Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 25 ERLENT Erfðaprins Bush-ættarveldisins? George hinn fríði safnar atkvæðum Kaliforníu. Morgunblaðið. EFTIR glæsilegt flokksþing repúbl- ikana í síðustu viku er forvitnilegt að fylgjast með hverjir komast í fréttim- ar í Bandaríkjunum. Auðvitað er frambjóðandinn sjálfur, George W. Bush, þar fremstur í flokki og vara- forsetaefni hans, Dick Cheney, fær að sjálfsögðu sinn skerf af athyglinni. Margir fjölmiðlar hafa hins vegar beint kastljósi sínu að manni, sem ber að vísu eftirnafnið Bush, enda bróð- ursonur forsetans, en hefur lítið látið til sín taka í pólitíkinni hingað til. Hann er hins vegar ungur, fríður sýn- um og talar spænsku jafn reiprenn- andi og enskuna, sem mun víst allt stuðla að því að gera hann að leyni- vopni Bush í kosningabaráttunni. Fjölmiðlar líkja honum ýmist við poppstjömuna Ricky Martin eða segja að hann sé augljós arftaki Bush-ættarveldisins, rétt eins og John F. Kennedy yngri hefði getað haldið Kennedy-nafninu á lofti, hefði honum enst aldur til. Slík samlíking hittir Bandaríkjamenn í hjartastað. Þessi ungi maður heitir George Prescott Bush og er sonur Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída, og mexíkóskrar eiginkonu hans, Columbu. Prescott- nafnið hefur hann írá langafa sínum, öldungardeildarþingmanninum Prescott Bush sem lagði gmnninn að ættarveldinu. George-nafnið er að sjálfsögðu frá afanum, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Og núna er George Prescott, eða „P“ eins og fjöl- skyldan kallar hann, ein helsta skrautfjöðrin í hatti forsetafram- bjóðandans George frænda (sem fjöl- skyldan kallar auðvitað ,,W“). George P. komst líklega fyrst í fréttimar þegar afi hans, þá varafor- seti, kynnti hann og systkini hans fyr- ir Ronald Reagan forseta með þeim orðum að þetta væm „þau litlu brúnu“. Hann skaut upp kollinum endram og sinnum, til dæmis 12 ára á sviði á flokksþingi repúblikana árið 1988. Árið 1992 hélt hann, þá 16 ára, þéttholda og fremur ólánlegur eins og títt er um menn á þeim aldri, stutta tölu á flokksþinginu, þar sem hann lýsti forsetaframbjóðandanum afa sínum sem merkasta manni sem hann hefði kynnst. Eftirsóttur piparsveinn En dökki andamnginn George P. varð að dökkum svani. I fyrstu tók hann að sér að stinga kosningabækl- ingum í umslög og snerist í ýmsu öðra smálegu fyrir George W. frænda, en kosningastjórar sáu að þar nutu hæfi- leikar hans sín ekki sem skyldi. Núna George P. Bush ávarpar flokks- þing repúblikana í siðustu viku. nýtir hann hvert tækifæri sem gefst til að sitja fyrir á myndum og er með eigin blaðafulltrúa. Föðurbróðir hans lætur heldur ekkert tækifæri ónotað að hampa þessum 24 ára manni og kynnir hann varla án þess að benda fólki á að frændi litli sé „muy guapo“, eða afar myndarlegur. Þar nýtur hann dyggilegrar aðstoðar fjölmiðla, til dæmis úthlutaði tímaritið People „P“ á dögunum fjórða sætinu í árlegu yfirliti sínu yfir ákjósanlegustu pipar- sveina landsins. Amma hans, Barb- ara Bush, hefur bent honum á að láta athyglina ekki stíga sér til höfuðs og George afi sendir honum reglulega tölvupóst, þar sem hann minnir hann á að gleyma aldrei góðum mannasið- um og vera fjölskyldu sinni til sóma. I „P“ sér frambjóðandinn Bush möguleika á að ná til unga fólksins, þeirra spænskumælandi, sem era mjög fjölmennir í Bandaríkjunum og til kvenna, á hvaða aldri sem þær era og hvaða tunga sem er þeim tömust. „P“ lætur sér vel lynda að koma fram á hinum ólíklegustu stöðum í þessu skyni og er jafnvel að velta fyr- ir sér að fresta laganáminu, sem hann ætlaði að hefja í haust, til að hjálpa föðurbróður sínum fram að kosning- unum í nóvember. Hann hefur að vísu viðurkennt að innantómar myndatök- ur og stuttar tölur um ágætí fram- bjóðandans nægi vart til lengdar, hann verði að leggja eitthvað meira af mörkum. Hvort það framlag hans verður þátttaka í stjómmálum sem frambjóðandi síðar meir er enn á huldu. góði hirðirinn OPNUM EFTIR SUMARFRI kaffi og kökur • dag kl. 12-16 Nytjamarkaður Sorpu og líknarfélaga Hátúni 12, S: 562 7570 Opi5 virka daga kl: 12-18 ERICSSONDECT120 • Þráðlaus heimilissími á frábæru verði 9.980 kr. verð áður: 16.980 kr. SAGEM MC950 Ending rafhlöðu 2,5 klst. ( notkun og 130 klst. í bið Innbyggt mótald Handfrjáls notkun Vekjari og skeiðklukka Titrari 15.580 kr. verð áður: 16.980 kr. ERICSS0N R320s • WAP simi • Styður 900 og 1800 mhz GSM kerfln • Gagnaflutningur • Innrautt tengi • Rafhlaða endist í 4 klst. í notkun og 100 klst. í bið • Faest í þremur mismunandi litum 29.980 kr. verð áður: 39.900 kr. ERICSS0N A2618s • Hægt er að skipta um framhlið • Stærð 131x 51x 25 mm • Lithium rafhlaða • Raddstýrð svörun og hringing • 3 leikir, t.d. Tetris og PacMan • Símafundur • Simtal ( bið 13.580 kr. verð áður: 15.980 kr. N0KIA 5110 • Rafhlaðan endist I allt að 270 klst. i bið og 4 klst. í notkun • Styður myndsendingar • Upplýstur skjár með allt að fimm linum fyrir texta og grafik N0KIA 3210 • 900/1800 mhz • Rafhlaðan endist í 50-250 klst. í bið og 2-4 klst. I notkun • Styður myndskeytasendingar • Hægt að semja hringingar í simann og senda þær ( aðra sima 14.980 kr. verð áður: 16.980 kr. 11.980 kr. verð áður: 13.980 kr. FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.