Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 29 LISTIR Islenskur framtíðar dj ass DJASS S ó 1 o n í s I a n d u s FLÍS Davíð Þór Jónsson, píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi og Helgi Svavar Helgason, trommur. Sólon Islandus, fímmtudags- kvöldið 9. ágúst 2000. FYRIR tæpum tveimur árum vakti athygli mína ungur drengur sem blés stundum í alt- og baríton- saxófón með Stórsveit Reykjavík- ur. Davíð Þór Jónsson hét hann og var nemandi í djassdeild Tónlistar- skóla FÍH. Þetta var framtíðar- efni. Síðasta sumar lék hann með Flís-tríóinu á djasshátíðinni í Þórs- höfn í Færeyjum og var þá orðinn píanisti. Ég heyrði vel látið af hon- um en það var ekki fyrr en sl. fimmtudagskvöld að ég heyrði í fyrsta sinn píanistann Davíð Þór Jónsson. Það var engu logið upp á piltinn þótt fullum þroska sé enn ekki náð. Hann er píanistinn í tríóinu Fh's, og eru þeir félagar enn í námi við Tónlistarskóla FÍH þótt þeir leiki sem atvinnumenn og það í fleiri hljómsveitum en einni. Helgi og Valdimar hafa verið áberandi í vet- ur, en Davíð Þór dvalist með norskum. Tríóið hóf tónleikana á klassísk- um söngdansi eftir Arthur Schwarts: „You and the Night and the Music“ - þótt túlkunin væri hikandi var ekki um að villast að leikið var í anda Keith Jarrett- tríósins. Um helmingur laganna er Flís spilaði þetta kvöld var af efn- isskrá Jarrett-tríósins; söngdans- arnir sem fylgdu í kjölfarið: „Ail the Things You Are“ eftir Jerome Kern, „You Hear a Rhapsody" og „Bye, Bye Blackbird" sem Ahmad Jamal festi í djass-sessinum. Einn- ig djassópusarnir; „Butchs & Butchs“ eftir Oliver Nelson og „Things Ain’t What They Used to Be“ eftir Mercher Ellington, blús- inn klassíski sem hefur leyst blús föður hans, „C Jam Blues“, af hólmi sem vinsælasti blús í íslensk- um djassi. Þótt um flest væri leitað í smiðju Jarrett, eins og flest djasspíanó- tríó í heiminum gera um þessar mundir, var margt með persónu- legu sniði. Sér í lagi var gaman að Davíð Þór í All the Things You Are. Fá lög hafa djassleikarar not- að oftar sem ramma um spuna sinn og því urðu menn fegnir er Charl- es Mingus óf stefi eftir Rakman- ínoff inn í útgáfu sína á söngdansi Kern fyrir nær hálfri öld. Davíð Þór notaði Rakmanínoff skemmti- lega og rammaði stríðdansinn og spuna sinn inn í stef rússneska píanómeistarans. Einnig voru góð tilþrif í einleikskafla Davíðs í lok Ellington-blúsins - vantaði bara að skálma til að ná réttu áhrifunum. Það var dálítið gaman að heyra Tristano-áhrifin í leik Davíðs Þórs, þótt hann hafi eflaust fangað þau frá einhverjum ungum Tristano- aðdáanda. Þau komu meira að segja fram í frumsömdum blús hans, ,Ákkúrat“, þar sem bæði Valdimar og Helgi léku með prýði. Blúsinn var þó ekki átakamikill en annar frumsaminn ópus, „Snefill", lofar góðu um tónskáldið Davíð Þór. Dimmur tónavefurinn var sveipaður rýþmískri spennu og átti óskipta athygli manns meðan leikinn var. Síðan léku þeir nota- lega útgáfu af „Fuglakvæðinu" hans Atla Heimis. Það sem mér hefur oft þótt segja flest um ungan djassleikara er hvernig hann túlkar ballöður. Ungpíanistar eiga oft í erfiðleikum með klassíska söngdansa því áhrif Keiths Jarrett eru svo þrúgandi. En það eru líka til frábærar djass- ballöður sem standardatríóið hef- ur aldrei túlkað. Davíð lék tvær slíkar af fágætum þokka: „Peace“ eftir Horace Silver og meistara- verkið „Lonnie’s Lament" eftir John Coltrane. Kannski var það ásamt Snefli hápunktur tónleik- anna. „Jumpin’ In“ eftir Dave Holland, bassajöfurinn sem mun leika ásamt kvintett sínum á loka- tónleikum Jazzhátíðar Reykjavík- ur, var skondinn, sér í lagi bassa- leikur Valdimars og Coltrane Sound ópusinn 26.2. vai' léttilega leikinn og Helgi góður þar sem víðar. Drengirnir eru í startholunum fyrir stóru stundina, en það er nor- ræna ungliðakeppnin í djassi sem fer fram í Norræna húsinu 9. sept- ember á Jazzhátíð Reykjavíkur. Þeir eru ekki alveg komnir í gang, en á tónleikunum á fimmtudags- kvöld mátti heyra að þeir hafa burði til að keppa við jafnaldra sína norræna og ef Davíð Þór á fleiri ópusa er standa Snefli á sporði er það ekki verra. Við ósk- um þeim allra heilla. Vernharður Linnet >£M-2000 Laugardagur 12. ágúst DALASÝSLA - EIRIKSSTAÐIR f HAUKA- DAL Hátíð Leifs heppna Hátíð Leifs heppna á Eiríksstöðum í Haukadai, Dalasýslu, verður helguð landafundunum árið ÍOOO og land- námi Eiríks rauða á Grænlandi, en í því skyni verðurskáli Eiríks endur- reistur í sinni upprunalegu mynd. Há- tíðin er fyrir alla fjölskylduna, ekki síst börn, en þeim verðurboðin þátt- taka í fornum leikjum og spilum, gef- inn kosturáað finna Vínland o.fl. Há- tíðinni lýkur á morgun. BLÁA LÓNID KL. 11:45 Futurice Hérerá ferðinni fatahönnunarsýning sem miðast að því að færa Reykjavík inn á hið alþjóðlega tískukort. Futur- ice mun sýna þann mikla kraft sem býr í íslenskum hönnuðum, en nor- rænir fatahönnuðir frá Bergen og Helsinki taka einnig þátt ísýning- Björk Guðmundsdóttir er meðal tóniistarmanna á sýningunni Futurice. unni. Futurice erjafnframt óvenjuleg- ur fjöllistaviðburður. Tónlistin mun skipa veglegan sess þarsem Björk, Gus Gus og Móa munu leggja hönd á plóg og samspil tísku, tónlistar og myndrænnar tækni mun gera Futur- ice að viðburði sem eftir verður tek- ið. Eskimo Models sjá um fram- kvæmd Futurice. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is. Sigmundur Örn Arngrímsson Morgunblaðið/RAX Má líkja þessu við garðyrkju Sigmundur Örn Arngrímsson, verkefnis- stjóri í uppfærslunni á Baldri, hefur í mörg horn að líta. Meðal verkefna hans er að fínna fyrirtæki til þess að smíða leikmynd, fínna húsnæði fyrir erlendu listamennina sem að sýningunni koma, fínna leið til að flytja leikmyndina til Bergen og Helsinki og svona mætti lengi telja. Súsanna Svavars- dóttir forvitnaðist nánar um starf hans. „í RAUNINNI hef ég verið eini fasti starfsmaðurinn í þessu verkefni frá þvf í júlí-ágúst í fyrra, að frátöldum þeim Jorma Uotinen og Kristin Bredal,“ segir Sigmundur Öm Arn- grímsson sem er verkefnisstjóri í hinni viðamiklu uppfærslu á Baldri þegar hann er spurður hvað felist í starfi verkefnisstjóra - og bætir síðan við: „Starfið felst í því að halda utan um verkefnið, undirbúa alla þætti þess og tengja saman og út- vega fólk til þess að framkvæma ólíka verkþætti." Sigmundur Örn er gerkunnugur öllum hnútum verk- efnisstjórnar þar sem hann hefur sinnt því starfi í Þjóðleikhúsinu um árabil. Hann viðurkennir þó að upp- færslan á Baldri sé nokkuð stærri í sniðum en meira að segja hann eigi að venjast. „í kringum þessa sýningu var ekk- ert leikhús og það þurfti að búa það til - allt heila leikhúsið, það er að segja leiksviðið sjálft og tækjabúnað sem því fylgir. Síðan kom leikmyndin með sínum ís og eldi. Ég var í miklu samstarfi við leikmyndahönnuðinn, Kristinu Bredal, og við Sigrúnu Val- bergs á skrifstofu menningarborgar- innar og þar sem þessi sýning fer víð- ar og margir útlendingar eru tengdir verkefninu, hef ég þurft að vera mik- ið í tengslum við bæði Bergen og Helsinki, þótt Sigrún hafi líka séð um þá hlið málsins.“ Þegar kemur að verkaskiptingu segist Sigmundur hafa framkvæmd verkefnisins á sinni könnu en bætir því við að hann og Sigrún hafi getað leitað ráða hvort hjá öðru og stutt hvort annað þar sem verksvið þeirra skarist á mörg- um sviðum. „Við þurftum til dæmis að leita hófanna hjá innlendum og er- lendum fyrirtækjum um það að byggja upp og búa til sviðsmyndina,“ segir hann. A endanum voru tvö ís- lensk fyrirtæki valin í verkefnið, Sviðsmyndir hf. og Exton-Kastljós. „Exton-Kastljós varð til við sam- runa tveggja fyrirtækja um síðustu áramót. Sviðsmyndir gera leikmyndina og stóran hluta af sviðspallinum en Ext- on-Kastljós sér um afganginn, því sviðið er svo stórt, 15x20 metrar. Það er heljarmikil bygging í tækja- grind sem er byggð fyrir ofan sviðs- pailinn og í hana eru hengdir um 200 kastarar og margir þeirra eru hreyf- anlegir. Exton-Kastljós sér um tæknilega þáttinn, eins og hljóðkerfi og ijósa- kerfið, þótt hluti af því sé tekinn á leigu frá Svíþjóð." Eins og hagsýn húsmóðir Þegar Sigmundur er spurður hversu margir komi að uppsetning- unni á Baldri þegar allt er talið með, fómar hann hödnum og segist ekki hafa talið það saman enn sem komið er. En ef miðað er við þrjár sinfóníu- hijómsveitir með um hundrað hljóð- færaleikmum, 25 manna kór og svo framvegis í þremur borgum er líklegt að ekki séu það færri en 500 til 600 manns. „Þótt við tökum leikmyndina með okkur til Bergen og Helsinki þarf líka tæknimenn þar. Einnig hefúr fjöldi fyrirtækja lagt okkur lið hér heima, til dæmis með frystingu á ísn- um og það er sama hvert við höfum leitað, fólk er yfirleitt boðið og búið að aðstoða okkur.“ Flutningurinn á leik- myndinni er eitt heijarinnar fyrirtæki, því hún er flutt eins og hún leggur sig ásamt öllum ljósabúnaði og eld- spúandi tækjum til Bergen og síðan til Helsinki. „Hugmyndin er að þegar sýningum verður lokið hér, þá verður öllu hlaðið í stóran flutningabíl og hann verður keyrður til Seyðisfjarðar. Þaðan fer hann með Norrænu til Danmerkur og keyrt verður sem leið liggur til Hirtshals, farið með ferju yfir til Kristiansands í Noregi og keyrt til Bergen.“ Hvers vegna er ekki bara farið með Norrænu alla leið til Bergen? „Það er ekki hægt vegna tímaskorts. Ferjan kemur ekki til Bergen fyrr en 29. ágúst og sýningin þar er 31. ágúst. Með þess- ari aðferð vinnum við tvo daga vegna þess að ferjan stoppar á ýmsum stöð- um á leiðinni. Svo eftir að við höfum komið leikmyndinni í hús í Bergen fer vöiuflutningabíllinn með ferjunni aftur heim og annað eins ferðalag hefst hjá leikmyndinni eftir sýning- una í Bergen þegar hún verður flutt til Helsinki." Sigmundur heldur utan um þennan gríðarlega flutning þótt aðrir komi að því eins og öllu öðru í sýningunni. Þegar hann er spurður hvers vegna ieikmyndin hafi ekki verið send með flugi, segir hann það hafa reynst alltof dýrt. Það sé hans hlutverk að sjá til þess að kosnaði sé haldið innan þess ramma sem sýn- ingunni sé smíðaður og það felur meðal annars í sér að finna ódýrustu leiðirnar til að leysa hvert vandamál sem kann að koma upp. „Maður þarf að vera eins og hagsýn húsmóðir," segir hann, „alltaf með vakandi auga fyrir því að halda verkefninu eins ódýru og hægt er án þess að vera nánasarlegur." Margþætt og flókið starf En um hvað snúast framkvæmd- irnar hér heima fyrir utan að koma sviðinu upp? „Þær snúast reyndar í kringum allt sem viðkemur sýning- unni. Við þurftum húsnæði fyrir þá sem hingað komu til þess að taka þátt í henni. Við tókum þá ákvörðun að útvega þeim öllum íbúð til þess að búa í vegna þess að það er heimilis- legra og skemmtilegra fyrir þá og auðvitað ódýrara fyrir okkur. Þetta tók mikinn tíma en tókst á endanum. Það má segja að þessi hluti starfsins sé mjög svipaður starfi far- arstjóra. Það er fullt af litlum þáttum sem þarf að halda utan um og passa upp á.“ Sigmundur segir að ekki bætist svo mikill fjöldi tæknilegra starfsmanna við framkvæmd upp- færslunnar þegar hún fer til Bergen og Helsinki en vegna þess hve sýn- ingin er mikið tilbúin þegar hún kem- ur þangað, þá sé hún nánast eins og leikferð. Aðilarnir sem sjá um lýs- ingu, eldbrellur og förðun fara með sýningunni til allra borganna, ásamt tæknistjóra sem sér um alla samhæf- ingu.“ Það eru alltaf takmörk Er allt tilbúið sem lýtur að fram- kvæmdinni hér heima? „Nei, þótt sýningin og allt sem henni tilheyrir sé að koma heim og saman er ekki allt frágengið. í svona er verið að leysa alls konar smáatriði fram að frumsýningu." Hvað hefur verið skemmtilegast í þessari vinnu? „Það er allt skemmtilegt sem gengur vel. Það sem er leiðinlegt er þegar maður þarf að takast á við vonbrigði. Það er alltaf ákveðinn rammi utan um svona verkefni. Það reyna alltaf einhveijir að ganga eins langt og þeir komast og það er leiðinlegt að þurfa að vera sá sem segir: Stopp. í svona vinnu eru alltaf einhver takmörk; takmarkað fjármagn, húsið hefur takmarkanir en þetta eru ekki vandamál, heldur verkefni sem þarf að leysa. Það sem er auðvitað skemmtileg- ast er að sjá verkefnið fæðast, sjá alla vinnuna bera árangur. Þetta er eins og í garðyrkju. Það er búið að undirbúa jarðveginn, sá, reyta arf- ann, klippa sprota til þess að aðrir fái að njóta sín - og núna er blómið að springa út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.