Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARD AGUR 12. ÁGÚST 2000 41 tók hann þátt í prófkjöri og náði fimmta sæti í því, en það var baráttu- sætið sem meirihlutinn valt á. Ekki náðu sjálfstæðismenn að vinna meiri- hlutann í þeim kosningum en Siggi var þrátt fyrir það kominn á kaf í bæjarmálin. Hann starfaði sem vara- bæjai’fulltrúi á því kjörtímabili og tók einnig sæti í hafnarstjórn, en hafnarmál voru honum afar hugleik- in þar sem starfsvettvangur hans var lengst af á sjónum. Arið 1982 tók Siggi aftur þátt í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar. Hann lenti í þá í fyrsta sæti og var ótvíræður sigurvegari próflgörs- ins. Hann stýrði því lista Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjómarkosningun- um árið 1982 og árangurinn varð betri en nokkur hafði þorað að vona. Sjálfstæðismenn unnu meirihlutann í bæjarstjóm eftir 16 ára setu í minni- hluta, náðu inn sex mönnum af níu í bæjarstjóm. Sigur þessi var að stómm hluta til kominn vegna trausts fólks á Sigga Vídó og þeim mannkostum sem hann var búinn. Siggi var vinamargur og ávann sér traust allra þeima sem kynntust honum. Þessi sigur Sjálf- stæðismanna var því mikill persónu- legur sigur Sigga Vídó. Hann var í fararbroddi listans og auk þess kosn- ingastjóri flokksins þegar þessi ógleymanlegi árangur náðist. Að loknum kosningum var Siggi kjörinn forseti bæjarstjómar auk þess sem hann gegndi formennsku í hafnarstjóm. Starf Sigga Vídó í bæj- arstjórn var farsælt. Hann var réttsýnn og lipur í samskiptum en gat líka verið fastur fyrir og ekkert fékk haggað honum væri hann ekki sjálfur sannfærður um að rétt væri að málum staðið. Síðla árs 1982 auglýsti Vest- mannaeyjahöfn lausa stöðu hafnar- stjóra og var Siggi Vídó ráðinn til starfans. Kom þar til víðtæk þekking hans á hafnarmálum, ódrepandi áhugi á uppbyggingu hafnarinnar, sterk persóna hans og hæfileikinn til samskipta og samstarfs við annað fólk. Siggi Vídó gat virkað hrjúfur ásýndum því hann var stór og mikill á velli og heljarmenni að burðum. Hugurinn og hjartað vom einnig stór en lundin Ijúf og fasið blítt. Siggi var heilsteyptur maður og mátti fátt aumt sjá og náungakærleikur var honum í blóð borinn. Hann var meyr og skrápurinn var ekki þykkur ef honum fannst ómaklega að sér vegið. Siggi Vídó fékk margar gusurnar á sig er hann sótti sjóinn af kappi en keikur í brúnni stóð hann þær allar af sér og brosti við Ægi. Þegar meiri- hluti sjálfstæðismanna tók við stjóm- artaumum Vestmannaeyjabæjar ár- ið 1982 var Siggi Vídó skipstjórinn og stýrði starfi meirihlutans. Hart var sótt að meirihlutanum og Sigga per- sónulega á þessum tíma og margar og stórar skvettur mátti Siggi Vídó þola á þeim vettvangi. Honum gekk ef til vill ekki eins vel að standa þess- ar skvettur af sér og skvettur Ægis því manngæska hans og ljúf og blíð lundin áttu ekki alltaf auðvelt með að hrista af sér skvettumar sem buldu á honum í pólitíska vafstrinu. Þær árásir sem hann varð fyrir á þessum vettvangi vom stórsjóir í hans aug- um, mun stærri og harðari en allar þær skvettur sem Ægir hafði sent honum á löngum sjómannsferli. Auðvitað stóð Siggi Vídó af sér skvettumar í bæjarstjóm eins og all- ar skvettumar á sjómannsferlinum en þær gusur sem hann hlaut á vett- vangi bæjarmálanna særðu hjarta hans og meitluðu ef til vill burt eitt- hvað af þreki þessa stóra manns. í árslok 1983 veiktist Siggi skyndi- lega. Hann fékk heilablóðfall, lamað- ist og missti mál. Þá kom vel í ljós áræði hans, ósérhlífni og dugnaður, því með þrotlausum æfingum, já- kvæðu hugarfari og léttri lund tókst honum að ná þokkalegri heilsu á ný. Hann þjálfaði upp málið og komst á fætur en var þó fatlaður vegna þessa til æviloka. Er Siggi hafði náð sér þokkalega af veikindum sínum tók hann á ný til starfa sem hafnarstjóri og einnig starfaði hann með meirihlutanum út kjörtímabilið þótt ekki væri hann á oddinum eins og í upphafi kjörtíma- bils. Siggi starfaði áfram fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og árið 1990 tók hann heiðurssæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir bæjarstjómarkosningamar. Hann var því sífellt með hugann við starfið og tók virkan þátt í starfi sjálfstæðismanna í Eyjum þótt ekki væri hann lengur í fremstu sveit. Siggi Vídó stóð aldrei einn í bar- áttu sinni og starfi innan Sjálfstæðis- flokksins því við hlið hans stóð eld- móðurinn, Erla kona hans, og einnig bömin, tengdabömin og barnaböm- in sem öll hafa verið virk í starfi Sjálf- stæðisflokksins í Eyjum um árabil. Vídófjölskyldan hefur verið eitt af ankemnum í starfi Sjálfstæðismanna í Eyjum á undanförnum áratugum og ósérhlífni og dugnaður þessa fólks hefur lyft mörgu grettistakinu í starfinu. Siggi Vídó hefur nú kvatt þennan heim og við sjálfstæðismenn emm fá- tækari á eftir en vonandi á andi hans eftir að koma fram í starfi afkomenda hans innan Sjálfstæðisflokksins um ókomin ár. Sjálfstæðismenn í Eyjum kveðja Sigga Vídó með söknuði. Með honum er genginn góður drengur og félagi en minning hans mun lifa meðal okk- ar um ókomin ár. Um leið og við vott- um Erlu, bömum þeirra og öðmm ástvinum innlega samúð biðjum við góðan Guð að veita þeim öllum styrk og birtu á dimmum tímum saknaðar og sorgar. Guð blessi minningu Sigga Vídó. Fyrir hönd fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Vestmannaeyjum, Grímur Gislason. Þegar mér barst fregnin um and- lát góðs vinar, Sigurgeirs Ólafssonai', fv. forseta bæjarstjómar Vest- mannaeyja og hafnarstjóra í Vest- mannaeyjum, leitar hugurinn til þeirra mörgu ánægjustunda er við áttum saman annars vegar þegar hann var hafnarstjóri í Vestmanna- eyjum og hins vegar þegar hann var oddviti sjálfstæðismanna í bæjar- stjóm Vestmannaeyja árin 1982- 1984 en þá leiddi hann flokkinn til eins stærsta sigurs í bæjarstjómar- kosningum þegar sjálfstæðismenn fengu sex af níu bæjarfulltrúum kjöma. Siggi Vídó eins og hann var oftast kallaður var skemmtilegur maður sem setti svip sinn á bæjarlífið í Vest- mannaeyjum. Hann var stemmn- ingsmaður, léttlyndur, stríðinn og hnyttinn í tilsvörun og þar sem hann kom var alltaf mikið um að vera enda var það oftast fjörkálfurinn Siggi Vídó sem leiddi umræðuna og var hrókur alls fagnaðar. Siggi Vídó byrjaði 14 ára að stunda sjóinn, fyrst sem háseti, svo stýri- maður og síðan skipstjóri og útgerð- armaður. Hann var hafnarstjóri í Vest- mannaeyjum 1982-1991, varð að hætta vegna veikinda en starfaði áfram á skrifstofu Hafnarsjóðs. Hann sat í bæjarstjóm Vest- mannaeyja og var forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja 1982-1984 og sat jafnframt í bæjarráði þetta tímabil en dró sig í hlé af heilsufars- ástæðum. Hann var jafnframt varabæjarfull- trúi kjörtímabilið 1978-1982. Hann var formaður skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi 1956- 1957 og hafnarvörður 1974-1976. Hann var formaður íþróttafélagsins Þórs 1975-1976. Einnig var hann í sjómannadags- ráði Vestmannaeyja, varamaður í stjóm Hafnarsambands sveitarfé- laga 1982 og formaður fiskideildar Vestmannaeyja og sat í stjórn Fiski- félagsins. Siggi Vídó ávann sér traust í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur og hann var alltaf á vaktinni enda var hann ætíð tilbúinn að vinna þau störf sem hann var beðinn um hverju sinni. í árslok 1983 fékk Siggi heilablóð- fall og lamaðist að hluta hægi'a meg- in og hægri hönd varð alveg óvirk. Siggi ákvað að hætta í stjórnmálun- um vegna þessara veikinda en það má segja að hans góða lundarfar og sjálfstraust hafi gefið honum styrk til þess að halda áfram starfi hafnar- stjóra og sinnti hann sínu daglega stjórnunarstarfi eins og áður. Með óbilandi viljastyrk fór Siggi í endurhæfingu og styrkingu og eftir skamman tíma sást Siggi klukkan rúmlega hálfsex á morgnana hjóla í vinnuna eins og ekkert hefði ískorist. Þetta segir kannski meira en margt annað um þennan heiðursmann. Hann var góður vinur og hús- bóndahollur með eindæmum og þó svo að einhver aldursmunu hafi verið á milli okkar þegar hann var hafnar- stjóri kom það aldrei að sök. Ég man eftir því að þegar ég fór á fyrsta hafn- arsambandsþing mitt var Siggi leið- togi hópsins og þar hlýddi maður for- ingja sínum enda hafði hann allt í hendi sér hvort sem um var að ræða þingstörf eða gamanmál utan skipu- lagðra þingstarfa. Ef einhvern langaði í virkilega góða og fjöruga umræðu um pólitík var best að kíkja í kaffi á Boðaslóðina til Erlu og Sigga. Þar var ekki legið á skoðunum sínum enda vart um póli- tískara heimili í Eyjum að ræða. Þeg- ar líða tók að kosningum setti Vídó- fjölskyldan í fimmta gírinn og þar var ekkert eftir gefið a.m.k. síðasta mánuðinn fyrir kosningar. Á kveðjustund vil ég f.h. bæjar- stjórnar Vestmannaeyja og hafnar- stjórnar þakka Sigga Vídó fyrir far- sæl og óeigingjörn störf í þágu byggðarlagsins um leið og ég sendi eftirlifandi eiginkonu, Erlu Eiríks- dóttur, bömum og öðrum ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning heiðurs- mannsins Sigga Vídó. Guðjón Hjörleifsson, bæjarsljóri. Sigurgeir Ólafsson Vídó er einn af þeim mönnum sem settu mikinn svip á samfélagið í Vestmannaeyjum. Ég minnist þess að sem bam heyrði maður margar fræknar sögur af þessum kappa, hvort sem um var að ræða á íþróttasviðinu eða sem at- hafnamanni sem stundaði sjóinn af miklum eldmóði. Að sjálfsögðu bar maður mikla virðingu fyrir þessum kappa en ekki lágu leiðir okkar Sigga saman fyrr en kringum 1980 þegar hann tók þá ákvörðun að hella sér í pólitíkina fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir kosningarnar 1982 var sam- starf okkar mjög náið og þá kynntist ég Sigga Vídó og hans fólki náið. Það var alveg einstaklega gaman að vinna með Sigga fyrir þessar kosningar. Áhugi hans og baráttuvilji var sér- stakur. Léttleikinn réð ríkjum sem hreif aðra með til að berjast fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn næði meiri- EYJOLFUR JÓNSSON + Eyjólfur Jónsson fæddist á Flateyri 2. ágúst 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Isa- ljarðar 2. ágúst síð- astliðinn. Hann var sonur þjónanna Jóns Eyjólfssonar, kaup- manns og Guðrúnar Arnbjamardóttur. Systkini hans eru Kristín, f. 17.4. 1920, búsett í Reykjavík; Þórir, f. 11.4.1923, d. 10.10. 1964; Stein- unn, f. 21.6. 1928, 1923. Maður Guðrún- ar er Guðmundur Ní- elsson, f. 25.2. 1957, böm þeirra em Ní- els, f. 17.1. 1985 og Helga Kristbjörg, f. 29.9.1987. Eyjólfur var stúd- ent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1938. Hann starfaði lengst sem verðlags- eftirlitsstjóri á Vest- fjörðum og einnig á áram áður var hann við kennslustörf á Flateyri, f bæjar- stjóm og í ýmsum trúnaðarstörf- búsett á Flateyri og Bryndís, f. 14.2. 1932, búsett á Flateyri. Eyjólfur átti tvö börn: 1) Jón Eyjólfsson, f. 16.3. 1959, móðir hans er Lilja Jónsdóttir frá Sela- bóli, Öngundarfirði, f. 11.5. 1919, d. 14.10. 1999. Kona Jóns er Guð- rún Indriðadóttir, f. 8.2. 1956 og eiga þau einn son Eyjólf, f. 16.8. 1996. 2) Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 8.6. 1962, móðir hennar er Helga Her- mundardóttir frá Akureyri, sem var sambýliskona Eyjólfs, f. 6.7. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margserað minnast, margs er að sakna. Guð þeirri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kæri Eyjólfur, ég hefði viljað að ég hefði sagt þér hversu vænt mér þótti um þig. Þegar ég bjó fyrir vestan fyrstu ár ævi minnar var ég oft hjá ykkur ömmu Heddu og Guðrúnu frænku á Mánagötunni. Er ég hugsa um þenn- an tíma steyma fram hlýjar og skemmtilegar æskuminningar. Ég man svo vel eftir ykkur ömmu á bláa Ford Bronco-inum, þið vorum alltaf svo fín og settleg. í minningunni sit ég aftur í (að reyna vera kyrr) og þú ert að segja mér sögur bæði af fólki og fjöllum. Ég man ég spurði þig mikið og alltaf svaraðir þú jafn þolinmóður. Ritvélin þín var í miklu uppáhaldi hjá mér, oft leyfðir þú mér að vélrita og reyndir að kenna mér sitthvað í leiðinni. En stundum þegar þú varst ekki heima læddist ég inni herbergið þitt og var þá eitthvað að fikta. Man ég að eitt sinn festust nokkrir takkar á ritvélinni saman og ég gat ómögu- lega losað þá. Maginn var því skiljan- lega í hnút þegar þú komst heim, en þú skammaðir mig ekki frekar en fyrri daginn. Og um kvöldið hlóguð þið Guðrún mikið að þessu, já, þið gátuð oft hlegið innilega saman. um fyrir Isafjarðarbæ. Einnig gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum fyrir verkalýðsfélagið Skjöld á Flateyri og Alþýðusam- band Vestfjarða. Hann var einn af stofnfélögum Sögufélags ísfirð- inga og starfaði mikið fyrir félag- ið. Hann gaf út ýmis ættfræðirit og árið 1996 kom út rit um vestfirska slysadaga frá árinu 1880-1940. Útför Eyjólfs fer fram frá Flat- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Ég trúi að þú sért nú mitt á meðal vina og ættinga og þér líði vel. Ég og fjölskylda mín vottum fjöl- skyldu Eyjólfs sem og aðstandend- um hans okkar dýpstu samúð. Þín Inga Björk. Eyjólfur Jónsson lézt á ísafirði 2. þ.m. eftir erfið og langvinn veikindi. Hann fæddist á Flateyri við Önund- arQörð. Þar sleit hann bamskónum og bar alla tíð ákaflega sterkar taug- ar til æskustöðva sinna. Kom það fram í mörgu. Á Flateyri kaus hann að eiga hinzta hvílustað. Eyjólfur var einn í ótrúlega stór- um hópi Önfirðinga, sem hélt til náms við Menntaskólann á Akureyri, strax að loknu barna- og unglinga- námi á Flateyri. Hann lauk stúdents- prófi frá MA árið 1938. Það er óneit- anlega allrai' athygli vert að í heimskreppunni á fjórða áratug ald- arinnar skuli á annan tug ungra manna frá fámennu byggðarlagi við Önundarfjörð halda til langskóla- náms - ýmist til Akureyrar eða Reykjavíkur - þegar flestum lands- mönnum reyndist fullerfitt að afla sér brýnustu lífsnauðsynja. Lítill vafi getur leikið á því að þar hafi gætt áhrifa hinna merku skóla- manna á Flateyri, þeirra Snorra Sig- fússonar og Sveins Gunnlaugssonar, sem voru skólastjórar barna- og unglingaskólans á Flateyri. Einnig kom það til að atvinnu- hluta í bæjarstjóm Vestmannaeyja. Sjálfstæðisflokkurinnhafði þá ekki haft hreinan meirihluta í Éyjum í sextán ár. Uppskeran varð góð. Ein- hver stærsti sigur sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafði þá unnið varð stað- reynd. Ég held að ílestir hafi verið sammála því að Siggi okkar Vídó átti stærstan hlut í þeim góða árangri. Allar götur síðan áttum við Siggi gott samstarf og ég fann alla tíð þann mikla vináttuhug og stuðning sem hann veitti mér í hinni pólitískubar- áttu. Siggi er einn af þeim mönnum sem maður hefm' mikið lært af. Áhugi hans fyrir öllum framfaramálum Eyjanna var mikill þótt áhugi hans fyrir hafnarmálunum stæði upp úr. Siggi Vídó varð þeirrar gæfu að- njótandi að sjá hugsjónamálin ræt- ast. Eyjamenn eiga Sigga mikið að þakka. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Sigga fyrir allt það ánægju- lega samstarf og skemmtilegheit sem við áttum saman og allan stuðn- inginn sem hann sýndi mér alla tíð. Við Ásta sendum Erlu og fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Sigurður Jónsson. ástand var mjög gott á Flateyri á þessu tímaskeiði. Sólbakkaverk- smiðjan vann þá karfa öll sumur, svo að ungir menn gátu gengið að ör- uggri sumaratvinnu og fjármagnað þannig námskostnað sinn. Slíku var ekki að heilsa í öðrum byggðarlögum á þessum árum, þegar atvinnuleysið setti svip sinn á allt mannlíf í landinu. Það duldist engum sem kynntist Eyjólfi Jónssyni að menntaskólaárin á Akureyri höfðu haft mótandi áhrif á hann. Hann hafði næma tilfmningu fyrir meðferð íslenzks máls og þoldi illa óvandaða málsmeðferð, hvort sem var í rituðu eða töluðu máli. Eyjólfur var um margt sérstæður maður og væri rangt að segja að hann hefði verið allra, enda batt hann ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Hann var víðlesinn og minni hans var frábært. Það var hægt að fletta upp í honum eins og alfræðiorðabók og honum skeikaði ekki. Ef hann var í minnsta vafa bað hann um frest áður en hann gaf svar. Ungur að árum tók hann að sökkva sér niður í fræðagrúsk og heillaðist fljótlega af því. Hann fór snemma að rita hjá sér frásagnir af slysum á Vestfjörðum sem skráðar eru í annálum, blöðum og tímaritum. Löngu síðar tók hann að tengja þetta við ættfræðirannsóknir sínar. Að þessu vann hann í fjörutíu ár og birt- ist árangur þess í ritinu Vestfirzkir slysadagar 1880-1940. Ritið kom út í tveim bindum árið 1996, sérstætt og meridlegt verk, sem hefir að geyma ómetanlegan fróðleik um vestfirzka sögu. Ekki leikur á tvennu að Eyjólf- ur var öðrum fróðari um vestfirzkar ættir. Hann gaf út tvö ættfræðirit: Fellskotsætt - Niðjatal Eyvindar Þorsteinssonar bónda í Fellskoti í Biskupstungum og Niðjatal Sveins Jónssonar bónda á Hesti í Önundar- firði og Guðrúnar Jónsdóttm- konu hans. Eyjólfur átti sæti í stjórn Sögufé- lags ísfirðinga í aldarfjórðung og annaðist fjárrreiður félagsins og af- greiðslu á Ársriti þess og útgáfubók- um lengst af á þessu tímabili. Hann var einnig í ritnefnd Ársritsins í tvo áratugi og ritaði fjölda greina í það á liðnum ái'um. Ýmsum kann að hafa fundizt hann sérvitur, en hann var fyrst og síðast vanafastur og einstak- lega reglusamur. Hann vildi hafa alla hluti í röð og reglu, hvort sem var í sambandi við fjármál eða á öðrum sviðum. Reglusemi var honum í blóð borin. Stjómarmenn Sögufélags ís- firðinga vilja þakka honum að leiðar- lokum farsæl störf og ánægjulegt samstarf. Seinustu árin var Eyjólfur þrotinn að kröftum og dvaldi seinasta árið að mestu leyti á Sjúkrahúsinu á ísafirði. Hann hafði þó lengst af fótavist og andlegum kröftum hélt hann til þess síðasta. Nú hefir hann safnazt til feðra sinna og nýtur þess að horfa yf- ir Önundarfjörðinn, sem hann unni svo mjög. Jón Páll Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.