Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 33

Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 33 „Franska mótsögnin“ að leysast? The New Yor^ Times Syndicate. BÁNDÁRISKIR vísindamenn telja sig nú vita hvers vegna eitt glas af rauðvíni á hverju kvöldi getur kom- ið í veg fyrir krabbamein og hjarta- sjúkdóma. „Frönsku mótsögninni" svoköll- uðu var fyrst lýst fyrir rúmum ára- tug og hún leiddi í ljós að dagleg rauðvínsdrykkja virðist draga veru- lega úr hættunni á hjartasjúkdóm- um og krabbameini. Vísindamenn við Lineberger-krabbameinsmið- stöðina í Chapel Hill í Norður- Karólínu rekja þetta til ákveðins efnis í rauðum vínberjum og rauð- víni, resveratróls eða res. Þeir segja að efnið hafi hindrað vöxt krabbameinsfrumna úr mönnum við tilraunir á rannsóknarstofu. Skýrt er frá niðurstöðu þeirra í júlíhefti tímaritsins Cancer Research. „Resveratról gat stuðlað að dauða krabbameinsfrumna á frum- stigi krabbaferlisins," sagði sam- eindanæringarfræðingurinn Minnie Holmes-McNary, sem stjórnaði rannsókninni. Molmes-McNary segir að efnið kunni að hafa miklu minni eitrunar- áhrif á líkamann en þau efni sem nú er beitt í baráttunni við krabba- mein. „Þetta er náttúrulegt efna- samband, það er í venjulegum mat sem við borðum venjulega." Til að krabbameinsfrumurnar geti fjölgað sér eru þær háðar mikilvægu pró- tíni, NF-kB, sem er í frumum víða í líkamanum. Res hefur hins vegar þau áhrif að prótínið verður í raun óvirkt, að sögn vísindamannanna. Res er í mörgum ávöxtum og hnetum, einkum í rauðum vínberj- um, mórberjum, hindberjum og jarðhnetum. Guohua Cao, efnafræð- ingur við rannsóknarstofnun banda- ríska landbúnaðarráðuneytisins í næringarfræði, segir þó að ekki sé svo mikið af res í rauðvíni. Margir visindamenn telji að andoxunarefni í víninu minnki hættuna á krabba- meini og hjartasjúkdómum. Cao kveðst þó ekki vera hissa á því að res geri NF-kB óvirkt og tel- ur að efnið geti reynst mjög gagn- VIKII LM Ekki þykir sannað að notkun farsima leiði til þess að menn verði fyrir skaðlegri geislun. Reuters 80% minni geislun 1 hand- frj álsum búnaði The Daily Telegraph. SVONEFNDUR handfrjáls búnað- ur sem tengdur er við GSM-síma gerir að verkum að heili manna verður fyrir 80% minni geislun en þegar talað er beint í tækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var á vegum breskra stjórnvalda og birt var í vikunni. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í ósamræmi við þær sem bresku neytendasamtökin létu gera fyrr á þessu ári. Sú könnun leiddi í ljós að þvert á móti yrði notkun hand- frjálsa búnaðarins til þess að höfuð notandans yrði fyrir þrefalt meiri geislun en þegar símtækið væri not- að með hefðbundnum hætti. Bresku neytendasamtökin hafa lýst því yfir að þau standi við skýrslu sína og hafa hvatt til frekari rannsókna. Nýja rannsóknin fór þannig fram að geli var komið fyrir í plasthöfð- um sem líkja átti eftir mannsheilan- um. Síðan var mælt fyrir hversu mikilli geislun gelið varð og kom þá í ljós að hún minnkaði um 80% þeg- ar handfrjálsi búnaðurinn var tengdur. Hins vegar reynrHgt geis!- i un sem fyigdi notun farsíma í öllum tilfellum vera innan þeirra öryggis- marka sem skilgreind hafa verið. Neytendasamtök í Ástralíu birtu í liðinni viku svipaðar niðurstöður rannsókna. Rannsókn bresku neytendasam- takanna fór þannig fram að geislun á ejnum tilteknum stað í heilanum var mæld en sú sem stjórnvöld létu Sartest-rannsóknarstofurnar fram- kvæma tók hins vegar til nokkurra skilgreindra staða. Er það í sam- ræmi við þær aðferðir sem Evr- ópska staðlaráðið, Cenelec, hefur mælt með. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlega skaðsemi þess að nota farsíma. Hins vegar hefur aldrei verið sannað með óyggjandi hætti að skaðleg geislun geti fylgt notkun farsíma og birti rannsóknar- nefnd á vegum ríkisstjómar Bret- lands yfirlýsingu í þá veru fyrr á þessu ári. Tenglar Heimasíða Sartest: www.sa rtest.com/ Öháð rannsóknameíná: www.iegpnp.org.uk/ Rannsóknir á geðklofasýki Dópamín virkara í heila sjúklinga Associated Press Rannsóknir á geðklofa beinast í auknum mæli að efnaferlum í heila. New York. Reuters. VÍSINDAMÖNNUM hefur nú tekist að sanna það sem lengi hafði leikið grunur á, það er að segja, að í heila fólks sem þjáist af skitsófr- eníu, eða geðklofa, séu nem- ar sem verði fyrir of miklu áreiti. Rannsakendur við Columbiaháskóla í New York hafa gert tilraunir á fólki og sýnt með þeim fram á að taugaboðefnið dópamín er virkara í geðklofasjúkl- ingum en öðrum. „Okkur grunaði þetta. Nú hefur í íyrsta sinn tekist að mæla þetta,“ sagði dr. Anissa Abi-Dargham, aðal- höfundur rannsóknarinnar, sem birt er í Proceedings of the National Academy of Sciences. Erfitt er að mæla magn dópamíns í heilanum, og reiddu vísindamennimir sig á heilamynd með hermiskimi við rannsóknina, til þess að meta dópamínnema, það er, hvar dópa- mín binst, í heila 18 geðklofasjúkl- inga. Samskonar skimun var gerð á 18 heilbrigðum einstaklingum. Hlutfall virkra dópamínnema í geðklofasjúklingunum reyndist vera mun hærra en í hinum heil- brigðu, sagði Abi-Dargham. Var hlutfallið 19% á móti 9%. Engu að síður telja vísindamenn að fleiri þættir en dópamínmagn hafi áhrif á geðklofasýki. Tenglar Um geðklofa:www. netdoktor.is/ Sjukdomar/ Geðhjálp:www.gedlyalp.is/ Krabba leit- að í tárum? Jhe Daily Telegraph. í TÁRUM fólks kann að vera að finna vísbendingar um hvort það þjá- ist af krabbameini eða hvort líklegt sé að það taki þann sjúkdóm. Vísindamenn við Háskólann í New South Wales í Sydney í Ástralíu hafa komist að því að tár innihalda kenni- prótín fyrir tilteknar gerðir arf- gengra krabbameina. Var það íyrir tilviljun að þeir greindu prótín þetta er þeir voru að vinna að rannsóknum á augnlinsum. Að sögn dr. Marx Willcox ræðir hér um svonefnt Lg-prótín, sem er að finna í þeim tilfellum brjósta- og blöðruhálskrabba þegar hormón á þátt í að valda eða viðhalda krabba- meininu. „I Ijós kom að krabbamein var að finna í fjölskyldusögu þess fólks sem reyndist hafa prótín þetta í tárum sínum. Því kann að vera að fólki, sem hefur Lg-prótínið í tárum sínum, sé af erfðafræðilegum orsökum hætt- ara við að fá krabbamein eða að magn prótíns þessa í tárum aukist þegar menn hafa tekið krabbamein eða eru við að fá sjúkdóminn,“ segir dr. Willcox. Nú hyggst hann ásamt aðstoðar- fólki sínu gera rannsóknir á 50 krabbameinssjúklingum til að at- huga hvort leit að Lg-prótíni megi nota sem próf til að kanna hvort við- komandi hafi tekið sjúkdóminn eða sé í sérstakri hættu á að fá hann. Komi það á daginn myndi slíkt próf verða mun einfaldara í framkvæmd en t.a.m. rannsókn á blóðsýnum. m Leifshátí -jjölskylduskemmtun á sögus/óðum 11.-13. ágúst jölskylduhátíð Dalamannsins S- Leifs Eiríkssonar verður haldin að -Zl Eiríksstöðum í Haukadal helgina 11.-13. ágúst til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá Vínlandssiglingu hans. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna • Formleg opnun svæðisins á Eiríksstöðum • Afhjúpun styttu af Leifi heppna eftir Nínu Sæmundsson • Fræðsla um tilgátuhús og rústir Eiríksstaða • Fornleifafræðingar að störfum • Skipulagðar gönguferðir um Haukadal • Ókeypis veiði í Haukadalsvatni • Hanna Dóra Sturludóttir söngkona • Samkór Dalamanna og Breiðfirðinga • Brúðuleikhús • Álftagerðisbræður • Dalakútur sprellar með börnunum • Kvennareið Dalakvenna • Hljómsveitin Ábrestir • Sögustundi'r • Örn Árnason leikari • Todmobile og Selma • Nikkólína (gömlu dansarnir) • Veitingar að fornu og nýju • Leikþættir • Vopnfimi • Víkingabúðir • Torfi trúbador • Leiktæki • Fornir leikir • Fjölskylduratleikur • Helgistund • Eldsmíði m ,; Aðgangseyrir: 2000 kr. fyrir fullorðna 1000 kr. fyrir 13 til 16 ára og lífeyrisþega Ókeypis fyrir 12 ára og yngri Næg tjaldstæði og bílastæði!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.