Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2Q00
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kærleiksheimili
í Fossvoginum
Mjög hefur mætt á starfsfólki slysa- og bráðamóttöku Landspítala
í Fossvogi 1 stórslysahrinu undanfarinnar viku. Jón Ásgeir Sigur-
vinsson lagði leið sína í Fossvoginn að grennslast fyrir um, hvaða
ráð starfsfólk deildarinnar hefði til að þola það tilfínningalega álag
sem slíkum kringumstæðum hlýtur að fylgja.
Morgunblaðið/Amaldur
Rúdolf Adolfsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Sigurður Ásgeir Kristinsson og Brynjólfur Mogen-
sen í kapellunni á slysa- og bráðamóttöku Landspftala í Fossvogi.
UM þá sorgaratburði, sem yfir þjóð-
ina hafa riðið undanfarna viku þarf
ekki að fjölyrða. Sjö ungmenni eru
látin eftir flugslys síðastliðið mánu-
dagskvöld og umferðarslys á mánu-
dag og miðvikudagsmorgun. Sex ára
gamall drengur drukknaði á sunnu-
dag. Hjúkrunarfólk kallar árið í ár
stórslysaár. Ekki er ofsögum sagt að
þjóðin sé í uppnámi vegna hinna
hörmulegu atburða, harmi slegin.
Það hefur því verið annasamt hjá
læknum og hjúkrunarfólki á slysa-
deild og því fólki, sem starfar að
áfallahjálp í tilfellum sem þessum.
Miðstöð áfallahjálpar var mikið sótt
af aðstandendum fómarlamba flug-
slyssins í Skeijafirði næstu daga eftir
slysið. Á fimmtudagskvöld var haldin
samverastund fyrir ungt fólk í
Frostaskjóli vegna banaslysanna.
Engum blandast hugur um miki]-
vægi þess að aðstandendur njóti
góðrar sálgæslu og áfallahjálpar í
slíkum aðstæðum. En hvað um starfs-
fólk sjúkrahúsanna, sem stendur í
hringiðu hörmunganna? Hvemig
tekst það á við þessar aðstæður, sorg
og tilfinningalega spennu?
Til að fá svör við þessum spuming-
um fór blaðamaður til fundar við
starfsfólk slysa- og bráðasviðs Land-
spítala í Fossvogi.
Við tylltum okkur í björtu og nota-
legu herbergi við hlið kapellunnar á
slysa- og bráðamóttöku. „Við eram í
aðstandendaherbergi slysa- og bráða-
móttökunnar. Við hliðina er kapellan
og þessi aðstaða, sem okkur finnst
vera okkur til sóma, er líka stuðning-
ur við starfsfólkið. Það finnur hér dá-
lítið athvarf þegar það þarf á því að
halda,“ segir Brynjólfur Mogensen,
forstöðulæknir á slysa- og bráðasviði.
Aðrir starfsmenn deildarinnar, sem
saman eru komnir í aðstandenda-
herberginu, eru Katrín Pálsdóttir,
hjúkrunariramkvæmdastjóri, Guð-
björg Pálsdóttir, hjúkrunardeildar-
stjóri, Sigurður Ásgeir Kristinsson,
starfandi yfirlæknir og Rúdolf
Adolfsson, hjúkrunarfræðingur, for-
stöðumaður miðstöðvar áfallahjálpar.
Klukkan er rúmlega 10 að morgni,
rólegasti tími dagsins að sögn Guð-
bjargar, sem útskýrir hvers vegna
deildin getur séð af svo mörgum
starfsmönnum á sama tíma.
Samheldið starfsfólk
Brynjólfur bendir á að álag á slysa-
og bráðamóttöku eykst ár frá ári, eða
um rúm 20 prósent á tveimur árum.
Þetta hafi í for með sér fullmikil um-
skipti á starfsfólki, því fólk þoli álag
misjafnlega vel. Sumir fari í önnur
störf en aðrir verði eftir, ríkari af
reynslu, í starfi sem sé mjög áhuga-
vert þótt því fylgi mikið álag. „En það
segir sig sjálft að allir taka inn á sig.
Því meira sem er af skelfilegum at-
burðum, því meira tekur fólk inn á
sig.“
Katrín segir það einkenna starfs-
umhverfið á slysa- og bráðamóttöku
að starfsfólkið sé mjög samheldið og
reyni að styðja hvað annað. „Við erum
dugleg við að hrósa hvert öðru, sem
skiptir mjög miklu máli og við erum
sannfærð um að það skilar heilmikl-
um árangri.“
Guðbjörg segir samkennd starfs-
fólksins vera mjög mikla. Algengt sé,
að þegar hörmungar dynja yfir og
álagið á bráðamóttökunni eykst mjög
mikið, þá komi starfsfólk til vinnu,
jafnvel þótt það hafi ekki átt að vera á
vakt. „Þegar [starfsfólkið] heyrir
fréttimar í fjölmiðlum, þá þekkir það
að sjálfsögðu af eigin raun hvað þetta
er erfitt og þekkir það líka að við
verðum að dreifa álaginu okkar á milli
svo það sé ekki alltaf sama fólkið, sem
lendi í þessu.“
Tilfinningar ekkert feimnismál
Miðstöð áfallahjálpar, sem er hluti
af slysa- og bráðasviði, hefúr eitt og
hálft stöðugildi hjúkrunarfræðings á
sínum snærum. Það sinnir fyrst og
fremst þeim, sem koma inn á bráða-
móttöku og öðrum deildum sjúkra-
hússins en reynir einnig að svara
beiðnum og fyrirspumum annarra
deilda ef hægt er að koma því við, að
sögn Rúdolfs. „Það er ákveðinn plús
að vera ekki nákvæmlega í hringið-
unni. Maður er svona úti í kanti og
oftar en ekki er maður vakandi gagn-
vart einstaka starfsmönnum, sem ein-
hverra hluta vegna þurfa annað hvort
klapp á bakið eða að setjast niður
einslega með einhverjum. Það, sem
mér finnst líka skipta svo miklu máli
er, að andrúmsloftið á þessum stað
hér er þannig, að það er leyfilegt. Á
slysadeildinni er leyfilegt að orða það,
að maður hafi tekið eitthvað inn á sig.
Það er ekki eitthvað, sem fólk er að
fara í felur með.“
Eftir erfiða atburði eins og þá, sem
undanfarið hafa dunið yfir, er venjan
sú að haldinn er fundur, svokallaður
viðrunarfundur, þar sem allir, sem
komu að viðkomandi máli reyna að
mæta. Einhver, sem ekki hefur tekið
beinan þátt í atbm-ðarásinni, leiðir
fundinn. Farið er yfir hvað hverjum
og einum þótti erfiðast og hvað hægt
sé að gera til að losa um streitu. Til-
ganginn með þessum fundum segir
Brynjólfur vera að koma í veg fyrir að
fólk taki „allan pakkann" með sér
heim og til að minnka líkumar á eftir-
streitu.
„Góður tilfinningalegur aðbúnaður
á vinnustað, sem þessir viðrunarfund-
ir eru, er hluti af vinnuvemd,“ segir
Rúdolf.
Meira álag þegar ungt fólk ferst
Að sögn Rúdolfs var gerð skoðana-
könnun meðal starfsfólksins og spurt
við hvaða kringumstæður því fyndist
áríðandi að halda viðrunarfundi.
„Númer eitt var alvarleg slys eða
dauði barna eða ungs fólks. Og ég
verð að segja alveg eins og er, að ég,
sem verð nú fimmtugur á næsta ári,
finn það á sjálfum mér, að þrátt fyrir
þessa reynslu, sem ég hef, verð ég
viðkvæmari með hverju árinu í sam-
bandi við slys á bömum. Ungt fólk og
böm snerta mig mest. Af því að oft er
þetta fólk, sem er á sama aldri og okk-
ar eigin böm eða bamabömin. Maður
er minntur á það og það snertir
mann.“ Katrín bendir á að einn álags-
þáttur meðal starfsfólks sé að það sé
sér ávallt meðvitað um þann mögu-
leika að það sé náinn aðstandandi, al-
varlega slasaður eða jafnvel látinn,
sem er á leið á bráðamóttökuna.
Rúdolf tekur undir þetta og segir
smæð samfélagsins klárlega vera
ákveðinn álagsvald. Starfsfólkið megi
alltaf búast við því að þekkja einhvem
í hópi sjúklinga.
Dauðsfóllum fylgir jafnvel meira
álag á deildina en þegar fólk slasast
alvarlega, að sögn Sigurðar. Komið er
með lfldn á bráðamóttökuna og þang-
að koma aðstandendur.
Biynjólfur segir að stórslys hafi í
grófum dráttum tvenns konar tilfinn-
ingaleg áhrif á starfsfólkið. Annai-s
vegar upplifi það gleði, þegar allt
gengur vel og sjúklingamir ná sér;
hins vegar fylgi því mikil sorg, þegar
illa slasað fólk deyr á móttökunni eða
er dáið þegar það kemur. „Því yngra
sem fólkið er, því meira verður álagið
á starfsfólkinu, því að sorgin er svo
mikil í kringum yngra fólkið,“ segir
Sigurður.
Markviss vinnubrögð
minnka álagið
Sigurður bendir á að markviss
vinnubrögð minnka álagið á starfs-
fólkinu. „Vinnan hérna er mjög
markviss og gengur mjög „rútínerað“
fyrir sig þegar fólk kemur hér inn. Og
ég verð að segja eins og er, að í öllum
tilfellum, sem ég man eftir undanfar-
ið, hefur vinnan gengið mjög skipu-
lega fyrir sig. Allir vita hvað þeir em
að gera og hvar þeir eiga að vera stað-
settir. Það skiptir afskaplega miklu,
af því að það minnkar að vissu leyti
álag. Þá vita allir hvað þeir áttu að
gera, þeir hafa gert það, sem þeim var
sagt að gera. Þegar hlutimir era í
þeim skorðum og jafnvel þegar þeir
ganga ekki upp eins og við vildum að
þeir gengju upp, til dæmis þegar fólk
deyr, þá veit þó fólk að það gerði eins
vel og það gat. Þetta minnkar einnig
líkm-nai- á því að fólk velti fyrir sér
hvort það hefði getað gert betur."
Að gefa og þiggja
Að mati Brynjólfs gengur starfið á
bráðamóttökunni eins vel og raun ber
vitni vegna þess að þar sé úrvals
mannskapur með hátt þekkingarstig
og að stai'fsfólkið sé gott hvað við ann-
að.
„Þetta gengur svo mikið út á að
gefa og þiggja. Ég get átt góðan dag í
dag en slæman á morgun,“ segir Guð-
björg.
Þegar unnið er við störf, sem hafa í
för með sér mikið tilfinningalegt álag
er hættan á hluttekningarþreytu
ávallt til staðar. „Maður þreytist á að
þurfa alltaf að vera að taka þátt í
sorglegum atburðum. Það hleðst upp
og allt einu getur maður ekki mefr. Þá
verður einhver að kippa í hann og
taka hann út,“ segir Katrín.
Gott athvarf mikilvægt
Sigurður bregður sér eitt augna-
blik í hlutverk blaðamanns og spyr
Rúdolf að því, hvað sérfræðingurinn í
áfallahjálp geri til að fá útrás fyrir
spennuna og tilfinningamar, sem
hlaðast upp í starfinu. „Ég skal bara
vera persónulegur," segir Rúdolf.
„Ég er mjög upptekinn af því að ég
ætla ekki að bjarga heiminum. Þegar
ég er búinn í vinnunni, þá er ég búinn í
vinnunni og það þarf mjög mikið til að
ræsa mig út aftur. Þannig að ég reyni
að aðgreina mjög mikið vinnuna og
einkalífið. Það skiptir mig miklu máK
að ég eigi gott athvarf heima hjá mér.
Það skiptfr mig miklu máli að fara í
líkamsræktina, vegna þess að ég nota
hana til að ræsa út spennu og ólgu,
sem er til staðar. Og svo nota ég tón-
list heima hjá mér til að ná mér niður.
En þetta er að sjálfsögðu mjög ein-
staklingsbundið." Rúdolf segir að
ástæðan fyrir því að sumir starfs-
menn taka hlutina meira en aðrir inn
á sig sé, að þeir hafi lægri álagsþrösk-
uld einhverra hluta vegna; það geti til
dæmis haft með þeirra einkalíf að
gera. Það hafi ekki allir gott athvarf
heima fyrir eins og hann telji sig hafa.
„Ég held að það sé ekkert verra en að
vera einhleypur starfsmaður á slysa-
deild eftir mjög erfiðar aðgerðir og
fara síðan einn heim í einhverja leigu-
íbúð undir hanabjálka einhvers stað-
ar, einn með hugsun sinni.“ Gott at-
hvarf að lokinni erfiðri aðgerð er
nauðsynlegt að sögn Rúdolfs, því að
þá fara tilfinningar að koma fram,
sem fólk varð að setja til hliðar meðan
á aðgerð stóð til að þær trufluðu ekki
vinnuna. Viðranarfundimir séu hugs-
aðir sem farvegii- fyrir þær tilfinning-
ar.
Rúdolf vildi undfrstrika það sér-
staklega að mjög mikil og náin sam-
vinna væri við sjúkrahúsprestana og
djákna. „Ég veit bara ekki hvar við
væram án þeirra,“ segir Guðbjörg.
Kærleiksheimilið
„Þegar upp er staðið held ég að
þetta byggist á tveimur orðum: gagn-
kvæm virðing. Það er ákveðin gagn-
kvæm virðing, sem fólk ber hvað fyrir
annars störfum," segir Rúdolf. Sig-
urður bendir á að það sé sérstakt við
deild eins og bráðamóttökuna að það
sé ekki eins mikil greining á milli
starfshópanna og verður til dæmis á
legudeildum. „Þú sérð það inni á
kaffistofu, þar eru allir saman og það
hristir hópinn saman.“ Guðbjörg tek-
ur undir þessi orð: „Hið þverfaglega
samstarf enduspeglast mjög vel í
þessari gagnkvæmu virðingu, sem
Rúdolf var að tala um, því að annars
myndi þetta ekki ganga upp. Enda
köllum við þessa deild okkar á milli
oft kærleiksheimilið, því að hér era
allir fyrir alla og hér era allir á sama
plani og enginn betri en annar. Það er
náttúralega grandvallaratriði í þess-
um samskiptum."
Læknafélagið og fslensk erfðagreining
Viðræðunum lauk án niðurstöðu
VIÐRÆÐUM íslenskrar , erfða-
greiningar og Læknafélags íslands
var slitið sl. þriðjudag án þess að
niðurstaða næðist um helstu
ágreiningsmál. Þeim var ætlað að
ná sáttum vegna ágreinings um
söfnun sjúkraupplýsinga í miðlæg-
an gagnagrann á heilbrigðissviði.
Læknafélag íslands hefur beitt sér
fyrir því að leitað sé upplýsts sam-
þykkis sjúklinga áður en gögn um
þá era sett í miðlægan gagnagrann
á heilbrigðissviði. í lögum um
gagnagranninn er hinsvegar ekki
gert ráð fyrir slíku samþykki. í yf-
irlýsingu sem Kári Stefánsson,
forstjóri íslenskrar erfðagrein-
ingar og Sigurbjörn Sveinsson
formaður Læknafélags íslands
segir að þótt viðræðumar hafi ekki
leitt til sameiginlegrar niðurstöðu
sé það einlægur vilji beggja aðila að
leysa þann ágreining sem er fyrir
hendi.
Sigurbjöm segir að stjórn
Læknafélagsins hafi ákveðið að
slíta viðræðunum þegar ljóst var
orðið að samkomulag myndi ekki
nást um meginatriðin. „Það hefur
alla tíð verið höfuðsjónarmið
Læknafélags íslands að söfnun
heObrigðisupplýsinga í gagna-
granna eins og miðlægan gagna-
grunn á heilbrigðissviði ætti að
grundvalla á samþykki þeirra sem
leggja upplýsingamar til,“ sagði
Sigurbjöm. Lítið hafi hinsvegar
þokast í samkomulagsátt að þessu
leyti síðustu mánuðina. Hann segir
þó að viðræðurnar hafi verið mál-
efnalegar og ýmis tæknileg atriði
skýrst. Slíkt hefði þó aðeins gildi ef
samkomulag næðist um helstu
ágreiningsmál. Sigurbjörn sagði að
til þess að viðræður gætu hafist á ný
yrðu annaðhvort ÍE eða Læknafé-
lagið að koma með nýtt sjónarhom
að málinu. „Við teljum farsælast að
breyta lögunum um gagnagrunn á
heilbrigðissviði,“ sagði Sigurbjörn.
Hjá Islenskri erfðagreiningu
fengust þær upplýsingar að frekar
væri litið á þetta sem hlé á viðræð-
unum en endalok. Talsvert hefði
þokast í samningaviðræðum og góð-
ur vilji ríkti á báða bóga.