Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Ofnæmis- tilfelli vegna Orku- mjólkur TVÖ ofnæmistilfelli hafa komið til kasta lækna vegna Orkumjólkur Mjólkursamsöl- unnar segir Björn Árdal, barnalæknir og sérfræðingur í ónæmis- og ofnæmissjúk- dómum á Landspítalanum. Skýringin er sú að Orku- mjólkin inniheldur egg sem viðkomandi aðilar, í báðum tilfellum börn, hafa ofnæmi fyrir. „Það kemur fram í inni- haldslýsingu, að Orkumjólkin inniheldur egg, en með smá- um stöfum. I báðum tilfellum var um varkára foreldra að ræða, sem passa upp á allt, en grunaði ekki að í drykkn- um leyndust egg því hann heitir Orkumjólk." Björn er þeirrar skoðunar að merkja þurfí Orkumjólkina betur. „Þetta er augljós áhætta, fólk áttar sig ekki á að það eru egg íþessu." Orkumjólkin var sett á markað í byrjun júlí. Einar Matthíasson, markaðs- og þröunarstjóri Mjólkursamsöl- unnar, hafði ekki heyrt af til- fellunum þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Ein- ar telur ekki nauðsynlegt að merkja Orkumjólkina betur, fram komi í innihaldslýsingu að egg eru í drykknum. „Það er nú yfirleitt þannig að þeir sem eru með ofnæmi nýta sér innihaldslýsingar. Það er ekki hægt að sérmerkja alla vöru sem er með ofnæmisvaldandi innihaldi því fólk hefur of- næmi fyrir svo mörgu.“ Einar segir töluvert algengt að egg séu í evrópskum mjólkur- drykkjum þótt Orkumjólkin sé fyrsti mjólkurdrykkurinn sem inniheldur egg og Mjólk- ursamsalan sendir frá sér. Kug-gur kærir Félag fasteignasala til Samkeppnisstofnunar Kaup hugbúnaðarins Hús- vaka sögð skilyrði fyrir aðild HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Kuggur ehf. hefur kært Félag fasteignasala til Samkeppnis- stofnunar. Ástæða kærunnar er ákvörðun stjórnar Félags fasteignasala að gera að skil- yrði fyrir aðild að félaginu kaup á hugbúnaðin- um Húsvaka, sem er í beinni samkeppni við kerfi Kuggs, Húsval. „Ekki verður séð að nein- ar hlutlægar ástæður liggi að baki skilyrðum stjórnar Félags fasteignasala," segir í kærunni. „Nefnt skilyrði fyrir inngöngu í félagið er til þess eins fallið að hindra samkeppni og stuðla að fákeppni á viðkomandi markaði.“ I kærunni kemur fram að bæði tölvukerfin, Húsvaki og Húsval, geti innt af hendi sömu að- gerðir og þau séu bæði í almennri notkun hjá fasteignasölum í landinu. Þar segir einnig að mikil samkeppni sé á milli tölvukerfanna og framleiðenda þeirra. „Fasteignasölum sem öðrum mönnum á að vera frjálst hvar þeir kaupa sinn hugbúnað og þeim á að vera frjálst að vera aðilar að Félagi fasteignasala að uppfylltum almennum hlutlæg- um skilyrðum," segir í kærunni. „Það að setja fasteignasölum stólinn fyrir dyrnar um hvaða hugbúnað þeir nota, er til þess fallið að minnka samkeppnishæfni þeirra og ýtir jafnframt undir verðsamráð og takmarkar val neytandans. Hér er verið að gera tilraun til að gera fasteignasala að einslitum hópi manna og fækka samkeppnis- þáttum í þeirra þjónustu." Morgunblaðið/Arnaldur Vandvirkni í Vesturbænum MENN eru misvandvirkir þegar þeir eru að mála grindverk, sumir nota málningarrúllur og hugsa fyrst og fremst um að drífa verkið af, en síðan eru til aðrir sem taka sér lítinn pensil f hönd og ímynda sér að þeir séu að mála listaverk, eins og þessi maður gerði við Ægi- sfðuna á dögunum. Þegar menn eru ekki að flýta sér getur verið gott að fá sér koll á hjólum og seljast niður í rólegheitum og láta hugann reika um leið og pensilinn er mundaður. Þannig slá menn tvær flugur í einu höggi, þeir njóta útiverunnar og vinna þarft verk. Það getur líka verið gott að hafa góð drykkjar- föng við hendina ef heitt er í veðri, en passa skal innihaldið - það má ekki koma niður á vandvirkninni. Hópur fólks feijaður yfír Skaftá ásamt bflum og búnaði Komust lieim eftir að hafa verið inn- lyksa í tæpa viku HÓPUR fólks sem varð innlyksa í Skaftárdal vegna hlaups í Skaftá komst til síns heima í gær. Bflar þeirra og búnaður var ferjaður með vörubíl yfir ána. Alls voru um 70 manns í dalnum þegar hlaupið í Skaftá hófst laugar- daginn 5. ágúst. Stærstur hluti hóps- ins komst þó fljótlega úr dalnum en 27 manns voru þó ihnlyksa allan tím- ann. Þau voru flest á fólksbifreiðum en í hlaupinu fór vegurinn í sundur og þar með varð ófært úr dalnum fyrir fólksbíla. Bflar settir á vörubflspall Jóhannes Ragnarsson dvaldi sam- tals í dalnum í 10 daga. Hann var þar á ferð ásamt svokölluðum Suður- landshóp en í honum eru skipsfélag- ar af Suðurlandinu sem sökk árið 1986. Þeir fara árlega í ferðalag ásamt fjölskyldu og vinum. Jóhann- es segir að ekkert hafi amað að hópn- um. Þau höfðu talsverðar birgðir með sér, en þegar þær fóru þverr- andi kom Sigurður Pétursson, bóndi á Búlandi, þeim til hjálpar og færði hópnum bæði mjólk og kjöt og annað sem á þurfti að halda. Jóhannes seg- ir að dvölin í dalnum hafi yfirleitt lagst vel í menn. „Sumir þurftu að komast til vinnu en aðrir tóku því bara rólega,“ sagði Jóhannes. Hóp- urinn notaði dagana vel og stóð m.a. fyrir hreinsunarátaki í dalnum. . Bflarnir settir á vörubfl í gær sendi Vegagerðin vörubíl inn í Skaftárdal en þá hafði nokkuð sjatnað í Skaftá. Um hádegið í gær var hafist handa við að koma bflum Morgunblaðið/Jónas Hlaupið í Skaftá er nú í rénun en minnkar þé hægt. og tjaldvögnum upp á vörubflspall- inn. Vörubíllinn ók síðan með bfla og búnað yfir ána. Alls tók þetta um sex klukkustundir. Jóhannes segir að ferðin hafi í heild verið ánægjuleg en menn séu þó fegnir að vera loks komnir heim. Rennsli Skaftár hefur minnkað af- ar hægt undanfama daga og því ekki líklegt að vegurinn verði opnaður í bráð. Þegar vatnið minnkar kemur leirinn sem áin hefur borið með sér í ljós. Dæmi eru um að búfé hafi fest sig í leirnum og drepist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.