Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs lækkar um 0,5% milli mánaða Sumarútsölur og lækkun bensínverðs höfðu mest áhrif VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í ágústbyrjun 2000 lækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Lækkun vísitölunnar á þessu tímabili var 0,7% ef húsnæðisliðurinn er ekki tekinn með. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 4,7% en án húsnæð- is er hækkunin 3,1%. Þetta kemur fram í fréttum frá Hagstofu Islands. Liðurinn föt og skór í vísitölu neysluverðs hafði mest áhrif til lækk- unar á vísitölunni en hann lækkaði um 8,9% milli mánaða og voru vísi- töluáhrifin af þeirri lækkun 0,49%. Þá Iækkaði bensín og olíur um 3,2% og voru vísitöluáhrifin af þeirri lækkun 0,16%. Liðurinn matur og drykkjar- vörur lækkaði um 0,5%, sem hafði í för með sér 0,09% áhrif til lækkunar á vísitölunni. Mest munar þar um lækk- un á sykri, súkkuiaði, sælgæti og fleiru sem lækkaði um 2,2% vegna lækkunar á vörugjöldum á þessum vörum. Áhrif þess á vísitöluna var 0,04% lækkun. Húsnæði, hiti og raf- magn hækkaði um 0,4% milli mánaða og voru vísitöluáhrifn 0,08% af þeirri hækkun. Þá ber að nefna að liðurinn tryggingar hækkaði um 9,8% og voru vísitöluáhrifin af því 0,07%. Lækkunin meiri en f lestir höfðu spáð Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir að lækkun neysluverðsvísitöl- unnar frá júh til ágúst sé góð tíðindi. Þessi lækkun rými reyndar ekki við spá Seðlabankans frá síðustu viku. „Því má hugsanlega segja að spá Seðlabankans hafi verið svartsýnis- spá. Við eigum hins vegar eftir að skoða þetta ofan í kjölinn en þama kunna að vera skýringar, eins og til dæmis þær að sumarútsölur hafi ráð- ið miklu um þessa lækkun vísitölunn- ar nú. Það er breyting sem gengur til baka. Ef það er meginskýringin sjá- um við ekld ástæðu til að endurskoða okkar spá fyrir árið. En engu að síður eru þetta góð tíðindi," segir Eiríkur. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að vísitalan lækki meira milh mánaða en flestir hafi áætlað. „Flestir gerðu ráð fyrir að breytingin yrði í kringum eða rétt neðan við núllið en 0,5% er mjög af- gerandi lækkun. Þess vegna eru þetta góð tíðindi." Þórður segir rétt að vekja athygli á því að þegar htið sé á samræmingu við aðra aðila þá lækki sambærilegar verðbólgutölur fyrir ísland úr 5,1% í júh í 3,9% í ágúst. „Hins vegar verður að hafa í huga eins og jafnan áðm- að þetta er mæl- ing fyrir einn mánuð og þama em inni liðir sem em óvenjulegir eins og sumarútsölur, lækkun á bensíni og fleira í þeim dúr. Engu að síður, þeg- ar htið er yfir þessar breytingar í heildina, þá era þetta góðar fréttir og er enn ein vísbendingin í þá átt að það kunni að vera að slakna á þenslu," segir Þórður. Spár bankanna frá 0,3% lækkun til 0,1% hækkunar Bankar og verðbréfafyrirtæki spáðu fi’á 0,3% lækkun vísitölu neysluverðs milh júh og ágúst til 0,1% hækkunar. Kaupþing spáði 0,3% lækkun vísitölunnar, Búnaðarbank- Breytingar á vísitölu neysluverðs Frá janúar til ágúst 2000 IJSSSS Maí 1988=100 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,0%) (3 -0,5% 0116 Ávextir (1,0%) fSP | | -3,3% 0118 Sykur, súkkulaði, sælgæti (1,6%j -. □ -2,2% 02 Áfengi og tóbak (3,2%) +0,0% 03 Föt og skór (5,1 %) iHIÍi I 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (19,5%) 0+0,4% 0451 Rafmagn(1,6%) g +2,5% 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,2%) A 0 -0,3% 06 Heilsugæsla (3,0%) iŒ E I -0,2% 07 Ferðir og flutningar (19,5%) L7 U.,,1 Ó -0,5% 072 Rekstur ökutækja (8,0) flí □ -1.9% 0722 Bensín og olíur (4,8%) WjHf I I -3,2% 08 Póstur og sími (2,5%) | +0,1% 09 Tómstundir og menning (12,2%) 1 +0,6% 10 Menntun (1,0%) 0,0% 11 Hótel og veitingastaðir (5,3%) [] -0,6% 12 Aðrar vörur og þjönusta (6,5%) | +1,1% 124 Tryggingar (0,8%) +9,8% | VÍSITALA NEYSLUVERÐS í ÁG.: 199,1 stig breyting 0 -0,5% inn 0,2-0,3% lækkun, íslandsbanki- FBA 0,2% lækkun en Landsbankinn spáði hins vegar 0,1% hækkun vísitöl- unnar milh júlí og ágúst. Verðbólga í ríkjum EES frá júní 1999 til júní 2000, mæld á samræmda vísitölu nejsluverðs, var 2,1% að meðaltali. Á sama tíma var verðbólg- an 2,4% í helstu viðskiptalöndum Is- lendinga en 4,7% hér á landi. Sam- bærilegar verðbólgutölur fyrir ísland em 5,1% í júlí og 3,9% í ágúst 2000, mælt á þennan samræmda mæh- kvarða. Mæhng Hagstofunnar á þeim hð- um sem neysluverðsvísitalan byggist á var að þessu sinni framkvæmd fyrir verslunarmannahelgina en til saman- burðar fór mælingin fram eftir hana í fyrra. Hlutabréfasjóðurinn hf. Hagnaður eftir skatta minnk- ar um 71% Fjármálastjóri Telia rekinn rétt fyrir hlutauppg;iör Fj ölmargir S víar hafa tapað á bréfunum Reuters Þessir Svíar stóðu í biðröð í byijun júnf til þess að skrá sig fyrir bréfum Telia en gengi bréfanna hefur fallið verulega síðan þá. HLUTABRÉFASJÓÐURINN hf. skilaði í gær afkomutölum fyrir fyrri hluta ársins. I tilkynningu frá sjóðunum segir að reksturinn hafi verið í samræmi við þá verðþróun sem verið hafi á innlendum og er- lendum verðbréfamörkuðum á tímabilinu. Hreinar fjármunatekjur minnk- uðu um 64% milli ára og vora 165 milljónir króna nú miðað við 459 milljónir í fyrra. Hagnaður fyrir skatta lækkaði um 69% og var 135 milljónir króna og hagnaður eftir skatta lækkaði um 71% og var 95 milljónir króna. Samtala hagnaðar eftir skatta og breytingar óinnleysts geymslu- hagnaðar á árinu lækkaði um 72% og var 68 milljónir króna í ár miðað við 247 milljónir króna í fyrra. Eigið fé sjóðsins í lok júní á þessu ári var 11% lægra en í fyrra, eða 4,7 milljarðar króna miðað við 5,3 millj- arða í fyrra. Niðurstaða efnahags- reikningsins hljóðaði upp á 7,8 millj- arða króna, sem er 31% aukning frá fyrra árið þegar niðurstaðan var 5,9 milljarðar króna. Aukin skattaleg stýring Vægi erlendra verðbréfa af heild- areignum Hlutabréfasjóðsins hf. er 19% og þar af er rúmlega þriðjung- ur í erlendum hlutaþréfasjóðum. Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. sér um rekstur Hlutabréfasjóðs- ins og að sögn Selmu Filippusar- dóttur, framkvæmdastjóra sjóðsins, tók sjóðurinn erlent lán í júní og hyggst nú einbeita sér að því að fjárfesta meira í einstökum félögum til að nýta sér skattalegt hagræði þess, en skattareglur gera ráð fyrir að greiddir séu skattar af gengis- hækkun í sjóði á því ári sem hún verður, en skattar era ekki greiddir af söluhagnaði vegna sölu í einstök- um félögum nema þegar bréfin era seld og þá má fresta greiðslunni með því að fjárfesta á ný. Fyrir utan aukna skattastýringu sjóðsins segir Selma að með erlendu lántökunni sé stefnt að því að hafa gjaldeyrisjöfn- uð í sjóðnum og að nýta vaxtamun milli Islands og annarra landa. Fjárfestingarstefna sjóðsins ger- ir ráð fyrir að vægi erlendra verð- bréfa aukist aftur frá því sem nú er og að 50% séu í innlendum hluta- bréfum, 30% í erlendum verðbréf- um og 20% í innlendum skuldabréf- um. Vægi sjóðsins í innlendum hluta- bréfum var 38% í lok júní. Stærstu eignarhlutirnir vora í Opnum kerf- um hf., íslandsbanka FBA hf., Eimskipafélagi íslands hf., Trygg- ingamiðstöðinni hf. og Þormóði ramma - Sæbergi hf. Hlutabréfa- sjóðurinn átti samtals í 28 innlend- um hlutafélögum í lok júní. Stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. skipa Baldur Guðlaugsson, formað- ur, Jón Halldórsson, Stanley Páls- son, Kristján Óskarsson og Rafn F. Johnson, en til vara era Bragi Hannesson og Haraldur Sumarliða- son. HREINAR fjármunatekjur Vaxt- arsjéðsins hf. snerust úr því að vera neikvæðar um 5 milljónir króna í að vera jákvæðar um tæpar 12 milljónir. Svipaður við- snúningur varð á hagnaði fyrir og eftir skatta. f fyrra var tæp- lega 6 milljóna króna tap en nú var rúmlega 8,9 milljóna króna hagnaður. Samtala hagnaðar eft- ir skatta og breyting óinnleysts geymsluhagnaðar á árinu hækk- aði um 22% og var 34,6 milljónir króna nú. Eigið fé í lok tímabils hækkaði um 7% í 514 milljónir króna og SÆNSKA ríkið bauð 30% af hlutafé sínu í sænska farsímarisanum Telia almenningi og fjárfestum til kaups í júní í sumar og þúsundir Svía nýttu sér tækifærið og notuðu sparifé sitt til þess að kaupa bréf, segir í sænska blaðinu Aftonbladet. Sú fjárfesting hefur ekki reynst vænleg: útboðs- gengið í júní var 85 sænskar krónur en nú er gengi bréfanna komið niður í 77 sænskar krónur en eftirspum eftir hlutabréfunum var fjórfalt meiri en framboðið. Fjármálastjórinn látinn fara Anders Báck, fjármálastjóri Telia, sem átti stóran þátt í að skipuleggja útboðið, hefur nú verið látinn taka pokann sinn og er það talið tengjast slæmu gengi Telia á verðbréfamark- aðnum í Svíþjóð en þykir auk þess benda til þess að niðurstöður úr fyrsta hlutauppgjöri Telia eftir hlutafjárvæðinguna, sem kynna á í næstu viku, verði ekki til þess að styrkja stöðu félagsins. Þegar hefur verið ráðinn nýr fjármálastjóri í stað Bácks en það er Bo Jacobsen, að- stoðarframkvæmdastjóri Scancem. „Ef litið er til skamms tíma er ég ekki mjög bjartsýnn á afkomu Telia enda þótt gengi bréfanna ráðist að efnahagsreikningur stækkaði um 9% og var 558 milljónir króna í lok júnf sfðast liðins. Samkvæmt frétt frá Vaxtar- sjóðnum hf. er tilgangur hans að fjárfesta í hlutafé skráðra og óskráðra fyrirtækja sem talin eru eiga verulega vaxtar- og/eða hagnaðarmöguleika innanlands eða utan eða eru álitin vanmetin á hlutabréfamörkuðum. Megnið af erlendri hlutabréfaeign i deCode í lok júní átti Vaxtarsjóðurinn hlutabréf í 15 innlendum félög- miklu leyti af því hvernig fyrrver- andi einokunarfyrirtækjum á sviði fjarskipta Evrópu vegnar,“ segir verðbréfasérfræðingurinn Hákan Persson í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri. „Fjárfestingar Telia hafa verið miklar og arðsemin lítil enn sem komið er. Þá má og nefna að Telia Mobile hefur þurft að um, mest í Opnum kerfum hf., ís- landsbanka FBA hf., Trygginga- miðstöðinni hf. og Granda hf. í erlendum hlutabréfum átti sjóð- urinn 65 milljónir króna, þar af 53 milljónir króna, eða 82%, í deCode Genetics. í stjórn Vaxtarsjóðsins hf. sitja Baldur Guðlaugsson, formaður, Jón Halldórsson, Stanley Pálsson, Krislján Óskarsson og Rafn F. Johnson og varamenn eru Bragi Hannesson og Haraldur Sumar- liðason. Verðbréfamarkaður íslands- banka hf. sér um rekstur sjóðsins. lækka gjaldskrá sína og mun raunar innan skamms tíma neyðast til lækka hana enn frekar og það mun koma niður á tækjuflæðinu." Henrik Sandell, sérfræðingur hjá Swede- bank, er sama sinnis og Hákan. „Að mínu viti mun verða áframhaldandi óróleiki í kringum Telia á næstu mánuðum. Gengi bréfa í félaginu er hátt þegar tekið er mið af því hveijar tekjur þess era nú.“ Uppboðið í Þýskalandi hefur víðtæk áhrif Gengi bréfa í fjarskiptafyrirtækj- um í Svíþjóð lækkaði mikið í vor og svo virðist sem áhyggjur fjárfesta þar og í Evrópu af miklum kostnaði samfara fjárfestingu þessara félaga í þriðju kynslóðar farsímaleyfum sé helsta ástæðan. Sérfræðingar segja að gengi bréfa í fjarskiptafyrirtækj- um kunni að ráðast að miklu leyti af því hvernig uppboðið í Þýskalandi fer. „Ef verðið fyrir leyfin í Þýska- landi verður í lægri kantinum mun það hafa jákvæð áhrif á markaðinn en það er því miður ekkert sem bendir til þess að svo fari,“ segir einn sérfræðinganna í samtali við Dagens Industri. Viðsnúningur hjá Vaxtarsjóðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.