Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 25 ERLENT Erfðaprins Bush-ættarveldisins? George hinn fríði safnar atkvæðum Kaliforníu. Morgunblaðið. EFTIR glæsilegt flokksþing repúbl- ikana í síðustu viku er forvitnilegt að fylgjast með hverjir komast í fréttim- ar í Bandaríkjunum. Auðvitað er frambjóðandinn sjálfur, George W. Bush, þar fremstur í flokki og vara- forsetaefni hans, Dick Cheney, fær að sjálfsögðu sinn skerf af athyglinni. Margir fjölmiðlar hafa hins vegar beint kastljósi sínu að manni, sem ber að vísu eftirnafnið Bush, enda bróð- ursonur forsetans, en hefur lítið látið til sín taka í pólitíkinni hingað til. Hann er hins vegar ungur, fríður sýn- um og talar spænsku jafn reiprenn- andi og enskuna, sem mun víst allt stuðla að því að gera hann að leyni- vopni Bush í kosningabaráttunni. Fjölmiðlar líkja honum ýmist við poppstjömuna Ricky Martin eða segja að hann sé augljós arftaki Bush-ættarveldisins, rétt eins og John F. Kennedy yngri hefði getað haldið Kennedy-nafninu á lofti, hefði honum enst aldur til. Slík samlíking hittir Bandaríkjamenn í hjartastað. Þessi ungi maður heitir George Prescott Bush og er sonur Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída, og mexíkóskrar eiginkonu hans, Columbu. Prescott- nafnið hefur hann írá langafa sínum, öldungardeildarþingmanninum Prescott Bush sem lagði gmnninn að ættarveldinu. George-nafnið er að sjálfsögðu frá afanum, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Og núna er George Prescott, eða „P“ eins og fjöl- skyldan kallar hann, ein helsta skrautfjöðrin í hatti forsetafram- bjóðandans George frænda (sem fjöl- skyldan kallar auðvitað ,,W“). George P. komst líklega fyrst í fréttimar þegar afi hans, þá varafor- seti, kynnti hann og systkini hans fyr- ir Ronald Reagan forseta með þeim orðum að þetta væm „þau litlu brúnu“. Hann skaut upp kollinum endram og sinnum, til dæmis 12 ára á sviði á flokksþingi repúblikana árið 1988. Árið 1992 hélt hann, þá 16 ára, þéttholda og fremur ólánlegur eins og títt er um menn á þeim aldri, stutta tölu á flokksþinginu, þar sem hann lýsti forsetaframbjóðandanum afa sínum sem merkasta manni sem hann hefði kynnst. Eftirsóttur piparsveinn En dökki andamnginn George P. varð að dökkum svani. I fyrstu tók hann að sér að stinga kosningabækl- ingum í umslög og snerist í ýmsu öðra smálegu fyrir George W. frænda, en kosningastjórar sáu að þar nutu hæfi- leikar hans sín ekki sem skyldi. Núna George P. Bush ávarpar flokks- þing repúblikana í siðustu viku. nýtir hann hvert tækifæri sem gefst til að sitja fyrir á myndum og er með eigin blaðafulltrúa. Föðurbróðir hans lætur heldur ekkert tækifæri ónotað að hampa þessum 24 ára manni og kynnir hann varla án þess að benda fólki á að frændi litli sé „muy guapo“, eða afar myndarlegur. Þar nýtur hann dyggilegrar aðstoðar fjölmiðla, til dæmis úthlutaði tímaritið People „P“ á dögunum fjórða sætinu í árlegu yfirliti sínu yfir ákjósanlegustu pipar- sveina landsins. Amma hans, Barb- ara Bush, hefur bent honum á að láta athyglina ekki stíga sér til höfuðs og George afi sendir honum reglulega tölvupóst, þar sem hann minnir hann á að gleyma aldrei góðum mannasið- um og vera fjölskyldu sinni til sóma. I „P“ sér frambjóðandinn Bush möguleika á að ná til unga fólksins, þeirra spænskumælandi, sem era mjög fjölmennir í Bandaríkjunum og til kvenna, á hvaða aldri sem þær era og hvaða tunga sem er þeim tömust. „P“ lætur sér vel lynda að koma fram á hinum ólíklegustu stöðum í þessu skyni og er jafnvel að velta fyr- ir sér að fresta laganáminu, sem hann ætlaði að hefja í haust, til að hjálpa föðurbróður sínum fram að kosning- unum í nóvember. Hann hefur að vísu viðurkennt að innantómar myndatök- ur og stuttar tölur um ágætí fram- bjóðandans nægi vart til lengdar, hann verði að leggja eitthvað meira af mörkum. Hvort það framlag hans verður þátttaka í stjómmálum sem frambjóðandi síðar meir er enn á huldu. góði hirðirinn OPNUM EFTIR SUMARFRI kaffi og kökur • dag kl. 12-16 Nytjamarkaður Sorpu og líknarfélaga Hátúni 12, S: 562 7570 Opi5 virka daga kl: 12-18 ERICSSONDECT120 • Þráðlaus heimilissími á frábæru verði 9.980 kr. verð áður: 16.980 kr. SAGEM MC950 Ending rafhlöðu 2,5 klst. ( notkun og 130 klst. í bið Innbyggt mótald Handfrjáls notkun Vekjari og skeiðklukka Titrari 15.580 kr. verð áður: 16.980 kr. ERICSS0N R320s • WAP simi • Styður 900 og 1800 mhz GSM kerfln • Gagnaflutningur • Innrautt tengi • Rafhlaða endist í 4 klst. í notkun og 100 klst. í bið • Faest í þremur mismunandi litum 29.980 kr. verð áður: 39.900 kr. ERICSS0N A2618s • Hægt er að skipta um framhlið • Stærð 131x 51x 25 mm • Lithium rafhlaða • Raddstýrð svörun og hringing • 3 leikir, t.d. Tetris og PacMan • Símafundur • Simtal ( bið 13.580 kr. verð áður: 15.980 kr. N0KIA 5110 • Rafhlaðan endist I allt að 270 klst. i bið og 4 klst. í notkun • Styður myndsendingar • Upplýstur skjár með allt að fimm linum fyrir texta og grafik N0KIA 3210 • 900/1800 mhz • Rafhlaðan endist í 50-250 klst. í bið og 2-4 klst. I notkun • Styður myndskeytasendingar • Hægt að semja hringingar í simann og senda þær ( aðra sima 14.980 kr. verð áður: 16.980 kr. 11.980 kr. verð áður: 13.980 kr. FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.