Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐ JUDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MÖRGUNBLAÐIÐ Að læra meira og meira / Egskil ekki um hvað öllþessi námskeið / snúast. I líkamsræktargeiranum er til dæmis boðið upp á Tai-chi, sem éghef ekki grænan grun um hvað táknar. Eg er að spá í að skrá mig á námskeið. í kvöldskóla. Eða ein- hvern svona helgar- kúrs. Þetta er löng- un sem kemur yfir mig á hverju hausti, þegar blöðin fyllast af auglýsingum og stundatöflum frá öllum heimsins tómstundaskólum. Haustið er líka einmitt tíminn til þess að skella sér í kvöldskóla; sumarið að baki með slæpingi og stefnulausu ráfi og þörfin orðin óbærileg fyrir skylduskil og heimanám. Kominn tími til að stilla fókusinn, skerpa hugsunina og fylla stofuborðið af bókum og bæklingum. Víkka sjóndeildar- VIÐHORF “íSSfan sig og heiminn Sigurbjörgu 1 köng' Þrastardóttur er reyndar ekki alveg búin að ákveða hvers konar námskeið ég ætla að taka. Sum eru afskrifuð strax, annað hvort eru þau kennd á óhentugum tímum eða stangast hreinlega á hvert við annað. Svo eru önnur svo dýr að þau útiloka sig sjálf. Allt í góðu. Ég bíð þá bara eftir því að sjálfsnáms- myndböndin komi út. Kaupi mér fimm spólur í pakka og læri upp á eigin spýtur í stofunni heima. Áð hnýta flugur. Smíða húsgögn. Stökkva úr fallhlíf. Elda indversk- an mat. Mér hefur dottið í hug að læra skrautskrift og kannski hraðlestur í leiðinni. Þá get ég lært að skrifa flókna og flúraða bókstafi og lesið þá jafnhratt og venjulega skrift. I kjölfarið myndi ég svo fara á nám- skeið í pappírsgerð líka, því ef maður á annað borð ætlar að skrifa fallega verður pappírinn að vera á ákveðnu gæðastigi. Helst heimatil- búinn. Þá eru það húsmóðurverkin; ef til vill ekki seinna vænna fyrir unga konu að einhenda sér í mynd- prjón, hekl, fatasaum, kransaköku- gerð eða harðangursútsaum. Nei, annars. Ég gæti ánetjast og farið að eyða of miklum tíma í eldhúsinu eða í saumaklúbbum. Þá hefði ég minni tíma fyrir leirkeijagerðina, dansinn, listasöguna, bókbandið og allt hitt sem ég hef þegar lært á námskeiðum og þarf að fara að rifja upp. Úff. Kannski ætti ég að byrja á því að fara á námskeiðið Ákveðniþjálf- un fyrir konur. Þar gæti ég kannski fengið aðstoð við að ákveða hvaða námskeið ég eigi að skrá mig í þetta haustið. Nei, ef ég ætti að taka námskeið til undirbúnings öðrum yrði það frekar tungumálanámskeið. Sú tegund kemur örugglega að hvað mestu gagni við að velja milli ann- arra námskeiða. Þannig er nefni- lega mál með vexti, að stundaskrár kvöldskólanna, endurmenntunar- stofnananna og símenntunarmið- stöðvanna eru fullar af námskeiðs- heitum sem ég botna hreinlega ekkert í. Ég skil ekki um hvað öll þessi námskeið snúast og þykir heldur langt gengið að skrá mig til leiks fyrir forvitnissakir eingöngu. í líkamsræktargeiranum er til dæmis boðið upp á Tai-chi, sem ég hef ekki grænan grun um hvað táknar. Kannski einhvers konar karate. Eða slökun. Einnig er hægt að sækja tíma í Tæ-bó, Tae Kwon Do, RPM, Body Balance og Spa-þjálfun, sem koma ókunnug- um ekki síður spánskt fyrir sjónir. Sumt hef ég reyndar heyrt á minnst, en er litlu nær um hvað þýðir. Alexanders-tækni veit ég nokkurn veginn hvað er, en Reiki er mér enn hulin ráðgáta. Sama gildir um námskeiðið Tazé hjá Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Hvað er það eiginlega? Tölvu- og viðskiptageirinn lúi-ir líka á námskeiðum með torskild- um heitum. Excel og Quark eru reyndar flestir famir að þekkja, en þegar kemur að námskeiðum í RNS-ráðgjöf, LSI-stjórnendamati eða GMAT-undirbúningi er ég ekki viss um að allir haldi þræðin- um. Hvað þá þegar auglýst eru laus sæti í STEPS-leiðtogaþjálfun, Access-gagnagrunni eða ISö-9000. Reyndar hlýtur að vera gert ráð fyrir því að þeir sem gjaldgengir eru á námskeiðin séu þeir sem þekkja að einhverju leyti til hugtakanna, en allt er þetta samt auglýst án skýringa. Þá er það jógadeildin. Ég man ekki betur en að fólk hafi einu sinni farið á rétt og slétt jóga- námskeið og líkað ágætlega. En nú fer einn í Hatha-jóga, annar Kripalu-jóga og sá þriðji í Power- jóga. Eru þeir sem sagt ekki á sama námskeiðinu? Ég er satt að segja alveg orðin ringluð í þessum frumskógi og hnýt stöðugt um fleiri útlensk hugtök sem ég kannast alls ekki við. Þó er ég ekki að segja að ís- lenskar þýðingar leysi vandann al- gjörlega, ég hika alveg jafn mikið þegar ég stend frammi fyrir nám- skeiðum í þrívíddarvinnslu, svæða- og viðbragðsmeðferð, stýrðri tilsögn og afsteyputækni. Þegar í ljós kemur að hér eru á ferð greinar í myndlistaskóla, nuddskóla, vefhönnunarskóla og atferlisstjórnun færist reyndar ég skrefi nær skilningi. En ekki alla leið. Eftir lestur óteljandi nám- skeiðabæklinga og vefsíðna um sama efni hef ég ákveðið að tvær leiðir séu helst færar í lærdóms- raunum mínum þetta haustið. Annað hvort fer ég á námskeið sem skýrir sig sjálft, eins og Að semja lag, Barkaskipting á blönd- unartækjum eða Samhæfing starfs og einkalífs, eða ég skálda hreinlega upp námskeið með flottu nafni. í þeim víðfeðma frumskógi sem tómstunda- og starfsmennta- námskeið eru orðin hlýtur að vera hægt að komast upp með að segj- ast hafa farið á námskeið sem ekki er til: „ Já, ég fór á ST-14 námskeið um daginn. Tvisvar í viku. Strax kom- in með þriðju gráðu. Alveg frábær hugmyndafræði, allt annað líf...!“ Áreiðanlega yrði litið upp til mín í ákveðnum kreðsum ef mér hugkvæmdist að slá um mig með svona speki. Ég meina; ég var á námskeiði, það hét framandi nafni og ég kláraði það með glans. Er hægt að biðja um meira? Þetta er sennilega sjálfsnám eins og það gerist sannast. GUÐMUNDUR SKARPHÉÐINSSON Guðmundur Skarphéðinsson fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1923. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 23. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Katrín Guð- mundsdóttir, frá Urriðakoti viö Hafn- arfjörð, f. 19. nóv. 1900, d. 8. des. 1992 og Skarphéðinn Sig- urðsson, ættaður úr Borgarfirði, f. 17. des. 1885, d. 23. júní 1971. Bræður Guðmundar eru, Skúli, f. 1930 og Sigurður, f. 1939. Guðinundur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni vet- urinn 1938-1939. Hann átti sæti í Elsku Mummi. Fyrh’ mér varstu miklu frekar afi heldur en fóðurbróð- ir. Það fylgdi því mikið öryggi að alast upp í návist þinni og góðmennsku þinni voru engin takmörk sett. Maður gat alltaf talað við þig um allt milli himins og jarðar og alltaf hafðirðu áhuga á öllu sem var að ger- ast í lífi manns. Eftir að þú fluttir frá Minna hélt ég að allt mundi breytast svo mikið því Minna hafi alla tíð verið þessi fasti og öruggi punktur í lífi mínu. Ég hélt að það yrði ekki eins að heimsækja þig, lesa hjá þér blöðin og spjalla. Én það breyttist ekki svo mikið, því það var svo notalegt að vera í návist þinni hvar sem þú varst. Elsku Mummi, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið og verið mér, Sölva og börnum okkar í gegnum tíð- ina. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Megi góður Guð geyma þig. Þín Sigríður (Systa). Guðmundur Skarphéðinsson bóndi á Minna-Mosfelli lést á sjúkrahúsi í Reykjavík hinn 23. ágúst sl. Hafði hann átt við nokkra vanheilsu að stríða síðustu misserin. Með Guð- mundi er genginn einn af eldri bænd- um Mosfellssveitar af þeirri kynslóð sem ólst upp við vinnubrögð þar sem nánast allt var unnið með handafli og öll amboð sniðin eftir því. Hesturinn, þarfasti þjónninn, kom þar við sögu; einn af bjargvættum byggðar í landinu. Vélvæðingin ásamt aukinni tækni skall á upp úr miðri öldinni og fáir eru þeir nú sem hafa upplifað tímana tvenna í eigin búskap. Guðmundur fylgdist vel með og til- einkaði sér þessar framfarir og ástundaði markviss vinnubrögð. Guðmundur fluttist með foreldrum sínum úr Viðey 1937 er þau tóku við búsforráðum að Minna-Mosfelli í Mos- fellsdal. Hann var elstur þriggja bræðra. Beindist hugur hans að bú- rekstri, sem var mjög að skapi foður hans, og varð það hans ævistarf. Skarphéðinn faðir Guðmundar var annálað snyrtimenni, framúrskarandi kúabóndi og allur fénaður naut góðrar hirðingar og aðgæslu. Sonurinn til- einkaði sér búnaðarhætti föðurins og forskrifL Fénaður bar ævinlega með sér snyrtimennsku og reglusemi hins góða hirðis. Menn gerðu sér ferð að Minna-Mosfelli til þess að skoða og fræðast um fyrirmyndarbú. Þeir feðg- ar sátu jörðina með sæmd og prýði svo af bar. Þar gilti hið sama og um búféð; ræktun og hirðing túna til fyrirmynd- ar og hvergi sparað til jarðvinnslu og áburðar. Allt skilaði góðum arði og jörðin var eitt af djásnum Dalsins. Guðmundur nam við Laugarvatns- skólann og nokkra menntun sótti hann til Reykjavíkur. Hann varð brátt eftirsóttur til þátttöku í félags- málum og sat eitt kjörtímabil í hreppsnefnd eða árin 1958-1962. Hann dró sig þá í hlé því búrekstur- inn kallaði á meiri sinnu heima fyrirer heilsa föður hans fór að gefa sig. Oft var leitað til hans í ýmsum málum sveitarinnar og tók hann því ævinlega vel. Hann gaf sér einnig tíma til að syngja með karlakórnum Stefni og var í hópi þeirra sem mótuðu kórinn hreppsnefnd Mos- fellssveitar frá 1958 til 1962 og gegndi auk þess ýmsum störfum fyrir sveit sína. Hann vann alla tíð að búi foreldra sinna að Minna-Mos- felli í Mosfellssveit, eða til 1971, að hann tók við því að föður si'nuin látnum. Hann hætti búskap 1995 af heilsufarsástæðum. Siðustu mánuði dvaldi Guðmundur á Dvalarheimilinu að Hlaðhömrum. Hann var ókvæntur og barnlaus. Utför hans fer fram frá Mosfellskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. fyrstu árin. Bóndi var Guðmundur af lífi og sál. Hann hirti vel um sitt bú og sína jörð og undi sér vel í sínu ævistarfi. Hann var trúr yfir því sem hann tók að sér og slakaði aldrei á. Guðmundur var hæglætismaður, prúður, kurteis og afskiptalítill um annarra hag nema starfsmenn hans ættu í hlut. Aðkeypt vinnuafl á Minna-Mosfelli var helst unglingar í sumardvöl og fengu þau þar góðan skóla. Brýnt var fyrir þeim að varast hættur í starfi við notkun vinnuvéla og verkfæra. Þá nam hið unga fólk ekki síður natni bónda við búfé, eink- um kýr. Hinir ungu staifsmenn Guð- mundar héldu flestir tryggð við heim- ilið og minntust ævinlega dvalar sinnar á Minna-Mosfelli með þakk- læti og hlýhug. Guðmundur kvæntist ekki og stýrði Katn'n móðir hans búi með syni sínum eftir að Skarphéðinn féll frá 1971. Katrín naut allgóðrar heilsu fram eftir árum en hún lést 1992. Um það leyti dró Guðmundur saman um- svifin, fargaði bústofni 1995 og seldi jörðina 1997. Þá flutti hann í þéttbýli Mosfellsbæjar og dvaldi síðustu mán- uðina í góðum félagsskap að Hlað- hömrum, íbúðum fyrir aldraða. Við samferðamenn kveðjum við vistaskiptin og þökkum góða sam- fylgd. Ættingjum er vottuð samúð. Minn- ingin lifir. Jón M. Guðmundsson. Það er bjart yfir minningu Guð- mundar Óskars Skarphéðinssonar, bónda á Minna-Mosfelli í Mosfellsdal, sem við kveðjum í dag hinstu kveðju. Atvikin höguðu því svo að ég og fjöl- skylda mín áttum hann að vini síðustu æviár hans, er það varð okkar hlut- skipti að taka við búsforráðum á Minna-Mosfelli þegar hann varð frá að hverfa vegna heilsubrests á árinu 1997. I Guðmundi kynntumst við óvenjulega heilsteyptum og vel gerð- um manni sem okkur var að skapi. Mér er minnisstætt þegar fundum okkar Guðmundar bar fyrst saman sumarið 1987, er ég vegna starfa minna heimsótti hann og Katrínu móður hans að Minna-Mosfelli, en hún stóð þá fyrir búi með syni sínum háöldruð og hafði verið húsfreyja á Minna-Mosfelli í rétta hálfa öld. Allt bar vott um óvenju nosturslega um- gengni innan húss sem utan, en það var alla tíð einkenni þeirrar fjöl- skyldu. Hver hlutur átti sinn stað og hver hlutur var á sínum stað. Þar var í raun alltaf búið samkvæmt þeirri hugmyndafræði, sem nú er kennd er við sjálfbæra þróun, og áherslan lögð á að ná hvarvetna besta árangri, en beita þó til þess mildustu úrræðum; hófstilltum og yfirveguðum aðferð- um. Mikil virðing var borin fyrir sköpunarverkinu og dýrin og önnur náttúrugæði voru meðhöndluð af um- hyggju og virðingu. Þess var vand- lega gætt að sóa ekki verðmætum, enda hafði allt sem undir höndum var kostað blóð, svita og tár. Meðalhófs- reglan var í raun meginreglan og lifað í anda kvæðis séra Jóns á Bægisá, skáldsins sem orti svo um meðalhófið: „...það sé allt eftir þörfum manns, þá fer að vilja skaparans." Engin regla er þó án undantekninga og þegar því var að skipta var mikil rausn til staðar á Minna-Mosfelli eins og Ijósastjak- arnir á altari Mosfellskirkju eru til vitnis um meðal annars. Stundum hefur líka metnaðarfullt nostui- og vandvirkni í umgengni yfirstigið allt meðalhóf, enda hlaut fjölskyldan oft- ar en einu sinni sérstakar viðurkenn- ingar, bæði fyrir snyrtilega umgengni og úrvals búsafurðir. Ég hafði haft nokkrar spurnir af fjölskyldunni á Minna-Mosfelli allt frá bernsku. Tengsl við fjölskyldu mína urðu með þeim hætti að þegar þau Skarphéðinn og Katrín hófu bú- skap laust fyrir 1930 var það á Keld- um; þar sem þau tóku jörðina á leigu af Ólafi Jónssyni og Guðninu Eyjólfs- dóttm-, föðursystur minni, sem þar bjuggu þá. Þegar Skarphéðinn og Katrín síðar fluttu bú sitt þaðan út í Viðey nokkrum árum seinna fylgdi þeim þangað sem vinnukona önnur föðursystir mín, Þóra, og dvaldi síðan einnig hjá þeim nokkur sumur á Minna-Mosfelli eftir að þau komu þangað vorið 1937. Guðmundur bjó með foreldrum sín- um meðan þau lifðu, elstur þriggja sona, og tók við búinu þegar fram liðu stundh-. Hann sagði mér að sem ungur maður hefði hann allt eins geta hugsað sér annan starfsvettvang, enda var hann fjölhæfur maður og hagur. Skarphéðinn faðir hans var kappsam- ur og duglegur bóndi og rak stórt kúa- bú á þeirra tíma mælikvarða. Því var fúll þörf fyrir allan tiltækan vinnukraft meðan öll verk voru unnin með hönd- um og hestum. Það lá því beinast við að búskapur yrði ævistarf Guðmundar og þegar svo vai- ráðið hafði hann hug á því að komast í bændaskóla. Atvik komu þó í veg fyrir að svo gæti orðið og urðu það honum nokkui- vonbrigði. Guðmundur var víðlesinn maður og í raun fjölmenntaður og fróður á mörg- um sviðum. Um hann var það haft á orði í Dalnum að hann væri „bóndi af Guðs náð“. Guðmundur var fremur dulur mað- ur um eigin hagi. Hann gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín og þótt hann hefði gjaman meiningar um menn og málefni fór hann jafnan vel með og flíkaði lítið. Það var fremur háttur hans að umbera galla heimsins en úthrópa þá. Hann var óhvikull trúmaður; trúr og samkvæmur sjálf- um sér. I hugann kemur sú hlaðna spurning sem Halldór Laxness legg- ur Guðrúnu Jónsdóttur, vinnukonu á Mosfelli, í munn í Innansveitarkrón- iku: „Getur nokkur nokkurntíma ver- ið nokkrum trúr nema sjálfum sér?“ Þótt það lægi ekki fyrir Guðmundi Skarphéðinssyni að kvænast eða eignast afkomendur átti hann fjöl- skyldu sem var honum afar náin og kær. Bræður hans Skúli og Sigurður stofhuðu heimili í næsta nágrenni og urðu barnmargir og Minna-Mosfell vai- samnefnari stórfjölskyldunnar. Allt þetta fólk sýndi Guðmundi mikla virðingu og ræktarsemi og vildi allt fyrir hann gera og er mér vel kunnugt um hve mikils hann mat það. Þegar ég að leiðarlokum lít yfir æviferil Guðmundar á Minna-Mosfelli og okk- ar kynni er mér efst í huga hve mætur maður hann var. Eftir á að hyggja hlýtur hann samt að hafa haft galla eins og aðrii- dauðlegir menn, en með öguðum lífsmáta hefur honum þá tek- ist að milda þá svo að við tókum aldrei eftir þeim. I huganum tengi ég h'fs- hlaup Guðmundar Skarphéðinssonar ósjálfrátt við Heilræðavísur Hall- gríms Péturssonar og finnst næstum eins og sum af erindunum gætu hafa verið ort til hans sérstaklega: Lítillátur, ljúfur og kátur, leikþéreiúrmáta. Varast spjátur, hæðni, hlátur. Heimskir menn sig státa. Foreldnim þínum þéna af dyggð, það mágæfuveita. Varast þeim að veita styggð, viljir þú gott bam heita. Hugsa um það helst og fremst sem heiðurinn má næra. Aldreisátilærukemst semekkertgottvilllæra. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja. Umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Við á Minna-Mosfelli þökkum vin- áttuogkynni. Valur Þorvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.