Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 27 ERLENT A Astralskur dómsúrskurður vekur athygli Kröfu „stolnu barn- anna“ hafnað Þau Peter Gunner og Lorna Cubillo hlýða hér á mál lagalegra ráðgjafa sinna, eftir að ástralskur dómstóll synjaði kröfu þeirra um bætur. Darwin, Ástralíu. AFP. ÁSTRALSKUR dómstóll synjaði í gær kröfu tveggja frumbyggja um skaðabætur fyrir að ríkisstjórnin hafi tekið þá með valdi frá fjöl- skyldum sínum unga að aldri. Mál- ið er talið prófsteinn í ástralska réttarkerfinu og er úrskurðurinn sagður áfall fyrir frumbyggjasam- félagið sem barist hefur fyrir því að ríkisstjórnin gangist við því ranglæti sem lengi viðgekkst gegn þeim. Um 700 frumbyggjar til viðbótar standa nú einnig í málaferlum gegn stjórninni vegna þessa. En þúsundir barna frumbyggja, hin svokallaða „stolna kynslóð,“ voru tekin með valdi frá fjölskyldum sínum og þau alinn upp af hvítum mönnum, sem hluti þeirrar stefnu stjórnvalda að „siðmennta" frum- byggja. Þessi stefna var við lýði í Ástalíu í hér um bil heila öld, eða þar til árið 1960. Dómstóllinn sem fer með mál- efni Norður-Ástralíu sagði ríkis- stjórninni ekki bera að greiða þeim Peter Gunner og Lornu Cub- illo miskabætur, en þau fóru í mál gegn stjórnvöldum vegna þeirra andlegu erfiðleika og sársauka sem það hefði valdið þeim að vera tekin með valdi og einangruð frá menningarheimi mæðra sinna. Úrskurði dómstólsins var sjón- varpað beint og sagði dómarinn Maurice O’Loughlin að úrskurður sinn, sem er einar 700 síður að lengd, endurspeglaði ekki viðhorf til hinnar „stolnu kynslóðar“ í heild sinni, heldur yrði að skoða hvert og eitt mál. O’Loughlin sagði ákærendur víst hafa verið tekna frá fjölskyldum sínum og þeir aldir upp meðal hvítra manna, en engar sannanir væri þó að finna þess efnis að ríkisstjórnin hefði þar með unnið gegn hagsmunum þeirra. Þá féllst hann á að Cubillo hefði mætt ofbeldi af hendi trúboða er hún dvaldi á barnaheimili ríkisins, að hún hefði reglulega verið barin þar og hefði verið óhamingjusöm og umhyggju skort við uppeldi hennar. Vitneskju skorti hins vegar um það hvers vegna hún hefði verið tekin frá fjölskyldu sinni. „Fólk er dáið og skjöl, ef þau voru þá til, hafa týnst,“ sagði O’Laughlin og kvað erfitt að vita hvað hefði gerst í raun og veru. íhuga að áfrýja í máli Gunners féllst O’Laughlin á að ákærandi hefði sætt kynferð- islegri misnotkun af hendi trúboða er ríkið hafði hann í umsjá sinni sex ára gamlan. Þumalfar móður hans væri hins vegar að finna á skjali þar sem hún samþykkti að sonur hennar yrði settur í gæslu. Bæði Gunner og Cubillo hafa nú lýst því yfir að þau hugleiði að áfrýja úrskurðinum. Leiðtogar frumbyggja hafa lýst yfir reiði og vonbrigðum vegna úrskurðarins. Michael Anderson, sem fer fyrir þingi frumbyggja, sagði úrskurðinn áfall fyrir samfé- lagið. „Þetta er mikið áfall. Frum- byggjar munu nú örvænta og spyrja, hvað sé hægt að gera,“ sagði Anderson og kvaðst telja næsta víst að dómstólar fylgdu hér eftir stefnu stjórnvalda. „Eg tel ekki málið eitt sér hafa verið skoð- að. Við vitum hvað við gengum í gegnum.“ Málefni „stolnu kynslóðarinnar" hafa vakið fjölda mótmæla í Ástr- alíu og tóku til að mynda um 150.000 Ástralir þátt í sáttagöngu þar sem stuðningi var lýst yfir við Varsjá. AFP, Reuters. SÉRSKIPAÐUR dómstóll, sem hef- ur það hlutverk að kanna fortíð manna sem vilja í forsetaframboð í Póllandi, hreinsaði í gær Lech Wal- esa af áburði þess efnis að hann hefði lagt öryggislögreglu kommúnista- stjórnarinnar lið fyrir fall hennar ár- ið 1989. Þar með er Walesa, ft-iðar- verðlaunahafa Nóbels og forseta Póllands 1990-1995, heimilt að gefa kost á sér í forsetakosningunum hinn 8. október næstkomandi. „Rétturinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að vitnisburður Lechs Walesa sé sannleikanum samkvæm- ur,“ sagði Pawel Rysinsky, forseti dómsins. Aleksander Kwasniewski, málstað frumbyggja í Sydney í maí sl. John Howard, forsætisráðherra Ástalíu, neitar hins vegar að biðj- ast afsökunar fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar og hefur hæstiréttur þegar úrskurðað að stjórnvöld hafi sem sigraði Walesa í kosningum 1995, var sýknaður af sams konar áburði í fyrradag. Hlutverk hins sérskipaða dómstóls er að ganga úr skugga um að yfir- lýsingar frambjóðenda um fortíð sína séu réttar. Hefðu ásakanir, byggðar á meintum vísbendingum úr skjölum öryggislögreglunnar gömlu (Sluzba Bezpieczenstwa, SB), um að Walesa eða Kwasniewski hefðu sagt ósatt með því að fullyrða að hafa aldrei átt neitt samstarf við SB, reynst réttar hefðu þeir verið útilokaðir frá því að gegna opinberu embætti í tíu ár. Walesa fór á sínum tíma fyrir Samstöðuhreyfingunni (Solidarn- ekki brotið gegn stjórnarskránni er börn voru tekin frá fjölskyldum sínum. Þá hafnaði ríkisstjórn Ástralíu nýlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna þess efnis að frumbyggj- um landsins sé mismunað. oscz) sem átti stóran þátt í að steypa kommúnistastjórninni fyrir 11 árum. Honum var varpað í fangelsi þegar herlög voru sett í Póllandi árið 1981 og þáverandi stjórnvöld gerðu til- raun til að ganga milli bols og höfuðs á Samstöðu. Kwasniewski er hins vegar fyrrverandi kommúnisti og var íþróttamálaráðherra í síðustu komm- únistastjórninni í Póllandi. Yfirgnæf- andi líkur þykja á því að Kwasn- iewski, sem um þessar mundir er einn vinsælasti stjómmálamaður Pólverja, verði endurkjöiinn í haust. Walesa hefur ekki mælzt með meira en 5% fylgi í síðustu skoðanakönnun- um. Walesa hreinsaður af áburði Kynning og ráðgjöl’ í Húsasiniðjunni Skútuvogi í ilag frá kl. 10-16. Green Line Master er nýr jarðgerðartankur þar sem þú getur búið til verðmætan áburð úr matarleifum heimiiisins og þeim garðaúrgangi sem í'ellur til. Þannig sparast verðmæti um leið og náttúrurmi er hlíft. Tankurinn rúmar 375 lítra, ákaflega einfaldur í uppsetningu og er búinn til úr endurunnu plasti. Losaðu þig við leifarnarog náttúran lannar þer ríknlega ! Jarðgerðartankur einföld heimajarðgerð Kjartan Valgarðsson frá Vistmönnum veitir ráðgjöf og upplýsingar um heimajarðgerð. Lífrænn rotnunarhvati, niðurbi'jótanlegir bréfpokar og ílát fyrir matarleifar tiyggja liratt og hreinlegt ferli. Tankurinn er einangraður og þú færð tilbúna molm á innan við 12 mánuðum. Skráðu þig ® / vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.