Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐ JUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 21
ProSieben og
SAT.l í eina sæng
STÆRSTU hluthafar í þýska
sjónvarpsfyrirtækinu ProSieben
Media ÁG hafa samþykkt samruna
fyrirtækisins við fyrrum keppi-
nautinn SAT.l. Hið sameinaða fyr-
irtæki verður stærsta sjónvarps-
fyrirtækið í Þýskalandi og mun
reka fjórar sjónvarpsrásir og er
talið að um fjórði hver Þjóðverji
mun horfa á dagskrá þess. Gert er
ráð fyrir að stjórn Sat.l muni
formlega samþykkja samrunann á
fundi í Berlín. Tilkynnt var um
samrunann í júní í sumar en nú
verður hann loks formlega stað-
festur.
Sérfræðingar eru sammála um
að með samruna Sat.l og Pro-
Sieben séu stjórnir fyrirtækjanna
að bregðast við sterkri stöðu Bert-
elsmann á þýska sjónvarpsmarkað-
inum, en með samruna sjónvarps-
og útvarpsreksturs Bertelsmann
og breska fjölmiðlafyrirtækisins
Pearson PLC í apríl í vor varð
Bertelsmann stærsta fyrirtæki
Evrópu á sjónvarps- og útvarps-
markaði. Bertelsmann rekur nú 22
sjónvarpsstöðvar í 35 löndum og
með sameiningunni við Pearson er
talið að tekjur þess muni nema um
281 milljarði íslenskra króna á ári.
Þrátt fyrir það yrði staða Pro-
SiebenSAT.l sterkari á markaðin-
um á Þýskalandi því velta þess
verður um 144 miljarðar en velta
Bertelsmann í Þýskalandi einu er
ekki nema 88,5 milljarðar króna.
Þá er og talið að eftir sameiningu
sé ProSiebenSAT.l í betri aðstöðu
til þess að taka upp samvinnu eða
sameinast öðrum sjónvarpsstöðv-
um í Evrópu og ógna þannig veldi
Bertelsmann enn frekar. Talsmenn
ProSieben og Sat.l segja að með
samruna félaganna muni sparast
Búnaðar-
bankinn
gerir samn-
ing við VKS
NÝVERIÐ skrifuðu Búnaðarbank-
inn hf. og Verk- og kerfisfræði-
stofan hf. (VKS) undir samning um
uppbyggingu hópvinnukerfis hjá
bankanum sem byggi á Microsoft
Exchange og Outlook-umhverfinu.
Markmið samningsins er að Bún-
aðarbankinn geti sótt alla þjón-
ustu við uppbyggingu, samræm-
ingu og rekstur hópvinnukerfisins
til VKS. Hluti af samningi þessum
eru kaup Búnaðarbankans á hóp-
vinnulausnum VKS en til viðbótar
þessu munu Búnaðarbankinn og
VKS í sameiningu vinna að þróun
hópvinnulausna sem nýta sér
Digital Dashboard frá Microsoft.
Þorsteinn Þorbergsson frá Búnaðarbankanum, Björn Hermannsson frá
VKS og Þorsteinn Sverrisson frá VKS. Sitjandi eru frá vinstri Ingi Örn
Geirsson, forstöðumaður tölvudeiidarBúnaðarbankans, og Sigurjón Pét-
ursson, framkvæmdastjóri VKS.
Landsbréf og
Lífeyrissjóður
Akraness-
kaupstaðar
í samstarf
• LÍFEYRISSJÓÐUR Akraness-
kaupstaöar og Landsbréf hf. hafa
skrifaö undir samning um samstarf
og munu Landsbréf annast stýringu
eignasafns sjóösins sem er að fjár-
hæð rúmlega 700 milljónir króna. Er
samningurinn gerður í samstarfi viö
Landsbankann og Landsbréf á Vest-
urlandi, sem munu sinna hluta af
þjónustu viö Lífeyrissjóð Akraness-
kaupstaöar.
Landsbréf á Vesturlandi munu
formlega opna í september og þar
veröur veitt veröbréfaþjónusta fyrir
íbúa og stofnanir á Vesturlandi. Meö-
al helstu þjónustuþátta eru almenn
ráögjöf á sviöi verðbréfaviðskipta, líf-
eyrissparnaöur, fján/arsla ogfjárfest-
ingarísjóðum Landsbréfa, Fortuna
sjóöunum og erlendum sjóðum ACM,
auk miölunar innlendra og erlendra
hlutabréfa. Sérstök áhersla veröur
lögö á kynningu á þeim möguleikum
sem bjóöast í rafrænum veröbréfaviö-
skiptum í Kauphöll Landsbréfa á Vefn-
um. Forstööumaöur skrifstofunnar
veröur Búi Örlygsson, rekstrarfræö-
ingur-B.S. frá Samvinnuháskólanum
á Bifröst. Fyrir eru Landsbréf meö
starfsemi á Akureyri, Suöumesjum
(Keflavík), Austurlandi (Eskifiröi) og
Suðurlandi (Selfossi) auk Reykjavíkur.
----------------
Sjólaskip kaupir
6,33% í Skag-
strendingi
• SJÓLASKIP hf. hefur keypt hluta-
bréf í Skagstrendingi hf. aö nafn-
verði tæpar 21,4 milljónir króna,
sem er 6,33% af heildarhlutafé
Skagstrendings. Seljandi bréfanna
er Skagstrendingur, en Sjólaskip
átti fyrir kaupin engin bréf í félag-
inu.
Á hluthafafundi nýlega var sam-
þykkt aö hækka hlutafé um tæpar
25 milljónir króna og veróur greitt
fyrir hlutaféð meö varanlegri afla-
hlutdeild. Einnig var samþykkt aö
heimila stjórn hækkun hlutafjár
um 25 milljónir króna hvenær sem
er á næstu þremur árum, en áöur
haföi verið lögð fram tillaga um að
heimila hækkun upp á 100 millj-
ónir króna. Báóar þessar tillögur
fela í sér aö hluthafar falli frá for-
gangsrétti og voru báðar sam-
þykktar meö öllum greiddum at-
kvæöum, en fulltrúar 90,37%
hlutafjár voru mættir til fundar.
------HH---------
Hugsanlegt
kauptilboð i
Rema 1000
Morgunblaðið.Osló
• LÍKUR eru á aö Odd Reitan,
hluthafa í íslenska fyrirtækinu
Baugi, berist tilboö í fyrirtæki sitt,
norsku matvörukeöjuna Rema
1000, frá sænska fyrirtækinu lca
sem einnig rekur matvöruverslanir
í Noregi. Hollenskt fyrirtæki,
Ahold, á helming hlutafjár í lca. Aö
sögn Dagens Næringsliv er Rema
1000 allt upp í átta milljarða
norskra króna virði eða sem
samsvarar hátt í 80 milljöröum ís-
lenskra króna. Ef af samruna fýrir-
tækjanna verður fá þau samanlagt
40,7% hlutdeild á norskum
matvörumarkaöi, þar sem Rema
1000 hefur 14,3% hlutdeild og
matvörubúðir í eigu Hakongruppen
sem er f eigu lca hafa 26,4% hlut-
deild. ESB-yfirvöld ættu ekki að
gera athugasemd við samanlagða
markaöshlutdeild fyrirtækjanna,
þar sem fyrirtæki meö enn stærri
markaöshlutdeild finnast á Noröur-
landamarkaönum en Norðurlöndin
geta talist eitt markaössvæði. Á
hinn bóginn gætu norsk sam-
keppnisyfirvöld talið samrunann
neikvæöan. í samtali við Dagens
Næringsliv segir Odd Reitan hug-
myndina um samrunann fáránlega
og aölaöandi í senn. „Allt er til
sölu, segir hann en bætir viö að
sala á Rema 1000 sé ekki besti
valkosturinn. Markmiö Odd Reitan
hefur veriö aö markaössetja Rema
1000 alþjóölega en halda keðjunni
í eigu norskra aöila. Reitan hefur
einnig stefnt aö því aö skrá hluta-
bréf fyrirtækisins f kauphöllinni í
Osló og jafnvel er talið að hluthaf-
ar lca leitist við aö leggja fram til-
boö í Rema 1000 áöur en af
skráningu verður.
Nú skolast allt út
j*
40% afsláttur
á Q$BB3 reiðhjólu
Áður 28,
úrval aukah
með 50%
JEJ" V Opið 10-18 virka daga
Kmm W sendum.um alltland
Skeifunni • Grensásvegi 3
Sími: 533 1414 • Fax: 533 1479 • www.t
vro.is
um 7,3 milljarðar íslenskra króna
vegna aukinnar hagkvæmni í fjár-
hagsstjórnun, innkaupum og
markaðsmálum og forstjóri Pro-
Sieben hefur sagt að starfsmönn-
um fyrirtækjanna muni fækka á
bilinu 5 til 10%.
í frétt í Die Welt kemur fram að
hagnaður ProSieben á fyrra helm-
ingi ársins jókst um 15% eða í lið-
lega fjóra milljarða íslenskra
króna. Velta félagsins á timabilinu
jókst um 5% og nam 21,1 milljarði
króna. Gengi bréfa í ProSieben
hefur þrefaldast frá því um ára-
mót.
Fingur
tannbursti
, ****•#■•
tié
I—I US/\L_I r^i Dí
Hoildsöiudrdfing, s. 897 6567
V
AUKA
VELGENGNI
ÞÍNA?
DALE CARNEGIE ís
NÁMSKEIÐIÐ HJÁLPAR PÉR AÐ:
♦ VERÐA HÆFARI í STARFl
♦ FYLLAST ELDMÓÐI
♦ VERÐA BETRI í
MANNLEGUM SAMSKIPTUM
♦ AUKA SJÁLFSTRAUSTIÐ
♦ VERÐA BETRI RÆÐUMAÐUR
♦ SETJA PÉR MARKMIÐ
♦ STJÓRNA ÁHYGGJUM OG KVÍÐA
VERTU VELKOMINN A
KYNNINGARFUND Á SOGAVEGI
FIMMTUDAGINN
AGUST I
©
STJORNUNAR*
ÍKOUNN