Morgunblaðið - 12.08.2000, Side 28

Morgunblaðið - 12.08.2000, Side 28
28 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR F erðalangur sem á hvergi heima Manuela Wiesler var á sínum tíma einn af frumkvöðlum Sumartón- leika í Skálholtskirkju. Nú er hún komin eftir sjö ára fjarveru í til- efni 25 ára afmælistónleikanna og heldur einleikstónleika á laugar- dag og sunnudag í kirkjunni. Inga María Leifsdóttir spjallaði við Manuelu og forvitnaðist um efnisskrá tónleikanna, sem að hennar sögn fjalla um leitina að leiðinni heim. Bonner Barock Soloisten leika í Skálholti í dag. Frá vinstri: Paul Ray Klecka, Eva Hiinnekens, Andreas Bofiler og Wolfgang Sorge. „Barokk er stór- kostleg tónlist“ MANUELA Wiesler þverflautuleik- ari leikur á tónleikum í Skálholts- kirkju um helgina, en þetta er síð- asta helgi sumartónleikanna þar. Manuelu þarf vart að kynna fyrir ís- lendingum. Hún bjó á Islandi í tíu ár og var einn af frumkvöðlum þess að Sumartónleikar í Skálholtskirkju urðu til. I gegnum tíðina hefur hún haft mikil áhrif á íslenska tónlistar- menn, bæði hljóðfæraleikara og tón- skáld, og hefur verið hvati að samn- ingu og frumflutt mörg íslensk tónverk. Nú er hún búsett í Austur- ríki, en sló til að spila í Skálholti á þessu merkisafmæli sumartónleik- anna. „Það var fyrir tuttugu og fimm árum að við Helga lékum fyrst á sumartónleikum í Skálholti," segir Manuela. „Þetta var þó hugmynd Helgu frá byrjun. En fyrstu árin var ég með á hverju ári. Skálholt er svo sérstakur staður." Sjö ár eru liðin frá því að Manuela kom síðast í Skál- holt. Hvað hefur hún verið að gera undanfarið? „Vaxa. Hugsa. Þrosk- ast,“ segir Manuela og brosir við. „Reyna að finna minn eigin stfl. Breytast." Og ertu mikið breytt? „Já.“ Manuela er austurrísk að upp- runa, en er fædd í Brasilíu og er nú búsett í Vínarborg. Hún flutti aftur þangað fyrir fímmtán árum. Þegar hún var búsett hér hafði hún mildl áhrif á íslenska tónlistarmenn. „Ég geri ráð fyrir að það hafi vantað ein- hvem eins og mig á þessum tíma, flautuleikara sem þorði að reyna Manuela Wiesler leikur á ein- Ieikstónleikum í Skálholti um helgina. nýja hluti. Þetta var ákveðið braut- ryðjendastarf. En nú eru mjög margir í þessu hlutverki og þá get ég snúið mér að einhverju öðru.“ Nú leikurðu bara nútímatónlist á tón- leikunum, þú hefur sleppt barokk- inu? „Já, upphaflega lékum við alls konar tónlist á sumartónleikunum. Það er meira síðustu ár sem þetta hefur þróast yfir í að vera einskonar barokkhátíð." Eyja af kyrrð „Upphaflega hugmyndin var að halda tónleika sem fjalla um náttúr- una, fuglana, stjörnur og sólina. Núna fjallar efnisskráin mest um að vera útlendingur, að vera í útlegð, að vera á leiðinni og vita ekki hvert maður er að fara og finna einhverja huggun einmitt í þessum hlutum. í stjömum, sólinni og náttúrunni allri,“ segir Manuela, aðspurð um efnisskrá tónleikanna. Hvernig tengist þetta tónlistinni sem þú leik- ur? „Það eru mörg tónverk eftir tón- skáld sem hafa búið í öðram löndum en þeim sem þau era fædd í og hafa því búið í eins konar útlegð. Svo era til dæmis tvær gerðir af tónlist við Sjóleiðina til Bagdad, sem fjallar um einhverja leið sem aldrei verður far- in. Tónlistin er annars vegar eftir Leif Þórarinsson og hins vegai- eftir Jón Nordal. Þeir hafa báðir samið tónlist við þetta stykki. Svo er eitt tónverk sem fjallar um flautuleikara sem fer fyrir hópi indíána. Þeir fylgja eins konar flautuhetju. Svo eru þetta verk um sól og stjörnur og allt það,“ segir Manuela. „Fleiri dæmi um verk á efnisskránni er verk eftir Kóreumann sem bjó í Japan og í síðasta verki sínu sneri hann aftur til kóreskrar tónlistarhefðar, upprana síns. Bandarísk kona skrifar um þennan flautuspilandi indíána, hann heitir Kókópeli. Eitt verk heitir Sálmur heimspekingsins á stjörnu- nótt. Svo era verk eftir Armena sem bjó í Bandaríkjunum og Ungverja sem bjó í Bandaríkjunum. Þetta er fólk sem er rótlaust og skrifar út frá því.“ Hafa þessi verk heyrst á ís- landi áður? „Nei, varla. Eitt verkið hef ég leikið hér áður, en flest þeirra held ég að hafi ekki verið leikin hér. Flest þessi stykki era líka ný fyrir mér.“ Af hverju var þessi efnisskrá valin? „Þetta varð bara svona. Efnis- skrá verður eiginlega bara til vegna þess sem er að gerast í manni sjálf- um. Þetta með að vera alltaf á leið- inni heim og koma aldrei heim, það er mjög sterkt í mér. Það er mjög gott að geta lifað það út í tónlistinni." Hvar átt þú þá heima? „Ja, í tónlist- inni, býst ég við.“ Þannig að þú ert ekki bundin við ákveðið land? „Nei, en þetta er mín lausn eiginlega, að lifa bara í þessum tónaheimi." Manuela segist vona að tónleik- arnir geti veitt einhveijum huggun og frið. „Ég vona að þarna geti myndast eins konar eyja af kyrrð sem fólk og ég sjálf getum leitað í.“ BONNER Barock Soloisten er heiti tónlistarhóps sem heldur tónleika á Sumartónleikum í Skálholtskirkju í dag. Að honum standa fjórir einleik- arar, Andreas Bofiler, flauta, sem jafnframt leiðir sveitina, Eva Húnn- ekens, flauta, Wolfgang Sorge, fagott og Paul Rey Klecka, semball. Hópur- inn leikur einungis barokkverk og hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar frá því tlmabili. Á efnisskrá tónleik- anna í dag era verk eftir Johann Joachim Quants, Georg Philip Tele- mann, Johann Sebastian Bach og Georg Friedrich Handel. Á íslandi í fyrsta sinn Bonner Barock Soloisten er blást- ursbarokksveit, sem var stofhuð af Andreasi Bofiler árið 1974, sem leikur á flautu með sveitinni. Wolfang Sorge, fagottleikari hópsins, hefur einnig ver- ið með frá upphafi. Eva Húnnekens og Paul Rey Klecka hafa starfað með hópnum undanfarin 6 ár. „Stundum leikum við með strengjum líka,“ segir Bofiler í viðtali við Morgunblaðið. „En í sumar höfúm við ferðast sem kvart- ett.“ Hópurinn er nýkominn frá tón- leikaferðalagi um Bandaríkin og hygg- ur á ferðalag innan Þýskalands. Hvemig atvikaðist það að þau kæmu til íslands? „Landið er auðvitað mjög áhugavert," segir Bofiler. „Við vorum beðin um að koma og gátum komið ferðalagi hingað inn í dagskrá okkar. Við slógum því tíl, þar sem við höfum aldrei komið hingað áður.“ Hópurinn kom í Skálholt á þriðjudag og hefúr verið við æfingar í kirkjunni síðan. Að- spurð segjast þau hafa haft ánægju af dvölinni. „Hér er mikil ró og friður," segir Bofiler. „Svo höfum við fengið svo góðan mat,“ bætír hann brosandi við. Einleikarar sem leika margskonar tónlist Hljóðfæraleikarar sveitarinnar eru allir einleikarar á hljóðfæri sitt og til- heyra ýmsum öðram tónlistarhópum. „Flest okkar leika mjög mikið af nú- tímatónlist. Til dæmis er Eva í flautu- hóp sem í era ijórtán flautuleikarar. Við kennum svo við tónlistai-skóla í Bonn, þar sem ég er aðstoðarskóla- stjóri.“ Bonner Barock Soloisten er hafa ferðast víða og farið í upptökur í út- varpi og sjónvarpi í mörgum löndum. Eru þau fræg í Þýskalandi? „Það er erfitt fyrir okkur að segja,“ svarar Bofiler sposkur á svip. „Við höfum ferðast mikið með forseta landsins og komum mikið fram opinberlega á vegum ríkisins. Svo að ég geri ráð fyr- ir að við séum nokkuð vel þekkt innan Þýskalands." Á efnisskrá tónleikanna í dag era verk eftir helstu meistara barokksins. „Þetta era allt verk fyrir tvær flautur, fagott og sebal,“ útskýrir Bofiler. „Efnisskrá okkar er mun stærri en þessi fjögur verk, en við spilum ein- ungis nokkur þeirra núna. Tónleik- amir mega bara vera réttm- klukku- tími.“ En afhverju leika þau barokktónlist? „Þetta er svo stórkost- leg tónlist. En við leikum líka annars konar tónlist í sitt hvora lagi. Bara barokk væri þreytandi til lengdar. Það er best að hafa breidd í tónlistinni sem maður leikur.“ Verkin bera vott um yfírburðatækni Bach á hljóðfærin GEISLAPLÖTUR með flutningi Helgu Ingólfsdóttur semballeik- ara á Goldbergtilbrigðum Bachs og flutningi Helgu og Jaap Schröder fiðluleikara á öllum sex sónötum Bachs fyrir fiðlu og sembal komu út 28. júlí síðastlið- inn á 250 ára dánardægri Bachs. „Það var skemmtileg tilviljun, því Bach er mörgum ofarlega í huga af þessu tilefni," segir Helga. Hún kveðst lengi hafa haft Goldbergtilbrigðin í farteskinu. „Það hefur aldrei verið spurning um hvort ég myndi taka þau upp heldur hvenær ég hrinti því í framkvæmd. Þetta er að margra mati eitt mesta hljómborðsverk allra tíma og því þarf heilmikið átak til að leika þetta inn á disk. Það er til fjöldinn allur af upp- tökum á verkinu en þó ekki marg- ar með norrænum listamönnum og hygg ég þetta vera fyrstu íslensku upptökuna." Tvöfalda geislaplata þeirra Helgu og Jaap hefur að geyma eitt heildarverka Bachs, sex sónötur fyrir fíðlu og sembal, og segir Helga að það sé eitt af meistaraverkum barokk- tímabilins. „Bach lék bæði á sembal og fiðlu og þessi verk bera vott um yfirburðatækni hans á hljóðfærin. Sónöturnar brjóta blað í tónlistarsögunni því hann semur fyrir hljóðfærin á afar nýstárlegan hátt.“ Upptökurnar ávöxtur sam- starfs þeirra Helgu og Jaap Helga segir upptökurnar vera ávöxt langs samstarfs hennar og Jaap Schröder, en hann er henni helsti brautryðjandi í flutningi barokktónlistar á líðandi öld. „Við höfum leikið mikið saman og ákváðum að taka upp þessi verk. Jaap Schröder tók fiðlusónöturn- 'UW. ar upp fyrir um 20 ár- um ásamt hollenskum semballeikara og fannst tími til kominn að taka þær upp á ný. Samvinnan við hann var svo ánægjuleg að ég má að sumu leyti þakka honum fyrir að gefa mér kjark til að taka ári seinna upp Goldbergtilbrigðin.“ Allar plöturnar voru teknar upp í Skálholts- kirkju. Upptökur á plötu Helgu og Jaap fóru fram sumarið 1998 en upptökur á Gold- bergtilbrigðunum ári síðar. „Við völdum að taka upp í Skálholts- kirkju því hljómburður- inn þar er einstakur. Einnig áttum við sér- staklega gott samstarf við Halldór Víkingsson sem stjórnaði upptök- um.“ Smekkleysa sér um dreifingu á geislaplöt- unum hér á landi en Arsis í Hollandi um dreifingu í Evrópu, Bandaríkjunum og Jap- an.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.