Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Sumartónleik- ar við Mývatn Mývatnssveit. Morgnnbladið. MÆÐGININ Garðar Thor Cortes tenór og Krystyna Cortes píanóleik- ari héldu nýlega tónleika í Reykja- hlíðarkirkju. Á efnisskránni voru ítalskar antikaríur, þýsk sönglög og bresk og íslensk þjóðlög. Kirkjan var þéttsetin og listafólkinu var vel fagn- að. Þetta voru fimmtu sumartónleik- amir í kirkjunni og hinir síðustu á þessu sumri. Allir þessir viðbm’ðir eru kær- komnir bæði heimafólki og gestum og hefur aðsókn verið ágæt oft og tíðum. Það er þó ljóst að fleiri, bæði heimamenn og nærsveitamenn, gætu nýtt sér þetta eyrnakonfekt, því húsrúm er nægjanlegt og allir eru velkomnir í Reykjahlíðarkirkju. Sumartónleikar hafa tíðkast í Reykjahlíð á hverju sumri í júlí og ágúst síðan árið 1988. Venjan er að efnt sé til um fimm tónleika og er að þeim hinn mesti menningarauki. Má með sanni segja að ótrúlegt sé hversu margir ágætir listamenn hafa komið þar fram og glatt Mývetninga á þessum árum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir James McCulloch sendiherra afhendir Helga Halldórssyni skólastjóra bókargjöf frá British Council. Breski sendiherrann á Egilsstöðum Þungt hugsi Grundarfirði - Konan situr á steini og er að hugsa um lífið og tilveruna og á bak við hana eru þrír menn á árabáti í Baðstofunni á Hellnum. Elsti köttur í Þingeyj arsýslu Egilsstöðum - James McCulloch, fráfarandi sendiherra Breta á ís- landi, hitti á dögunum Katrínu Ás- grímsdóttur, forseta bæjarstjórnar Austur-Héraðs, og Helga Hall- dórsson, skólastjóra Grunnskóla Austur-Héraðs. Tilefnið var að af- henda skólanum veglega bókargjöf frá British Council, en McCulloch hefur áður fært nokkrum skólum landsins slíkar gjafir. Eftir fjögur ár á Islandi mun sendiherrann láta af störfum hér í nóvember nk. Eftirmaður hans verður John Culver sem tekur við sendiherraembættinu á íslandi í janúar 2001. Culver hefur ekki gegnt sendiherrastöðu áður en var umtíma konsúll í Napólí og kemur til Islands úr sérverkefnum í Róm- arborg. McCuIloch hefur undanfarna daga verið á ferð kringum iandið í svipuðum erindagjörðum og kom m.a. við á Höfn, Reyðarfirði og Seyðisfirði hér eystra. Áður en sendiherrann yfirgaf Egilsstaði var honum boðið í skemmtisiglingu á Lagarfljótinu. Lagarfljótsormurinn hefur væntanlega vakið forvitni hins skoska McCulIochs, en sem kunnugt er eiga Skotar sambæri- legt veraldarundur í vatninu Loch Ness. í föruneyti sendiherrans voru kona hans, viðskiptafulltrúi og bíl- stjóri. Dorrít Hver er H vaðan Kbdd Ofari Sv Ekkí hæ Helga íSkíf Hóf nýtt Laxamýri - Nýlega náði kötturinn Flóv- ent á Einarsstöðum í Reykjahverfi átján ára aldri og er ekki vitað um annan kött eldri íÞingeyjar- sýslu og sennilega eru ekki margir kettir á landinu eldri en það. Fram að þessu hefur Flóvent verið heilsugóður, en að sögn Guðnýjar Jóns- dóttur Buch á Ein- arsstöðum er hann farinn að sofa mikið og svo virðist sem heilsu hans sé byrjað að hraka. Hún býst ekki við að hann nái mikið hærri aldri, en hann fæddist í júlí 1982 og hefur því átt langa og farsæla ævi. Guðný Jónsdóttir Buch mcð heimilisköttinn Flóvent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.