Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 32

Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Atli Steinarsson Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhjúpar Unga móður ílundi Nínu Sæmundsson. Lundur Nínu Sæ- mundsson vígður Nínu Sæmundsson, myndlistarkonu, var á 108. afmælisdegi henn- ar, 26. ágúst, helgaður lundur, sem Félag ætt- ingja hennar og vina hefur komið upp á fæð- ingarstað hennar, að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð. Atli Steinars- son var við athöfnina. BJÖRN Bjamason, menntamálaráð- herra, afhjúpaði þar eitt verka Nínu, Ung móðir, en það verk hennar vann sigur I samkeppni í Hollywood, sem yfir 1.000 listamenn tóku þátt í. Listasafn Islands, sem listakonan ánafnaði fjölda verka sinna, veitti leyfi til að listaverkið yrði staekkað og því valinn staður á fæðingarstað hennar. Jafnframt veitti safnið leyfi til þess að 100 styttur í frumstærð verksins (40 sm að hæð) yrðu gerðar og seldar til að standa straum af kostnaði við gerð lundar Nínu. Hátt á þriðja hundrað manns voru við- staddir athöfnina, sem fram fór í sólskini og blíðu, og skartaði Fljóts- hlíðin sannarlega sínu fegursta. Draumurinn rættist Ríkey Ríkarðsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, sem átti hugmyndina að gerð lundarins og bar veg og vanda af framkvæmdunum, lýsti þvi, hvemig draumurinn um lundinn hef- ur ræst. Hún þakkaði Bimi Bjama- syni menntamálaráðherra fyrir margvíslegan stuðning hans við framkvæmdina, og sagði að án hans hjálpar og stuðnings hefði þetta ekki getað orðið að vemleika. Ríkey rakti framkvæmdimar við lundinn frá því félag ættingja og vel- unnara Nínu var stofnað 2. desember 1998. Á þann stofnfund mættu níu manns, 120 á 5. fundinn í júní sl. og nú nær 300 manns við vígsluna. Rík- ey gat þess að Kolbrún Þóra Odds- dóttir, landlagsarkitekt, hefði hann- að lundinn. Víglundur Kristjánsson og hans menn sáu um hleðslu og aðra jarðvinnu, en Viðar Pálsson á Hlíðar- bóli var ráðgjafi félagsins í hvívetna. Núverandi eigendur Nikulásarhúsa, ábúendur að Neðri-Þverá, létu félag- inu eftir 1.200 fermetra reit, og innan Nokkrir gesta við vígslu lundar Nínu Sæmundsson. Ríkey Ríkharðsdóttir flytur ávarp sitt. hans vom tóftir bæjarins þar sem Nína fæddist, og þar er lindin, sem var lífsbjörg ábúenda þar og búpen- ings. Hún hefur verið endurhlaðin og setur svip á lundinn. Eigendur Hlíð- arenda heimiluðu að gengið yrði að lundinum frá Hlíðarendakirkju, yfir tún þeirra. Bnía þurfti tvo fjallalæki og setja upp tvö hlið. Þau gaf Guð- mundur Árason frá Heylæk, einn ættingja Nínu, en vandaða uppsetn- ingu annaðist án endurgjalds Hans G. Magnússon frá Kirkjulækjarkoti. Ríkey þakkaði öllum sem að verk- inu hafa komið og bað menntamála- ráðherra að afhjúpa styttuna. Björn Bjarnson tók síðan til máls og óskaði öllum sem að verkinu hafa komið til hamingju með fagurt og gott verk. Hann kvað þátt Ríkeyjar þar stærstan og kvað sér hafa verið ljúft að Ijá málinu stuðning er leitað var eftir því. Hann brá ljósi á lífs- hlaup Nínu og minntist á nokkra helstu sigra hennar á listabrautinni, sem einnig hafi aukið hróður lands og þjóðar. Sr. Önundur Björnsson á Breiða- bólsstað minntist Nínu og þá einkum tryggðar hennar við upprnna sinn og rætur, þótt hún svifi um álfur á vængjum listagyðjunnar. „Hún náði háleitustu markmiðum í list sinni, svo heimur nam staðar og virti fyrir sér verk hennar. Nú er eftirmynd eins þeirra komið að Nikulásarhús- um, fæðingarstað listakonunnar. Héðan í frá skal gamla bæjarstæðið og hlaðið gegna því hlutverki að vera rammi um þessa fögru höggmynd Nínu.“ Sr. Önundur kvaðst ekki vita gjörla hvort listakonan hafi haft í huga móður sína eða einhverja aðra móður er hún skóp þetta fagra verk. Verkið og hugsunin að baki því talar sínu máli; máli tryggðar, ástar, verndar og væntumþykju. Sr. Önundur helgaði síðan lundinn og bað blessunar öllum þeim, sem að gerð hans hafa unnið, svo og öllum þeim sem þangað munu koma. I upphaíi og milli atriða söng Karlakór Rangæinga, og að beiðni söngstjórans tóku viðstaddir vel undir með kórnum í laginu Fyrr var oft í koti kátt. Gestir skoðuðu lundinn um stund, en héldu síðan til kaffisamsætis í fé- lagsheimilinu Hvoli. Þangað komu á þriðja hundrað manns. Söngstjórinn sá um píanóleik og söngmenn úr kómum sungu bæði einsöng og tví- söng. Öll fór vígsluathöfnin vel fram og var ættingjum og velunnurum Nínu, heimamönnum sem lengra að komn- um, til sóma. Stórkostleg upplifun TONLIST Hallgrfmskirkja KÓRTÓNLEIKAR Raddir Evrópu, undir stjórn Denis Menier, Michel Capperon, Timo Lehtovaara, Þorgerðar Ingólfsdóttur, Stanislaw Krawczynski, Mariu Gamborg Helbekkmo, Pier Paolo Scattolin og Maximino Zumalave, fluttu evrópsk kórverk. Sunnudagur- inn 27. ágúst, 2000. SAMHYGÐ evrópskra kóra hef- ur í áratugi birst í margskonar samsöngsmótum, eins t.d. Evropa Cantat og hafa kórar á Islandi ástundað alþjóðlega samvinnu og hvarvetna vakið athygli íyrir vand- aðan söng. Tónleikar Radda Evrópu era í raun staðfesting á orðspori íslenskra kóra, en þar hef- ur farið fremst meðal jafningja Þorgerður Ingólfsdóttir. Menning- arborgir Evrópu árið 2000 samein- ast nú undir forastu Þorgerðar í verkefninu Raddir Evrópu, er kall- ar saman ungt söngfólk frá Avig- non, Bergen, Bologna, Brassel, Helsinki, Kraká, Santiago de Compostela og Reykjavík, til að sameinast í söng. Það er ekki að- eins samhygðin sem skipth- máli, heldur einnig hve unga fólkið syng- urvel. Tónleikamir hófust með ís- lenska sálmalaginu Gefðu að móð- urmálið mitt, sem var útsett sem tvísöngslag af Róbert A. Ottóssyni. Það er táknrænt og hugsanlegt, að fimmundar tvísöngurinn, eitt elsta form margröddunar og það af- brigði sem er sérkennandi fyrir ísland, hafi heyrst af vörum þeirra íslendinga, er komu við í Compost- ela á suðurgöngu sinni, íyrir sjö til átta öldum. Nú kemur söngfólk frá Compostela og syngur íslenskum gestgjöfum til, rétt eins og til að þakka fyrir síðast. Fyrsta ei'lenda viðfangsefnið var frá Brassel, tveir þættir úr nýju verki fyrir tvo kóra eftir Jean- Marie Rens. Fyrri kaflinn var hægferðugur leikur með hljóð, þar sem víxlað vai- með ómblíða tón- skipan og klasa ómsfreitur en seinni kaflinn var þrástefjaður hrynleikur, lengst af á sama hljóm- sæti með lagrænum millikafla, skemmtileg en hefðbundin „modeme" tónsmíð, sem var frá- bærlega vel sungin, undir stjóm Denis Menier. Stóru erlendu tón- skáldin, auk Arvo Párts, vora Messiaen og Penderecki, en eftir Messiaen var sungin afburða fal- legur tíðasöngur, O sacram conviv- ium, sem var einstaklega fallega fluttur og var söngur unga fólksins gæddur innilegri tilbeiðslu, undii- stjóm Michels Capperon. Agnus Dei, eftir Krzysztof Penderecki, var framlag Pólverja. Þessi þáttur er hluti af Pólsku sálu- messunni, er var flutt undir stjórn tónskáldsins hér á landi 1988. Þessi friðarbæn er stórbrotin tónsmíð og var hápunktur tónleikanna, af- bm'ða vel flutt undir stjóm Stanis- laws Krawczynzki. íslenska framlagið var tvískipt. Fyrst var Requiem eftir Jón Leifs og svo sérkennilegt tónverk eftir eistneska tónskáldið Arvo Párt. Textinn sem Párt notar er ættar- tala Krists, tekin úr Lúkasarguð- spjalli og var þetta verk sérstak- lega samið fyrir þessa hátíð og tileinkað Þorgerði Ingólfsdóttur. Párt skipar þessari nafna- upptalningu í vers og nær að semja sannfærandi tónbálk, sem byggist að nokkra á ákveðnu stefi, er geng- ur í gengum nokkrar „umorðanir“, svo að sífelld endurtekning textans hverfur í vel skipulagt form tón- verksins. Þó hefði mátt gera meira úr niðurlaginu, jafnvel með löngum amen-þætti. Þorgerður stjómaði báðum síðast nefndu verkunum og náði að gefa þeim þann blæ, sem Þorgerður er orðin fræg fyrir, tær- leika og innileika, sem henni leikur svo létt í hendi að laða fram hjá söngfólki sínu. Framlag Helsinkibúa vora tvö verk og nefnist það fyrra „Gervi- yoika“, sem er eins konar stæling á yoika-söng Sama, eftfr Jaakko Mántyjárvi og það seinna var út- setning á finnska þjóðlaginu Veret tuli mun slimihini (Mér vöknaði um augu), eftir Pekka Kostiainen og var þessi helst til viðburðarlausa tónlist ágætlega flutt undir stjórn Timo Lehtovaara. Frá Bologna vora flutt tvö verk, fyrst hefðbund- ið „modeme" verk, Per non Dim- enticare (Að gleyma ekki) eftir stjómandann Pier Paolo Scattolin. Þetta verk var samansett með glizzando, hrópum, krómatísku tónferli og hljómklösum, eins og kennt var í tónlistarskólunum fyi-ir tuttugu áram og það seinna, eins konar tóntegundabundin kans- ónetta, Giá mi trovai di maggio (Hjá mér var komið fram í maí), eftir Brano Bettinelli, er var vel mótuð af stjórnandanum Pier Paolo Scattolin, frá Bologna. Bergenbúar lögðu til tvö verk, sem Maria Gamborg Helbekkmo stjómaði, fyrst fallegt norskt þjóð- lag, Den dag kjem aldri, útsett af Klaus Egge og textalausan brúðai’- mars, hefðbundið „modeme“ skólastykki eftir Jan Magne Forde. Frá Santiago de Compost- ela var flutt verkið Negra sombra (Svarti skugginn) eftir Juan Mont- es, þjóðlegt verk, sem hefst á textalausum söng en milliþátturinn sunginn við ákaflega dapran trega- söng. Verkinu lýkur svo á texta- lausum söng, eins og í upphafi. Þetta fallega verk var flutt undir stjóm Maximino Zumalave. Tón- leikunum lauk með Rappverki eftir Atla Heimi Sveinsson, sem er sam- leikur kórs og einleikara á básúnu, sérlega skemmtilega leikrænu verki, þar sem hefðbundin kyir- stæð kórappstilling er brotin upp með dansi og rapp-hreyfingum, ás- amt því að básúnuleikarinn er á ei- lífum þeytingi um sviðið. Einleikari á básúnu var Helgi Hrafn Jónsson og var einleikur hans í upphafi og samleikur við kórinn mjög vel mót- aður, en þetta skemmtilega verk Atla hefúr verið flutt víða um heim og því ávallt verið vel tekið, enda sniðuglega samansett og var vel framfært af kórnum undfr stjórn Þorgerðar. Það er trúlega ekki vandalaust verk að stilla saman söngfólki frá ólíkum málasvæðum og varla hefui' íslenskan verið gestunum auðveld í framburði. Hvað snertir þau verk, sem sungin vora á íslensku, Gefðu að móðurmálið mitt og Requiem Jóns Leifs, var sérlega ánægjuleg hversu framburðurinn var skýr. Kórinn, Raddir Evrópu, var ein- staklega samstilltur og var flutn- inguiinn oft magnaður, sérstak- lega í verkunum eftir Messiaen, Penderecki, Jón Leifs og Arvo Párt. Önnur viðfangsefni voru ekki í sama gæðaflokki en vora samt áheyrileg fyrir mjög vandaðan og einstaklega hljómfallegan og sam- stæðan söng unga fólksins. Að sjá ungt söngfólk frá átta borgum, víðsvegar að úr Evrópu, syngja sem ein manneskja, er í raun stór- kostleg upplifun, nokkuð sem vel mætti endurtaka, trúlega án mjög mikils tilkostnaðar en kallar samt á góða skipulagningu, sem hér var einstaklega vel heppnuð undir sameinandi stjóm Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Jón Ásgeirsson I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.