Morgunblaðið - 12.08.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 9
FRÉTTIR
171 þiisund farsímanotendur hér á landi
s
Islendingar ná Finn-
um í farsímaeign
ÍSLENDINGAR hafa náð Finnum
í farsímaeign, en nú eru um 171
þúsund virkir notendur hér á
landi. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi á vegum símafyrir-
tækisins Tals hf. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Alþjdða
GSM-sambandinu er hlutfall fars-
íma á hvern íbúa, bæði GSM og
NMT, það sama á íslandi og í
Finnlandi, eða 70,3%. Annarsstað-
ar í Evrdpu er hlutfallið 50-60%,
en í Norður-Ameríku er það ein-
ungis 30%.
Viðskiptavinir Tals eru nú 50
þúsund talsins, sem er um 40% af
heildarfjölda notenda, en fyrir-
tækið hefur verið starfrækt í rúm
tvö ár. Að meðaltali hefur
viðskiptavinum fyrirtækisins
fjölgað um 1850 á mánuði frá því
að það hdf rekstur. Að sögn Þdr-
dlfs Arnasonar, forstjdra Tals,
nær þjdnustusvæði fyrirtækisins
nú til 90% landsmanna, en Eg-
ilsstaðir komu inn fyrir verslun-
armannhelgina.
Guðmundur Sigtryggsson, vél-
Morgunblaðid/Arnaldur
Guðmundur Sigtryggson og Liv Berþdrsddttir ásamt Þdrdlfi Árnasyni,
forstjdra Tals.
stjdri frá Húsavík, var 50 þúsund-
asti viðskiptavinur Tals, en hann
var á ferð í höfuðborginni vegna
vinnu við bát í Reykjavíkurhöfn.
Af þessu tilefni hefur Tal gefið
Guðmundi 50 þúsund krdna inn-
eign í simanotkun og býður hon-
um að bregða sér til Reykjavíkur,
ásamt eiginkonu sinni, frá Húsa-
vík.
Lyfjafræðingafélag Islands og Lyfjahópur Samtaka
verslunarinnar um Lyfjastofnun
Oskiljanlegt að flutning-
ur hvarfli að yfírvöldum
STJÓRN Lyfjafræðingafélags ís-
lands og Lyfjahópur Samtaka versl-
unarinnar lýsir eindreginni andstöðu
við hugsanlegan flutning Lyfjastofn-
unar út á landsbyggðina.
„Stjóm Lyfjafræðingafélags ís-
lands telur yfirgnæfandi rök mæla
gegn flutningi Lyfjastofnunar út á
land og hún álítur að slíkur flutning-
ur þjónaði einvörðungu pólitískri
hentistefnu stjórnmálamanna en
ekki farsælli þróun lyfjamála hér-
lendis,“ segir í ályktun stjómarinnar.
„Það er óskiljanlegt að það skuli
hvarfla að yfirvöldum að flytja Lyfja-
stofnun frá höfuðborgarsvæðinu.
Slíkar yfirlýsingar valda óþarfa óróa
og minna um leið á hve mikilvægt
það er að þeir sem um fjalla hafi sem
gleggsta mynd af starfssviði viðkom-
andi stofnunar, starfsháttum og
þeirri sérfræðiþekkingu sem nauð-
synleg er til starfseminnar," segir í
yfirlýsingu Lyfjahópsins.
Lyfjanefnd og Lyfjaeftirlit ríkis-
ins voru nýlega sameinuð í Lyfjast-
ofnun. I framhaldi af því ritaði Krist-
inn H. Gunnarsson, formaður
stjórnar Byggðastofnunar, heil-
brigðisráðherra bréf þar sem hann
Hugðist smygla
sér í gegnum
göngin
ÖKUMAÐUR bifreiðar sem ekið
var á ytri akrein til suðurs gegn-
um gjaldhlið Spalar við Hvalfjarð-
argöng á dögunum hugðist smygla
sér í gegnum göngin án þess að
borga tilskilið veggjald. Hann
hafði hulið skráningarnúmer öku-
tækisins til að koma í veg fyrir að
öryggismyndavélar í gjaldhliðinu
næðu bílnúmerinu á mynd.
Á heimasíðu Spalar segir að
vaktmaður hafi látið lögreglu um-
svifalaust vita. Lögreglubíll var á
ferð á Kjalarnesi þegar tilkynning-
in barst og liðu því aðeins um
þrjár mínútur frá því að bifreiðin
brunaði í gegnum gjaldhliðið uns
ökumaðurinn var stöðvaður af lög-
reglu. Er þetta fyrsta brot sinnar
tegundar sem vitað er um í Hval-
fjarðargöngunum.
var minntur á samþykkt Alþingis um
stefnu byggðamála, en í henni er
kveðið á um að ný starfsemi hins op-
inbera verði eftir föngum staðsett úti
á landi.
í ályktun stjórnar Lyfjafræðinga-
félagsins segir að í raun sé ekki verið
að stofna nýja stofnun í neinum
skilningi þess orðs, þar sem starfssv-
ið Lyfjastofnunar verði það sama og
starfssvið Lyfjaeftirlitsms og Lyfja-
nefndar í gegnum árin. í ályktuninni
kemur fram að hjá Lyfjaeftirliti og
Lyfjanefnd starfi vel á annan tug há-
skólamenntaðs fólks ásamt öðru sér-
hæfðu starfsfólki og að Ijóst sé að fáir
eða engir starfsmenn stofnunarinnar
myndu flytja með henni út á land.
í yfirlýsingu lyfjahópsins eru færð
margvísleg rök fyrir því að halda
stofnuninni á höfuðborgarsvæðinu.
Sagt er að 90% eftirlitsþega Lyfja-
eftirlitsins séu staðsettir á suðvest-
urhomi landsins, t.d. apótekin, lyfja-
framleiðendur og lyfjainnflutnings-
og lyfjadreifingarfyrirtæki. Einnig
segir að Lyfjanefnd þjónusti lyfja-
framleiðendur og umboðsmenn er-
lendra lyfjaframleiðenda sem allir
séu staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórn Lyfjafræðingafélagsins
segir að sá sparnaður sem gæti hugs-
ast vegna ódýrara húsnæðis úti á
landi og lægri launa þeirra fáu ófag-
lærðu starfsmanna sem vinni við
stofnuna hyrfi strax vegna hærri
launakostnaðar, yfirvinnu, dagpen-
inga, ferðaútgjalda o.s.frv.
Enn fremur kemur fram í ályktun
stjórnarinnar að starfsemi stofnun-
arinnar sé alfarið kostuð af gjöldum
sem lögð séu á þá aðila sem framleiði
og dreifi lyfjum. Auknum kostnaði
yrði því að velta inn í lyfjaverðið.
David Wyke, listrænn stjórnandi
hjá TONWglT í Osló verður staddur í
Reykjavík dagana 15. -19. ágúst.
Tímapantanir í síma 511 6660.
Opnunaitfmi: Mán., þri. ogfös. frá kl. 9-19,
mið. og fim. frá kl. 10-20 og lau. frá kl. 10-15.30.
Útsalan heldur áfram
Frábær verð
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. S57 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
TfSKU VERSLUN
Rita
Gili, Kjalarnesi
s. 566 8963/892 3041
Eitthvert besta úrval landsins af
vönduðum gömlum dönskum
húsgögnum og antikhúsgögnum
Opið lau.-sun. kl. 15-18, þri.-fim. kl. 20.30-22.30
eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur.
Visa- og Euro-
raðgreiðslur J
Síðustu dagar
útsölunnar
Aukaafsláttur
----- Póstsendum --
Laugavegi 4, sími 551 4473.
Siðasta
útsöluhelgi
Gerið reifarakaup
á failleg'um oí* vöiicluöiiin fatnacli
Eiin iucóri vcki*cllakkkun
Kngjalcigi •*>. sími .'>!!! 2141.
Opið virka daga IVá kl. 1(1.0(1-111.00. laiiganlaga IVá kl. lO.OO-l.i.OO.
*
Utsala
20-70% afsláttur • • • mkm
Opið í dag frá kl. 10-16. við Óðinstorg 101 Reykjavik simi 5S2 5177
PRUTT PRUTT!!!
Prútt alla helglna
Prúttsalan hefst í dag á
löngum laugardegi
Þú kemur með tillögur að verði
— það er okkar að samþykkja.
Opið á morgun, sunnud., frá kl. 13—17.
Ath.: Lokadagar útsölunnar.
S\e>e>a t’íekuhús
Hverfisgötu 52, sími562 5110