Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ tvfl mA Walter Wick Snjókorn, eftir Walter Wick. varð hins vegar jafngildi tveggja króna sem hvor um sig skiptist að sjálfsögðu einnig í 100 aura. Tuga- kerfi í myntútgáfu var þannig komið á. A18. öld voru í Danaveldi (utan þýsku hertogadæmanna) einkum tvær gerðir ríkisdala. Annars vegar var um að ræða kúrantdalinn sem var pappírsmynt og sem konunglegi Kúrantbankinn gaf út. Þetta var hin venjulega greiðslumynt í Danaveldi fram til 1815. Hins vegar var það spesían, silfurmynt þar sem hver ríkisdalur skyldi vega um 27 grömm silfurs. Nokkuð virðist hafa verið í gangi af spesíum á Islandi en kaup- menn ásældust þær mjög enda var opinbert gangverð þeirra á íslandi frá 1753 þannig að einn spesíudalur var talinn vera 12,5% verðmeiri en einn kúrantdalur. Eftir þessu hlut- falli skyldi dölunum skipt hér á landi. En í Kaupmannahöfn var markaðsverð spesíunnar 32% hærra en kúrantdalsins árið 1760 og 42% hærra um 1787, þannig að kaup- menn græddu á að skipta spesíunni þar. Kúrantdalurinn féll sem sagt stöðugt í verði. En mest fallið varð samt á árunum 1807-1815 þegar dal- urinn varð aðeins brot af þvi verð- gildi sem íyrr hafði verið. Konungur ákvað því að skipta um mynt árið 1816. Handhafar kúrant- ríkisdala fengu afhentan einn ríkis- bankadal gegn sex kúrantdölum. Þótti mörgum kúranteigendum þetta vera léleg skipti en aðrir voru dauðfegnir að losna við þessa ónýtu kúrantdali. Gamla spesían hélt hins vegar velli í samskiptum manna á 19. öldinni og þótti dýrmæti mikið. Ekki hefur hún verið notuð í venjulegum viðskiptum þannig að verðmæti hennar miðað við ríkisbankadalinn og síðar krónuna er engan veginn ljóst. Sennilega hefur hún mest ver- ið notuð til gjafa og sem nokkurs konar minnispeningur. Fram til 1918-1920 gilti nákvæm- lega sama verð á mynt á Islandi og í Danmörku, þó með þeirri undan- tekningu á spesíuverðinu sem að framan var getið. Sé spyrjandi hins vegar að grennslast fyrir um samanburð á gömlum ríkisdal og nýrri íslenskri krónu er spurningin varasamari. Þau gæði sem kaupa má og selja fyr- ir gjaldmiðilinn eru allt önnur í dag en á 19. öld. Kúgildi hefur stundum verið not- að sem viðmiðun í samanburði af þessu tagi. Sá galli er þó meðal ann- ars á henni að talsverður munur er á nútímakúnni sem mjólkar að meðal- tali 4.000 lítra á ári og kú ríkis- dalatímans sem mjólkaði um 1.200 lítra á ári. Frekar mætti miða við ána en sá er þá hængur á að hún hef- ur, andstætt kúnni, lækkað mjög í verði á undanförnum áratugum. Þannig eru nú talin 20 ærgildi í kú- gildi í stað sexáður og mun ærgildið þó ofreiknað með því frekar en hitt. Réttari aðferð væri að nota út- reiknaða verðlagsvístölu Guðmund- ar Jónssonar í Hagskinnu (bls. 637- 641) en þar fáum við samfellt tímabil 1849-1990. Um tímabilið 1990-2000 má til dæmis styðjast við tölur Seðlabanka íslands. Gallinn við framfærslu- eða vöru- vísitölu þegar til mjög langs tíma er litið er margvíslegur, einkum að flestar vörur í vísitölunni 1990 voru ekki til árið 1849! Lífsnauðsynjar hafa breyst svo mjög í tímans rás og kröfur til lífsgæða og margbreyti- leika þeirra aukist svo mjög að allar gamlar tölur verða of lágar miðað við nútímann. Einnig hafa áður óreiknuð verðmæti vegna sjálfs- þurftarbúskapar og lágra launa vinnufólks horfið úr seinni útreikn- ingum. Þetta er samt skásta aðferð- in en við hana má bæta þeirri þum- alputtareglu að hækka verð á gömlum verðmætum, það er að segja á öllu sem er til dæmis eldra en frá 1935-1939, um helming að loknum útreikningi. Árið 1875 varð einn ríkis- bankadalur tvær krónur og árið 1914 jafngilti þetta 2,2 krónum. Frá miðju ári 1914 til 1939 margfaldaðist verðlag um 2,19. Frá janúar 1939 til desember 1980 margfaldaðist það um 504. Þá urðu 100 gamlar krónur ein ný. Frá desember 1980 til des- ember 1990 var margfóldunin um 15,6. Frá miðju ári 1991 til miðs árs 1999 var margföldunin 1,22. Út úr þessu fæst í heild margföldun með 2,2 * 2,19 * 504 *0,01 * 15,6 * 1,22 = 462. Miðað við þessar forsendur var einn ríkisbankadalur 1875 alls 462 nýjar krónur. En eins og fyrr er vik- ið að er þessi tala eitthvað of lág. Ekki er reiknað með verðbólgu íyrri hluta ársins 1991 eða 1999-2000 en væri slíkt gert næmi talan um 500 krónum. Enn fremur skal ítrekað að 500 nýkrónur á verðlagi ársins 2000 hefðu verið meira virði í fátæku sam- félagi árið 1875 en í ríka samfélaginu okkar árið 2000. Ef til vill er þumal- fingursreglan um tvöföldunina ekki svo vitlaus og því segjum við að lok- um með hæfilegum fyrirvara eða óvissu: Einn ríkisbankadalur 1875 = 1.000 nýkrónur árið 2000. Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði við Háskóla fsiands. Raddir draumsins vakna við svefnsins þungu brá. góðan smekk, en hún spyr hvað við ætlum að gera við ermarnar. Ég fór að hagræða blússunni og lagði ermarnar niður með hliðunum og aftur fyrir flíkina og gekk svo til hliðar til að virða þetta íyrir mér. Um leið og ég spurði hvemig þeim litist á, sá ég að nú var ekki bara konuandlit á verkinu heldur voru komnar tvær eða þrjár stúlkur (vangasvipir) og ég spyr þær hinar hvort þær sjái þetta ekki líka. Eftir smá tíma sáu þær þetta líka en ég var alveg undrandi og tók blússuna upp, þá voru komnar þrjár stúlkur til viðbótar nánast eins og dúkkur og við undruðumst mjög að sjá þetta gerast og listaverkið taka stórum breytingum og við töldum þær og sögðum: „Þær eru fimm, nei, sex til viðbótar.“ Ráðning Draumar hafa mismunandi svið og geta meðal annars spunnið framvindu sem hefur tvær hliðar þótt myndin sé söm. Draumar þínir eru af þessum toga og af þeim má ráða að þú sért óvenju næm á innri og ytri veruleika, skynjir vel þitt innra (hug, sál og tilfinningar) og tíðarandann eða það sem liggur í loftinu, það sem verður. Draumana má því túlka á tvo vegu: Fyrri, að þú sért nú um þessar mundir að fara andlegum hamförum, að í þér séu að losna kraftar sem þú hélst niðri og þessir kraftar geri þig að öflugum móttakanda á það hulda í lífinu. Seinni draumurinn gefur í skyn að sinni þú þessu afli þínu verði það mörgum til heilla og and- legs þroska. Vegna næmi þinnar spegla draumamir einnig ákveðið raunsæi þar sem fyrri draumurinn gefur í skyn miklar breytingar á náttúru- fari en kjölfarið fylgir ekki þótt renna megi grun í stóra skjálfta. Seinni drauminn má svo sjá í bókstaflegri merkingu þess að Rúna hljóti tign og virðingu fýrir list sína. Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta ográðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi ogári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir, Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Iteykjavði,eða á heimasíðu Draumalandsins http:// www.dreamland.is LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 31 eííiömff • frá föstudegi ti! sunnudags. Götumarkaásstemmning Allar verslanir opnar á sunnudag frá 13:00-17:00. Þ H R S E MH J H R T H fl SLffR UPPLÝ5IHBH5ÍMI 5 B B 7 7 B B SKRIF5TOFD5ÍMI SGB 92DD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.