Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 49 UMRÆÐAN Allt í plati á Ólafsfírði? Á SÍÐASTA hausti var kynnt skýrsla Iðntæknistofnunar um möguleika fjarvinnslu á landsbyggð- inni. Byggðastofnun átti aðild að skýrslunni ásamt forsætisráðuneyt- inu enda var þetta áður en Sjálf- stæðisflokkurinn horfðist í augu við gjaldþrot byggðastefnu ríkisstjórn- arinnar og kom yfirstjórn byggða- mála yfir á Framsókn. í skýrslunni voru talin upp 211 möguleg verkefni á fjarvinnslu á landsbyggðinni. Starfsmaður Byggðastofnunar taldi Fjarvinnsla Því miður hafa stjórn- völd af miklu ábyrgðar- leysi notað fjarvinnslu, segir Össur Skarphéð- insson, til að skapa væntingar á lands- byggðinni. þó ekki að nema um helmingur þeirra kæmist í gagnið en það dygði þó líklega til að skapa 500-1000 ný störf á landsbyggðinni! Virk byggðastefna Fjarvinnslu var líkt við stóriðju á landsbyggðinni. Þingmenn stjórnar- flokkanna hálfærðust í keppninni við að lofa nýjum störfum í kjör- dæmum sínum. Einn þeirra sem dásamaði möguleika skýrslunnar var þáverandi ráðherra byggða- mála, Davíð Oddsson, sem sagði í út- varpi að hún varpaði ljósi „á gríðar- legan fjölda möguleika sem að nú eru að opnast fyrir meðalgöngu tækninnar..." Á blaðamannafundi hrósaði forsætisráðherrann ríkis- stjórn sinni fyrir framsýnina og sagði að skýrslan væri dæmi um virka byggðastefnu. í kvöldfréttum sjónvarps á frídegi verslunarmanna var svo Valgerður Sverrisdóttir, hinn nýi ráðherra byggðamála, spurð hve mörg störf hefðu fýrir atbeina ríkisstjórnarinn- ar skapast í fjarvinnslu á lands- byggðinni. Hin virka byggðastefna Davíðs Oddssonar á sviði fjarvinnslu reyndist hafa skilað heilum þremur störfum! Loforð Blöndals - mánuður Valgerðar Því miður hafa stjórnvöld af miklu ábyrgðarleysi notað fjarvinnslu til að skapa væntingar á landsbyggð- inni. Besta dæmið um þetta er hvernig íbúar Ólafsfjarðar hafa ver- ið dregnir á asnaeyrunum varðandi flutning á fjarvinnsluverkefnum þangað í kjölfar gjaldþrots stærsta atvinnurekandans á staðnum. í lok borgarafundar á Ólafsfirði 6. mars gaf Halldór Blöndal, fyrsti þingmaður kjördæmisins, Ólafsfirð- ingum eftirfarandi loforð: „Það hef- ur verið tekin pólitísk ákvörðun um að flytja fjarvinnsluverkefni hingað til Ólafsfjarðar og það verður staðið þannig að þeim að það verði traust- ur grunnur og hann standi til fram- búðar.“ Valgerður Sverrisdóttir sagði fjölmiðlum í lok fundarins að hún gæti að sönnu ekki staðfest nið- urstöðu í málinu en „...ég sagði hins vegar frá því að í lok þessa mánaðar eða fyrir lok þessa mánaðar þá trúi ég þvi að það verði komnar...að það verði eitthvað að frétta." Mánuðirn- ir eru teknir að lengjast í myrkri til- veru Framsóknarflokksins því enn er ekkert að frétta. Yfírlýsing forsætisráðherra Síðla febrúar gekk Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Sam- fylkingarinnar, eftir því við forsæt- isráðherra á Áiþingi að hann upp- lýsti hvað liði flutningi á hluta af starfsemi Hagstofunnar til Ólafs- fjarðar. Forsætisráðherra hafði sjálfur reifað þann möguleika opin- berlega nokkrum mánuðum fyrr. Davíð Oddsson kvað fjóra ráðuneyt- isstjóra hafa komið að málinu. Upp- runaleg hugmynd hans um flutning á tilteknum skrám Hagstofunnar hefði þó ekki talist raunhæf. For- sætisráðherra taldi hins vegar upp nokkur önnur athyglisverð_ verkefni sem hægt væri að vinna á Ólafsfirði. Hann lauk ræðu sinni með eftirfar- andi yfirlýsingu: „Ég tel að þessi vinna sem einkum hinir fjórir ráðu- neytisstjórar hafa komið að sé í góðum farvegi. Þó að ég vilji ekki tímasetja á þessu augnabliki nákvæm- lega hvenær starfsem- in geti hafist, þá er vinnan komin vel af stað og ákvörðun af því tagi hefur því verið tekin.“ í febrúar var semsagt ekki aðeins búið að taka ákvörðun um að flytja störf til Ólafsfjarðar heldur var sjálf vinnan við undirbúninginn komin vél af stað. Tíu mánuð- um eftir að flutningur opinberra verkefna til fjarvinnslu á Olafsfirði var fyrst reifaður opinber- lega hafa Ólafsftrðingar ekki séð nein merki um efndir. Ólafsfjörður er að sönnu versta dæmið um ábyrgðarleysi og vanefndir stjómar- flokkanna í þessu efni. Því miður er það ekki einangrað dæmi. Um allt land hafa hetjur stjórnarflokkanna riðið um héruð og lofað störfum við fjarvinnslu á vegum hins opinbera. Eftir allar ræðurnar, öll stóru orðin, allar fjálglegu yfirlýsingam- ar, öll viðtölin og allar myndirnar er afrakst- urinn þrjú störf! Valgerður Sverrisdóttir var ný- lega innt eftir því opinberlega hvað ylli því að hvorki gengi né ræki varðandi flutning á verkefnum til fjarvinnslu til landsbyggðarinnar. Svar hennar var ekki hægt að skilja öðra vísi en svo að áhugaleysi ráðherra á málinu væri svo átakan^ legt að enginn þeirra hefði enn mót- að stefnu fyrir sitt ráðuneyti um flutning verkefna til fjarvinnslu. Þetta er einkar fróðlegt í ljósi þess að Alþingi beindi skýrum fyrir- mælum til ráðherranna um slíka stefnumótun þegar það samþykkti byg:gðaáætlun til 2001. Ráðherr- arnir hafa samkvæmt upplýsingum Valgerðar Sverrisdóttur svikist um að vinna verkið í þeim mæli að hún kveðst nauðbeygð til að taka málið upp í ríkisstjórn. Segir það ekki allt um þann hug sem fylgir málinu? Höfimdur er alþingismaður. K ' . >- f>- V * ,i ’ Víðavangshlaup Orkuveitunnar • • augardaginn 12. ágúst 2000 - w * 1 ‘JL , 'V ^\, 88® í mép fyrir alla fjölskylduna «1 Heiðmörk, víðavangshlaup Orkuvcitu Re/kjavíkur, verður haldið laugardaginn 12. ágúst 2000 vatnsverndarsvseðinu i Hef'ðmrírk. Bílastæði eru við Rauðhóla þaðan sem hlaupurum verðu <i frá kl. I 1:00 en þá hefst skráning þátttakenda. Takið þátt í einstöku hlaupi á skógarstítfum Heiðmerkur l 3,5 km skemmtiskokk 10 km aldursflokkaskipt hlaup (tímataka) ■ Ekkert skráningargjald a Allir þátttakendur fá sérmerktan verðlaunapening, stuttermabol og vatnsbrúsa a Glæsileg útdráttarverðlaun ■ Veitingar að jaðri að hiaupi loknu þar sem KK og Magnús Elrlksson skemmta a Mætið tímanfega a Aillr velkomnir Orkuvelta Reykjavfkur Össur Skarphéðinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.