Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 50
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Pólitík Landssímans KYNNTUR hefur verið samn- ingur Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur við Línu.Net hf. um upp- setningu víðnets fyrir grunnskóla borgarinnar. Þessi nettenging grunnskóla Reykjavíkur mun gjör- breyta námsaðstæðum skólabarna og vinnuaðstöðu skólastjóra og kenn- ara. Um er að ræða stærsta framfaraspor í netvæðingu grunn- ,gkóla og m.a. mögu- leika á fjarkennslu, skólasjónvarpi og notkun Netsins í skólastarfi. Landssím- inn, forstjóri hans og talsmenn ásamt minnihlutanum í borg- arstjórn una illa þess- um samningi og halda því fram að Landssím- inn hafi verið hlunn- farinn og ekki átt þess kost að bjóða í verkið. Af málflutningi þeirra mætti ætla að ekki hafi verið búið að kanna möguleika á samstarfi við Landssímann um verkefni ^þetta. Hið rétta er að viðræður hafa staðið við Landssímann um þróun skólanetsins um árabil og hófust formlegar viðræður um endurnýjun þess haustið 1999. Niðurstaða og mat sérfræðinga Reykjavíkurborgar að undangeng- inni könnun meðal fyrirtækja á þessu sviði var sú að Landssíminn gæti ekki veitt þá þjónustu sem óskað var eftir. Til þess að gera flókið mál einfalt má segja að Landssíminn hafi boðið Reykjavík- urborg epli þegar hún sóttist eftir •^appelsínum. Fræðslumiðstöð hefur á undan- förnum misserum unnið að stefnu- mörkun í tölvumálum grunnskóla. Síðast liðið haust hófu tölvusér- fræðingar borgarinnar kannanir á því hvaða fyrirtæki gætu þróað samskiptalausnir og nýjungar í notkun upplýsingatækni í skóla- starfi. Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur hafði væntingar um lokað kerfi, mikla flutningsgetu, hraða og við- unandi verð. Hún leitaði eftir út- færslu nokkurra fyrirtækja, þ.á m. Landssímans, Línu.Nets ehf. og Skýrr hf. Tvö tilboð bárust í verk- ið, annað frá Landssímanum og hitt frá Línu.Neti. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum Reykjavíkurborgar er hér um ólík- ar lausnir að ræða og kostnaðar- mun upp á 100 millj- ónir króna. Lína.Net bauð mun öflugra samskiptanet um lok- að ljósleiðarakerfi en Landssíminn hefð- bundinn gagnaflutn- ing á háhraðaneti Landssímans. Eg tel rétt að deila með al- menningi þeim upp- lýsingum sem ég hef aflað mér um fram- vindu þessa máls. Tilboð Lands- símans Ingibjörg Landssíminn gerði Sólrún Gísladóttir tilboð í víðnet Fræðslumiðstöðvar og Reykjavíkurborgar í janúar sl. Það verður að segjast eins og er að hugmyndir og tilboð Landssím- ans uppfylltu ekki þær væntingar sem gerðar voru og fram á vor stóðu yfir viðræður við fyrirtækið um aðrar lausnir. Annars vegar bauð Síminn aukna burðargetu nú- verandi víðnets á föstum leigulín- um en með slíkri lausn er einungis tekið á brýnasta vanda. Hins vegar bauð Siminn notkun svokallaðrar ATM/ADSL-þjónustu sem er tak- mörkuð gagnaflutningsþjónusta á háhraðaneti Símans. Kostnaður við slíka lausn er óheyrilegur auk þess sem hún fellur illa að víðneti Reykjavíkurborgar. Verð Lands- símans miðað við alla grunnskól- ana í fimm ár (stofngjald og tengi- gjald, 10 mb tryggðan meðalhraða) nam rúmlega 200 milljónum króna. Fræðslumiðstöð sóttist eftir lok- uðu kerfi, lægra verði og lausnum til framtíðar. Reykjavíkurborg hef- ur bæði í þessu samhengi og öðru reynt að fá aðgang að lokuðu ljós; leiðaraneti hjá Landssímanum. í svari frá Landssímanum við fyrir- spurn tölvuráðgjafa borgarinnar segir orðrétt: „Varðandi möguleika á að fá sérstakan aðgang að ljós- leiðara þá er þetta ekki söluvara í dag og getum við því miður ekki orðið við beiðni þinni“ (gud- jonl@simi.is, 06.12.99). Það skýtur því skökku við að forsvarsmenn Landssímans skuli nú halda því fram að fyrirtækið geti tengt skóla borgarinnar gegnum ljósleiðara og veitt þá þjónustu sem þeir til þessa hafa hafnað. Tilboð Línu.Nets í nóvember sl. bauð Lína.Net Fræðslumiðstöð tilraunasamning um tengingu tveggja skóla við víð- net borgarinnar um Ijósleiðara og Ljósleiðari Þeir munu vera margir sem ekki furða sig á því að einokunarrisinn gamli, Landssíminn, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, uni því illa að geta ekki skammtað viðskipta- vinum sínum úr hnefa þá þjónustu sem honum þóknast að veita. tengingu eins með örbylgjusam- bandi. Komið hefur í ljós að teng- ing skóla um ljósleiðara er mjög góð lausn vegna þess hraða sem slíkt kerfi býður upp á auk gagna- öryggis. Tilboð Línu.Nets í víðnet grunnskólanna fól í sér tengingu allra grunnskóla í eitt lokað kerfi með allt að 1.000 mb flutningsgetu. Kostnaðartilboð Línu.Nets nam 98 milljónum fyrir alla grunnskóla borgarinnar í fimm ár. Þess ber að geta að tilboð Línu.- Nets felur í sér mun öflugra víð- netssamband en Landssíminn bauð. Ef keypt hefði verið sam- bærileg flutningsgeta af Línu.Neti ,Nýtt hagnýtt tungumála- nám fyrir atvinnulífið FRÁ og með 1. sept- ember nú í haust verður boðið upp á hagnýtt tungumálanám fyrir at- vinnulífið í nokkrum er- lendum tungumálum sem kennd eru við heim- spekideild HÍ. Markmiðið með þessu nýja tungumálanámi er að undirbúa nemendur uindir störf þar sem reynir sérstaklega á tungumálakunnáttu, t.d. í ferðaþjónustu, fyrir- tækjum og í stjórrisýslu. Megináhersla er lögð á hagnýta málnotkun, menningarmiðlun og þekkingu á þjóðlífi viðkomandi mál- og menningarsvæða. Um er að ræða 30 einingar sem er að öllu jöfnu eins árs nám, en vissulega er unnt að stunda námið á lengri tíma ef svo ber undir. Fyrst um sinn verður boðið upp á hagnýtt ^jneumálanám í dönsku, ensku, OddnýG. Sverrisdóttir Nám Höfiiðbeina- og spjald- hryggsjöfnun www.simnet.is/cranio S. 699 8064 og 564 1803 Á FélAQ HÖFUOBEiNA- OQ SPJALDHRY008JAFNARA spænsku og þýsku. Skráningu í hag- nýtt tungumála- nám fyrir atvinnu- lífið lýkur 18. ágúst nk. Á tímum alþjóða- væðingar og aukins alþjóðlegs sam- starfs á flestum sviðum atvinnulífs- ins er óþarft að fjölyrða um mikil- vægi tungumála- kunnáttu. Mikilvægi henn- ar er augljóst í ferðaþjónustu og hjá fyrirtækjum sem eru í tengslum við erlenda markaði. En það eru æ fleiri svið atvinnulífsins þar sem brýn nauð- syn er á tungumálakunnáttu. Þar mætti nefna fjölmiðla, mennta- og menningarstofnanir, útgáfufyrir- tæki, stjórnsýslu, almannatengsl og heilbrigðisstéttir. Nemendur í stuttu hagnýtu tungumálanámi fyrir atvinnulífið munu ekki kljást fræðilega við málvísindi og bók- menntir. Megináhersla er lögð á talþjálf- un, málnotkun og fræðslu um þjóð- líf og menningu viðkomandi mál- svæða. Oft er sagt að ekki þurfi mikla tungumálakunnáttu til þess kaupa Tungumálanám Megináhersla er lögð á talþjálfun, segir Oddný G. Sverrisdóttir, mál- notkun og fræðslu um þjóðlíf og menningu við- komandi málsvæða. erlendar vörur en það er hægara sagt en gert að hasla sér völl á mörkuðum erlendis til þess að flytja út íslenskar vörur. Þar getur þekking á viðkomandi tungumáli og þekking á siðum og venjum sem ríkja á viðkomandi málsvæð- um skipt sköpum. Með því að bjóða upp á stuttar hagnýtar námsleiðir í tungumálum er brugð- ist við aukinni þörf atvinnulífsins um tungumálakunnáttu og fólki í atvinnulífinu gefinn kostur á að bæta við tungumálakunnáttu sína samhliða starfi. Upplýsingar um námið og skráningu fást á heima- síðu Háskóla Islands http:// www.hi.is og á skrifstofu heim- spekideildar. Höfundur er dósent íþýsku við Háskóla íslands. og Landssíminn bauð hefði kostn- aðurinn orðið tæpar 65 milljónir á fimm ára tímabili. Ef þessi leið hefði verið valin hefðu sparast 140 milljónir á viðskiptum við Línu.- Net og hlýtur það að vekja upp ýmsar spurningar um verðlagn- ingu Landssímans sem lengst af hefur verið í einokunarstöðu á ís- lenskum fjarskiptamarkaði. Landssíminn valdi átök Framkoma Landssímans í þessu máli er með ólíkindum og Reykja- víkurborg á því ekki að venjast að fyrirtæki sem hún er í viðskiptum við kjósi að fara í kærumál án þess að nokkrar viðræður eigi sér stað áður eða tilraun til að leysa mál eftir öðrum leiðum. Landssíminn valdi átakaleið í þessu máli og verður hver að svara fyrir sig hvað að baki liggur. Landssíminn gat farið aðrar leiðir og hafði til þess nægan tíma. Málið var afgreitt í stjórn Inn- kaupastofnunar mánudaginn 31. júlí og í fræðsluráði miðvikudaginn 2. ágúst. Samningur er þó ekki kominn á fyrr en borgarráð hefur staðfest afgreiðslu Innkaupastofn- unar og þá þegar lá fyrir að málið yrði tekið til afgreiðslu á fundi borgarráðs hinn 15. ágúst. Lands- síminn hafði því hálfan mánuð til að ræða málið við borgaryfirvöld, koma á framfæri óánægju sinni með afgreiðslu stjórnar Innkaupa- stofnunar, kynna fyrir borgarráðs- mönnum þá þjónustu sem Lands- síminn getur boðið upp á og eftir atvikum óska eftir frestun málsins eða að það yrði endurskoðað. Ekk- ert af þessu gerði Landssíminn. Það hvarflaði ekki að Landssíman- um að notfæra sér þá tækni og þau hjálpartæki sem hann hefur yfir að ráða og gagnast vel í samskiptum manna á milli s.s. bréf, síma og tölvupóst. í stað þess ákvað Landssíminn að nota fjölmiðlana til að tilkynna borgaryfirvöldum að nú yrði látið sverfa til stáls. Landssíminn, sem hingað til hef- ur ráðið því sem hann vill ráða, ákvað að fara átakaleiðina að við- skiptavin sem ekki makkaði rétt. Og í stað þess að reka viðskipta- pólitík í málinu, eins og eðlilegt hefði verið, tóku sig upp gamlir og ósjálfráðir pólitískir taktar hjá for- svarsmönnum fyrirtækisins. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar þess er gætt að svo virðist sem hjá Landssímanum sé valinn sjálfstæðismaður í hverju rúmi. Risinn gamli rymur Þeir munu vera margir sem ekki furða sig á því að einokunarrisinn gamli, Landssíminn, uni því illa að geta ekki skammtað viðskiptavin- um sínum úr hnefa þá þjónustu sem honum þóknast að veita. Hitt er annað að nú er ljóst að nafla- strengur er á milli hans og annars risa, Sjálfstæðisflokksins, sem gjarnan vill einoka allt vald í sam- félaginu og stendur vörð um gam- alt, úrelt kerfi sérhagsmuna og beitir ríkisfyrirtækjum í pólitísk- um tilgangi. Höfundur er borgnrstjóri í Reykjavfk. Fjarskipta- þjónusta boðin út! NÚ ER komið á daginn að bæði Ríkiskaup og Innkaupastofnun Reykjavíkur hafa lýst því yfir að í framtíðinni verði öll fj arskiptaþj ónusta boðin út. Það er mikið tilhlökkunarefni hjá þeim fyrirtækjum sem eru að fóta sig á fjarskiptamarkaðnum að fá að taka þátt í þeim útboðum á þjón- ustu sem Landssíminn hefur hingað til setið einn að. Klæðskerasniðnar framtíðarlausnir Lína.Net sem var stofnað fyrir einu ári hefur byggt upp á höf- uðborgarsvæðinu mjög öflugt ljósleiðaranet, sem best er lýst sem margþráða netkerfi. Þetta er ný aðferðarfræði í fjar- skiptakerfum og er mjög frábrugð- in eldri hugsunarhætti, þar sem fjarskiptakerfin eru byggð upp sem miðlæg stjörnukerfi. Kostir hinnar nýju leiðar eru ótvíræðir þegar kemur að háhraðasérlausn- um fyrir fyrirtæki og stofnanir. Lína.Net getur sett upp klæð- skerasniðnar framtíðarlausnir sem bjóða upp á hagkvæmni og sveigj- anleika í rekstri eftir þörfum hvers og eins. Það var því ekki að undra að Fræðslumiðstöð Reykja- víkur teldi að Landssíminn byði ekki þann sveigjanleika og fram- tíðarsýn sem hér er mikilvæg. Geta til fjarskiptaþjónustu Allflestir skólanna eru í dag með fjarskiptatengingar sem nægja varla meðalheimili og þar sitja nemendur í vonlausri bið eftir að- gangi að Netinu. Lína.Net hefur Eiríkur Bragason þegar náð með ljósleiðaranet sitt framhjá rúmlega helmingi lykil- skóla í fjarskiptakerfi borgarinnar og getur tengt hinn helminginn með ljós- leiðaratengingu inn- an nokkurra vikna. Tengingar inn á þennnan háhraða- burðarhring eru margskonar, t.d. með ljósleiðara, örbylgju- tengingu eða leigu- línum. Umfang burð- arkerfis Línu.Nets er 208 km af 96 ljós- þráða leiðurum eða um 20.000 km af ljós- þráðum. Uppbygging ljósleiðarakerfisins hefur gengið mjög vel og hefur Lína.- Net náð upp mun öflugra ljós- leiðaraneti á 10 mánuðum en Ljósleiðari Umfang burðarkerfís Línu.Nets er 208 km af 96 ljósþráða leiðurum, segir Eiríkur Bragason, eða um 20.000 km af ljósþráðum. Landssími íslands á 100 árum. Helstu eigendur Línu.Nets hf. eru: Orkuveita Reykjavíkur (60%), Skýrr hf., Íslandssími hf., Tal hf. og Talenta Hátækni hf. Höfundur er framkvæmdastjóri Línu.Nets hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.