Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 49

Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 49 UMRÆÐAN Allt í plati á Ólafsfírði? Á SÍÐASTA hausti var kynnt skýrsla Iðntæknistofnunar um möguleika fjarvinnslu á landsbyggð- inni. Byggðastofnun átti aðild að skýrslunni ásamt forsætisráðuneyt- inu enda var þetta áður en Sjálf- stæðisflokkurinn horfðist í augu við gjaldþrot byggðastefnu ríkisstjórn- arinnar og kom yfirstjórn byggða- mála yfir á Framsókn. í skýrslunni voru talin upp 211 möguleg verkefni á fjarvinnslu á landsbyggðinni. Starfsmaður Byggðastofnunar taldi Fjarvinnsla Því miður hafa stjórn- völd af miklu ábyrgðar- leysi notað fjarvinnslu, segir Össur Skarphéð- insson, til að skapa væntingar á lands- byggðinni. þó ekki að nema um helmingur þeirra kæmist í gagnið en það dygði þó líklega til að skapa 500-1000 ný störf á landsbyggðinni! Virk byggðastefna Fjarvinnslu var líkt við stóriðju á landsbyggðinni. Þingmenn stjórnar- flokkanna hálfærðust í keppninni við að lofa nýjum störfum í kjör- dæmum sínum. Einn þeirra sem dásamaði möguleika skýrslunnar var þáverandi ráðherra byggða- mála, Davíð Oddsson, sem sagði í út- varpi að hún varpaði ljósi „á gríðar- legan fjölda möguleika sem að nú eru að opnast fyrir meðalgöngu tækninnar..." Á blaðamannafundi hrósaði forsætisráðherrann ríkis- stjórn sinni fyrir framsýnina og sagði að skýrslan væri dæmi um virka byggðastefnu. í kvöldfréttum sjónvarps á frídegi verslunarmanna var svo Valgerður Sverrisdóttir, hinn nýi ráðherra byggðamála, spurð hve mörg störf hefðu fýrir atbeina ríkisstjórnarinn- ar skapast í fjarvinnslu á lands- byggðinni. Hin virka byggðastefna Davíðs Oddssonar á sviði fjarvinnslu reyndist hafa skilað heilum þremur störfum! Loforð Blöndals - mánuður Valgerðar Því miður hafa stjórnvöld af miklu ábyrgðarleysi notað fjarvinnslu til að skapa væntingar á landsbyggð- inni. Besta dæmið um þetta er hvernig íbúar Ólafsfjarðar hafa ver- ið dregnir á asnaeyrunum varðandi flutning á fjarvinnsluverkefnum þangað í kjölfar gjaldþrots stærsta atvinnurekandans á staðnum. í lok borgarafundar á Ólafsfirði 6. mars gaf Halldór Blöndal, fyrsti þingmaður kjördæmisins, Ólafsfirð- ingum eftirfarandi loforð: „Það hef- ur verið tekin pólitísk ákvörðun um að flytja fjarvinnsluverkefni hingað til Ólafsfjarðar og það verður staðið þannig að þeim að það verði traust- ur grunnur og hann standi til fram- búðar.“ Valgerður Sverrisdóttir sagði fjölmiðlum í lok fundarins að hún gæti að sönnu ekki staðfest nið- urstöðu í málinu en „...ég sagði hins vegar frá því að í lok þessa mánaðar eða fyrir lok þessa mánaðar þá trúi ég þvi að það verði komnar...að það verði eitthvað að frétta." Mánuðirn- ir eru teknir að lengjast í myrkri til- veru Framsóknarflokksins því enn er ekkert að frétta. Yfírlýsing forsætisráðherra Síðla febrúar gekk Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Sam- fylkingarinnar, eftir því við forsæt- isráðherra á Áiþingi að hann upp- lýsti hvað liði flutningi á hluta af starfsemi Hagstofunnar til Ólafs- fjarðar. Forsætisráðherra hafði sjálfur reifað þann möguleika opin- berlega nokkrum mánuðum fyrr. Davíð Oddsson kvað fjóra ráðuneyt- isstjóra hafa komið að málinu. Upp- runaleg hugmynd hans um flutning á tilteknum skrám Hagstofunnar hefði þó ekki talist raunhæf. For- sætisráðherra taldi hins vegar upp nokkur önnur athyglisverð_ verkefni sem hægt væri að vinna á Ólafsfirði. Hann lauk ræðu sinni með eftirfar- andi yfirlýsingu: „Ég tel að þessi vinna sem einkum hinir fjórir ráðu- neytisstjórar hafa komið að sé í góðum farvegi. Þó að ég vilji ekki tímasetja á þessu augnabliki nákvæm- lega hvenær starfsem- in geti hafist, þá er vinnan komin vel af stað og ákvörðun af því tagi hefur því verið tekin.“ í febrúar var semsagt ekki aðeins búið að taka ákvörðun um að flytja störf til Ólafsfjarðar heldur var sjálf vinnan við undirbúninginn komin vél af stað. Tíu mánuð- um eftir að flutningur opinberra verkefna til fjarvinnslu á Olafsfirði var fyrst reifaður opinber- lega hafa Ólafsftrðingar ekki séð nein merki um efndir. Ólafsfjörður er að sönnu versta dæmið um ábyrgðarleysi og vanefndir stjómar- flokkanna í þessu efni. Því miður er það ekki einangrað dæmi. Um allt land hafa hetjur stjórnarflokkanna riðið um héruð og lofað störfum við fjarvinnslu á vegum hins opinbera. Eftir allar ræðurnar, öll stóru orðin, allar fjálglegu yfirlýsingam- ar, öll viðtölin og allar myndirnar er afrakst- urinn þrjú störf! Valgerður Sverrisdóttir var ný- lega innt eftir því opinberlega hvað ylli því að hvorki gengi né ræki varðandi flutning á verkefnum til fjarvinnslu til landsbyggðarinnar. Svar hennar var ekki hægt að skilja öðra vísi en svo að áhugaleysi ráðherra á málinu væri svo átakan^ legt að enginn þeirra hefði enn mót- að stefnu fyrir sitt ráðuneyti um flutning verkefna til fjarvinnslu. Þetta er einkar fróðlegt í ljósi þess að Alþingi beindi skýrum fyrir- mælum til ráðherranna um slíka stefnumótun þegar það samþykkti byg:gðaáætlun til 2001. Ráðherr- arnir hafa samkvæmt upplýsingum Valgerðar Sverrisdóttur svikist um að vinna verkið í þeim mæli að hún kveðst nauðbeygð til að taka málið upp í ríkisstjórn. Segir það ekki allt um þann hug sem fylgir málinu? Höfimdur er alþingismaður. K ' . >- f>- V * ,i ’ Víðavangshlaup Orkuveitunnar • • augardaginn 12. ágúst 2000 - w * 1 ‘JL , 'V ^\, 88® í mép fyrir alla fjölskylduna «1 Heiðmörk, víðavangshlaup Orkuvcitu Re/kjavíkur, verður haldið laugardaginn 12. ágúst 2000 vatnsverndarsvseðinu i Hef'ðmrírk. Bílastæði eru við Rauðhóla þaðan sem hlaupurum verðu <i frá kl. I 1:00 en þá hefst skráning þátttakenda. Takið þátt í einstöku hlaupi á skógarstítfum Heiðmerkur l 3,5 km skemmtiskokk 10 km aldursflokkaskipt hlaup (tímataka) ■ Ekkert skráningargjald a Allir þátttakendur fá sérmerktan verðlaunapening, stuttermabol og vatnsbrúsa a Glæsileg útdráttarverðlaun ■ Veitingar að jaðri að hiaupi loknu þar sem KK og Magnús Elrlksson skemmta a Mætið tímanfega a Aillr velkomnir Orkuvelta Reykjavfkur Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.