Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 33
MOKGUNBLÁÐTÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 33
LISTIR
Heimsdans í
Kaupmannahöfn
ohni'ir VI íinrniOil'nliil
Gautaborg. Morgunblaðið.
FYRSTA alþjóðlega danshátíðin;
„Dancin’ World“, var nýlega haldin í
Ljósmynd/Yohichi-Tuskada
Japanska Kazco Takemoto.
Kaupmannahöfn. í Kanonhallen, í
Musikteatret í Albertslund og víðar
voru sýningar, meðal annars frá Afr-
íku, Asíu og Rómönsku-Ameríku og
þar var stiginn margs konar dans,
allt frá argentínskum tangó dans-
flokksins Tango por dos, undir
stjórn meistarans Miguel Angel
Zotto frá Buones Aires, til meira eða
minna ögrandi framúrstefnuverka.
Sýnd voru verk 12 danshöfunda,
sem einnig miðluðu af kunnáttu sinni
á námskeiðum fyrir dansara meðan á
hátíðinni stóð. Þar mátti m.a. kynn-
ast hinni þúsund ára egypsku hefð
Raqs Sharqi í endurnýjun dansarans
Suraya Hilal.
Hárfínn samruni
,Auga Susanne Linkes fyrir karl-
manniegum krafti er hreint ótrú-
legt,“ skrifar Majbrit Hjelmsbo í
Weekendavisen, þar sem hún fjallar
annars vegar um opnunarsýninguna
með senegalska dansflokknum Jant-
Bi í verki hinnar þýsku „móður nú-
tímadansleiklistar" og hinsvegar um
verk eftir Charlottu Ikedas, stjóm-
anda buto-flokksins Ariadone.
Verki Linkes, „Le coq est mort“,
er lýst með orðum eins og „slungið",
„skarpt“ og „eggjandi". Tónlistin
frökk blanda af brotum úr
strengjakvartett Shostakovits, afr-
iskum rytmum, hanagali og górillu-
öskri, samkvæmt Hjelmsbo, og
dansstíllinn hárfínn samruni byggð-
ur á hefðbundnum afrískum dansi,
augnablikum úr breik-dansi, akrób-
atík og þýsku Tanztheater þegar það
er sem allra best.
Samruni er einnig sagður lýsandi
fyrir japansk/franska buto-kvenna-
dansflokkinn Aiiodone með verkið
„Ham No Sáiiten: Un Sacre du
Printemps", sem Charlotta Ikeda,
stjórnandi hópsins, vann í samvinnu
við danshöfundinn Ko Murobushi við
sígilt og samnefnt verk Stravinskys.
Buto-danshóparnir Sankai Juku
og Ariadone sem nú hafa aðsetur í
Frakklandi era hvað þekktastir á al-
þjóðavettvangi.
Að dómi Majbrit Hjelmsbo nær
umrædd sýning Ikeda og Ariodone
ekki þeim styrk og töfí’um sem fyrri
sýningar hennar náðu, og nefnir
Hjelmsbo ungan aldur dansaranna
sem hugsanlega ástæðu þess.
Hlutirnir dansa með
,AHt annnað en yfirborðskennt"
er yfirskriftin í dómum Dagens Ny-
heter (15. ágúst) þar sem Cecilia Ols-
son fjallar um þrjár sýningar á
Dancin’ World-hátíðinni. Hún velur
sýningar, sem hún segir hafa átt
hljóðlátan þátt í hátíðinni, og að séu
um leið táknrænar fyrir betri helm-
ing hinnar umdeildu alheimsvæðing-
ar. Skilji ég Olsson rétt kyndir verri
helmingur alheimsvæðingarinnar
undh- yfirborðsmennsku og ógnar
séreinkennum okkar, en sá betri
vinnur gegn slíkri útþynningarstarf-
semi og býður athyglisverðri list-
sköpun heim. Olsson fjallar um sýn-
ingar þriggja kvenna, danshöfunda
og dansara sem dansa eigin verk;
Kazco Takemoto frá Japan, Mui
Cheuk Yin frá Kína (Hong Kong) og
„Khol Do“ eftir Maya Krishna Rao
frá Indlandi.
Verk Kazco Takemotos era áhrif
kabuki, buto, buyo, amerísks mód-
ernisma og þýsks expressjónisma í
sérkennilegri blöndu, eins konar
„Veraldardans"; torræð en mögnuð
sýning á samrana ólíkra dansstíla, að
sögn Cecilia Olsson.
Verk Mui Cheuk Yin eru þrír sóló-
dansar, byggðir á hefðbundnum kín-
verskum dönsum. „Hjá Yin dansa
hlutirnir en það gerir líkaminn líka
svo og rýmið,“ skrifar Cecilia Olsson
m.a. Þess má geta að áður en Yin gaf
sig að nútímadanssköpun var hún
stjörnudansari við Hong Kong
Dance Company.
Ferðin til baka
Maya Krishna Rao er skóluð í ind-
verskum kathakali en hún lítur ekki
á dans sinn sem kathakali. Verkið
„Khol Do“ eða ferðin til baka er túlk-
un á samnefndri smásögu eftir Saad-
at Hasan Mantos. Þar segir frá föður
er týnir dóttur sinni í óeirðum og
leggur af stað til að leita hennar. I
hefðbundnum kathakali era öll hlut-
verk leikin af karlmönnum, en í um-
ræddri sýningu er það aftur á móti
kona, sem dansar manninn sem leit-
ar dóttur sinnar og finnur hana að
lokum í sjálfum sér.
Hrifning gagnrýnandans fer ekki
á milli mála, en umsögnin endar svo:
„Með algerri einbeitingu, nærvera,
persónulegri friðhelgi og ótrúlegum
myndugleika skapar Rao svimandi,
dramatískan og skáldlegan kraft.“
Innhverfur en
fallegur flutningur
TONLIST
\ s k i r k j a
GÍTARTÓNLEIKAR
Manuel Babiloni flutti gítarverk
eftir Sor, Tárrega, Asencio,
Mompou, Pascual, Castelnuovo-
Tedesco og Turina. Sunnudagurinn
27. ágúst, 2000.
GÍTARINN er hljóðlátt hljóð-
færi og þegar sá sem fer höndum
um þetta viðkvæma hljóðfæri tem-
ur sér aðgát í allri hljómmótun við-
fangsefna sinna getur útkoman
orðið einum of daufleg. Slíkur leik-
máti á trúlega mjög vel við, þegar
hljóðrita skal, en á tónleikum vant-
ar oft, að skilaboðin séu sterkar
framreidd en ella, til að ná fram til
hlustenda. Að þessu leyti voru tón-
leikar Manuel Babiloni einum of
dauflega framfærðir og það var í
raun ekki fyrr en í lokaverkinu,
„Sevillana", eftir Turina, þar sem
Babiloni tók á í leik sínum, enda
atti hann kappi við flugeldaglaða
utankirkjumenn og var reyndar
svolítið sérstakt að heyra tvo and-
stæða hljóðheima mætast með
þessum hætti. Ekki var að sjá, að
þrumugnýr flugeldanna setti Babil-
oni útaf laginu, hann hélt sínu
striki, eins og ekkert hefði í skorist.
Þrátt fyrir hljóðlátan og fíngerð-
an leikinn hjá Babiloni mátti vel
greina marga sérlega fallega mót-
aða tónhendinguna, sérstaklega í
fimm þáttum eftir Tárrega, sem
vora einstaklega fallega fluttir og
fímm þáttum úr verki eftir Castel-
nuovo-Tedesco, sem ortir eru við
ljóð eftir Juan Ramón Jiménez, þar
sem þáttur, er nefnist „Svölur", var
töluvert tilþrifamikill í leik Babil-
onis.
Eins og fyrr segir var samleikur
Babilonis við flugeldadrunur utan
dyra ekki hagstæður fyrir gítarist-
ann, sem þó hélt ró sinni og var
sérkennilegt að heyra fallegar tón-
hendingar birtast er þrumugnýn-
um linnti, sem er ef til vill tákn-
rænt fyrir þá vissu, að friðsældin
og kyrrðin er bæði upphafið og
endirinn en stóri hvellurinn aðeins
órólegur millikafli, er hverfur að
endingu til sinnar eilífu kyrrðar.
Manuel Babiloni er sérlega vand-
aður gítarleikari en samkvæmt kín-
verskum fræðum, sem nýlega hafa
verið kynnt hér á landi, er Babiloni
heldur of til baka, sem lýsir sér
m.a. í því, að hann bregður gjarnan
vinstri hendinni aftur fyrir bak, er
hann hneigir sig. Það er ekki víst
að Kínverjar fari með einhverja vit-
leysu en þessi afsakandi hreyfing
gæti átt sér samspil við þá stað-
reynd, að leikur Babilonis, sem var
mjög fallega mótaður, er einum of
innhverfur og því mjög svo til baka
hvað varðar tilfinningalega opin-
skáa túlkun, sem oftar en ekki nær
betur til áheyrenda en hljóðskraf,
þótt mikilvægt sé hvað snertir efni
og túlkun.
Jón Ásgeirsson
Islandsmyndir á
Skriðuklaustri
A SKRIÐUKLAUSTRI hefur verið
opnuð ljósmyndasýning á 20
íslandsmyndum eftir Þjóðveijann
Karl-Ludwig Wetzig. Sýning er
samvinnuverkefni ljósmyndarans,
Gunnarsstofnunar og Tölvusmiðj-
unnar. Hún er sett upp á fjórar tölv-
ur sem komið hefur verið fyrir á
ýmsum stöðum í húsi Gunnars
Gunnarssonar skálds.
Karl-Ludwig Wetzig er 44 ára
Þjóðverji sem var lektor við Há-
skólaíslands 1992-1997. Áþeim
tíma ferðaðist hann mikið um land-
ið og tók ljósmyndir. Hann er
menntaður í þýskum og norrænum
fræðum og starfar sem sjálfstæður
þýðandi. Um þessar mundir vinnur
hann að þýskum þýðingum á ís-
lenskum bókmenntum. I tengslum
við þá vinnu dvaldi hann í gesta-
íbúðinni á Skriðuklaustri í sumar
og er sýningin hans framlag til
starfsemi þar.
Opið er á Skriðuklaustri alla
daga nema mánudaga frá kl. 11-17
til 10. september. Aðrar sýningar í
húsinu eru myndlistarsýning á
verkum Gunnars Gunnarssonar
listmálara, grunnsýning um Gunn-
ar Gunnarsson skáld, sýning um
raforkumál og sýning undir yfír-
skriftinni Göngur og réttir í Fljóts-
dal.
Þessi Islandsmynd eftir Karl
Ludwig Wetzig er meðal verka á
sýningu hans á Skriðuklaustri.
Seiglan í Spencer
ERLEJVDAR
BÆKUR
Spennusaga
MÚTUFÉ
„Hush Money“ eftir Robert B.
Parker. Berkley Fiction 2000.
323 síður.
SPENCER er einhver lífseigasta
spennusagnahetja bandarískra
spennubókmennta, hugarfóstur
Roberts B. Parkers. Spencer hefur
fengist við misyndismenn í næstum
þrjátíu í bókum Parkers og eidist
mjög þægilega með höfundi sínum,
verður mildari og sposkari með ár-
unum og veraldarvanur þannig að
fátt eitt kemur honum á óvart lengur
í heimi glæpa og „gangstera“. Einnig
réttsýnn siðgæðispostuli sem lætur
þá fá orð í eyra sem honum finnst
ekki haga sér rétt og þarf ekki
glæpalýð til. Nýjasta sagan um
Spencer sem til er í vasabroti, Mútu-
fé eða “Hush Money“„ hefur alla
hina góðu eiginleika sagnabálksins,
góðlátlegan húmor, skemmtilega
persónusköpun, ágætis plott og
Spencer í toppformi.
Gott hjartalag
Spencer er einkaspæjari af gamla
skólanum en Parker skrifar mjög
undir áhrifum frá Raymond Chandl-
er enda Chandler fyrirmynd hans og
átrúnaðargoð; Parker lauk ókláruðu
handriti sem Chandler lét eftir sig
um einkaspæjara einkapspæjai'-
anna, Philip Marlowe, og leyfði sér
síðan að skrifa framhald þeirrar
sögu. Spencer er harðjaxl með ein-
staklega gott hjartalag. Það sem
hann segir og hugsar er yfirleitt
meitlað af bitm-ri lífsreynslu. Tveir
bestu vinir hans era svertinginn
Hawk, vöðvabúnt er virkar sem eins-
konai' lífvörður spæjarans, og sál-
fræðingurinn og ástkona Spencers,
Susan Silverman, sem oft hjálpar
honum að skilja betur það fólk sem
hann þarf að fást við í spæjara-
starfinu.
Eins og til dæmis þokkadísina KC
Roth sem eltir Spencer á röndum og
er geðveikislega skotin í honum. Hún
þráir það eitt að fá að sofa hjá honum
en hann er trúr sinni Susan og hafn-
ar henni sem gerir hana bara ennþá
brjálaðri í hann. Spencer kynnist
henni þegar hann reynir að komast
að því hver það er sem eltir hana á
röndum en tveir menn koma til
greina, fyrram eiginmaður hennar
og íyrram ástmaður hennar.
Sjálfsálitið
Svo er það hitt málið. Vinur
Hawks er svartur háskólaprófessor
sem hrakinn hefur verið úr stöðu
sinni vegna orðróms um að hann sé
samkynhneigður og hafi átt í ásta-
sambandi við nemanda sinn, er
framdi sjálfsmorð fyrir skemmstu.
Spencer fer á stúfana og kynnist
gallharðri háskólapólitík, kynþátta-
fordómum, hræsni og lygi, svikum og
svikahröppum. Flest er þetta dag-
legt brauð fyrir spæjarann Spencer
og hann hagar sér samkvæmt því,
veður salírólegur í gegnum kvik-
syndið áður en honum tekst að kom-
ast til botns í málinu af sinni ódrep-
andi seiglu.
Robert B. Parker deilir sjálfsagt
mörgum skoðunum sínum með
Spencer. Hann hefur til dæmis
nokkra unun af því að skrifa um há-
skólasamfélagið á kaldhæðnislegum
nótum, jafnvel með ádeilubrag. Fólk
með háskólagráðu telur sig vera yfir
aðra hafna, segir eini háskólakennar-
inn sem Spencer kann sæmilega vel
rið, næstum eina persóna bókarinnar
sem hann kann sæmilega rið. Það
heldur að prófgráða geri það alriturt,
heldur prófessorinn áfram, og það
riti allt um stjórnmál og utanríkis-
mál og kynþáttavandamál og allt
þetta. Til þess að bæta gráu ofan á
svart er það sett í umhverfi þar sem
tvítugir krakkar meta hæfni þess en
rita lítið ef nokkun skapaðan hlut um
það efni sem prófessorar þeirra era
sérfræðingar í.
Dregur ekki úr sjálfsáliti þeirra,
heldur Spencer, og fær að kynnast
þri persónulega. Sjálfsálit Spencers
þolii' það enda er það eitt af því sem
hann hefur aldrei skort og gerir hann
ekki síst að skemmtilegum spæjara.
Arnaldur Indriðason