Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hrundi úr Ós- hlíð á afmæl- ishátíðinni HÁTÍÐARHÖLD í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Óshlíðar- vegur var formlega tekinn í notkun síðastliðinn laugardag tóku óvænta stefnu þegar björg tóku að hrynja úr Óshlíðinni þegar menn voru á leið frá hátíðarhöldunum. Við Kross, ut- arlega í Óshlíð á veginum milli ísa- fjarðar og Bolungarvíkur, féll grjótskriða og hafnaði stór steinn á bifreið Halldórs Benediktssonai- sem starfar hjá Bolungarvíkur- kaupstað. Einnig lentu tveir staurar í vamargirðingu undir skriðunni. Hruflaðist á höfði Mikil mildi er að ekki skyldu verða frekari slys á mönnum því mikil umferð var um veginn þegar skriðan féll. Halldór kvaðst ekki gera sér grein fyrir því hvemig þetta atvikaðist, hann hefði haft í nógu að snúast að koma sér undan skriðunni. Tveir vom í bflnum auk Halldórs. Bflar vom á undan Hall- dóri og fyrir aftan hann. Hann sagði að mikið grjót hefði hranið niður úr hlíðinni en hann kveðst ekki gera sér grein fyrir því hvort margir hnullungar hefðu lent á hans bfl. „Það lenti einn á þaki bflsins og það gekk niður ofan á höfuðið á mér. Það komu fleiri hnykkir á bflinn en hvort það var vegna þess að bfllinn var að fara yfir gijót eða skorur á veginum veit ég ekki. Mín hugsun var að komast sem fyrst út úr grjóthruninu," sagði Halldór. Halldór kveðst hafa vankast við höggið en hann er ekki mikið slasað- ur. Hann hraflaðist á höfði og blæddi talsvert úr sári. Hann kveðst oft hafa farið þessa leið áður en aldrei lent í neinu slíku fyrr. Áður en ósköpin dundu yfir hafði því verið fagnað með formlegum hætti við Krossinn á Óshlíð að 50 ár era liðin frá því að vegurinn var tek- inn í notkun og var nýrri útsýnis- skífu m.a. komið fyrir í Ósvör. Ámi Johnsen, formaður samgöngu- nefndar Alþingis, ávarpaði sam- komuna, Kvennakór Bolungarvíkur söng og sóknarpresturinn í Holti í Önundarfirði, séra Stína Gísladótt- ir, flutti blessunarorð. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjöms Eins og sést hefur þakið á bíl Halldórs Benediktssonar dældast mikið í grjóthruninu. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðs Árni Johnsen, formaður samgöngunefndar Alþingis, ávarpaði samkomuna við Krossinn í Óshlíð. Stjórn Félags íslenskra leikskólakennara Ahyggjur vegna ástands í leikskólum Jafntefli í báð- um skákunum JAFNTEFLI varð í báðum skák- unum í undanúrslitum á Skákþingi íslands í gær. Stefán Kristjánsson tefldi við Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson við Jón Garðar Viðarsson. Þeir komust allir áfram í undanúrslit. Stefán lagði Sævar Bjarnason, D/2-V2, Þröstur lagði Ágúst Sindra Karlsson, IV2-V2, Jón Viktor vann Þorstein Þorsteinsson, 2/2-U/2 og Jón Garðar bar sigurorð af Arnari E. Gunnarssyni, 2/2-1 '/2. --------------------- Laus úr haldi HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem gran- aður er um að hafa vísvitandi ekið niður mann í bílageymslu í Kópavogi fyrir rúmri viku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að almannaheill væri ekki í húfi þótt maðurinn væri frjáls ferða sinna og felldi þar með úr gildi úrskurð héraðsdóms. STJÓRN Félags íslenskra leikskóla- kennara hefur sent frá sér ályktun þar sem stjórnin lýsir áhyggjum sín- um yfir því ástandi sem skapast hefur vegna starfsmannaskorts víða í leik- skólum. „Stjórnin hvetur leikskóla- stjóra til að standa saman með því að takmarka innritun nýrra barna og grípa hiklaust til aðgerða, s.s. lokunar deilda og að stytta opnunartíma leik- skólanna þegar ekki verður öðra við komið,“ segir í ályktuninni. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, tekur undir að ástandið sé bagalegt en segir að heldur færri starfsmenn vanti nú á leikskólana en á sama tíma í fyrra. „Við eram mitt í slagnum núna við að reyna að fá fólk. Við höfum ekki tekið inn í öll pláss á ákveðnum leik- skólum. I fyrra voram við að ráða starfsmenn fram eftir öllum vetri og vantaði alltaf nokkra tugi starfs- manna,“ sagði hann. Bergur segist búast við að ástandið verði svipað í vetur og sl. vetur. í ályktun stjómar Félags íslenskra leikskólakennara segir að því hafi margsinnis verið lýst yfir að mann- ekla sé með öllu óviðunandi fyrir þau böm og starfsfólk sem fyrir hendi er. „Slíkt ástand rýrir leikskólastarfið og hrekur hæft starfsfólk í burtu. Auk þess skapast veraleg óþægindi og óöryggi í röðum foreldra. Stjóm félagsins leggur áherslu á, að þennan vanda sem upp kemur ár- lega verði að leysa. Vandinn verður fyrst og fremst leystur með því að hækka verulega laun leikskólakenn- ara og annarra sem í leikskólum starfa. Þá fyrst verða leikskólar sam- keppnishæfir við aðra vinnustaði um starfsfólk. Það er staðreynd sem yfir- völd verða að viðurkenna nú þegar og bæta úr er kjarasamningar verða gerðir um nk. áramót,“ segir í ályktuninni. Rúmenska lögreglan fann hluta þýfísins LÖGREGLAN í Rúmeníu hefur lagt hald á nokkurt magn skartgripa sem talið er að rúmenskur skart- gripaþjófur hafi stolið hér á landi. Rúmeninn var handtekinn 18. ágúst sl. en hann hefur nú viðurkennt alls sjö innbrot, fimm í Reykjavík og tvö á Höfn í Hornafirði. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík sendi lýsingu á skartgrip- unum sem stolið var til skrifstofu Interpol í Búkarest. Lögreglan í Rúmeníu gerði húsleit hjá ættingja 1 mannsins og fann þar talsvert magn þýfis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur samstarfið við ‘ Rúmenana gengið vel þótt tungu- málaörðugleikar hamli rannsókn nokkuð. Skartgripaþjófurinn rúm- enski notaði alls fjögur dulnefni, m.a. eitt ítalskt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi til 8. september nk. Nýr frétta- stjóri á Skjá | einum SÓLVEIG Kristbjörg Bergmann hefur verið ráðin fréttastjóri hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Hún tekur við starfinu af Sigursteini Mássyni. Sólveig hefur verið starf- andi sem fréttakona á fréttastofu stöðvarinnar en var boðið starf fréttastjóra sl. föstudag. Sólveig hef- ur B.A.-próf í mannfræði og alþjóða- fræði og stundaði nám í hagnýtri fjölmiðlun samhliða starfi sínu á fréttastofu Sjónvarpsins. Þar vann hún sem skrifta og við textastjórn og síðasta sumar sem fréttamaður. Aðspurð um ummæli fyrrverandi fréttastjóra á þá leið að stjómendur stöðvarinnar vildu fá fleiri „gular“ fréttir svaraði hún því til að það væri stefna sem hún kannaðist ekki við. „Gular fréttir eða slúðurfréttir, það er eitthvað sem við eram ekki að fara út í. Fólk á alltaf að geta gengið að fréttum dagsins vísum hjá okkur. Og síðan höldum við náttúrlega áfram að fylgjast með öllu því skemmtilega sem er að gerast hér í borginni hvern einasta dag og höld- um áfram að byggja á þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði nýi-áðinn fréttastjóri Skjás eins. ---------------- Forseti Alþing- is frá störfum vegna veikinda HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, hefur verið frá störfum um skeið vegna veikinda. Hann gekkst undir skurðaðgerð fyrir nokkrum dögum og er á góðum batavegi. Áf þessum sökum mun Halldór Blöndal ekki geta tekið á móti for- setum þjóðþinga Þýzkalands og Kína þegar þeir koma hingað í heimsókn á næstunni. JT ■ ■ JC ‘*r ■ Serbloð i dag mmjmi Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili Haukur Ingi ekki brotinn/Bl Steingrímur með þrennu/B2 ÉlEoiHmfllEL íÞféntR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.