Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 59 FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Mikið um hraðakstur ungra ökumanna Dregið í vegabréfsleik Esso 25. til 28. ágúst Lögreglumenn unnu af miklu krafti að ýmsum umferðarmálefnum um helgina til að fylgja eftir góðum viðbrögðum ökumanna að „slysa- lausa deginum" sl. fimmtudag. Mai’gir borgarar hafa haft samband við lögreglu síðustu daga og til- kynnt um hvað betur mætti fara í umferðinni. Gott er að vita af þeim stuðningi og áhuga sem borgarar sýna á þennan hátt sem er óneitan- lega mikil hvatning fyi'ir lögreglu- menn í sínu starfi. Því miður eru það alltaf einhverjir ökumenn sem ekki hafa umferðarreglur í huga við aksturinn. Þannig voru höfð afskipti af 141 ökumanni vegna ýmissa um- ferðarlagabrota. Þar af var 21 stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og margir þeirra vegna ann- arra umferðarlagabrota einnig. Ekið var á 13 ára pilt í Álfheimum um kvöldmatarleytið á föstudag. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild. Um miðjan dag á föstudag var ökumaður stöðvaður á Hlíðarfæti í Öskuhlíð vegna ýmissa umferðar- lagabrota. Lögreglumenn neyddust til að handtaka ökumanninn og flytja á lögreglustöð vegna fram- komu hans. Ökumaðurinn, 17 ára, hafði ekið bifreiðinni á 104 km hraða þar sem 50 km er hámarkshraði, án þess að hafa ökuljós kveikt, ekki notað bílbelti auk þess að taka ekki tillit til annarra í umferðinni. Hon- um var síðan sleppt að loknu sam- tali. Á svipuðum tíma var bifreið ekið á ljósastaur á Höfðabakka. Ökumað- ur er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður var fluttur á slysadeild Aukinn hraðakstur og ölvunarakstur Um helgina voru 52 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Það sem af er árinu hafa 3146 ökumenn verið kærðir vegna hraðaksturs en þeir voru 2952 á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni lögreglu hversu mikil þessi fjölgun er á milli ára en hún er einnig í ölvunarakstri og akstri án ökuréttinda. Áberandi er hversu margir þeirra hafa litla reynslu sem ökumenn og eru jafnvel nýkomnir með bráðabirgðaökurétt- indi. Einn 19 ára mældist aka á 120 km hraða á Sæbraut á föstudagskvöld. Annar, 18 ára, á 100 km hraða á Miklubraut við Skeiðarvog. Einn 19 ára á 106 km hraða á Sæbraut og einn 17 ára á 110 km hraða einnig á Sæbraut. Einn 17 ára ökumaður var stöðv- aður á Vesturlandsvegi eftir að hafa mælst aka á 128 km hraða. Hann er einnig grunaður um ölvun við akst- ur. 19 ára ökumaður var stöðvaður fyrir ógætilegan akstur og akstur gegn rauðu ljósi á Hverfisgötu á sunnudagsmorgun. Hann er einnig grunaður um ölvun við akstur. Öku- maður var stöðvaður eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 98 km hraða á Suðurlandsbraut. Hann er einnig grunaður um ölvun við akst- ur. Ekki þarf að taka fram að akstur allra þessa einstaklinga er langt umfram það sem er leyfður hámarkshraði á viðkomandi götum. Þá var 17 ára piltur stöðvar á bif- hjóli í Breiðholti aðfaranótt sunnu- dags réttindalaus og einnig undir áhrifum áfengis. Innbrot - þjófnaður Brotist var inní fýrirtæki á Fiski- slóð og þaðan stolið tölvu og tals- verðum fjármunum. Bifreiðastjóri tilkynnti um að hafa verið ógnað af farþega sínum í Álf- heimum aðfaranótt sunnudags. Mun farþeginn hafa dregið upp hníf þeg- ar bílstjórinn hafði kvartað undan framkomu í bílnum. Viðkomandi farþegi vai' handtekinn af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Aðfar- anótt sunnudags kom annar bif- reiðastjóri á miðborgarstöð sökum áverka sem farþegi hafði valdið hon- um skömmu áður. Fjórir menn réð- ust á mann í Tryggvagötu kl 07:30 á sunnudagsmorgun. Einn árásar- manna var handtekinn og fluttur á stöð. Árásarþoli var fluttur á slysa- deild með áverka á enni og hvirfli. Fíkniefnamálefni Lögreglumenn urðu vaiir við undarlega staðsetningu bifreiðar við Rauðavatn síðdegis á laugardag. Þar reyndust tveir karlmenn vera við hassreykingar. Auk lítilsháttar af hassi fundust í bifreiðinni ýmsir hlutir sem reykingarmönnunum tókst ekki að gefa neinar skýringar á. Þeir voru báðir fluttir á lögreglu- stöð til yfirheyrslu. Lögreglu barst kvörtun vegna tveggja einstaklinga á Skarphéðins- götu á sunnudag. Við skoðun lög- reglu fundust ætluð fíkniefni á öðr- um manninum. Lögregla og sjúkralið komu ein- staklingi til aðstoðar vegna hjart- sláttartruflana á sunnudag. í ljós kom að viðkomandi hafði neytt flkniefna daginn áður og taldi þetta vera hliðarverkanir af þeim sökum. Manninum var komið undii- læknis- hendur. Brunar Lögreglu var tilkynnt um reyk frá íbúð í Álfheimum um hádegisbil á föstudag. íbúi reyndist hafa gleymt að slökkva á eldavél. Ná- granni hafði náð að slökkva eldinn áður en slökkvilið og lögregla komu á staðinn. Þá var tilkynning um reykskynj- ara í gangi á Leifsgötu um hádegis- bil á laugardag. Þar reyndist pottur hafa gleymst á eldavélahellu. Ein- hverjar skemmdir urðu vegna reyks og sóts. í sambandi við almættið Lögreglu barst tilkynning um akstur bifreiðar í kirkjugarðinum í Fossvogi aðfaranótt sunnudags. Til- kynnt var að ökumaður væri að blikka Ijósum bifreiðarinnar í sí- fellu. Haft var tal af ökumanni og gaf hann þá skýringu helsta að þetta væri hans aðferð við að reyna að ná sambandi við „almættið“. AÐALÚTDRÁTTUR í Vegabréfs- leik Esso og Ferðamálaráðs ís- lands fór fram 18. ágúst sl. Um 15 þúsund þátttökuseðlar skiluðu sér í pottinn og hlaut Arnar Guðmundsson aðalvinninginn, æv- intýraferð fyrir tvo með Sam- vinnuferðm-Landsýn að verðmæti 220 þúsund krdnur. I sumar var dregið alla föstudaga á Bylgjunni HINIR árlegu merkjasöludagar Hjálpræðishersins á íslandi verða að þessu sinni frá miðvikudeginum 6. til föstudagsins 8. september. Merkjasala Hjálpræðishersins er þýðingarmikil fjáröflunarleið fyrir starf hans hér á landi. Tekjur af merkjasölunni eru notaðar til að fjár- magna barna- og unglingastarfið sem ■ SAMTÖKIN umhverfisvinir hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Umhverfisvinir lýsa undrun sinni og vanþóknun á þeim starfs- aðferðum virkjana- og stóriðju- sinna á Austurlandi að vinna skemmdarverk á starfsemi nátt- úruverndarsamtaka. Slík vinnu- um fjölmarga vinninga og eru nöfn allra vinningshafa birt á heimasíðu Olíufélagisns hf. www.esso.is. Á myndinni veitir Arnar Guðmundsson vinningnum viðtöku og með honum á mynd- inni eru eiginkona hans Ingibjörg Símonardóttir og fulltrúar frá 01- íufélaginu þeir Jóhann P. Jónsson og Sigurður Sigfússon. nú er að hefjast að afloknu sumarfríi. Merkið verður selt á götum Reykjavíkur og Akureyrar og einnig verður víða gengið í hús. Verðið er hið sama og undanfarið ár, 200 krón- ur. „Það er von okkar að sem flestir kaupi merki og styrki þannig félags- og hjálparstarf Hjálpræðishersins,“ segir í frétt frá félaginu. brögð eru fáheyrð og óviðeigandi í lýðræðisþjóðfélagi. Umhverfisvinir leggja áherslu á málefnalega bar- áttu fyrir því að íslensk náttúra sé metin að verðleikum og að engin ákvörðun um nýjar stórvirkjanir verði tekin fyrr en rammaáætlun um virkjanir á íslandi liggi fyrir.“ Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Merkjasöludagur Hjálpræðishersins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.