veiða Laxá í Kjós aðeins frá brú og upp í Álabakka. Á þessum ósnertu svæðum er mikið af laxi sem er látinn algerlega í friði. Það er annað en á íslandi þar sem vegir eru lagðir inn á afrétti og laxamir hund- eltir og drepnir hvar sem til þeirra næst. Þama er ekki þetta íslenska mottó að allir séu að veiða hver ann- ars fisk og drepa eins mikið og hægt er. Samt em engin áform um að stækka veiðisvæðin og fjölga stöng- um,“ segir Jón Ingi. Níu í beit íslenski hópurinn fór á stórlaxa- tíma og meðalvigtin í aflanum var í kringum 15-16 pund. Stefán lenti í einu mesta ævintýrinu, setti í níu í beit, þar af fjóra á gáratúpu sem kallar fram yfirborðstöku. Sá stærsti var 22 pund, enginn hinna undir 14 pundum. „Þetta er alger paradís og hvergi tóma bjórdós eða línuflækju að sjá. Ég tók eftir því að húsin voru öll á búkkum, en ekki steypt niður eins og hér á landi. Þegar ég spurði hvers vegna þetta væri þannig var svarið, að ef sú staða kæmi upp að leggja þyrfti starfsemina niður, þá væra landspjöllin í algera lágmarki með þessu móti. Það er lýsandi fyrir hugarfarið þama,“ sagði Ómar Blöndal. I borðsalnum í veiðihúsinu við Yarzinu. Jón Ingi losar fluguna úr laxi fyrir Wilhelm NorðQörð. % MÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.