Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Á rölti í miðbænum Miðborg Veðrið var hálfdumbungs- legt á höfuðborgarsvæðinu fram eftir degi í gær og þótt ekki yrði teljandi úr- komu vart þótti þessu pari vissara að vera við öllu búið og slá upp regnhlíf- inni. Rúmum milljarði varið í framkvæmdir við Reykjanesbraut Mislæg gatnamót við Lækjargötu Hafnarfjörður VEGAGERÐIN mun á næstu árum verja rúmum milljarði í endurbætur Reykjanesbraut- ar þar sem hún liggur í gegn- um Hafnarfjörð. Fram- kvæmdir eru inni á áætlun Vegagerðarinnar fyrir árin 2001 til 2004 og er áætlað að þær hefjist árið 2002. Að sögn Magnúsar Gunnarsonar, bæj- arstjóra í Hafnarfirði, munu endurbæturnar meðal annars felast í mislægum gatnamót- um þar sem Reykjanesbraut sker Lækjargötu og segir hann veginn fara þar í stokk á stuttum kafla. „Þarna er gert ráð fyrir að Reykjanesbraut fari undir brúna. Þetta mun breyta mjög miklu fyrir íbúa Set- bergs sem oft þurfa að fara um þessi hættulegu gatnamót og einnig fyrir þá sem aka eft- ir Reykjanesbraut," segir Magnús. Vegurinn færður frá Kinnahverfi Magnús segir að legu Reykjanesbrautar verði breytt norðan við Lækjar- götugatnamótin og muni hún verða færð frá Kinnahverfinu og upp fyrir kirkjugarð en brautin liggur í dag nánast við húsveggi ystu húsa í hverfinu. Brautin mun tengj- ast gömlu Reykjanesbraut- inni, einsog hún liggur í dag, vestan við kirkjugarð. „íbúar í Kinnahverfl munu finna fyr- ir því að umferðin færist frá svæðinu en hún er nánast of- an í íbúðarhverfinu í dag,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar er gert ráð fyrir því að forhönnun hefjist á næstu vikum og í framhaldinu verði hönnunin boðin út. Hann segir líklegt að verkið sjálft verði boðið út á næsta ári en það felur í sér mislæg gatnamót við Lækjar- götu og Reykjanesbraut, færslu Reykjanesbrautar upp fyrir kirkjugarð og þær teng- ingar sem þurfa að eiga sér stað á þessari leið. Magnús segir að í framtíð- inni verði unnið að áframhald- andi tengingum norður af gatnamótum Lækjargötu og Reykjanesbrautar en þær framkvæmdh’ séu ekki á inni á vegaáætlun til ársins 2004. „Gert er ráð fyrir að vegurinn liggi í stokk frá Lækjargötu að Kaplakrika þar sem gatna- mót yrðu einnig mislæg,“ seg- ir Magnús. Aðspurður segir Magnús að gert verði ráð fyrir tryggri göngutengingu Setbergs- hverfisins yfir veginn norðan við Lækjargötugatnamótin þar sem vegurinn fer niður í stokk. „Öryggi gangandi vegfarenda verður tryggt og það á ekki að vera nein hætta þessu samfara," segir Magn- ús. Geysishús bakvið þil Midborgin Geysishúsið hylur nú ásjónu sína bæjarbúum en unnið er að endurgerð hússins í þeirri mynd sem á því var árið 1906, - á þeim tíma sem sögufræg verslun Duus var þar til húsa. Umsaminn kostnaður við framkvæmdirnar er 18,9 m.kr. en Istak vinnur verkið fyrir Reykjavíkurborg. Hitt húsið starfar nú í Geysishúsi og er endurbótum innandyra að mestu lokið. Geysishúsið var byggt árið 1855. Það var klætt listasúð til ársins 1955 og var jarðhæðin þá tekin úr húsinu og nýir inndregnir gluggar settir í staðinn. Um leið voru póstar og sprossar teknir úr gluggum á efri hæð og húsið forskalað. Nú er stefnt að því að endurvekja hina upphaflegu timbur- klæðningu hússins, sem er Morgunblaðið/Jim Smart meðal þekktustu kennileita við verslunina sem þar var borgarinnar og er enn kennt rekin lengst; af öldinni. Drög að skýrslu um Staðardagskrá 21 kynnt almenningl í Mosfellsbæ Þróun samfélags nýrrar ald- ar með þátttöku almennings Mosfellsbær MOSFELLSBÆR hefur sett drög að viðamikilli skýrslu um Staðardagskrá 21 á heimasíðu sína og eiga bæjarbúar kost á að koma hugmyndum sínum og athugasemdum á framfæri til loka mánaðarins. Þrír vinnuhópar, sem í sátu fjölmargir áhugasamir bæjar- búar, hafa fjallað um efnis- flokka staðardagskrárverk- efnisins og afrakstur þess starfs getur að líta í skýrsl- unni. „Umræða er um kosti þess að vera Mosfellingur þar sem mikil nálægð er milli dreifbýlis og þéttbýlis, stutt milli fjalls og fjöru og að í Mosfellsbæ ríki jákvæður dreifbýlisandi. Þegar grannt er skoðað má sjá að umfjöllun- in er öll um hvernig lífi við vilj- um lifa í okkar ágæta bæjarfé- lagi,“ segir í kynningu Jó- hönnu B. Magnúsdóttur, verkefnisstjóra Staðardag- skrár 21 í Mosfellsbæ, á þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um lífssýn bæjarbúa. Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) er heiti á verkefni sem unnið er að víða um heim og rekur upphaf sitt til Ríó- ráðstefnunnar, sem haldin var 1992, og er heildaráætlun um þróun samfélagsins fram á 21. öldina og hvernig tryggja eigi lífsskilyrði komandi kynslóða. í áætluninni eru samþættuð vistfræðileg, efnahagsleg og félagsleg málefni samfélags- ins. 31 sveitarfélag hér á landi hófst handa við þátttöku í verkefninu í október 1998 og er Mosfellsbær eitt þeirra. Sveitarfélagið hefur fengið viðurkenningu frá landsverk- efninu fyrir góðan árangur í því að virkja fjölda bæjarbúa til þátttöku. Einn vinnuhópanna þriggja í bænum fjallaði um orku og mengun, annar um umhverfis- mál og sá þriðji um lífssýn Mosfellinga og er þar tæpt á stöðu fjölmargra mála og lýst hugmyndum um leiðir og markmið til úrbóta. Við lestur skýrslunnar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós um samfélagið í þessu 6.000 manna sveitarfélagi, sem er hið sjöunda fjölmenn- asta á landinu. í skýrsludrögum þess hóps sem fjallaði um lífssýn Mosfellinga er t.a.m. kaíli um atvinnulífið þar sem kem- ur t.a.m. fram að 25% íbúa Mosfellsbæjar vinna í bæjar- félaginu, um 59% vinna í Reykjavík, um 10% hjá Launaskrifstofum ríkisins og hinir í öðrum sveitarfélög- um. Einnig kemur fram að 61% þeirra sem starfa í Mosfells- bæ er búsett þar, 28% vinnu- aflsins í bænum búa í Reykja- vík, 5% í Kópavogi, 3% í Hafnarfirði og 3% í öðrum sveitarfélögum. Stutt milli íjalls og fjöru í umfjöllun um kosti þess að vera Mosfellingur er efst á blaði nálægð við sveit og borg og það hve stutt er milli fjalls og fjöru. Einnig sé íþrótta- aðstaða frábær og gott að vera með hesta og hunda í bænum. Allir þekki alla, sam- félagið sé fjölskylduvænt og fólk týnist ekki félagslega í þeim jákvæða dreifbýlisanda sem ríki í bænum. Hvað varðar leiðir til að efla verslun í bænum er nefnt að hvetja þurfi fólk til að versla í heimabyggð og fyrirtæki til að markaðssetja vöruúrval. Vörur þurfi að vera ódýrari og leita þurfi leiða til að auka verslun erlendra ferðamanna. Þá þurfi að koma upp veit- ingastað og sveitahóteli og hafa á boðstólum mosfellskar vörur. Einnig þurfi að mark- aðssetja verslanir í Mosfells- bæ fyrir sumarhúsaeigendur og fjölga viðskiptavinum með þvi að bæta tjaldstæði og þjónustu þar og með því að byggja í bæjarlandinu sumar- hús, eða „hytter“ að norskri fyrirmynd. V estur landsvegur Þar sem rætt er um leiðir til að efla atvinnulíf í bænum og umhverfisvænni rekstur fyr- irtækja eru helstu vandamál á því sviði rakin til þess að Vest- urlandsvegurinn er einbreið- ur vegur, samvinna fyrirtækja sé lítil, atvinna ekki nógu fjöl- breytt og þekking íbúa á at- vinnulífi bæjarins takmörkuð. Hvað varðar úrlausnir er því varpað fram að bæta sam- göngur og stytta vegalengdir; efla atvinnuþróunarfélag bæj- arins; halda uppi kynningar- og fræðslustarfi, ráða í auknum mæli Mosfellinga til vinnu og veita fyrirtækjum aðstoð við umhverfisstjórn. Börn og unglingar fái aðild að ákvarðanatöku Hópurinn sem fjallaði um lífssýn bæjarbúa benti t.d. á skort á tómstundahúsi fyrir unga sem aldna bæjarbúa með ýmsum tækjum og tólum og að leita þyrfti leiða til að sameina eldra fólk og börn á leikskólum með því að virkja eldra fólk þar til starfa. Einn- ig vildi hópurinn hvetja bæj- arbúa til að heilsa nágrönnum sínum og lifa lífinu lifandi og þjappa bæjarbúum betur saman, t.d. með Mosfellsbæj- armóti fyrir alla aldurshópa. Einnig lagði hópurinn áherslu á að börn og ungling- ar ættu að fá að koma að ákvarðanatöku um málefni sín innan bæjarins eftir því sem aðstæður og þroski þeirra leyfir. Ástand frárennslismála í Mosfellsbæ hefur ekki verið eins og best gerist í sveitar- félögum á höfuðborgarsvæð- inu og í skýrsludrögunum er að finna ítarlega umfjöllun um þau mál. Þar kemur fram að vegna landfræðilegrar legu Mosfellsbæjar og hversu við- kvæmur Leirvogur er hafi verið lögð áhersla á rot- þróarkerfi í stað þess að veita skólpi á haf út en í dag anni rotþróarkerfi bæjarins ekki því magni skólps sem í það berst vegna mikillar fólks- fjölgunar undanfarin ár. „Samkvæmt mælingum sem gerðar hafa verið á saur- gerlamengun í Varmá hefur hún mælst veruleg umfram leyfileg mörk á svæðinu næst útrás Varmárþóar. Gerla- mengunin í Köldukvísl er rétt yfir viðmiðunarmörkum, en nokkur mengun er í Suðurá samkvæmt mælingum sem gerðar hafa verið. Einnig hef- ur gerlamengun í Leirvogi mælst yfir viðmiðunarmörk- um næst útrásum frá rotþróm og útfalli Köldukvíslar," segir í skýrsludrögunum. Fram kemur að árlega sé unnið kerfisbundið að hreinsun hol- ræsa og mati á ástandi þeirra. Ýmis tæknileg vandamál geti verið í eldri hluta bæjarins vegna skorts á upplýsingum um það hvar lagnirnar liggja inn í einstök hús. Af lestri skýrslunnar má ráða að nokk- ur misbrestur sé á því að í bænum séu tvöfaldar frá- rennslislagnir, þ.e. sérlagnir fyrir skolp og sérlagnir fyrir regnvatn og afrennsli á heitu vatni. Sums staðar sé ástand frárennslislagna slæmt en annars staðar sé unnið að end- urbótum, t.d. í grennd við Reykjalund. 200 m.kr. í frárennslismál I skýrsludrögunum kemur fram að áætlað sé að verja 200 m.kr. til þess að leita fram- tíðarlausna á fráveitumálum sveitarfélagsins næstu þrjú ár. Reglugerð veitir frest til 2006 til að koma fráveitumál- um í lögbundið horf og stefnir sveitarfélagið að framtíðar- lausn í þéttbýli fyrir 2003. Meðal hugsanlegra lausna er dæling á skólpi frá Mosfells- bæ í skólpkei’fi Reykjavíkur, þaðan í grófhreinsistöð og síð- an útrás í sjó eða dæling um dælu- og hreinsistöð sem Mosfellsbær setji sjálfir upp til grófhreinsunar og þaðan útrás í sjó. Einnig komi til greina síunaraðferð, tveggja þrepa hreinsun og aðrar stað- bundnar leiðir, t.d. með tilbúið votlendi í anda þeirra tilrauna sem standa yfir á Sólheimum í Grímsnesi. Seyra til ræktunar? Við umræður í verkefna- hópnum var bent á að víða er- lendis hafi seyra úr rotþróm verið nýtt til ræktunar en mikið sé um gróðuriausa mela og örfoka land í sveitarfélag- inu. Því er varpað fram hvort skynsamlegt sé að gera úr seyrunni verðmætan áburð og í skýrsludrögunum er lagt til að möguleikar á því verði kannaðir. Á hinn bóginn var bent á að í seyrunni gætu ver- ið óæskileg aukaefni og því væri skynsamlegast að veita skolpinu í hafið á svipaðan hátt og gert er í Reykjavík. Eins og fram kom að ofan liggur skýrslan nú frammi á bæjarskrifstofunum og hana er einnig að finna á heimasíðu bæjarins, www.mos.is. Sent hefur verið fréttabréf til bæj- arbúa þar sem verkefnið og skýrslan eru kynnt. Þess er vænst að almenningur kynni sér skýrsluna og komi á fram- færi hugmyndum og athuga- semdum fyrir lok mánaðarins. Að fengnum viðbrögðum al- mennings verður lokið við út- gáfu skýrslunnar í haust og unnið að markmiðssetningu og framkvæmdaáætlun Stað- ardagskrár 21 til næstu fimm ára. Stefnt er að ráðstefnu um verkefnið seinni hluta septem- ber og að stefnumótunarvinn- unni ljúki um næstu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.