Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 46
iQ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Tilboðsverð til Keflavíkur TIL eru leigubíl- stjórar sem hafa óskaplega mikla löng- un til að koma fram í fjölmiðlum. Þeir liggja á hurðinni hjá frétta- mönnum með alls kon- ar rangfærslur sem þeir vilja koma á framfæri við alþjóð. Það kemur fyrir að þeir sleppa í gegn, einkum þegar sumara- fleysingamenn eru á fjölmiðlunum, því --•ílestir hinir reyndari átta sig á því að yfir- leitt er ekki fótur fyrir því sem þessir menn segja. Þegar þeir sleppa í gegn megum við leigubílstjórar una því að hlusta á fréttir um störf okkar þar sem öllu er snúið á hvolf og flestu logið. Þessar fréttir eru yfirleitt svo vit- lausar að fáir nenna að elta ólar við að bera þær til baka og auk þess eru fjölmiðlarnir ekki fúsir til að bera svona fréttir til baka. Svona atburður átti sér stað í síðustu viku Sleipnisverkfallsins. Þá tróð einn leigubílstjóri upp hjá Ríkissjónvarpinu og hélt því fram að bifreiðastjórum á Hreyfli væri uppálagt að aka án þess að nota gjald- mæli þegar þeir fara á svokölluðu tilboðs- verði á flugvöllinn í Keflavík. Þetta eru hrein ósannindi en staðreyndin er sú að bifreiðastjórum er uppálagt að fara á því gjaldi til Keflavíkur sem Hreyfill auglýsir, en ekki fara á fullu verði. Hvergi kom fram í fréttinni að hér væri um afsláttarverð að ræða heldur var greinileg ætlun frétta- manns, viljandi eða óviljandi, að koma þeim skilaboðum til landans að hér væri verið að pretta við- skiptavini. Þetta í sjónvarpinu var hálfur sannleikur notaður til að plata fólk. Hins vegar á sama tíma í Ríkisút- varpinu kom frétt þar sem frétta- maður fór með hrein ósannindi. Hann fullyrti að inni í gjaldi því sem tekið er fyrir að aka fólki til og frá flugvellinum í Keflavík greiddi fólk í raun fyrir báðar leið- ir. Þó við tækjum fullt gjald skv. gjaldmæli þá er langur vegur frá að og fólk greiði fyrir báðar leiðir. Aðalatriðið er þó það að fyrrgreint tilboð sem boðið er upp á hjá öllum bifreiðastöðvum á höfuðborgar- Leiguakstur Mér er ómögulegt að skilja, segir Sigfús Bjarnason, hvað vakir fyrir fréttastofum ríkisfjölmiðlanna þegar þær eru með þessar illsakir í garð okkar leigubílstjóra. svæðinu þá er verðið mjög sam- bærilegt við innanbæjargjald. Ekki má heldur gleyma því að þetta til- boðsverð er það sama þó viðskipta- vinir í sömu ferð séu sóttir á marga staði. Það er alltaf sama gjald 6.200 kr. fyrir lítinn bíl og 7.900 kr. fyrir stærri (5-8 farþega). Mér er ómögulegt að skilja hvað vakir fyrir fréttastofum ríkisfjöl- miðlanna þegar þær eru með þess- ar illsakir í garð okkar leigubíl- stjóra. Virðist sem keppni hafi hafist á milli fjölmiðlanna að koma með sem grófustu fréttirnar af leigubílstjórum. Það virðist vera aukaatriði hvort það sem sagt er sé í samræmi við raunveruleikann eða ekki. Athyglisverð er þátttaka fram- kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón- ustunnar í þessari umræðu. Virðist henni ekkert leiðast að koma ill- sökum á leigubílstjóra og leiða þannig sjónir manna frá því klúðri sem Sleipnisverkfallið er. Athyglis- vert er að þrátt fyrir allar þessar sögusagnir um hátt verð hefur eng- inn leigubílstjóri verið tekinn fyrir þetta alvarlega afbrot. Við leigubíl- stjórar leggjum mikla áherslu á að svona mál séru umsvifalaust kærð til lögreglu og send til viðkomandi umsjónarnefndar sem getur svift viðkomandi bifreiðastjóra réttind- um til að aka. Greinilegt er að þeir hjá Samtökum ferðaþjónustunar eru hrifnari af „Gróu á Leiti-að- ferðinni". Þá heldur framkvæmda- stjórinn því fram að svæðaskipting sú sem gildir hjá leigubílstjórum sé úrelt. Greinilegt er að þessi orð eru ekki sögð eftir að málið hafi verið Sigfús Bjarnason skoðað, heldur bara kastað fram. Svæðaskiptingin eins og hún er í dag hefur sína galla og sína kosti. Einungis hafa verið dregnir fram í fjölmiðlaumræðunni undanfarið gallar við svæðaskiptinguna í því ástandi þegar verkfall er hjá Sleipni. Nú er lag til að skoða þessa svæðaskiptingu og nauðsyn- legt er að velja þá leið sem tryggir neytendum sem besta þjónustu á sem bestu verði. Við leigubílstjórar erum að sjálf- sögðu mjög sárir yfir þessari nei- kvæðu umræðu um okkur í þessu verkfalli. Það er þó einn ljós punkt- ur. Nú var dregið fram svart á hvítu hversu nauðsynlegt það er að hafa hámarksgjald á þjónustu leigubíla. Höfundur er leigubifreiðastjóri í Reykjavfk. Úhreinsunin gsm897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. | A R Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið Starfsþjálfun hjá Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu Iðnaöar- og viðskiptaráðuneyti auglýsir lausa til umsóknarstarfsþjálfun hjá Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). Um erað ræða 2 ára starfsþjálfun sem hefst í lok janúar 2001. "iVlarkmið starfsþjálfunarinnar er að gefa innsýn í starfsemi bankans, m.a. í mat á lánsumsókn- um og hlutabréfum, fjármögnun verkefna, svo og upplýsinga- og samningatækni. Að starfs- námi loknu á viðkomandi kost á starfi hjá End- urreisnar- og þróunarbankanum. Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði eða aðra sambærilega menntun. Þá er nauðsynlegt að viðkomandi hafi fullkomið vald á ensku og sé ekki eldri en 28 ára. Skrifleg umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti, Arnarhvoli, 150 Reykjavík fyrir j20. ágúst nk. á ensku. s G GA jrj FÉLAGSLÍF Sunnudagsferð 13. ágúst kl. 9.00: Gljúfurá - Jafna- skarð - Bifröst. Skemmtileg '*ÍTm 5-6 klst. ganga í Borgar- firði meðfram Gljúfurá. Verð 2.000 kr. f. félaga og 2.200 kr. f. aðra. Fararstjóri: Steinar Frí- mannsson. Brottför frá BSÍ. Miðar í farmiðasölu. Afmælishelgi í Básum 25.- 27. ágúst, helgarferð og dagsferð. Pantið tímanlega. Sjá heimasíðu: utivist.is. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-ZS33 Göngudagur F.í. og Spron sunnudaginn 13. ágúst. Gengið milli eyðibýla á Þing- völlum f fylgd Þórs Vigfús- sonar, kennara á Selfossi. Flressing að göngu lokinni. Verð kr. 800. Laugavegsgöngur 16. og 18. ágúst. Helgarferð um Dalina og Breiðafjarðareyjar 25. - 27. ágúst með Árna Björnssyni. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619, sími á skrifstofu 568 2533. Verkamenn! Vantar duglega verkamenn í hellulagnir og vinnu við steypu á gangstéttum. Mikil vinna. Upplýsingar gefur Guðmann í síma 894 3808. Fjölverk — verktakar ehf. Vesturbyggð óskar eftir að ráða skrifstofustjóra og bókara á skrifstofu bæjarsjóðs. Upplýsingar gefur undirritaður í vinnusíma 450 2300 og heima- síma 456 1480. Umsóknir um störfin berist til undirritaðs fyrir 25. ágúst nk. Vesturbyggð 10. ágúst 2000 Bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Jón Gunnar Stefánsson. JHorounblatiiti Blaðbera vantar í afleysingar • í Garðabæ • í Vesturbæ, Reykjavík Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaöinu starfa um 600 btaðberar á höf udborgarsvæöinu TIL SÖLU Hótel Selfoss Til sölu dagana 12. og 13. ágúst kl. 13—20 Málverk — langhengd en ódýr þó — eftir Grétar Þ. Hjaltason. Notið tækifærið. LAIMDBÚNAÐUR Óska eftir fólki í sveit Eldri maður óskar eftir ungu fólki, sem hefur áhuga á halda heimili í sveit. Upplýsingar í síma 478 8981. L I li 11I I. 111 B 1 I I i ðsssssseasas sassBg&sssas H 1 H H 1 | 1 ■ 1 1 | 1 1B111!IIIIII S ! 161! S1811 ð Frá Háskóla slands IMýjar diplóma-námsleiðir við Háskóla íslands í haust bætast eftirtaldar eins og hálfsárs diplóma-námsleiðir við í Háskóla íslands: í lagadeild: Lögritarar, aðstoðarfólk lögfræðinga. í viðskipta- og hagfræðideild: Reikningshald. í félagsvísindadeild: Menntun leiðbeinenda í uppeldis- og félagsstarfi. í heimspekideild: Hagnýt danska fyrir atvinnulífið* Hagnýt enska fyrir atvinnulífið* Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið* Hagnýt spænska fyrir atvinnulífið* Þýðingar *Arsnám (30 ein.) í þessum greinum getur nýst sem aukagrein til B.A. eða B.S. prófs. Nánari lýsingar eru á heimasíðu Háskóla Islands http:// http:// www.hi.is/ heimasíðu viðskipta- og hagfræðideildar http:/ / hag.hi.is/ diplom og heimasíðu lagadeildar http://www.hi.is/nam/laga/ Skráning ertil 18. ágúst hjá Nemendaskrá Há- skóla íslands, aðalbyggingu. Opið kl. 10-15. Skrásetningargjald kr. 28.750. Aðrar diplóma-námsleiðir við Háskóla íslands: í viðskipta- og hagfræðideild: Hagfræði, markaðs- og útflutningsfræði, rekstrarstjórnun, reksturfyrirtækja og tölvunotkun, viðskipta- tungumál. í heimspekideild: Hagnýt íslenska. í verkfræðideild: Rekstur tölvukerfa. í rauvísindadeild: Ferðamálafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.