Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs lækkar um 0,5% milli mánaða Sumarútsölur og lækkun bensínverðs höfðu mest áhrif VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í ágústbyrjun 2000 lækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Lækkun vísitölunnar á þessu tímabili var 0,7% ef húsnæðisliðurinn er ekki tekinn með. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 4,7% en án húsnæð- is er hækkunin 3,1%. Þetta kemur fram í fréttum frá Hagstofu Islands. Liðurinn föt og skór í vísitölu neysluverðs hafði mest áhrif til lækk- unar á vísitölunni en hann lækkaði um 8,9% milli mánaða og voru vísi- töluáhrifin af þeirri lækkun 0,49%. Þá Iækkaði bensín og olíur um 3,2% og voru vísitöluáhrifin af þeirri lækkun 0,16%. Liðurinn matur og drykkjar- vörur lækkaði um 0,5%, sem hafði í för með sér 0,09% áhrif til lækkunar á vísitölunni. Mest munar þar um lækk- un á sykri, súkkuiaði, sælgæti og fleiru sem lækkaði um 2,2% vegna lækkunar á vörugjöldum á þessum vörum. Áhrif þess á vísitöluna var 0,04% lækkun. Húsnæði, hiti og raf- magn hækkaði um 0,4% milli mánaða og voru vísitöluáhrifn 0,08% af þeirri hækkun. Þá ber að nefna að liðurinn tryggingar hækkaði um 9,8% og voru vísitöluáhrifin af því 0,07%. Lækkunin meiri en f lestir höfðu spáð Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir að lækkun neysluverðsvísitöl- unnar frá júh til ágúst sé góð tíðindi. Þessi lækkun rými reyndar ekki við spá Seðlabankans frá síðustu viku. „Því má hugsanlega segja að spá Seðlabankans hafi verið svartsýnis- spá. Við eigum hins vegar eftir að skoða þetta ofan í kjölinn en þama kunna að vera skýringar, eins og til dæmis þær að sumarútsölur hafi ráð- ið miklu um þessa lækkun vísitölunn- ar nú. Það er breyting sem gengur til baka. Ef það er meginskýringin sjá- um við ekld ástæðu til að endurskoða okkar spá fyrir árið. En engu að síður eru þetta góð tíðindi," segir Eiríkur. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að vísitalan lækki meira milh mánaða en flestir hafi áætlað. „Flestir gerðu ráð fyrir að breytingin yrði í kringum eða rétt neðan við núllið en 0,5% er mjög af- gerandi lækkun. Þess vegna eru þetta góð tíðindi." Þórður segir rétt að vekja athygli á því að þegar htið sé á samræmingu við aðra aðila þá lækki sambærilegar verðbólgutölur fyrir ísland úr 5,1% í júh í 3,9% í ágúst. „Hins vegar verður að hafa í huga eins og jafnan áðm- að þetta er mæl- ing fyrir einn mánuð og þama em inni liðir sem em óvenjulegir eins og sumarútsölur, lækkun á bensíni og fleira í þeim dúr. Engu að síður, þeg- ar htið er yfir þessar breytingar í heildina, þá era þetta góðar fréttir og er enn ein vísbendingin í þá átt að það kunni að vera að slakna á þenslu," segir Þórður. Spár bankanna frá 0,3% lækkun til 0,1% hækkunar Bankar og verðbréfafyrirtæki spáðu fi’á 0,3% lækkun vísitölu neysluverðs milh júh og ágúst til 0,1% hækkunar. Kaupþing spáði 0,3% lækkun vísitölunnar, Búnaðarbank- Breytingar á vísitölu neysluverðs Frá janúar til ágúst 2000 IJSSSS Maí 1988=100 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,0%) (3 -0,5% 0116 Ávextir (1,0%) fSP | | -3,3% 0118 Sykur, súkkulaði, sælgæti (1,6%j -. □ -2,2% 02 Áfengi og tóbak (3,2%) +0,0% 03 Föt og skór (5,1 %) iHIÍi I 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (19,5%) 0+0,4% 0451 Rafmagn(1,6%) g +2,5% 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,2%) A 0 -0,3% 06 Heilsugæsla (3,0%) iŒ E I -0,2% 07 Ferðir og flutningar (19,5%) L7 U.,,1 Ó -0,5% 072 Rekstur ökutækja (8,0) flí □ -1.9% 0722 Bensín og olíur (4,8%) WjHf I I -3,2% 08 Póstur og sími (2,5%) | +0,1% 09 Tómstundir og menning (12,2%) 1 +0,6% 10 Menntun (1,0%) 0,0% 11 Hótel og veitingastaðir (5,3%) [] -0,6% 12 Aðrar vörur og þjönusta (6,5%) | +1,1% 124 Tryggingar (0,8%) +9,8% | VÍSITALA NEYSLUVERÐS í ÁG.: 199,1 stig breyting 0 -0,5% inn 0,2-0,3% lækkun, íslandsbanki- FBA 0,2% lækkun en Landsbankinn spáði hins vegar 0,1% hækkun vísitöl- unnar milh júlí og ágúst. Verðbólga í ríkjum EES frá júní 1999 til júní 2000, mæld á samræmda vísitölu nejsluverðs, var 2,1% að meðaltali. Á sama tíma var verðbólg- an 2,4% í helstu viðskiptalöndum Is- lendinga en 4,7% hér á landi. Sam- bærilegar verðbólgutölur fyrir ísland em 5,1% í júlí og 3,9% í ágúst 2000, mælt á þennan samræmda mæh- kvarða. Mæhng Hagstofunnar á þeim hð- um sem neysluverðsvísitalan byggist á var að þessu sinni framkvæmd fyrir verslunarmannahelgina en til saman- burðar fór mælingin fram eftir hana í fyrra. Hlutabréfasjóðurinn hf. Hagnaður eftir skatta minnk- ar um 71% Fjármálastjóri Telia rekinn rétt fyrir hlutauppg;iör Fj ölmargir S víar hafa tapað á bréfunum Reuters Þessir Svíar stóðu í biðröð í byijun júnf til þess að skrá sig fyrir bréfum Telia en gengi bréfanna hefur fallið verulega síðan þá. HLUTABRÉFASJÓÐURINN hf. skilaði í gær afkomutölum fyrir fyrri hluta ársins. I tilkynningu frá sjóðunum segir að reksturinn hafi verið í samræmi við þá verðþróun sem verið hafi á innlendum og er- lendum verðbréfamörkuðum á tímabilinu. Hreinar fjármunatekjur minnk- uðu um 64% milli ára og vora 165 milljónir króna nú miðað við 459 milljónir í fyrra. Hagnaður fyrir skatta lækkaði um 69% og var 135 milljónir króna og hagnaður eftir skatta lækkaði um 71% og var 95 milljónir króna. Samtala hagnaðar eftir skatta og breytingar óinnleysts geymslu- hagnaðar á árinu lækkaði um 72% og var 68 milljónir króna í ár miðað við 247 milljónir króna í fyrra. Eigið fé sjóðsins í lok júní á þessu ári var 11% lægra en í fyrra, eða 4,7 milljarðar króna miðað við 5,3 millj- arða í fyrra. Niðurstaða efnahags- reikningsins hljóðaði upp á 7,8 millj- arða króna, sem er 31% aukning frá fyrra árið þegar niðurstaðan var 5,9 milljarðar króna. Aukin skattaleg stýring Vægi erlendra verðbréfa af heild- areignum Hlutabréfasjóðsins hf. er 19% og þar af er rúmlega þriðjung- ur í erlendum hlutaþréfasjóðum. Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. sér um rekstur Hlutabréfasjóðs- ins og að sögn Selmu Filippusar- dóttur, framkvæmdastjóra sjóðsins, tók sjóðurinn erlent lán í júní og hyggst nú einbeita sér að því að fjárfesta meira í einstökum félögum til að nýta sér skattalegt hagræði þess, en skattareglur gera ráð fyrir að greiddir séu skattar af gengis- hækkun í sjóði á því ári sem hún verður, en skattar era ekki greiddir af söluhagnaði vegna sölu í einstök- um félögum nema þegar bréfin era seld og þá má fresta greiðslunni með því að fjárfesta á ný. Fyrir utan aukna skattastýringu sjóðsins segir Selma að með erlendu lántökunni sé stefnt að því að hafa gjaldeyrisjöfn- uð í sjóðnum og að nýta vaxtamun milli Islands og annarra landa. Fjárfestingarstefna sjóðsins ger- ir ráð fyrir að vægi erlendra verð- bréfa aukist aftur frá því sem nú er og að 50% séu í innlendum hluta- bréfum, 30% í erlendum verðbréf- um og 20% í innlendum skuldabréf- um. Vægi sjóðsins í innlendum hluta- bréfum var 38% í lok júní. Stærstu eignarhlutirnir vora í Opnum kerf- um hf., íslandsbanka FBA hf., Eimskipafélagi íslands hf., Trygg- ingamiðstöðinni hf. og Þormóði ramma - Sæbergi hf. Hlutabréfa- sjóðurinn átti samtals í 28 innlend- um hlutafélögum í lok júní. Stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. skipa Baldur Guðlaugsson, formað- ur, Jón Halldórsson, Stanley Páls- son, Kristján Óskarsson og Rafn F. Johnson, en til vara era Bragi Hannesson og Haraldur Sumarliða- son. HREINAR fjármunatekjur Vaxt- arsjéðsins hf. snerust úr því að vera neikvæðar um 5 milljónir króna í að vera jákvæðar um tæpar 12 milljónir. Svipaður við- snúningur varð á hagnaði fyrir og eftir skatta. f fyrra var tæp- lega 6 milljóna króna tap en nú var rúmlega 8,9 milljóna króna hagnaður. Samtala hagnaðar eft- ir skatta og breyting óinnleysts geymsluhagnaðar á árinu hækk- aði um 22% og var 34,6 milljónir króna nú. Eigið fé í lok tímabils hækkaði um 7% í 514 milljónir króna og SÆNSKA ríkið bauð 30% af hlutafé sínu í sænska farsímarisanum Telia almenningi og fjárfestum til kaups í júní í sumar og þúsundir Svía nýttu sér tækifærið og notuðu sparifé sitt til þess að kaupa bréf, segir í sænska blaðinu Aftonbladet. Sú fjárfesting hefur ekki reynst vænleg: útboðs- gengið í júní var 85 sænskar krónur en nú er gengi bréfanna komið niður í 77 sænskar krónur en eftirspum eftir hlutabréfunum var fjórfalt meiri en framboðið. Fjármálastjórinn látinn fara Anders Báck, fjármálastjóri Telia, sem átti stóran þátt í að skipuleggja útboðið, hefur nú verið látinn taka pokann sinn og er það talið tengjast slæmu gengi Telia á verðbréfamark- aðnum í Svíþjóð en þykir auk þess benda til þess að niðurstöður úr fyrsta hlutauppgjöri Telia eftir hlutafjárvæðinguna, sem kynna á í næstu viku, verði ekki til þess að styrkja stöðu félagsins. Þegar hefur verið ráðinn nýr fjármálastjóri í stað Bácks en það er Bo Jacobsen, að- stoðarframkvæmdastjóri Scancem. „Ef litið er til skamms tíma er ég ekki mjög bjartsýnn á afkomu Telia enda þótt gengi bréfanna ráðist að efnahagsreikningur stækkaði um 9% og var 558 milljónir króna í lok júnf sfðast liðins. Samkvæmt frétt frá Vaxtar- sjóðnum hf. er tilgangur hans að fjárfesta í hlutafé skráðra og óskráðra fyrirtækja sem talin eru eiga verulega vaxtar- og/eða hagnaðarmöguleika innanlands eða utan eða eru álitin vanmetin á hlutabréfamörkuðum. Megnið af erlendri hlutabréfaeign i deCode í lok júní átti Vaxtarsjóðurinn hlutabréf í 15 innlendum félög- miklu leyti af því hvernig fyrrver- andi einokunarfyrirtækjum á sviði fjarskipta Evrópu vegnar,“ segir verðbréfasérfræðingurinn Hákan Persson í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri. „Fjárfestingar Telia hafa verið miklar og arðsemin lítil enn sem komið er. Þá má og nefna að Telia Mobile hefur þurft að um, mest í Opnum kerfum hf., ís- landsbanka FBA hf., Trygginga- miðstöðinni hf. og Granda hf. í erlendum hlutabréfum átti sjóð- urinn 65 milljónir króna, þar af 53 milljónir króna, eða 82%, í deCode Genetics. í stjórn Vaxtarsjóðsins hf. sitja Baldur Guðlaugsson, formaður, Jón Halldórsson, Stanley Pálsson, Krislján Óskarsson og Rafn F. Johnson og varamenn eru Bragi Hannesson og Haraldur Sumar- liðason. Verðbréfamarkaður íslands- banka hf. sér um rekstur sjóðsins. lækka gjaldskrá sína og mun raunar innan skamms tíma neyðast til lækka hana enn frekar og það mun koma niður á tækjuflæðinu." Henrik Sandell, sérfræðingur hjá Swede- bank, er sama sinnis og Hákan. „Að mínu viti mun verða áframhaldandi óróleiki í kringum Telia á næstu mánuðum. Gengi bréfa í félaginu er hátt þegar tekið er mið af því hveijar tekjur þess era nú.“ Uppboðið í Þýskalandi hefur víðtæk áhrif Gengi bréfa í fjarskiptafyrirtækj- um í Svíþjóð lækkaði mikið í vor og svo virðist sem áhyggjur fjárfesta þar og í Evrópu af miklum kostnaði samfara fjárfestingu þessara félaga í þriðju kynslóðar farsímaleyfum sé helsta ástæðan. Sérfræðingar segja að gengi bréfa í fjarskiptafyrirtækj- um kunni að ráðast að miklu leyti af því hvernig uppboðið í Þýskalandi fer. „Ef verðið fyrir leyfin í Þýska- landi verður í lægri kantinum mun það hafa jákvæð áhrif á markaðinn en það er því miður ekkert sem bendir til þess að svo fari,“ segir einn sérfræðinganna í samtali við Dagens Industri. Viðsnúningur hjá Vaxtarsjóðnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.