Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 24

Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 ÚRVERINU Morgunblaðið/Albert Kemp Þorlákur ÍS við Nauta-skipasmíðastöðina í Póllandi, en skipið var nýlega ahent kaupendum á umsömdum tíma. / Þorlákur IS afhentur LINUSKIPIÐ Þorlákur ÍS, sem ver- ið hefur í smíðum í Gdynia í Pól- landi, verður formlega afhent út- gerðarfélaginu Dýra ehf. á Bolungarvík á morgun, laugardag. Smíði skipsins hófst í janúar á þessu ári og er afhending skipsins samkvæmt smíðaáætlunum. Skipið er smíðað af skipasmiðastöð í eigu Vélasölunnar og pólska fyrirtækis- ins Nauta. Það er hannað af Skipa- sýn, er 28,9 metra langt og 7,5 metra breitt og búið 500 hestafla Cummings aðalvél. Skipið er vel tækjum búið, m.a. nýrri beitningar- vél frá BFG í Noregi, LineTech- hnukerfl frá Vaka-DNG hf. en sigl- ingatæki í brú eru frá Radíómiðun ehf. Áætlað er að skipið komi til heimahafnar í Bolungarvík annan laugardag. Skagstrendingnr hf. á Skagaströnd Kaupir aflaheimildir til úthafskarfaveiða Boðað til hluthafafundar vegna hlutafjárhækkunar STJÓRN Skagstrendings hf. hefur samþykkt samninga um kaup á afla- hlutdeild sem nemur um 1.500 tonn- um af úthafskarfa. Jafnframt hefur stjórn Skagstrendings hf. ákveðið að boða til hluthafafundar eigi síðar en 22. ágúst nk. þar sem lögð verður fram tillaga um hækkun hlutafjár um kr. 24.782.522, sem nýtt verður sem gagngjald fyrir hluta af kaupverði aflahlutdeildarinnar. Aflahlutdeildin er keypt af tveimur aðilum og verður eignarhlutur þeirra í félaginu u.þ.b. 6,3% og 1%. Bftir kaupin og hækkun hlutafjár vegna þeirra verður heildarhlutafé Skag- strendings hf. kr. 338.126.452. Á hlut- hafafundinum mun stjóm félagsins jafnframt leggja til að í samþykktir félagsins verði sett heimild til handar stjórn félagsins, sbr. 41. gr. hlutafé- lagalaga, til að taka ákvörðun um hækkun hlutafjár um allt að kr. 100.000.000 á næstu þremur árum. Lagt verður til að forgangsréttur hlutahafa verði ekki virkur við nýt- ingu stjómarinnar á þessari heimild. Traustari grunnur aflaheimilda Með kaupunum er stefnt að því að breikka og treysta frekar undirstöð- ur félagsins í veiðiheimildum. Amar HU 1, flakafrystitogari félagsins, hefur undanfarin þrjú ár stundað veiðar á úthafskarfa með góðum ár- angri og hafa þær veiðiheimildir ver- ið fengnar í skiptum á heimildum inn- an ársins eða verið leigðar til félagsins, en aflahlutdeild félagsins í úthafskarfa hefur aðeins numið 70 tonnum. Með kaupunum er því að- gangur félagsins að veiðiheimildum í úthafskarfa tryggður enn frekar. Villtur lax ólíf- rænn? STÓR bandarísk verslunar- keðja og heildsali lýstu því yfír fyrir skömmu að ekki sé hægt að merkja villtan lax sem líf- ræna vöra samkvæmt nýjum reglum sem stjórnvöld era að vinna að. Bæði verslunarkeðjan og heilsalan hafa lagst á móti því að laxinn verði merktur sem lífræn vara vegna þess að ekld er hægt að segja til um við hvaða aðstæður laxinn óx í opnu hafi. Stjómvöld era að út- búa staðla fyrir lífrænar vörur og hefur fiskiðnaðurinn í Al- aska lagt sig fram við að koma laxinum þar á blað. Ofveiði: Islenzka lausnin Brezka hagfræðistofnunin gefur út bók eftir Hannes Hólmstein Gissurarson BREZKA hagfræði- stofnunin hefur gefið út bókina Overfishing: The Icelandie Solution (Ofveiði: Islenzka lausnin) eftir prófessor Hannes Hólmstein Gissurarson. Bókin er um 70 síður að lengd og er lýsing á íslenzka kvótakerfinu, tilurð þess, þróun og áhrifum þess á fiskveiðar, út- gerð og efnahag lands- ins. Bókin skiptist í fjóra kafla. I þeim fyrsta er rakinn aðdragandi kvótakerfisins. I öðr- um kafla er kerfinu lý Hannes Hólmsteinn Gissurarson ;, hvernig og hvaða á hefidarafli er ákveð- inn, hvernig aflamark er ákveðið fyrir hverja fisktegund, hvemig aflamarkið var upphaf- lega ákveðið og hvaða hömlur eru á framsali aflaheimilda, hvernig eftirliti hins opinbera er háttað og hvemig vandamálið með markalínustofna er leyst. I þriðja kafla er því lýst hvernig kvótakerf- ið kemur út í veiðum á einstökum fisktegund- um, áhrifum þess á byggðaþróun er lýst rif það hefur á stærð sjávarútvegsfyrirtækja og sam- þjöppun aflaheimUda. Þar er enn- fremur skýrt frá agnúum á fisk- veiðistjómuninni og lagalegri óvissu um úthlutun aflaheimUda. I fjórða og síðasta kaflanum er skýrt frá deilum um kvótakerfið, annars vegar upphaflega úthlutun og hins vegar deilum um það hvern- ig arðinum af fiskveiðunum skuli skilað tU þjóðarinnar. Niðurstaða höfundar er að þótt kvótakerfið sé ekki fullkomið og enn nokkuð um- deilt, virki það vel og geti verið fyr- irmynd fiskveiðistjórnunar í öðram löndum. Það er jafnframt niður- staða höfundar að auðlindagjald vinni gegn hagsmunum sjávarút- vegs og geti dregið úr virkri vernd- un fiskistofna. ERLENT Fannst á rússnesku geðsjúkrahúsi Gleymdur Ung- verji snýr heim UNGVERSKUR stríðsfangi, sem Sovétmenn tóku til fanga í stríðslok vorið 1945, sneri loks heim á leið tíl Búdapest í gær. Síðastliðin 53 ár hefur maðurinn, hinn 75 ára gamli Andras Tamas, verið vistmaður á geðsjúkrahúsi í Kotelnitsj, um 800 kílómetra austan við Moskvu, að sögn AFP-fréttastof- unnar. Hann er haldinn geðklofa og minnislcysi og fyrir þremur ár- um var tekinn af honum annar fót- urinn vegna sjúk- dóms í æðakerfi. Ungversk yfir- völd hafa ekki enn fundið neina ættingja Tamas. Hann talar nær enga rússnesku, kann nokkur blóts- yrði og að sögn BBC taldi starfsfólk sjúkrahússins að hann væri aðeins að bulla einhverja vitleysu þegar hann reyndi að tjá sig á ungversku. Geðsjúkrahúsið í Kotelnitsj var byggt fyrir byltingu kommúnista 1917 og er í niðurníðslu. Fréttamað- ur BBC sagði að Tamas hefði í fyrstu verið afar feiminn en skyndi- lega brosað. Hann talar ungversku eins og gert var fyrir meira en hálfri öld enda hefiir hann í reynd ekki tal- að við nokkura mann síðan hann var tekinn til fanga. Ungveijaland barð- ist með Þýskalandi gegn Sovétríkj- unum í seinni heimsstyrjöld og var Andras Tamas er hann var enn vistaður á sjúkrahúsinu í Kot- elnich. Qöldi ungverskra hermanna sendur á austurvígstöðvaraar. Ekki era miklar skýrslur til um dvöl Tamas. Á gulnuðum miða frá 1947 er getið um komu hans, hann sagður stríðsfangi og hann hafi ver- ið á hersjúkra- húsi. Engar per- sónulegar upp- lýsingar er þar að finna um manninn. Á átt- unda áratugnum var talið að hann væri búinn að ná sér svo vel að honum var sleppt en þar sem hann átti sér engan samastað flentist hann á spitalanum. Er fjárveitingar voru skomar nið- ur fyrir skömmu kom mál hans upp á ný þar sem reynt var eftir megni að útskrifa sjúklinga. Læknir á sjúkrahúsinu, Júrí Petúkov, sagði að reynt hefði verið að fá upplýsingar hjá hemum og Rauða krossinum cn árangurslaust. En einnig hefði almennur ótti við yf- irvöld og lamandi hrammur sovét- kerfisins valdið því að hann hefði ekki reynt að hringja í ungverska sendiráðið þótt granur hefði vaknað um að maðurinn væri Ungveiji. „Eg var rússneskur læknir á ríkis- spítala. Eg hefði ekki einu sinni get- að fengið upplýsingar um símanúm- erið,“ sagði læknirinn. Rannsókn á Egypt- Air- slysinu lokið r» Pmitniv ^ Washington. Reuters. BANDARÍSKA samgönguöryggis- ráðið, NTSB, greindi í gær frá að lokið væri rannsókn á því er flugvél EgyptAir-flugfélagsins hrapaði und- an strönd Bandaríkjanna í fyrra. Að sögn NTSB bendir rannsóknin ekki til neinna vandamála varðandi flug- búnað vélarinnar, þrátt fyrir fyrri yf- irlýsingar egypskra yfirvalda þess efnis að Boeing 767 vélin kunni að hafa bilað. Birt var tæplega 1.700 blaðsíðna skýrsla um rannsóknina á hrapi vél- arinnar. Jim Hall yfirmaður öryggis- mála hjá NTSB, sagði ekkert benda til þess að vandamál hefðu komið upp í flugi. „Ég vil að það komi skýrt fram að engin skýring á hrapi vélar- innar hefur komið fram,“ sagði Hall á fundi með fréttamönnum. Að sögn egypskra sérfræðinga, sem einnig sátu fundinn, er hins veg- ar þörf væri á nánari rannsókn á or- sökum slyssins, sérstaklega hvað varði hönnun hjólabúnaðar vélarinn- ar. Egypsk yfirvöld neita með öllu að flugmaður vélarinnar kunni að hafa valdið slysinu viljandi. Þyrluslys í Svíþjóð Stokkhólmi. AFP. ÞRIR menn fórast í Svíþjóð í gær er björgunarþyrla hrapaði í norður- hluta landsins. Þyrlan var í leiðangri er gerður var út til að aðstoða tvo fjallaklifursmenn við að komast úr sjálfheldu. Talsmaður lögreglunnar í Luleá sagði í gær að tveir menn sem í þyrl- unni vora hefðu látist samstundis er hún hrapaði og að þriðji maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn nokkr- um klukkustundum eftir slysið. Þyrlan, sem var af gerðinni HKP10 Superpuma, hrapaði í fjall- lendi nærri fjallinu Kebnekaise, hæsta fjalli Svíþjóðar, og þeir sem fórast vora björgunarmenn að at- vinnu, að sögn sænskra lögregluyfir- valda. Fjallgöngumönnunum var komið til aðstoðar landleiðis skömmu eftir slysið. Ekki er enn kunnugt um orsakir þyrluslyssins en opinber rannsókn á því er hafin. Flaug ekki yfír pólinn London. Daily Telegraph. ÆVINTÝRAMANNINUM Dav- id Hempleman-Adams hefur nú verið tilkynnt að tilraun hans til að verða fyrstur manna til að ná á Norðurpólinn með loftbelg hafi mistekist - hann hafi verið 15 míl- ur frá áætluðu takmarki. Heimsmetabók Guinness segir Hempleman-Adams einungis hafa sett met með því að verða sá sem hvað næst hefur flogið Norður- pólnum, en hann hafðist við í 40 gráða frosti í opinni tágakörfu á flugi sínu til pólsins fyrir 10 vikum síðan. „Þeir hjá Guiness vinna með ákveðna staðsetningar- punkta en í raunveruleikanum er slíkt ekki hægt. Rök þeirra era að maður verði að ná innan við metra frá hinum nákvæma punkti. Það mun enginn komast nær þessu en ég gerði. Þyrla getur flogið á ná- kvæmlega rétta staðinn, en í loft- belg er það ómögulegt," sagði Hempleman-Adams, sem hélt á pólin frá Spitzbergen í Noregi og lenti í lífshættu er hann reyndi að klifra upp úr tágakörfunni í svefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.