Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 IDAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR . y * Morgunblaðið/Jim Smart Margs konar búnaður er í mælaborði Z8-bflsins. BMW Z8 sýndur í dag BMW-umboðið B&L sýnir í dag sportbflinn Z8 milli klukkan 10 og 16 en hann er meðal annars þekkt- ur fyrir að hafa verið notaður af söguhetjunni James Bond. Z8 er ekki hefðbundinn fjöl- skyldubfll heldur öflugur sportbfll með átta strokka og um 400 hest- afla vél sem þeytt getur bflnum á 250 km hraða og er 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Hann er búinn sex gíra skiptingu og í kynningu segir að þyngd dreifist jafnt á báða öxla sem gefa eigi bflnum sérlega góða eiginleika í akstri. Bfllinn er falur hjá umboðinu og er verðið samkomulagsatriði. Til leiðbeiningar má nefna að þar er verið að tala um íbúðarverð eða raðhúsaverð. Atkvöld Hellis TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánu- daginn 14. ágúst og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir þar sem hver keppandi hefur fimm mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan kepp- anda sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjöld eru 300 kr. fyrir fé- lagsmenn, 200 kr. fyrir 15 ára og yngri og 500 kr. fyrir aðra. Listasumar í Stíðavík LISTASUMAR í Súðavík hófst á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Þeir sem standa að há- tíðinni eru Félag íslenskra hljóm- listarmanna (FIH), Sumarbyggð hf. og Súðavíkurhreppur. í kvöld, laugardagskvöld, verður kvöldvaka í fjörunni þar sem fjöru- söngur mun óma við harmonikku- undirleik. Þar verður Bergur Þór Ingólfsson leikari með götuleikhús ásamt þátttakendum á leiklistar- námskeiði og einnig verður farið í leiki. Súpukvöld með brauði, tónlist- atriði og uppákomur verða í skólanum í kvöld, áður en sveita- ballið hefst í félagsheimilinu kl. 23. Á morgun kl. 14 verður leikritið Séra Oddur flutt í kirkjunni, af áhugaleikfélaginu La-gó úr Grindavík. Þúsaldarljóðið flutt á ný á Arnarhóli REYKJAVÍK - menningarborg 2000 vill endurtaka uppákomuna sem fram fór á Amarhóli í sum- ar þar sem „Þúsaldarljóðið" var sungið í flutningi 5 og 6 ára bama í Reykjavík. Uppákoman fer fram laugardaginn 19. ágúst kl. 16 og verður það hluti af dag- skrá menningarnætur í Reykja- vík. Þau börn sem geta tekið þátt em beðin að mæta á túnið fyrir framan Menntaskólann í Reykja- vík kl. 16 og vera með húfurnar og í skykkju eða samlitri flík. I þetta sinn verða pabbi og mamma eða einhver fullorðinn að fylga bömunum því á staðn- um verða eingöngu stjómendur en engii' leikskólakennarar til aðstoðar, segir í fréttatilkynn- ingu. Snerpa og KFI gera með sér styrktarsamning GENGIÐ hefur verið frá samningi um það að Snerpa styrki Körfu- knattleiksfélag ísafjarðar (KFÍ) á komandi keppnistímabili í EPS- ON-deildinni í körfubolta. Samhliða þessu var gengið frá kaupum KFÍ á INform-upplýs- ingakerfi því sem Snerpa hefur verið að þróa undanfarna mánuði, að því er segir í fréttatilkynningu. INform verður notað til að halda utan um upplýsingar um leikmenn og starfsfólk KFÍ, töl- fræðiupplýsingar úr leikjum, vef- verslun og einfaldar alla vinnu við uppfærslu vefsins, segir í tilkynn- ingunni. Með INform geta starfs- menn KFI fært inn allar tölur á leikjunum sjálfum þannig að töl- fræðiupplýsingar um leikina liggja fyrir um leið og upplýsingarnar hafa verið slegnar inn. Með þess- ari tækni liggja allar skýrslur fyrir strax að leik loknum. Fyrirhugað er að opna vefinn á atvinnuvegasýningu Vestfjarða sem haldin verður dagana 22.-24. september nk. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Léleg útsending SKELFILEGA var útsend- ing Ríkissjónvarpsins léleg 1. ágúst er sjónvarpað var írá innsetningarathöfn for- seta vors í annað sinn. Það var auðséð að okkar ágæti fréttamaður Jóhanna Vig- dís Hjaltadóttir réð þar engu. Boðsgestirnir sem komu prúðbúnir til hátíðarinnar voru í felum fyrir sjónvarps- áhorendum, ekki fengum við er heima sátum, og átt- um ekki kost á að vera við Austurvöll, að sjá þá. Að- eins fengum við smá-„skot“ frá fyrstu tveim bekkjum kirkjunnar, ekkert er gestir gengu úr kirkju í Alþingis- húsið og svo til enga gesti þar inni. Löng var biðin að athöfnin hæfist í Alþingis- húsinu því gestir voru margir var okkur sagt, og þurftu þeir að koma sér í sæti í þingsölum. En hvað var það sem okkur var aðal- lega sýnt frá þessari athöfn fyrir sjálfan forsetann, bisk- upinn og forseta Hæstarétt- ar, jú dómorganistann, kór- inn, lögregluna, fánaborgir og bakhlutinn af fólkinu við Alþingishúsið. Það er af sem áður var við slíka at- höfn er fréttamenn kynntu gesti er þeir birtust á skján- um. Sá eða þeir sem stjórn- uðu þessari útsendingu eiga margt ólært og ættu að taka erlenda sjónvarpsmenn sér tU fyrirmyndar. Hvað gleð- ur meira nú á dögum en að sjá vel klætt fólk á hátíðar- stundu? Óánægður áhorfandi. Hækkun leigu pósthólfs EG er með pósthólf hjá ís- landspósti og er mjög óánægður með að það er búið að hækka ieiguna um 700 kr. á ári. Þar að auki taka þeir 580 kr. á mánuði fyrir að stinga póstinum í pósthólfið ef pósthólfsnúm- er er ekki skrifað á bréfið, annars feliur gjaldið niður. Grímur. Tapað/fundið Týnt hjól í Blesugróf ISAK Örn sem er sex ára og á heima í Stjömugróf 29, skildi hjóUð sitt eftir fyrir utan húsið á mánudaginn, þreyttur eftir langan hjól- reiðartúr með pabba sínum. Þegar hann ætlaði að fara að hjóla á þriðjudaginn var hjóUð horfið. Hjólið er 16 tommu rautt og blátt og tegundin Prostyle. ísak er mjög leiður yfir þessu því þetta er annað hjóUð í sum- ar sem hann missir. Það var bakkað yfir hitt hjóUð hans sem þá eyðiiagðist. Ná- grannar eru beðnir að svip- ast um eftir hjóUnu og þeir sem telja sig vita hvar hjólið er niðurkomið em beðnir að hafa samband í síma 695- 2666 eða 698-1442. Cannon-myndavél týndist APS Cannon-myndavél týndist 25. júlí á gönguleið- inni Sjónasker í Mosardal í SkaftafelU, mögulega á ein- hverjum sandpoka. Vélin er svört og frekar lítil og var filman vel átekin. Finnandi hringi í Kobba sími 861- 3883. Nokia5110 GSM- sími týndist NOKIA 5110-farsími týnd- ist á nýja bflastæðinu í Kringlunni fimmtudaginn 10. ágúst sl. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 897-6627. Dýrahald Grá læða týndist SL. SUNNUDAG hvarf læða frá Baldursgötu 25. Hún er 8 mánaða, grá að Ut með smádrappUtuðum hár- um. Hún var með gyllta ól með bjöllu og gult merki sem á stendur Snúlla Dúlla, Baldursgötu 25. Hugsan- lega hefur merkið dottið af. Hún gæti hafa lokast inni og er fólk beðið um að kíkja í skúra og geymslur í ná- grennu. Hennar er sárt saknað. Ef einhver hefur séð til hennar eða getur gef- ið upplýsingar þá vinsam- lega hafið samband í síma 552-5859 eða 865-9967 eða 861-7837. Simbi týndist í Úthlíð SIMBI, eins og hálfsárs, persneskur köttur, rauð- brúnn að lit, týndist í Uthlíð í Biskupstungum fyrir 2 vikum síðan. Þeir sem hafa orðið hans vaiir vinsamleg- ast hafið samband í síma 567-1874. Fundarlaun. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þessir duglegu drengir söfnuðu flöskum að verðmæti kr. 1.500 til styrktar Rauða krossi Islands. Þeir heita Davíð Ár- mann Eyþórsson og Guðlaugur Garðar Eyþórsson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þessir duglegu drengir söfnuðu kr. 2.238 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þeir heita ísleif- ur Ásgrímsson og Sindri Magnússon. Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins fór eins og allir hinir í ferðalag um verslun- armannahelgina og átti góða ferð. Á leið sinni austur á firði kom hann m.a. við á Akureyri þar sem yfir- bragð hátíðarhalda var sýnu rólegra en í fyrra og hitteðfyrra. Bæjaryfir- völd höfðu einmitt opinberlega lýst yfir vilja til að stemma stigu við ólát- um og unglingadrykkju og virtust ráðstafanir í þá veru bera árangur. Víkverja þótti fyrirmælunum þó framfylgt með óþarfa stífni þegar hann heyrði eftirfarandi: Ungt par hugðist aka til Reykja- víkur frá sumardvalarstað í Norður- Þingeyjarsýslu á fimmtudegi íyrir verslunarmannahelgi. í grennd við Mývatn tók bifreið þeirra hins vegar að hökta, skrimti þó til Akureyrar, og var þá ekkert annað að gera fyrir fólkið en að leita sér gistingar enda komið undir miðnætti og verkstæði lokuð. Unga konan bankaði upp á hjá umsjónarmönnum tjaldsvæðis bæj- arins og greindi frá vandræðum sín- um en fékk þá þau svör að tjaldstæð- ið væri lokað um helgina - öllum nema útlendingum. Parinu væri hins vegar velkomið að tjalda á Þórssvæð- inu eða í Kjamaskógi. Konan ítrek- aði að bifreiðin væri biluð og þau kæmust því hvorki í Kjamaskóg né annað. Þau myndu auk þess hypja sig eldsnemma morguninn eftir; ekki væri ætlunin að bjóða til samkvæmis í tjaldinu eða valda ónæði á annan hátt. En nei, svörin voru eftir sem áð- ur að þarna fengju þau ekki að tjalda. Nú vill svo til að unnusti konunnar er útlendingur og þegar hún sendi hann inn tfl umsjónarmannanna fékk hann umyrðalaust leyfi til þess að slá upp tjaldi sínu/þeirra. Skutu tjald- verðimir sig þannig í fótinn, ef svo má að orði komast. xxx SÖGU þessa hefur Víkverji frá fyrstu hendi og þykir hún lýsa illskiljanlegum þvergirðingshætti af hálfu tjaldvarða; að geta ekki gert örlitla undantekningu á hinni nýju bráðabirgðareglu til þess að aðstoða fólk í vanda. Auk þess finnst honum undarlegt að flokka tjaldbúa eftir þjóðemi, rétt eins og íslendingar geti ekki verið ferðamenn, unglingar geti ekki verið útlendingar o.s.frv. Ofan í kaupið voru tjöld hinna grandalausu útlendinga sem gistu umrætt tjaldstæði girt frá umheim- inum með lausum stálgirðingum eins og tO þess að undirstrika dilkadrátt- inn, bæjarbúum til talsverðrar furðu. XXX ENN af gistimálum. Sjö manna hópur ítalskra ferðamanna var hér á landi fyrir skömmu og ók hringveginn. Ferðin hafði verið skipulögð með aðstoð íslenskrar ferðaskristofu en þegar hópurinn kom á Kirkjubæjarklaustur kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við bókunina og því engin rúm laus fyrir fólkið. Hvergi í grenndinni var gist- ingu að fá svo sjömenningamir end- uðu með því að snúa við og keyra tO baka tO Víkur í Mýrdal þar sem þeir gátu fengið fyrirvaralaust inni. Þeir kvörtuðu svo sem ekki mikið yfir atvikinu en það vakti með þeim áhyggjur um framtíð ferðamennsku hér á landi. „I svona strjálbýlu landi er oft langt á milli gististaða og það getur komið aðkomufólki i opna skjöldu,“ sögðu þeir er þeir viðraðu áhyggjur sínar við Víkverja. „Þið ís- lendingar hafið gert mikið til þess að draga að fleiri erlenda ferðamenn en hvernig ætlið þið að anna þessari fjölgun? Það er kannski nóg af gisti- rými í Reykjavík en úti á lands- byggðinni sýnist okkur annað upp á teningnum. Ef ferðamönnum fer áfram fjölgandi er hætt við að þið lendið brátt í vandræðum." Svo mörg vora þau orð. Víkveiji er ekki vel að sér í gistimálum innan- lands - hann er svo heppinn að geta yfirleitt hallað sér hjá ættingjum þá sjaldan hann leggur í langferðir. Hann þykist þó margsinnis á sumri lesa fréttir um ný gistiheimili, aukna bændagistingu, fleiri hótel og hver veit hvað vítt og breitt um landið. En kannski er ekki nóg að gera? Er það kannski satt að ferðamönnunum ijölgi hraðar en rúmunum sem eiga að taka við þeim?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.