Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 fréttir beint í símann þinn SMS fréttir frá mbl.is Allir vilja vera fyrstir með fréttirnar. Nú geta viðskiptavinir Símans-GSM fengið nýjustu fréttirnar á sínu áhugasviði sendar með SMS um leið og þær berast. Hver sending kostar aðeins 6 kr. Hægt er að velja fréttir úr fjölda efnisflokka eftir áhugasviðum. Pantaðu SMS fréttir strax á mbl.is eða vit.is! • Stórfréttir • Innlent • Erlent • Viðskipti • Tölvur og tækni • Enski boltinn • Landssímadeild karla • Landssímadeild kvenna • Stoke-fréttir • Formúla 1 SÍ MINN-GSM clKIAv t ílVttJ D5IOM MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Karl Berndsen hannar hár og förðun á Futurice Morgunblaðið/Sverrir Karl Berndsen kann sitt fag. Rammíslenskur heimsborgari Karl Berndsen förðunarmeistari veit að heimur tískunnar er harður og fólk sem hyggur á frama innan hans þarf að hafa sterk bein auk hæfíleika á sínu útvalda sviði. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti manninn með penslana. ÞÆR STUNDIR koma stundum á lífsleiðinni þegar jafnvel ókunnugt fólk getur í einni hendingu og af eigin geðþótta gjörbreytt starfsferli manns, ýmist til hins betra eða verra. Það er þá sem reynir hvað mest á þol- rif þess sem stendur í eldlínunni þvi það er hans að sanna sig og laða gagn- rýnendur inn í ævintýraveröld sína. Karl Bemdsen eða Kalli eins og hann er alltaf kallaður stendur á þess- um tímamótum í lífi sínu núna. Að- standendur Futurice fengu hann til að hanna alla förðun og hárútlit á sýn- ingunni og bættist hann því í raun við glæsilegan hóp fatahönnuðanna og hlaut tækifæri til að koma hugverk- um sínum á framfæri við heimspress- una. Nú skal brett upp á ermamar og kasta töfraþulu á alla viðstadda, fólkið sem getur mtt framabrautina eða lagt óbifanlega tálma í veginn. Kalli hefur verið búsettur í mekka tískunnar, London, undanfarin þrjú og hálft ár þar sem hann hefur unnið við auglýsingar, tískusýningar, tón- listarmyndbönd, tímarit og reyndar flest það sem krefst handbragðs förð- unar- og hárgreiðslumeistara. Kántríhátíð heima á Islandi Til að koma sér með hraði inn í ís- lenskan veruleika fór hann í ferðalag á heimaslóðimar, Skagaströnd, og tók þátt í kántríhátíðinni hjá kúrek- um norðursins. Hátíðin tók greinilega sinn toll af röddinni, Kalli er hás en afskaplega hamingjusamur og hlakk- ar til að takast á við það stóra verk- efni sem Futurice er. Undirbúningur fyrir hátíðina hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Fyrir mánuði kom Kalli til landsins til að hitta ís- lensku hönnuðina, sjá verk þeirra og undirbúa hugmyndavinnu að sjálfri sýningunni. ,Að hanna útlit sýninga byggir auðvitað á góðri samvinnu við hönnuðina. Ég skoða fatalínu hönnuð- anna og vinn svo hugmynd út frá henni sem hönnuðurinn þarf svo að samþykkja. Það er nú oft upp og ofan hvemig það gengur en íslensku hönn- uðimir vom mjög Ijúfir og gott að vinna með þeim. Hugmyndin er stundum kynnt á lítilli polaroid-mynd og því þarf hönnuðurinn að nota ímyndunaraílið ofurlítið til að geta séð hvemig þetta kemur til með að líta út í raunveruleikanum á iyrirsæt- unum svo það er nauðsynlegt að sýna útlitshönnuðinum fullt traust.“ Þar sem Kalli sér einn um hár og förðun er ábyrgð hans mikil, bæði hvað snýr að hugmyndavinnunni og ekki síður framkvæmdinni sjálfri. Það er hann sem tekur við hrósinu en líka hrakyrðunum. „Mér leist ekkert á þetta í upphafi því það er mjög sjaldgæft að einn og sami maðurinn hanni og hafi yfiram- sjón með hári og förðun. Það hvarflaði heldur aldrei að mér að umfang þess- arar sýningar yrði jafn mikið og raun bar vitni eða jafn fagmannlega að henni staðið," segir Kalli og brosir að minningunni. „Það er líka mikil áskomn að vera með sex ólíkar sýn- ingar í röð og með sömu 24 fyrirsæt- unum því það þarf að gera öllum jafn hátt undir höfði og byrja frá gmnni eftir hverja sýningu því hver hönnuð- ur er með sitt „look“. Ég hef reyndar ekki áhyggjur af að það gangi ekki upp því ég er með einvalalið hár- greiðslufólks og förðunarfræðinga til að vinna þetta með mér og þetta er bara spuming um að reka fólkið áfram,“ segir hann en orðin skiljast vart fyrir hláturrokum og blaðamað- ur fær á tilfinninguna að þeirri stjórn- semi verði ekkert erfitt að taka. Rauðamöl og mosi Kalli segist mikið nota óhefðbundin efni með hefðbundnum vömm til að ná fram útliti og áhrifum sem hafa aldrei sést áður. „Sumum finnst vinn- an mín vera svolítið á brúninni því ég skapa útlit sem getur á stundum verið fjarlægt „maskara og gloss“ ímynd- inni. Ég vil vinna að „trendum“ og nota jafnvel sag, sand eða leir við vinnu mína og hef til dæmis notað mulda rauðamöl og mosa í myndatök- um. Aðalmálið í tískuheiminum er að koma á óvart, vera ferskur í hugsun ogvera á undan straumnum." Ótal vinnustundir em að baki en með samvinnu allra aðila og jákvæðu hugarfari hefur vinnan alltaf verið skemmtileg og Kalli segist vera stolt- ur af að vera hluti af hinni stóm loka- mynd. Allir þekkja sinn stað og leggja metnað í viðburðinn. „Til þess að förðunin og fötin geri sig þarf fyrirsætan lika að geta borið það þannig að stór hluti þess að sýn- ing verði eftirminnileg er að hafa góð- ar fyrirsætur svo ábyrgð þeirra er líka mikil. Á Futurice sýnir rjómi ís- lenskra fyrirsætna þannig að allfc er í góðum höndum.“ Þær stúlkur sem sýna þurfa líka að þola ýmislegt því Kalli ætlar að nota efni úr náttúm Bláa lónsins, möl og sitthvað fleira, til að ná fram sterkum áhrifum. „Ég vildi reynar ekki sýna Futurice sem eitthvert rammíslenskt fyrirbæri því sýningin er hugsuð á alþjóðavísu og það þarf að spinna inn í vinnuna. Því verður þó náttúrulega ekki neitað að ég er sjálfur íslenskur inn að hjarta- rótum og það eitt hlýtur að skila sér í öllu sem ég geri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.