Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 50

Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 50
>0 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Eldhústæki í úrvali 5.678 F E L I U Neve eldhústæki kr. Feliu elhústæki kr. 7.038 Grohe eldhústæki kr. 9.696 Mora eldhústæki kr. mora 8.765 Tveggja handa eldhústæki frá kr. 2.801 Heildsala/smásala VA TNSVIHKINN ehf. Sf Ármúla21, sími: 533 2020. Handlaugartæki í úrvali GROHE WA»M flCnNðlOCV Grohe handlaugartæki með lyftitappa kr. 7.627 Handlaugartæki Tveggjahanda frá kr. 3.335 mora E^tmmnni tSOWOIi Mora handlaugartæki með lyftitappa kr. 9.636 Felin handlaugartæki með lyftitapp kr. 7.038 mm Neve handlaugartæki með lyftitappa kr. 6196 Heildsala/smásala yU VA TNSVIRK/NN ehf, ^ Ármúla 21, sfmi: 533 2020. www.mbl.is i_________ UMRÆÐAN Á ÞESSU herrans ári 2000 horfum við landsmenn, sem enn lifum, upp á fólk falla í umferðinni. Mikið fleira fólk en við vild- um nokkurn tímann sjá hverfa af sjónar- sviðinu. Hvað er til ráða? Eigum við bara að gefast upp og telja þetta mannfall til her- kostnaðar umferðar- innar? Leggja árar í bát og gefa þetta allt frjálst, eins og fíkn- iefnaunnendur vilja gera með dópið? Láta bara reka á reiðanum? Mín skoðun er sú að svo eigi ekki að vera. Það er til lausn, lausn sem kannski er ekki öllum að skapi, en samt tel ég ráð mín duga talsvert langt. Ég er ekki aldeilis reynslulaus ökumaður. Ég hef haft ökuréttindi í 35 ár, verið lögreglu- maður í rúm 20 ár og síðast en ekki síst prófdómari í tæp 7 ár. Á þeim ferli hef ég séð margt gott og slæmt. Það slæma er mér því mið- ur hugstæðast. Hvers vegna? Jú, mannslífin og þeir mörgu slösuðu, sem eru bæklaðir fyrir lífstíð úr umferðinni og ég þekki til og veit um. Við sem að umferðarmálum vinn- um, horfðum björtum augum til æfingaakstursins. Þar fengju jú foreldrar að kenna börnum sínum hvernig eigi að varast hætturnar í umferðinni, undirbúa ungmennið til öruggs aksturs. Þarna sá ég svipað munstur og þegar barninu var kennt að ganga. Allir fylgdust með, tilbúnir að grípa inní ef eitthvað bar útaf. Um leið og barnið stóð upp og gekk á milli nokkur skref milli tveggja stóla, var sagt: „Hann kann að ganga“! Þar með var ekki öll sagan sögð, eftirlitinu var ekki lokið, nei, það varð áfram að passa bamið, hvöss horn og smádót á gólfinu gátu verið því skeinuhætt. Það voru allir uppteknir, myrkranna á milli, að passa litla angann, þar til hann gat bjargað sér sjálfur. Gekk nokkuð styrkum fót- um, gat einbeitt sér að því sem fyrir var og hafði gott jafnvægi, gat gengið óstuddur. En þegar kemur að bílprófinu, hvað þá? 16 ára fær hann æfinga- leyfi. En hvar eru pabbi og mamma núna? Þau hafa ekki tíma í þetta núna. Það er algengasta svarið sem ég fæ frá þeim nemum, sem verið hafa með æfingaleyfi og eru að mæta í öku- prófið. Rétt fyrir 17 ára afmælið mætir hann í ökuprófíð. Keyrir vel í prófinu og stendur sig með prýði. En það er búinn að vera stöðugur þrýstingur á ökukennarann að klára þetta sem fyrst, „þetta má jú ekki kosta of mikla peninga"! Sum- ir reyna að komast í gegnum prófið með því að aka nógu hægt, silast þetta, „það er jú ekki hægt að gefa refsistig fyrir að aka varlega, er það“? Þá er að ná í skírteinið, heimilisbílinn og á rúntinn með fé- lögunum, sem allir eru á sama báti og ökumaðurinn. „Og hefst þá sýn- ingin“! Ökukennarinn, prófdómar- inn, pabbi og mamma horfin, bara ÉG og vinirnir, „Nú skal ÉG sýna ykkur hvað er góður kraftur í bíln- um og að ÉG kann að keyra.“ Þarna er það sem hættulegi tíminn byrjar. Það er þarna sem í ljós kemur annað sem ég finn að vant- ar, siðferði fyrir öðrum sem á göt- unni eru. Þarna er vanþroskinn það hættulega í umferðinni, stóri skaðvaldurinn. Og því miður fylgir þessi mikli löstur alltof mörgum alltof lengi Nei, ég vil gerbreytingu á þess- Akstur Agaleysi ungmenna og undanlátssemi þjóðfé- lagsins við þá sem yfír- ganga okkur hin í skjóli frelsis, segir Önundur Jónsson, er orsök vand- ans að stórum hluta. um málum ungmenna okkar. Og hvað er það sem ég vil breyta? Hækka bílprófsaldurinn upp í 18 ár. Tryggingafélögin taki sig sam- an, þau eru nú ekki óvön þvi, og samræmist um eftirfarandi reglu: - Tilkynna þarf til tryggingafélaga um ökumenn hvers ökutækis, sé hann undir 20 ára aldri, sé með bráðabirgðaökuskírteini. Skráðum eiganda ökutækis verði gert að láta ökumann, með bráðabirgðaökuskír- teini, aldrei vera undir stýri, nema með honum sé aðili 25 ára eða eldri. Vilji skráður eigandi ekki undirgangast þessa reglu, verði hann að greiða 100% hærra iðgjald fyrir það eða þau ökutæki, sem hann ætlar að láta ungmennið aka. Því erum við að láta ósjálfráða ungmenni fá umráð yfir fasteignum sem þau mega ekki eiga sjálf? Ungmennin fá jafnvel að kaupa sér svo kraftmikla sportbíla að afl þeirra nægir til að knýja heila járnbrautarlest, allt er svo skráð á pabba eða mömmu. Þá er eftir að prútta við tryggingafélögin um lægri iðgjöld fyrir þessa óreyndu ökumenn, sem eru að setjast undir stýri í fyrsta sinn á ævinni, al- gerlega reynslulaus, eftirlitslaus og þar af leiðandi með hæstu slysa- tíðnina. Hvers vegna forráðamenn ungmenna? Auðvitað til að spara sér fé, en sjálfsagt er að láta aðra borga brúsann, láta hækka trygg- ingariðgjöldin á öllum landsmönn- um til að standa straum af kostnaði leikfangs barna þeirra. Það við- kvæði, „að ekkert kemur fyrir barnið mitt“ er löngu úrelt. Tökum heldur upp lögmál Murphy’s og lif- um eftir því í umferðinni. Umferðarráð og fleiri segja í bæklingi, sem barst mér í hendur fyrir skömmu: „Umferðaröryggi byggist á afstöðu vegfarenda." Eg er þessu sammála. Sverrir Her- mannsson þingmaður fór í ökuferð fyrri hluta sumars vestur á firði og lýsti þeirri ferð sinni i grein í Mbl. fyrir skömmu. Ég fór hringferð um landið seinni hluta júlímánaðar og eftir þá ferð get ég tekið undir hvert orð Sverris varðandi hegðun ökumanna. Það er tillitsleysið og glannaaksturinn, sem öllu ræður á vegunum og þessi framkoma full- orðinna, verður ungmennum okkar til eftirbreytni. Það er hægt að skrifa heila bók um þann glannaskap sem ég varð vitni að á þeim hring er ég ók. Sér- staklega undraðist ég akstur þeirra sem voru með tjaldvagn eða felli- hýsi í eftirdragi og saklausa fjöl- skyldu sína í bifreiðinni hjá sér. Ég hef oft spurt mig hvað það er sem veldur. Kemst ég ávallt að þeirri niðurstöðu að agaleysi ungmenna og undanlátssemi þjóðfélagsins við þá sem yfirganga okkur hin i skjóli frelsis, er orsökin að stórum hluta. Ég skora á þingmenn þjóðarinn- ar og forsvarsmenn tryggingafé- laganna að taka höndum saman og breyta reglum sínum og fylgja reglunum eftir af festu. Það yrði stórt skref fram á við í baráttunni við mannfallið á vegunum. Aths. ritstj. Önundur Jónsson, höfundur greinarinnar, sendi tvær greinar til birtingar. Hin fyrri birtist fyrir helgina pn átti að koma á eftir þessari. í fyrri greininni var vitnað til þessarar greinar og er höfundur beðinn afsökunar á þessum mistök- um. Höfundur starfar sem yfirlögregluþjónn á ísafirði. Ökuréttindin » Önundur Jónsson Heimsókn Li Peng og hugsanleg mótmæli ungliða ÁRIÐ 1989 gerðust atburðir í Kína sem vörpuðu ljósi á hversu mannréttindum væri farið í Kína og hversu strangt væri tekið á þegnum þess lands. Þetta ár þeystu stúd- entar Pekingháskóla og annarra háskóla á Torg hins himneska friðar og mótmæltu stöðu sinni, réttindum og hlutskipti. Full- trúar CNN stóðu þá á svölum Pekinghótelis- ins, þar sem Mao for- maður las upp úr stjórnarskránni 1949 og mynduðu þá ungan stúdent fyr- ir framan skriðdreka sem hann stöðvaði með sjálfan sig einan að vopni. Sýndi þetta mátt einstakl- ingsins á móti hervaldi og kúgun. Þegnar annarra þjóða horfðu á þetta með andagt og fordæmdu viðbrögð stjórnvalda og þau morð sem framin voru á mótmælendum. Vissulega er erfitt að horfa uppá slíka atburði sem þessa og því síð- ur að hugsa til þess að stjórnvöld skuli þurfa að grípa til slíkra að- gerða. Til að fordæma slíkt hafa samtök eins og Amnesty Inter- national tekið virkan þátt í að mót- mæla atburðum sem þessum og er það af hinu góða. Við þurfum vissulega að hafa samtök sem þessi mjög virk og öflug til að varpa Ijósi á þessa hlið málanna og beita sér fyrir betri heimi. Hins vegar hafa ungir stjórn- málamenn komið fram á sjónar- sviðið og ætla sér að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í Kína. Hér er um að ræða félaga mína í Heim- dalli og einnig unga jafnaðarmenn. Vissu- lega er það gott að þeir ætli sér að mót- mæla og berjast fyrir betri heimi. Tæplega getur mönnum dulist sú staðreynd að Heimdellingar mót- mæltu ekki þegar vangefinn maður var tekin af lífi í Texas hér fyrir stuttu né þegar Bretar fram- seldu Pinochet. í grein í DV í mars á þessu ári og er eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, einn helsta fræði- mann þjóðarinnar að mínu mati, kom fram að Margrét Thatcher hafi sýnt mikið hugrekki að hitta þennan fyrrum einræðisherra sem ber ábyrgð á fjölmörgu misjöfnu í sínu heimalandi. Ég er vissulega sammála Hannesi að járnfúin góða hafi sýnt mikið hugrekki. í grein sinni fjallar Hannes einnig um hversu Pinochet tókst vel upp með að steypa Salvador Allende af stóli og tíundar það hversu vinstrimenn séu reiðir vegna þess. Jafnframt segir Hann- es til um hversu vel Pinochet tókst upp með umbætur í sínu landi þar sem nú ræður ríkjum skilvirkt markaðskerfi. Varðandi mannrétt- indabrotin sem Hannes undirstrik- ar að hafi verið framin stórkost- Heimsókn Því og þess vegna virð- ist sem einhverjir njóti ávaxtanna, segir Sveinn Óskar Sigurðsson, þrátt fyrir að sumir þeirra geti verið mjög beiskir. lega vitnar hann í raun til neyðarréttar með einum eða öðr- um hætti. Hann vitnar í nokkra Chile-búa sem segja að þetta hafi nú bara verið stríð og því fylgi nú vissulega mannréttindabrot. Síðan rekur Hannes það að í raun hafi nú Castró tekið fleiri af lífi en Pin- ochet og að kommúnistastjórnin á Kúbu hafi verið ógnarstjórn. Á vef Andríkis, sem nefnist Vefþjóðviljinn, má sjá stutta grein 24. þessa mánaðar þar sem bent er á að íslenskir stjórnmálamenn hafi farið til Kína og heimsótt glæpa- menn sem þar ráða ríkjum. Hins vegar skal bent á að 12. nóvember 1998 hæðast þeir sömu að mót- mælum svokallaðra vinstrimanna fyrir framan breska sendiráðið en þar segir orðrétt; „Hefði þá lík- lega verið nærtækara fyrir þá að mótmæla við ýmis önnur sendiráð. T.d. sendiráð þeirra landa sem Pinochet hefur valsað um óáreitt- ur.“ Þessu er ég fullkomlega sam- mála og mælist til þess að full- trúar Vefþjóðviljans skori nú á Heimdellinga að drífa sig nú og fara að mótmæla kröftuglega og þá helst reglulega. Jafnframt tel ég að Heimdallur ætti að staðfesta sambærilegar ályktanir um aðrar þjóðir og þá ályktun sem þeir sam- þykktu 23. ágúst síðastliðinn um komu Li Peng til landsins. Einnig vil ég benda Heimdellingum á að lesa meira um þessi mál og þá sér- staklega hjá Hannesi sem virðist hafa aðra skoðun á þessum málum en þeir enda virðist hann réttlæta ógnarstjórnir eftir því hvort þau skapi markaðshagkerfi eða ekki. Eg er sammála Hannesi að í Chile hefur byggst upp afar skil- virkt markaðskerfi enda hafi þar verið seld ríkisfyrirtæki í stórum stíl og einkavæðing átt sér stað. Slíkt er rétt hjá Hannesi og að láta markaðsöflin ráða með þess- um hætti er það eina sem leitt get- ur þjóðir á veg aukinnar hagsæld- ar. Með sömu rök að leiðarljósi hóf meistari Deng umbætur í sínu landi. Sporgöngumenn hans, eins og Li Peng, hafa haldið þessum umbótum áfram, selt ríkisfyrir- tæki og byggt upp öflugt markaðs- hagkerfi í Kína, nokkuð sem fáa hafði dreymt um. Við slíkar breyt- ingar hafa menn þurft að færa fórnir rétt eins og Hannes bendir réttilega á í grein sinni. Því og þess vegna virðist sem einhverjir njóti ávaxtanna þrátt fyrir að sum- ir þeirra geti verið mjög beiskir. Höfundur er Heimdellingur og fyrrverandi stjórnarnmdur íSUS. Sveinn Óskar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.