Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Oldrun
Hraða hrukku-
krernin öldrun
húðarinnar?
Læknisfræði
Hælspori getur
verið illskeytt
fótamein.
Fikn
Börn
Frjomattur karla
virðist minnka með
aldrinum.
Eru sukkulaði-
plástrar lausnin
fyrir fíklana?
Karlar hafa „lífsklukku“
London. AP.
Associated Press
Aldur konunnar ræður ekki einn.
Efast um
hrukku-
kremið
SÉRFRÆÐINGAR eru teknir að
vara við því að hrukkukrem svo-
nefnd kunni í raun að vera þess
valdandi að húðin eldist hraðar en
ella.
Að sögn breska útvarpsins,
BBC, er nú í athugun á vettvangi
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins að herða mjög reglur um
leyfilegt magn efna sem er að finna
í mörgum tegundum hrukkukrems.
Hér er um að ræða svonefndar
AHA-sýrur (alpha hydroxy acids),
sem einnig eru þekktar undir nafn-
inu ávaxtasýrur. Verkan þeirra er
á þann veg að þær fjarlægja ytri
lög húðarinnar þannig að hin innri
og yngri koma í ljós. Sýrur þessar
eru markaðssettar sem náttúruleg
leið til að „yngja upp“ húðina.
Sérfræðingar hafa að sögn BBC
hins vegar af því áhyggjur að efnin
geti þvert á móti valdið langtíma
skaða. Rannsóknir sem gerðar hafa
verið á vegum Matvæla- og lyfja-
eftirlits Bandaríkjanna gefa til
kynna að fólk sem notar efni er
innihalda AHA-sýrur sé mun við-
kvæmara fyrir skaðlegum áhrifum
útfjólublárra geisla sólar. Svo virð-
ist sem efnin geri það að verkum
að fleiri húðfrumur skemmist og að
þau örvi roða, blöðrumyndun og
bruna. Framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins hefur af þessum
sökum til athugunar að setja
reglur um leyfílegt hámarksmagn
AHA-efna í hrukkukremi. Vera
kann að gengið verði lengra því
rætt er um að skylda beri framleið-
endur til að birta viðvaranir á
pakkningum sem hýsa slík efni.
Chris Griffiths, sérfræðingur við
háskólann í Manchester í Bret-
landi, segir í viðtali við BBC að
frekari rannsókna sé þörf. Þær
rannsóknir sem gerðar hafa verið
hafi skilað tölfræðilegum niður-
stöðum sem valdi áhyggjum en
þörf sé á frekari athugunum til að
leiða fram langtímaáhrif notkunar
hrukkukrems. Griffiths segir að
fyrirliggjandi gögn kalli ekki á að
fólk taki sig til og hendi slíku
kremi. Þeim sem það noti sé hins
vegar ráðlagt að nota einnig sólar-
vörn, faktor 15 eða öflugri.
Tenglar
Um AHA-sýrur: www.shi-
kai.com/info/alpha.htm
Lyfja- og matvælaeftirlit Banda-
ríkjanna:www.fda.gov/
ÞEGAR karlmaður hefur náð 24
ára aldri fer það að taka hann
lengri tíma, eftir því sem hann
eldist, að frjóvga maka sinn, og
skiptir þá ekki máli hversu gömul
konan er, samkvæmt niðurstöðum
nýrrar rannsóknar.
Hnignun á frjómætti karla hef-
ur ekki áður verið staðfest eða
mæld, að sögn sérfræðinga. Nið-
urstöður rannsóknarinnar birtust
í tímaritinu Human Reproduction,
og eru fyrstu skýru vísbending-
arnar um að aldur karia, rétt eins
og kvenna, geti verið áhrifamikill
þáttur.
„Þetta segir okkur að karlar
hafa að sumu leyti lífsklukku, líkt
og konur, sem byrjar að tifa þegar
þeir komast á þrítugsaldurinn,"
sagði dr. Chris Ford, við St.
Michaels-sjúkrahúsið í Bristol á
Englandi, sem stjórnaði rannsókn-
inni.
Rannsakað var hvort frjómáttur
karla, fremur en frjósemi, minnk-
aði með aldrinum. Fijósemi skír-
skotar til getu til að geta bam, en
frjómáttur skírskotar til getu til
að gera það innan ákveðinna tíma-
marka. Ef það tekur karlmann
tuttugu ár að frjóvga maka sinn er
hann frjósamur en skortir frjó-
mátt.
„Frjómáttur er lykilatriði vegna
þess að eftir því sem konur eldast
dregur vemlega úr getu þeirra til
að verða barnshafandi. Hafi karl-
inn litinn frjómátt tekur það hann
langan trma að frjóvga konuna og
þegar hann gæti gert það er það
orðið of seint vegna þess að hún er
orðin of gömul,“ sagði dr. Christ-
opher Barratt, sérfræðingur í
frjósemislækningum, sem ekki
vann að rannsókninni.
En annar sérfræðingur, dr. Ber-
hard Nieschlang, við Frjósemis-
læknamiðstöðina í Munster í
Þýskalandi, var öllu varkárari í
mati sínu á rannsókninni. Benti
hann meðal annars á að vægi ald-
urs kunni að hafa verið ofmetið í
henni, því að yngri menn hafi sam-
farir oftar en þeir sem eldri em,
og því hafi þeir yngri fleiri tæki-
færi til að fijóvga maka sinn.
Hann sagði að engu að siður
væm niðurstöðurnar athyglis-
verðar. Hingað til hafi verið litið
svo á að einungis aldur kvenna
skipti máli varðandi fijóvgunar-
möguleika og engar vísbendingar
hafi verið um að fijósemi karla
minnkaði líka.
Barratt kvaðst sannfærður um
að niðurstöðumar væra gildar,
jafnvel þótt ekki hafi verið tekið
tillit til áhrifa af því hversu oft
þátttakendur hefðu samfarir.
Benti hann á að yfirleitt hefði það
engin áhrif á möguleika á frjóvg-
un þótt samfarir væm iðkaðar oft-
ar en tvisvar í viku.
Hvað erhælspori?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Hvað er hælspori?
Hvað veldur þessum sjúkdómi og
hver er meðferðin við honum?
Svar: Fóturinn er eins og spennt-
ur bogi þannig að maður stendur
aðallega í hæl og tær. Það sem
heldur boganum uppi er sina-
breiða sem festist í tærnar að
framan og hælbeinið að aftan. í
hvert skipti sem maður stígur í
fótinn kemur álag á hælinn sem
getur verið allt að því tuttuguföld
líkamsþyngdin.
Þetta álag dempast af fitupúða
sem er undir hælbeininu og áður-
nefndri sinabreiðu. Við langvar-
andi mikið eða rangt álag á fótinn
geta orðið skemmdir á sinabreið-
unni og festingu hennar á hælbein-
ið. Þessar skemmdir geta verið á
formi tognunar, smásprungna og
að lokum beinmyndunar í sininni
þar sem hún festist við hælbeinið.
Þarna getur myndast lítið bein-
hom sem kallast hælspori. Ein-
staka sinnum finnst hælspori fyrir
tilviljun án þess að hafa valdið
óþægindum en oftast veldur hann
óþægindum sem geta verið mjög
mikil. Þessi óþægindi lagast í hvíld
en þau eru vanalega mest á
Beinhorn
morgnana þegar farið er á fætur.
Ef þrýst er undir hælinn er það
mjög sárt.
Orsakir hælspora eru of mikið
álag á fótinn og oftast er um að
ræða miðaldra, of þunga einstakl-
inga eða þá sem stunda erfiðar
íþróttir einstaka sinnum, t.d. um
helgar. Það eykur einnig áhættuna
ef ekki er hitað upp fyrir íþrótta-
æfingar.
Mestu máli skiptir að koma í veg
fyrir að hælspori myndist strax og
einkenni um óeðlilegt álag á fótinn
gera vart við sig með þreytu og
verkjum eftir áreynslu. Þá verður
að minnka álagið og gera viðeig-
andi æfingar, einkum teygjuæfing-
ar sem strekkja á kálfavöðvum og
sinabreiðunni undir fætinum. Það
er mikilvægt að gera sér grein fyr-
ir að það er ekki hælsporinn sem
slíkur sem veldur verkjunum held-
ur er hann afleiðing af langvarandi
of miklu álagi á fótinn. Sjúkdóms-
greining byggist á sjúkrasögu með
lýsingu á verkjunum, skoðun á
fætinum og röntgenmynd.
Þegar hælspori hefur myndast
kann að virðast freistandi að fjar-
lægja hann með skurðaðgerð. Ár-
angur slíkra aðgerða er slæmur
og er reynt að forðast þær í
lengstu lög. í staðinn er ráðlegt
að gera viðeigandi æfingar, nota
heppilega skó og innlegg, taka
bólgueyðandi lyf og stundum er
sprautað bólgueyðandi barkster-
um í hælinn. Þetta ber venjulega
einhvern og stundum góðan ár-
angur.
A NETINU: Nálgast má skrif
Magnúsar Jóhannssonar um
læknisfræðileg efni á heimasíðu
hans á Netinu. Slóðin er: http://
www.hi.is/-magjoh/
• Lesendur Morgunblaðsins
geta spurt lækninn um það sem
þeim liggur á hjarta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma
569100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok. Fax 5691222.
Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á
netfang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com
Súkkulaði-
plástur
London. Reuters.
SÚKKULAÐISJÚKLINGAR
kunna að fá hjálp áður en langt
um líður, ekki ósvipaða þeirri sem
reykingamenn hafa undanfarið
notið. Næringarfræðingar við St.
Georges-sjúkrahúsið í London
hafa gert prófanir með plástur
sem sendir frá sér vanillu og aðrar
bragðtegundir sem draga úr löng-
un í súkkulaði og annað hita-
einingaríkt snakk.
Þeir sem tóku þátt í fyrstu til-
raununum með plásturinn fundu
fyrir því að matarlyst þeirra
minnkaði og þeir léttust um að
meðaltali tvö kíló. „Súkkulaði-
neysla þeirra minnkaði um helm-
ing,“ sagði Catherine Collins, yfir-
maður næringarfræðideildar
sjúkrahússins, en hún stýrði rann-
sókninni.
Næringarfræðingarnir skiptu
200 manna hópi of þungra sjálf-
boðaliða í þrennt af handahófi.
Fékk einn hópurinn vanilluplástur,
annar sítrónuplástur, eða
platplástur, og sá þriðji fékk eng-
an plástur. Eftir mánuð höfðu þeir
sem voru í samanburðarhópunum,
þ.e. tveim síðasttöldu hópunum,
aðeins lést um brot af því sem þeir
sem voru í vanilluhópnum höfðu
lést um.
Collins er ekki viss um hvernig
Associated Press
Súkkulaðifiklar horfa ef til vill
fram á bjartari daga.
nákvæmlega vanilluplásturinn
virkar, en hún telur líklegt að
hann hafi áhrif á saðningu. „Það er
vitað að bragð og ilmur virka á
efnaferlin í heilanum tiltölulega
hratt og segir manni að hætta að
borða. Til er fjöldi sálfræðirann-
sókna á þessu, en þetta hefur
aldrei áður verið prófað á of þung-
um einstaklingum," segir hún.
Niðurstöður rannsóknarinnar
verða sendar vísindariti til birting-
ar.