Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000- FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Heiðursverðlaun Skógrækt- arfélags Islands afhent Morgunblaðið/Rúnar Þór Þau þrjú hlutu æðstu viðurkenningu Skógræktarfélags Islands fyrir óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á íslandi, frá vinstri: Hulda Valtýs- dóttir, Jónas Jónsson og Markús Runólfsson. Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var á Akureyri um Iiðna helgi, voru þremur ein- staklingum veitt æðstu heiðurs- verðlaun samtakanna við hátíðar- kvöldverð á laugardagskvöldið. Heiðursfélagsnafnbót hlutu: Hulda Valtýsdóttir, fyrrverandi formaður samtakanna, Jónas Jónsson, fyrr- verandi formaður samtakanna, og Markús Runólfsson, formaður Skógræktarfélags Rangæinga. 011 hlutu þau heiðursverðlaun fyrir óeigingjarnt og þróttmikið starf í þágu skógræktar á Islandi. Hulda Valtýsdóttir var kosin í að- alstjórn Skógræktarfélags íslands árið 1981. Hún tók þá jafnframt við formennsku félagsins og gegndi því starfi allt til ársins 1999. Hulda ólst upp við skógræktar- og gróður- bótaumræðu frá blautu barnsbeini, en Valtýr, faðir hennar, var einn af forvigismönnum við stofnun Skóg- ræktarfélags íslands. Hulda hafði mikinn metnað fyrir starfsemi félagsins og undir hennar stjórn óx félagið og dafnaði. Árið 1980 var Hulda framkvæmdastjóri átaksins „Ár trésins", sem hafði víðtæk áhrif á þróun skógræktar í landinu. Undir hennar stjórn hófust mörg og stór verkefni sem skóg- ræktarfélög búa að enn ídag, s.s Landgræðsluskógaverkefnið. Árið 1991 fékk SÍ, undir hennar forystu, umhverfisverðlaun Norð- urlandaráðs í fyrsta sinn og árið 1996 var haldið hér á landi upp á 50 ára afmæli Norræna skógarsam- bandsins. Jónas Jónsson tók sæti í stjórn SÍ árið 1969 og tók við formennsku í félaginu þremur árum síðar. Hann lét af formennsku árið 1981. Jónas tók við formannsstarfínu á tímum þegar mikil átök voru á milli skóg- ræktar og hefðbundins landbúnað- ar. Jónas átti verulegan þátt í því að auka skilning bænda á gildi skóg- ræktar. I sljórnartíð Jónasar hélt félagið upp á fimmtíu ára afmæli sitt með veglegum þætti. Jónas hef- ur allt frá því að hann hætti í stjórn félagsins, sýnt því mikinn sóma og lagt málefnum skógræktar lið. Markús Runólfsson var kosinn í stjórn Skógræktarfélags Rang- æinga árið 1985 og tók við for- mennsku tveimur árum síðar. Hann hóf að þróa tækni til gróðursetn- ingar árið 1994 og segja má að gróðursetningarvél hans hafi verið í stöðugri þróun síðan. Vélin er nú orðin afkastamikið tæki sem mun verða mikið notað í skógrækt á ís- landi. Markús er frumkvöðull í starfi skógræktar að þessu leyti. Á þessu ári var siðan smíðað annað eintak af gróðursetningarvél Markúsar. Félagar í Afli skráðu sig í Náttúruverndarsamtök Austurlands MALOG MENNING LAUGAVEGI 18 • SÍÐUMÚLA 7 mologmennlng.is Morgunblaðið/Dagný Indriðadóttir Virkjunarsinnar voru í töluverðum meirihluta á aðalfundi Náttúru- verndarsamtaka Austurlands á sunnudaginn. Skólatöskur í miklu úrvali ur stjórnar samtakanna, ekki sjá neina ástæðu til þess. „Við erum sallaróleg," sagði hún. „Þessi fund- ur var einstakur m.t.t. samsetn- ingu fundarmanna. Það var ljóst að meirihluti þeirra var nýgenginn til liðs við félagið en við vissum ekkert af hvaða livötum það var,“ sagði Halla. Aðspurð hvort stjórn NAUST ætlaði að framfylgja til- Iögunum sem samþykktar voru sagði Halla að það væri svo á aðal- fundum að misjafnlega gengi að fylgja eftir sérhverri ályktun. „Stjórn NAUST hefur fylgt markmiðum félagsins og hún mun fylgja þeim áfram,“ sagði hún. Einar Rafn Haraldsson, for- maður Afls, mætti á aðalfundinn um helgina og bar fram tvær breytingartillögur við álykt- unartillögur stjórnar NAUST. Þá bar Eiríkur Ólafsson, stjórnarmað- ur í Afli, fram fjórar breytingar- tillögur. Voru allar þessar tillögur samþykktar. í fyrri tillögu Einars segir m.a. að Náttúruverndarsamtök Austur- lands hafi það að markmiði að náttúrulegar auðlindir séu ny- tjaðar skynsamlega. Þau leggist ekki gegn því að Jökulsá á Dal sé virkjuð falli vatnið aftur í farveg hennar. Samtökin telji flutning vatns úr Jökulsá á Dal í virkjun í Fljótsdal óæskilegan þar sem áhrif flutninganna eru lítt þekkt og vilja að almenningur og hagsmunaaði- lar séu upplýstir á vandaðan og hlutlausan hátt um þau álit sem fyrir liggja og fram kunna að koma, áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir." Einar Rafn segist ekki hafa ver- ið ánægður með fundinn að því leyti að hann hafi ekki leitt til sátta á milli manna. „Hann sýndi hins vegar svart á hvítu að Náttúru- verndarsamtök Austurlands eru lítill hópur,“ segir hann. Munum framfylgja markmiðum félagsins ALLAR tillögur um virkjunar- og umhverfismál sem stjórnarmenn í Afli fyrir Austurland báru fram á aðalfundi Náttúruvemdarsamtaka Austurlands (NAUST) sl. sunnu- dag voru samþykktar á fundinum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu um helgina höfðu félagar í Afii skráð sig í stórum stíl í félagið; u.þ.b. 60 manns, sfðustu daga fyrir fundinn. Skiptingin á fundinum var þannig að virkjunarsinnar í Afii voru á að giska 40 talsins, á móti u.þ.b. 30 náttúruverndarsinn- um í NAUST. Aðspurð hvort búast mætti við einhverjum viðbrögðum frá sljóm NAUST vegna þessarar niðurstöðu sagðist Halla Eiríksdóttir, formað- Andlát GUNNAR H. KRISTIN SSON GUNNAR H. Kristins- son, fyrrverandi hita- veitustjóri, er látinn 69 ára að aldri. Gunnar fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1930, sonur Kristins Halldórs Krist- jánssonar vörubifreiðar- stjóra og Karólínu Á. Jósepsdóttur húsmóður. Gunnar ólst upp á Bergþórugötu en íluttist síðar ásamt foreldrum og systkinum í Skipa- sund 36. Gunnar var stúdent írá MR árið 1950 og lauk námi í vélaverk- fræði frá Edinborgarháskóla 1957. Hann var yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1968-1988 og hitaveitustjóri frá 1988-1998. Hann sat í stjórn Jarðborana ríkisins frá 1988-1999 og í stjórn Sambands ís- lenskra hitaveitna frá 1988. Gunnar starfaði mikið með Ferða- félagi íslands og hlaut gullmerki fé- lagsins fyrir störf sín þar. Hann var félagi í Oddfellow-reglunni. Gunnar var stunda- kennari við verk- fræðideild Háskóla Islands um skeið og við Tækniskóla ís- lands. 30. nóvember 1952 giftist Gunnar Auð- björgu Brynjólfsdótt- ur sem er látin. Þau áttu átta böm, Krist- inn, stærðfræðingur og alþingismaður, Sigrún Bryndís, kennari, Karl Ágúst, fisktæknir, Guðrún, hjúkrunarfræðingur, Kat- rín, kennari, Hafsteinn líffræðingur, Gunnar Ingi Birgisson bygginga- verkfræðingur, bæjarfulltrúi og al- þingismaður og Þórarinn Sigurðsson kerfisfræðingur, en einnig ólu þau upp Auðbjörgu Brynju Bjarnadótt- ur. Andlát GUÐFINNUR EINARSSON GUÐFINNUR Ein- arsson, framkvæmda- stjóri frá Bolungarvík, lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði sl. sunnudag. Guðfinnur var fædd- ur 17. október árið 1922 í Hnífsdal. For- eldrar hans voru Elísa- bet Hjaltadóttir, hús- móðir og Einar Guðfinnsson, útgerðar- maður í Bolungarvík. Guðfinnur lauk námi frá Verslunarskóla fs- lands árið 1941. Hann var lengst af frá þeim tíma og til ársins 1992 stjórnandi og framkvæmdastjóri í fyrirtækjum Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík. Guðfinnur sat í stjóm Sölumið- stöðvar hraðfrystishúsanna frá ár- inu 1961 til 1992 og í stjóm Coldwat- er Seafood corp. í Bandaríkjunum frá 1962-1992 þar af stjórnarfor- maður frá 1977. Hann sat í stjórn Jökla hf. frá 1976 til 1988 þar af stjómarformaður frá 1978. Hann átti einnig sæti í stjórn Trygginga- miðstöðvarinnar hf. frá 1965 til 1995 og þar af formaður frá 1977 til 1991. Þá sat hann í stjórn Sparisjóðs Bol- ungarvíkur frá 1942 til 1995 og þar af formað- ur frá 1962 til 1995. Hann var í stjórn Líf- eyrissjóðs Bolungar- víkur frá stofnun og um árabil. Auk þess var hann varaformaður Síldarútvegsnefndar 1977-79, sat í stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins í allmörg ár og í stjórn og um tíma stjómarformaður Vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga. Ennfremur sat Guðfinnur í áratugi í stjóra og samninganefndum Útvegs- mannafélags Vestfjarða. Guðfinnur kvæntist Maríu K. Haraldsdóttur húsmóður árið 1955. Börn þeirra em Einar Kristinn Guð- finnsson alþingismaður, Haraldur Guðfinnsson sölustjóri og Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir, stjórnsýslu- fræðingur á heilbrigðissviði. Andlát HALLDÓR KRISTJÁNSSON LÁTINN er Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, fyrrum varaþingmaður Fram- sóknarflokksins og blaðamaður hjá Tím- anum, 89 ára að aldri. Halldór fæddist á Kirkjubóli í Bjarnar- dal í Önundarfirði. Foreldrar hans vora Kristján Guðjón Guð- mundsson bóndi og Bessabe Halldórsdótt- ir. Halldór lauk héraðs- skólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýra- firði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi. Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á áranum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli. Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsókn- armanna í Vestur-Isafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsókn- arflokksins frá árinu 1956. Halldór átti sæti í stjórnarskrár- nefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd lista- mannalauna árið 1961. Hann gerðist yf- irskoðunarmaður rík- isreikninga árið 1971. Hann var skipaður í Hrafnseyrarnefnd ár- ið 1973. Halldór var varaþingmaður Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á árunum 1964-1974. Halldór var ötull talsmaður gegn áfengi og öðram vímuefnum. Hann var félagi í Góðtemplarareglunni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hennar vegum. Árið 1973 settist Halldór að í Reykjavík ásamt konu sinni, Rebekku Eiríksdóttur. Þau hjónin ólu upp þrjú fósturbörn, Ósk Elínu Jóhannesdóttur, Sigríði Eyrúnu Guðjónsdóttur og Sævar Björn Gunnarsson. Rebekka lést 28. jan- úar 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.