Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ L AUGARD AGUR 12. ÁGÚST 2000 5 7 FRÉTTIR BMW veitir rannsóknarstyrki til eflingar nýsköpunar BRIDS limsjón Arnór G. Ilagnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík TVÍMENNINGSKEPPNI var spiluð í Ásgarði Glæsibæ mánudag- inn 24. júlí 2000. 22 pör tóku þátt, meðalskor var 216 stig. Árangur N-S Þorsteinn Sveinss. - Eggert Kristinss. 254 Jón Andresson - Sæmundur Bjömsson 249 Alda Hansen - Margrét Margeirsdóttir 241 Árangur A-V Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórss. 311 ÞórarinnÁmason-FróðiB.Pálsson 266 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 265 BMW hefur frá árinu 1991 veitt styrki til rannsókna undir yfir- skriftinni „nýsköpun og hreyfan- leiki til framtíðar“. Styrkirnir eru veittir annað hvert ár til rannsókna á háskólastigi og er markmið fyrir- tækisins að efla nýja hugsun og frumlega nálgun við hreyfanleika í víðtækustu merkingu þess orðs. „Hreyfanleiki er margþætt fyrir- bæri: fyrir sumum stendur það fyr- ir grunninn að hagsæld, samhæf- ingu og samþættingu í nútíma- samfélagi. Fyrir öðrum er um að ræða helstu ástæðuna fyrir meng- un og umferðarteppu nútímans. Við erum öll hreyfanleg í einhverri mynd, sama hvort það er á fæti, í bíl, á hjóli, í flugvél eða í anda. Hreyfanleiki er einnig vitsmuna- legt fyrirbæri og það er engin til- viljun að réttur einstaklingsins til frelsis er nátengdur hreyfanleika. Háskólanemendur sem eru að ljúka meistara- eða doktorsnámi á öllum sviðum, ekki eingöngu á sviði verkfræði og vísinda, og eru að vinna með hugtakið hreyfanleika eru hvattir til að sækja um verð- launin," segir í fréttatilkynningu. Umsóknarfrestur fyrir BMW styrkina rennur út 15. janúar árið 2001 og verða styrkirnir veittir í júní sama ár. Heildarverðmæti styrksins eru um 70.000 banda- ríkjadollarar (70.000 evrur). Tekið er á móti umsóknum alls staðar að úr heiminum svo framarlega sem þær eru á ensku, þýsku eða frönsku. Um 150 umsóknir bárust frá 17 löndum á síðasta ári. Af þeim hlutu sex verkefni styrki sem afhentir voru við hátíðlega athöfn í rannsóknar-og þróunarsetri BMW í Múnchen. B&L, umboðsaðili BMW á ís- landi, vill hvetja íslenska há- skólanemendur til að sækja um styrkinn og bendir á að frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð ‘ er að fínna á heimasíðu BMW - bmw.com/scientifíc-award. Fyrirlestur um alþjóð- lega viðskiptasamninga HVAÐ gerðist í Seattle og hver verða næstu viðfangsefni í alþjóð- legum viðskiptasamningum? Um þetta mun Carsten Kowalczyk, pró- fessor í alþjóðahagfræði við The Fletcher School of Law and Diplom- etrix tilkynnti í fyrradag að það hefði náð samningi við Islenska erfða- greiningu um sölu á efnum og tækj- um til genarannsókna. ÍE mun með samningnum fá aðgang að hinni acy, fjalla í fyrirlestri er hann nefn- ir: „WTO after Seattle." Mun hann einkum beina athygl- inni að áhrifum svæðisbundinna samninga í alþjóðaviðræðum um við- skiptamál og aðstöðu smærri ríkja í svokölluðu erfðaflögutækni Affym- etrix fyrirtækisins. Tæknin felst m.a. í því að notaðar er einnota flög- ur sem erfðaefni er raðað á. Affym- etrix mun selja ÍE efni og tækjabún- að til erfðarannsókna. slíkum viðræðum. Að erindinu loknu mun Stefán Haukur Jóhannesson, yfírmaður viðskiptadeildar utanrík- isráðuneytisins, í stuttu máli gera grein fyrir íslenskum viðhorfum í al- þjóðaviðskiptamálum. Prófessor Kowalczyk, sem er danskur ríkisborgari, hefur starfað í Bandaríkjunum frá 1988. Hann er nú á leið þangað að lokinni heimsókn til Norðurlanda þar sem hann fjall- aði m.a. um alþjóðlega viðskipta- samninga a fundi hjá sænska ríkis- bankanum. Erindi hans hér á landi er flutt á vegum Hagfræðistofnunar Háskólans, Seðlabanka íslands og Viðskiptastofu utanríkisráðuneytis- ins. Pað verður haldið í fyrirlestrar- sal Seðlabankans, Sölvhóli, mánu- daginn 14. ágúst kl. 11. ÍE gerir samning við Affymetrix BANDARÍSKA fyrirtækið Affym- Dagskrá helgar- innar á Þingvöllum í ÞJÓÐGARÐINUM á Þingvöll- um er dagskrá helgarinnar eft- irfarandi: í dag, laugardag 12. ágúst, hefst dagskráin kl. 13 með barnastund við Þingvallabæinn en þaðan verður farið að Skötu- tjörn og sögð sagan um nafngift hennar. Einnig verður farið að gömlum búðarrústum sem víða má finna á svæðinu og hugað að sögunni sem þær geyma. Kl. 14 verður gönguferð í Skógarkot og þar rætt m.a. um búsetu í Þingvallahrauni og náttúru svæðisins. Gangan tek- ur um 3 klst. og er farin í sam- starfi við Landssamtök hjarta- sjúklinga sem halda sinn árlega göngudag. Allir eru velkomnir. Sunnudaginn 13. ágúst verður gengið á Ármannsfell kl. 13. Safnast verður saman við þjón- ustumiðstöðina og þaðan haldið að Ármannsfelli. Gangan upp er allstrembin svo nauðsynlegt er að vera vel á sig kominn, á góð- um skóm og að hafa með sér nesti. Ferðin tekur 4-6 klst. og verður á leiðinni einkum talað um jarðfræði svæðisins en svo ber þess einnig að geta að ef veður er gott og bjart er útsýni mikið og fagurt þegar upp er komið. Kl. 14 verður svo guðsþjón- usta í Þingvallakirkju. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðs- ins er ókeypis og allir eru vel- komnir. ■» samspil núfím asam 'jama pasijm, H'aii aqnapi LJjarnasqni, oq Ooqomi FORSALA AÐGONGUMIÐA fimmtudag og föstudag í Hljóðfæraversluninni Samspil-Nótan, Skipholti 21, sími 595 1960 Laugardag frá kl. 13.00 á Broadway, sími 533-1100 SPARIKLÆÐNAÐUR MIÐAVERÐ KR. 1.700 HÚSIÐ OPNAÐ KL. 22.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.