Morgunblaðið - 12.08.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 12.08.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 9 FRÉTTIR 171 þiisund farsímanotendur hér á landi s Islendingar ná Finn- um í farsímaeign ÍSLENDINGAR hafa náð Finnum í farsímaeign, en nú eru um 171 þúsund virkir notendur hér á landi. Þetta kom fram á blaða- mannafundi á vegum símafyrir- tækisins Tals hf. Samkvæmt upp- lýsingum frá Alþjdða GSM-sambandinu er hlutfall fars- íma á hvern íbúa, bæði GSM og NMT, það sama á íslandi og í Finnlandi, eða 70,3%. Annarsstað- ar í Evrdpu er hlutfallið 50-60%, en í Norður-Ameríku er það ein- ungis 30%. Viðskiptavinir Tals eru nú 50 þúsund talsins, sem er um 40% af heildarfjölda notenda, en fyrir- tækið hefur verið starfrækt í rúm tvö ár. Að meðaltali hefur viðskiptavinum fyrirtækisins fjölgað um 1850 á mánuði frá því að það hdf rekstur. Að sögn Þdr- dlfs Arnasonar, forstjdra Tals, nær þjdnustusvæði fyrirtækisins nú til 90% landsmanna, en Eg- ilsstaðir komu inn fyrir verslun- armannhelgina. Guðmundur Sigtryggsson, vél- Morgunblaðid/Arnaldur Guðmundur Sigtryggson og Liv Berþdrsddttir ásamt Þdrdlfi Árnasyni, forstjdra Tals. stjdri frá Húsavík, var 50 þúsund- asti viðskiptavinur Tals, en hann var á ferð í höfuðborginni vegna vinnu við bát í Reykjavíkurhöfn. Af þessu tilefni hefur Tal gefið Guðmundi 50 þúsund krdna inn- eign í simanotkun og býður hon- um að bregða sér til Reykjavíkur, ásamt eiginkonu sinni, frá Húsa- vík. Lyfjafræðingafélag Islands og Lyfjahópur Samtaka verslunarinnar um Lyfjastofnun Oskiljanlegt að flutning- ur hvarfli að yfírvöldum STJÓRN Lyfjafræðingafélags ís- lands og Lyfjahópur Samtaka versl- unarinnar lýsir eindreginni andstöðu við hugsanlegan flutning Lyfjastofn- unar út á landsbyggðina. „Stjóm Lyfjafræðingafélags ís- lands telur yfirgnæfandi rök mæla gegn flutningi Lyfjastofnunar út á land og hún álítur að slíkur flutning- ur þjónaði einvörðungu pólitískri hentistefnu stjórnmálamanna en ekki farsælli þróun lyfjamála hér- lendis,“ segir í ályktun stjómarinnar. „Það er óskiljanlegt að það skuli hvarfla að yfirvöldum að flytja Lyfja- stofnun frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkar yfirlýsingar valda óþarfa óróa og minna um leið á hve mikilvægt það er að þeir sem um fjalla hafi sem gleggsta mynd af starfssviði viðkom- andi stofnunar, starfsháttum og þeirri sérfræðiþekkingu sem nauð- synleg er til starfseminnar," segir í yfirlýsingu Lyfjahópsins. Lyfjanefnd og Lyfjaeftirlit ríkis- ins voru nýlega sameinuð í Lyfjast- ofnun. I framhaldi af því ritaði Krist- inn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, heil- brigðisráðherra bréf þar sem hann Hugðist smygla sér í gegnum göngin ÖKUMAÐUR bifreiðar sem ekið var á ytri akrein til suðurs gegn- um gjaldhlið Spalar við Hvalfjarð- argöng á dögunum hugðist smygla sér í gegnum göngin án þess að borga tilskilið veggjald. Hann hafði hulið skráningarnúmer öku- tækisins til að koma í veg fyrir að öryggismyndavélar í gjaldhliðinu næðu bílnúmerinu á mynd. Á heimasíðu Spalar segir að vaktmaður hafi látið lögreglu um- svifalaust vita. Lögreglubíll var á ferð á Kjalarnesi þegar tilkynning- in barst og liðu því aðeins um þrjár mínútur frá því að bifreiðin brunaði í gegnum gjaldhliðið uns ökumaðurinn var stöðvaður af lög- reglu. Er þetta fyrsta brot sinnar tegundar sem vitað er um í Hval- fjarðargöngunum. var minntur á samþykkt Alþingis um stefnu byggðamála, en í henni er kveðið á um að ný starfsemi hins op- inbera verði eftir föngum staðsett úti á landi. í ályktun stjórnar Lyfjafræðinga- félagsins segir að í raun sé ekki verið að stofna nýja stofnun í neinum skilningi þess orðs, þar sem starfssv- ið Lyfjastofnunar verði það sama og starfssvið Lyfjaeftirlitsms og Lyfja- nefndar í gegnum árin. í ályktuninni kemur fram að hjá Lyfjaeftirliti og Lyfjanefnd starfi vel á annan tug há- skólamenntaðs fólks ásamt öðru sér- hæfðu starfsfólki og að Ijóst sé að fáir eða engir starfsmenn stofnunarinnar myndu flytja með henni út á land. í yfirlýsingu lyfjahópsins eru færð margvísleg rök fyrir því að halda stofnuninni á höfuðborgarsvæðinu. Sagt er að 90% eftirlitsþega Lyfja- eftirlitsins séu staðsettir á suðvest- urhomi landsins, t.d. apótekin, lyfja- framleiðendur og lyfjainnflutnings- og lyfjadreifingarfyrirtæki. Einnig segir að Lyfjanefnd þjónusti lyfja- framleiðendur og umboðsmenn er- lendra lyfjaframleiðenda sem allir séu staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn Lyfjafræðingafélagsins segir að sá sparnaður sem gæti hugs- ast vegna ódýrara húsnæðis úti á landi og lægri launa þeirra fáu ófag- lærðu starfsmanna sem vinni við stofnuna hyrfi strax vegna hærri launakostnaðar, yfirvinnu, dagpen- inga, ferðaútgjalda o.s.frv. Enn fremur kemur fram í ályktun stjórnarinnar að starfsemi stofnun- arinnar sé alfarið kostuð af gjöldum sem lögð séu á þá aðila sem framleiði og dreifi lyfjum. Auknum kostnaði yrði því að velta inn í lyfjaverðið. David Wyke, listrænn stjórnandi hjá TONWglT í Osló verður staddur í Reykjavík dagana 15. -19. ágúst. Tímapantanir í síma 511 6660. Opnunaitfmi: Mán., þri. ogfös. frá kl. 9-19, mið. og fim. frá kl. 10-20 og lau. frá kl. 10-15.30. Útsalan heldur áfram Frábær verð Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. S57 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. TfSKU VERSLUN Rita Gili, Kjalarnesi s. 566 8963/892 3041 Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum gömlum dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum Opið lau.-sun. kl. 15-18, þri.-fim. kl. 20.30-22.30 eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur. Visa- og Euro- raðgreiðslur J Síðustu dagar útsölunnar Aukaafsláttur ----- Póstsendum -- Laugavegi 4, sími 551 4473. Siðasta útsöluhelgi Gerið reifarakaup á failleg'um oí* vöiicluöiiin fatnacli Eiin iucóri vcki*cllakkkun Kngjalcigi •*>. sími .'>!!! 2141. Opið virka daga IVá kl. 1(1.0(1-111.00. laiiganlaga IVá kl. lO.OO-l.i.OO. * Utsala 20-70% afsláttur • • • mkm Opið í dag frá kl. 10-16. við Óðinstorg 101 Reykjavik simi 5S2 5177 PRUTT PRUTT!!! Prútt alla helglna Prúttsalan hefst í dag á löngum laugardegi Þú kemur með tillögur að verði — það er okkar að samþykkja. Opið á morgun, sunnud., frá kl. 13—17. Ath.: Lokadagar útsölunnar. S\e>e>a t’íekuhús Hverfisgötu 52, sími562 5110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.