Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARD AGUR 12. ÁGÚST 2000 61
FÓLKí FRÉTTUM
I
Hátíðarhöld og Hinsegin dagar í Reykjavík
Litskrúðug
og leikandi
skrúðganga
í dag ná hátíðarhöld fímm félagasamtaka
samkynhneigðra í Reykjavík hápunkti sín-
um. Hinsegin dögum, undir kjörorðunum
Gleði-Stolt-Sýnileiki, lýkur með skrúð-
göngu og hátíðardagskrá á Ingólfstorgi.
Jóhanna K. Jóhannesdóttir ræddi við
Sigríði Birnu Valsdóttur og Þórarinn Þór
um gönguna miklu, Pálínu saumavél og
gleðina yfír því að vera til.
HINSEGIN DAGAR eru frekar ný;
ir af nálinni í íslensku samfélagi. I
fyrra var haldin útihátíð á Ingólfs-
torgi sem þótti takast mjög vel og því
var lagt upp með hátíðina í ár með já-
kvæðu hugarfari, bjartsýni og kapp-
semi.
Hátíðir af þessu tagi, svokallaðar
Gay Pride hátíðir, eru haldnar að
sumarlagi um allan heim og vekja
athygli fyrir lífsgleði og ekki síst
litagleði þátttakenda sem virðast
hreinlega vera að springa úr kátínu.
Sigga Birna og Tóti eru nú á loka-
sprettinum við undirbúning skrúð-
göngunnar miklu sem leggur upp frá
Hlemmi stundvíslega klukkan þrjú í
dag.
Það þekkja flestir ánægjuna sem
fylgir skrúðgöngum, þegar hjartað
slær í takt við trumbumar og sam-
kenndin færir fætuma nær tak-
markinu. Skrúðgöngur em enda
fastur og ómissandi liður í hátíðar-
höldum Gay Pride þar sem samkyn-
hneigðir og gagnkynhneigðir koma
saman og njóta tónlistar og dans-
atriða með fiðring í tánum og söng á
vör.
Sigga Bima var áhorfandi og
óbeinn þátttakandi í Gay Pride göng-
unni í New York 1999 þar sem
mifijón manns komu saman. Sigga
Birna hreifst svo með að myndirnar
sem hún tók í skrúðgöngunni fundu
sér farveg í ljósmyndasýningu sem
var einmitt opnuð í Regnbogasal
Samtakanna ’78 nú á Hinsegin dög-
um eða eins og segir í sýningar-
skránni „Mig langaði til að koma
þeim hér upp á veggina eins og sjó-
maður deilir út smyglinu, landkönn-
uður dreifir tei og styttum og flug-
freyja nýjustu náttúrumeðulunum."
Leiðin að Ingólfstorgi
Agnar Jón Egilsson er höfuð
skrúðgöngunnar í Reykjavík og
Sigga Birna og Tóti hendurnar sem
dansa eftir höfðinu ásamt Árna Pétri
og Rósa hugmyndasmiði. Þau em
mjög vinnufúsar hendur enda í ótal
horn að h'ta og mörg verk að vinna. I
tvo mánuði hafa iðnar hjálparhellur
málað, gerst grímugerðarmenn og
saumað ótal búninga enda segist Tóti
hafa fengið að kynnast henni Pálínu
sinni saumavél ansi vel undanfarnar
vikur. „Skrúðgangan byggist upp á
hópum og skemmtilegri sýningu sem
fylgir hverjum hóp. Þetta á auðvitað
ekkert sérstaklega við um Gay Pride
göngur heldur er þetta hreinlega
skrúðgönguformið, fyrst kemur
lúðrasveitin og svo marserar hers-
ingin á eftir“ segir Sigga Bima,
greinilega með skipulagið á hreinu.
„Við skiptum hópunum niður í
ákveðin þemu. Til dæmis er brúð-
kaupsvagninn þar sem tvær brúðir
sitja í heiðurssætum og em dregnar
af brúðarmeyjum" segir Tóti en
brúðartertan er tilbúin, risastórt
bleikt ferhki. „I göngunni er líka
hestvagn, gylltur svanur, skápavagn
þar sem em gamlir skápar sem fólk
hefur enga þörf fyrir lengur enda
komið út úr skápnum og svo margt,
margt fleira. Öllu fylgir tónhst, brúð-
armarsinn, trommur, drottningar-
tónhst og búningar" segir Sigga
Bima og Tóti grípur fram í hlæjandi
„eigum við ekki bara að segja að það
sé mikill hávaði, litadýrð og gleðilæti
með regnbogahermönnum og öllu
tilheyrandi?" Sigga Birna samþykkir
þetta og hvetur alla sem hafa gaman
af hfinu og tilvemnni til að koma og
ganga í takt við tónhstina „konur og
karla, böm og eldra fólk, ekki bara
samkynhneigða, heldur ALLA.“
Hluti af samfélaginu
„Það sem við viljum leggja alveg
sérstaklega áherslu á núna í þessari
göngu er að við eram meðal fólks, við
eigum gagnkynhneigða vini og gagn-
kynhneigða fjölskyldu. Við emm
með í öllu sem er að gerast alls stað-
ar, ekki einhver hópur sem húkir úti í
homi og felur sig“ segir Tóti og legg-
ur þunga áherslu á hvert orð.
Morgunblaðið/Sverrir
Sigga Birna, áhugaljósmyndari með meiru, í öllum regn-
bogans litum.
Það er samt fislétt yfir krökkunum
og til þess að dreifa gleðinni mælast
þau til að fólk mæti í skrautlegum
fötum með fána og blöðrur en þau
em einmitt að undirbúa lungun til að
blása upp heil ósköp af blöðmm sem
verður dreift til þeirra sem trilla á
eftir skrúðgöngunni. Þess má geta
að óuppblásnum blöðmm verður líka
dreift ef blástursþrek undirbúnings-
nefndarinnar þrýtur.
Laugaveginum verður lokað fyrir
bílaumferð á meðan skrúðgangan
með lögreglumenn í broddi fylkingar
hlykkist niður þessa aðalverslunar-
götu Reykjavíkur.
Tóti og Sigga Bima em líka yfir
sig ánægð með allar móttökur og það
skemmtilega viðmót sem þau hafa
fengið enda hafa flestir lagt sig fram
við að ryðja leiðina fyrir Hinsegin
dögum og um leið fyrir skrúðgöng-
una miklu. „Það eina sem við getum
aldrei verið fullviss um er hvort veð-
urguðimir verða okkur hhðhollir"
segir Sigga Bima, glottir í annað, ht-
ur til himins og krossar
finguma. „Við eram
samt búin að ákveða að
ef þeir verða ekki með
okkur í þessu, þá skipt-
ir það engu máli, það er
sól hjá okkur þó dropi
aðeins af himnum,"
segir Tóti sólskinsbarn
sem einnig hefur verið í hlutverki
skrúðgöngusmala og fengið ahs
konar fólk til að taka þátt í hátíðar-
höldunum en þeir em á bihnu 60-80
sem taka beinan þátt í skrúð-
göngusýningunni í búningum en
miklu fleiri sem ætla að marsera á
eftir henni.
„Það em náttúmlega ekki allir,
hvorki gagn- né samkynhneigðir,
sem hafa svo ríka sýniþörf og leik-
listarbakteríu til að taka þátt í svona
glanssýningu. Það þarf svohtið sér-
stakt fólk til að fara í búninga og
standa uppi á palli“ segir Sigga
Bima og hlær. Tóti tekur undir og
segir „maður þarf að vera nett at-
Tóti skrúðgöngusmali og saumagaldrakarl.
hyglissjúkur." Og era þau tvö at-
hyghssjúk? „Já, já, já“ svara þessir
viðkunnanlegu athyglisfíklar og
hlæja svo undir tekur í húsinu. x
Göngunni líkur svo á Ingólfstorgi
þar sem Hinseginhátíðin nær há-
marki. Þar munu fjallkonan og -karl-
inn ávarpa gesti og svo stiga
skemmtikraftar á stokk: Andrea
Gylfadóttir og Lögreglukórinn
syngja, drottningar dagsins sýna
snilh sína. Einnig koma til sögunnar
Páll Óskar, Felbc Bergsson, Ótukt að
ógleymdum kjamakonunum og
-karlinum í Bellatrix. Allir komnir
saman til að gleðjast yfir lífsins lysti-
semdum.