Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 38
4 38 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 Kvenna- vandi Clintons Það mun söguleg staðreynd í Banda- ríkjunum, a.m.k. síðasta áratug, að í kosningum innan einstakra ríkja hefur sá frambjóðandi unnið sem hefurhlotið meirihluta atkvœða hvítra kvenna. Eftir Hönnu Katrínu Frlðriksen RIFLEGA 90% bandarískra öld- ungadeildarþing- manna eru karlar og það er ekki á hverjum degi sem kona tilkynn- ir framboð til þingsins. Það mætti því ætla að þessum fáu konum væri tekið tveimur hönd- um af hópi sem ítrekað hefur lýst yfir óánægju sinni með þetta skakka hlutfall. Og það var líklegast það sem Hillary Clinton bjóst við þegar hún til- kynnti opinberlega síðastaliðið VIÐHORF æfiaði í'fram- boð. Allt frá því hafa skoð- anakannanir hins vegar sýnt að frú Clinton á í kvenna- vandræðum. Sérstaklega á hún í vandræðum með stuðning menntaðra hvítra kvenna af efri millistétt. Það er þannig gjörólík staðan sem blasir við Hillary Clinton annars vegar og Joseph Lieb- erman varaforsetaefni demó- krata hins vegar. Lieberman má eiga von á því að velflestir gyð- ingar sameinist um að styðja hann til embættisins, það er, koma einum af þeim til valda. Nú eru konur auðvitað enginn minnihlutahópur, þ.e.a.s. sem kjósendur. Fjöldi þeirra í áhrifa- stöðum segir hins vegar allt aðra sögu. Þar eru konur í sorg- legum minnihluta og einmitt þess vegna hefði mátt halda að kvenkjósendur í New York myndu jafnvel haga sér eins og minnihlutahópur með því að fylkja sér um „sína“ konu. Málið er auðvitað langt frá því að vera svo einfalt. Þó að menn vilji sjá meiri fjölbreyti- leika á þingi svo fjölbreyttrar þjóðar sem Bandaríkin eru er auðvitað ekki þar með sagt að kynferði eða kynþáttur ráði póli- tískum skoðunum og gerðum. Það mætti frekar ætla að ástæð- urnar fyrir því að konurnar vilja ekki Hillary Clinton séu að þeim hugnist ekki að hún vilji hert eftirlit með skotvopnaeign og sé fylgjandi rétti kvenna til fóstur- eyðinga, svo dæmi séu nefnd. Þær séu líka ósammála stefnu hennar í heilbrigðismálum og svo framvegis. Auðvitað er fráleitt að konur kjósi kvenframbjóðendur sem þær eru á öndverðum meiði við í grundvallaratriðum. En þessu er reyndar ekki svona farið ef marka má umfjöllun fjölmiðla um kvennavandræði Hillary Clinton. Það er ekki hugmynda- fræðin, pólitískar skoðanir né verk hennar sem liggja undir gagnrýni. Það er persónan sjálf sem á undir högg að sækja. Hluta vandans má rekja til þess að kjósendur eru margir af ýmsum ástæðum einfaldlega búnir að fá nóg af Clintonhjón- unum á valdastóli. Mikið af gagnrýninni tengist hins vegar viðbrögðum Hillary Clinton þeg- ar forsetinn eiginmaður hennar steig mikinn darraðardans eftir feilspor með lærlingnum Monicu Lewinsky. Þær raddir heyrast meðal annars að eina skýring þess að Hillary Clinton hafi ekki sagt skilið við ótryggan eigin- manninn hljóti að tengjast því að hún sé svo útspekúleruð að ætla sér að nýta sér stöðu hans til framdráttar í klifi sínu upp metorðastigann. Hún hafi kyngt stoltinu í þágu metnaðar. Og þar stóð hnífurinn í kúnni: Hill- ary Clinton þykir of metnaðar- gjörn. Kona sem setur ferilinn framar öllu, er tilbúin til þess að gera hvað sem er og þola hvað sem er til þess að ná takmarki sínu. Stíf og einörð ásókn kvenna í valdvirðist ekki vera nokkuð sem kynsystur þeirra eiga auð- velt með að hafa skilning á. Það er ekki það að þær megi ekki og eigi helst ekki að verða valda- miklar. Þær þurfa bara að fara réttu leiðina. Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, nýtur til dæmis mikillar virðingar og vinsælda bandarískra kjósenda af báðum kynjum. Hún er gífurlega valda- mikil en leið hennar upp met- orðastigann var talsvert ólík þeirri sem Hillary Clinton fer og virðist hugnast mörgum kon- um betur. Frægðarsól Albright fór ekki að rísa fyrr en eigin- maðurinn hafði yfirgefið hana fyrir yngri konu og hún hafði komið dætrum sínum til manns. Madeleine Albright fór sem sagt erfiðu leiðina, án efa af illri nauðsyn. Ætli konur trúi því enn almennt að þannig eigi mál- in að ganga fyrir sig? Það er svo eiginlega ekki hægt að áfellast kjósendur fyrir að líta þær konur hornauga sem virðast leggja ofuráherslu á metorð og vald. Ekki á sama tíma og þær fáu konur sem náð hafa völdum í bandarísku þjóð- lífi taka þann kostinn að draga sem mest úr þeirri umræðu að þær séu valdamiklar og líta al- mennt á það sem neikvæða lýs- ingu á lífi sínu og starfi. Þær ör- fáu konur sem skipa lista Fortune yfir yfirmenn 500 stærstu fyrirtækja Banda- ríkjanna draga undantekninga- lítið úr því að þær séu valda- miklar og kjósa frekar önnur lýsingarorð. Sé skýringanna leit- að eru þær yfirleitt á þann veg að þessar konur hafa ítrekað rekið sig á það að það kemur þeim illa að vera lýst sem valda- miklum eða metnaðarfullum. Slíkar lýsingar komi karlmönn- um til góða, þyki undirstrika já- kvæða eiginleika í fari þeirra en konur eiga að nota eitthvað ann- að. Þær eru til dæmis sælli með að vera lýst sem áhugaverðum en áhrifamiklum. Og þar með erum við eiginlega komin í hring. Hvað á aumingja Hillary Clinton að gera? MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Mikilvægt að vanda valið á skólatöskunni Morgunblaðið/Ásdís I nokkrum búðum eru nú seldar töskur sem uppfylla flest atriði sem prýða góða skólatösku. Á þessari tösku eru festingar að framan tii að halda töskunni sem næst líkamanum. Tískan of oft látin ráða I lok sumarsins verður oft mikið fjör í skóla- vöruverslurmm en ýmis- legt þarf að kaupa til skólans. Skólataskan er þar efst á lista en mikilvægt er að velja rétta tösku. VAL á góðri skólatösku skiptir miklu máli því oft eru börn með mikil þyngsli í töskunni. „Al- gengt er að sjá börn sem bera þungar skóla- töskur ganga hokin og með framdregnar axlir,“ segir Ágústa Guð- marsdóttir sjúkraþjálfari og einn höfund- ur bæklingsins Barnið og skóla- taskan. „Þetta getur smám saman leitt til verkja í herðum og baki sem geta verið upphaf að stoðkerfisvandamálum síðar á æv- inni.“ Hún segir að vegna þess hve beinin í börnum séu mjúk, hafi of mikið álag, meiri áhrif á stoðkerfi þeirra en hjá fullorðnum. Álagið á líkamann ræðst að miklu leyti af hönnun töskunnar. „Mikilvægt er að velja tösku með tilliti til gæða en ekki bara láta útlit og tísku ráða eins og hingað tO hefur mikið verið gert. Þá skiptir máli að verslanir bjóði góðar og flottar töskur sem skapi tískuna." Lögun töskunnar skiptir miklu máli „Bak töskunnar að á að vera að- lagað að hryggnum og því ekki beint og betra er að það sé hæfi- lega mjúkt,“ segir Ágústa. Böndin þurfa að vera breið, bólstruð og stOlanleg í lengd og börnin eiga sjálf að geta hert þau. Hún segir æskOegt að hafa brjóst- og mjaðmafestingar að framan tO að halda töskunni að líkamanum. ► Skólataskan j: þétt upp við hryj og sitja á nijöðm.......... ► Böndin þurfa að vera breið, bólstruð og stillanleg í lengd. ► Æskilegt er að hafa brjóst- og nýaðmafcstingar að fram- an. ► Nauðsynlegt er að botn töskunnar sé stífur svo að vel fari um bækumar. Mikilvægt er að bakið á skólatöskunni sé hæfílega mjúkt og sé þykkast þar sem það liggur upp að mjóhryggnum. „Framleiðendur virðast almennt ekki vera sam- mála því, en ég tel þær mjög mikOvægar tfl að barnið geti staðið, gengið og hlaupið eðlflega með töskuna á bakinu." Ekki er gott ef töskurnar eru of breiðar því bömin verða að geta sveiflað hönd- unum óhindrað. Að sögn Ágústu þykja hörðu kassalaga töskumar sem allir vom með fyrir nokkrum árum ekki æskilegar því þær vom of breiðar og bakið á þeim of hart. Setja þyngsli í töskuna þegar hún er mátuð Best er að setja þyngsli í tösk- una þegar barnið mátar hana og síðan athuga hvemig líkamsstaðan er. Taskan á að sitja þétt upp við hrygg barnsins tfl að dreifa álag- inu. Hún á að sitja á mjöðmunum en ekki aðeins að hanga á öxlunum því þá lendir allur þunginn þar. ► Skólataskan á helst ekki að vega nema 10% af þyngd barnsins og alls ekki yfir 20%. ► Fyrir bam sem er 20 kfló cr í lagi að bera tösku sem vegur 2 kfló en alls ekki þyngri en 4 kfló. ► Unglingur sem er 50 kíló á að geta borið tösku sein veg- ur 5 kfló en ekki er æskilegt að hún sé meira en 10 kfló. „Barnið á að geta hreyft sig eðlOega og stað- ið rétt. Það á ekki að þurfa að standa stíft með hendurnar fyrir framan líkam- ann.“ Betri töskurn- ar ekki dýrari Ágústa segist ánægð með að sjá að í nokkmm búðum sé nú að finna töskur sem uppfylla flest atriði sem prýða góða skólatösku. Ákveðnar versl- anir séu að bæta sig en það er líka mikið af lélegum töskum til sölu. „Verslanir verða að bera sig eftir að fá gæðatöskur. Þetta er ekki spurning um verð því betri tösk- umar era alls ekki dýrari." Hún nefnir líka að töskur á hjólum séu góður kostur, en þær dregur bam- ið á eftir sér. í snjó og bleytu er síðan hjólunum kippt undan og taskan sett á bakið. Hún segir að auðvitað skipti einnig höfuðmáli hve mikO þyngsli era í töskunni en einnig hvemig raðað er í hana. „Best er að raða þyngstu bókunum innst þannig að mestu þyngslin séu sem næst lík- amanum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.