Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 51 UMRÆÐAN Húsnæðisstefnan er pólitísk stefna SVO lengi sem elstu menn muna hafa verið biðlistar eftir leiguíbúð- um í Reykjavík og fá- tækt fólk og farlama hefur staðið í biðröðum eftir viðunandi húsnæði á þolanlegu verði. Þennan vanda hefur aldrei mátt leysa því hin vallgróna einstakl- ingshyggja bændasam- félagsins var flutt óbreytt á mölina. Út- hlutað var ódýrum lóðum undir einbýlis- hús til þeirra sem gátu byggt hús sín sjálfir og þar sem fjölbýlishús voru byggð seldu menn yfirleitt ein- staklingum íbúðirnar. Húsnæðis- stofnun lánaði eingöngu fé til ein- staklinga til að byggja eða kaupa íbúðir handa sjálfum sér. Þetta gerði efnuðu fólki og duglegum bygginga- mönnum kleyft að eignast íbúðir meðan biðlistar hinna fátæku héldu áfram að fyllast. Óverðtryggt fjár- magn í verðbólgu gerði svo íbúðirnar að gjaldmiðli til að nota í almennum viðskiptum. Stefnan var mörkuð með stofnun Húsnæðismálastjórnar 1954 sem var pólitískt apparat sem kom á fót og rak Húsnæðisstofnun ríkisins. Það voru Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkar sem komu þessu skipulagi á, en aðrir flokkar voru á móti. Það er athyglisvert að talsmaður minnihlut- ans í málinu, Gylfi Þ. Gíslason þáv. al- þm., talaði gegn málinu og vísaði á veðdeild Landsbankans varðandi húsnæðislán og embætti húsameist- ara ríkisins hvað varðaði tæknilegar leiðbeiningar. Ég hef alltaf verið sammála þessari afstöðu, en lítið hef- ur heyrst í þessum aðilum síðan. Þannig var komið hér á dæmigerðri húsnæðisstefnu ríka fólksins með þeirri afleiðingu að Reykjavík varð stærsta fátækrahverfi á Norðurlönd- um. Fólkið hópaðist þúsundum sam- an í yfirgefna herskála og húsarusl ýmiss konai'. I lögum um húsnæðismál og lögum Jón Kjartansson um félagsþjónustu sveitarfélaga er hús- næðisstefnunni lýst svo að sveitarfélögum beri að sinna húsnæðisþörf þeirra „sem ekki hafa bolmagn til að leysa húsnæðisþörf sína af sjálfsdáðum“. Það er ekki náttúrulögmál að fólk leysi húsnæðismál sín af sjálfsdáðum, það er pólitísk stefna. Hvers vegna komu ráðamenn þessari stefnu á hér, öfugt við það sem gerðist í ná- grannalöndunum? Meginástæðurnar eru greinilega tvær; 1. Ofríki sveita- manna og nýríkrar borgarastéttar. 2. Vesaldómur „félagshyggjuaflanna" hérlendis sem fylgdu málstað sínum ekkert eftir. Þeir höfðu meiri áhuga á pólitískri hugmyndafræði og heims- pólitík, rétt eins og heiminum væri stjómað héðan! Fyrir um 70 árum kom Héðinn Valdimarsson á fót byggingafélagi sem reisti verka- mannabústaði hér í vesturbænum. Honum var sparkað út úr tveimur stjómmálaflokkum fyrir tiltækið, hverjum á eftir öðrum og kallaður svikari! Afleiðingin er sú að hér hefur nær öll húsnæðisaðstoð rannið til hinna efnuðu, en þeim fátæku vísað nánast út á gaddinn, meðan ná- grannaþjóðimar skipulögðu stefnu fyrir þá fátæku en vísuðu þeim ríku á bankana. Enn er það svo að af þeim 6 milljörðum kr. sem varið er til hús- næðisbóta árlega fara aðeins 7,4% í húsaleigubætur. í nágrannalöndun- um fara um og yfir 50% til húsaleigu- bóta sem alls staðar era skattfrjálsar nema hér. Hér hefur fólkinu því verið bannað að iðka lífshætti nágranna sinna í þessum efnum. Skýrslur ráðherranefndar Svo lengi sem elstu menn muna hefur nánast engin umræða verið um stefnumótun í húsnæðismálum og skiptir þó húsnæðisstefnan reyk- Húsnæðismál Hækkun húsnæðis- kostnaðar veldur ekki aðeins hækkuðu mati og þar með hækkun skatta og skerðingu bóta, segir Jón Kjart- ansson, hún ýtir vita- skuld undir kaupkröfur er síðan valda öðrum hækkunum að óbreyttu. víska alþýðu síst minna máli en t.d. landbúnaðar- og sjávarútvegsstefn- an. Helsta undantekningin era ágætar greinar Jóns Rúnars Sveins- sonar félfr. í Fasteignablaði Morgun- blaðsins. Því er fagnaðarefni að félagsmálaráðherra skyldi skipa nefnd (án fulltrúa leigjenda að vísu) til að kanna leigumarkaðinn og gera tillögur í málinu. Ráðuneytið hefur gefið út skýrslur nefndarinnar, en skýrslunum hefur lítt verið hampað af fjölmiðlum því miður og umræða um þær nánast engin. Nefndin kannaði einnig fél. húsnæðiskerfið og niðurstaðan stað- festi gagnrýni undirritaðs og fleiri á framkvæmd þess. Árið 1965 sam- þykktu Dagsbrúnarmenn að ljúka löngu verkfalli með því að slá af kaupkröfum gegn því að róttækar umbætur yrðu gerðar í húsnæðismál- um reykvískrar alþýðu. Slíkt var ástandið eftir tíu ára starf Húsnæðis- málastjómar. Var þá stofnaður Byggingarsjóður verkamanna til að reisa fél. íbúðir í Reykjavík. Sjóður- inn var frá upphafi undir forræði Húsnæðismálastjómar og þar með flokkanna. Eftir að byggt hafði verið í Breiðholtslandi og versta húsarasl- inu þar með útrýmt tóku flokkarnir að nota þetta húsnæðisfé reykvískrar alþýðu í kjördæmapot og atkvæða- kaup út um allt land. í skýrslu yfír út- lán sjóðsins 1991-97 er landinu skipt í 9 svæði. Niðurstaðan er þessi miðað við lán pr. þúsund íbúa: Nr. 1. Grann- byggðir Reykjavíkur 5,64 lán. Nr. 2. Norðurland eystra 5,36 lán. Nr. 3. Austurland 4,56 lán. Nr. 4. Vestfirðir 4,53 lán. Nr. 5. Suðurland 4,18 lán. Nr. 6. Suðumes 3,54 lán. Nr. 7 er svo Reykjavík með 3,23 lán. Nr. 8. Vest- urland með 2,94 lán. Nr. 9. Norður- land vestra með 2,19 lán á hveija þús- und íbúa. Síðan kemur skýrsla um íbúðir sem staðið hafa auðar í ár eða lengur. Þar era þrjú svæði; Nr. 1. Vestfirðir, 33% íbúðanna auðar. Nr. 2. Norðurland vestra, 23% íbúða auð- ar. Nr. 3. er Austurland með 21%. Hér eiga allir flokkar sök, en sér- staka athygli vekur að Alþýðubanda- lagið lét Kristin H. Gunnarsson, þingmann sinn á Vestfjörðum, vera fulltrúa sinn í Húsnæðismálastjóm á þessum tíma og moka þar upp óþörf- um íbúðum meðan reykvísk alþýða beið í röðum eftir húsnæði. Síðan var þessi skollaleikur notaður til að leggja kerfið niður hér í Reykjavík. Vissulega er sumt jákvætt í tillög- um ráðherranefndarinnar varðandi umbætur á leigumarkaði, t.d. tillaga um hækkun bóta (og afnám skatts af húsaleigubótum) auknar lánsheim- ildir íbúðalánasjóðs og þar með meiri möguleikar til að eiga og reka leigu- íbúðir, hugmyndir um niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar í stað fjármagns o.fl. Mér líst þó ekki á 5,1% vexti af slíkum lánum. Það myndi kosta mikla niðurgreiðslu. Af öðra efni þykir mér * mestur veigur í athugasemdum ASÍ. I heild þykja mér tillögur nefndar- innar of flóknar og fálmkenndar. Hér vantar meira framkvæði og fjöl- breytni og félagsleg viðhorf mega ekki víkja fyrir arðsemiskröfum. Fyrirtækin þurfa rekstrargrandvöll og heimilin líka. Hækkun húsnæðis- kostnaðar veldur ekki aðeins hækk- uðu mati og þarmeð hækkun skatta og skerðingu bóta, hún ýtir vitaskuld undir kaupkröfur er síðan valda öðr- um hækkunum að óbreyttu. Þannig hefur hækkunin margfeldisáhrif í þjóðfélaginu. Hver græðir nema rík- ið, sjóðimir og fasteignasalamir? Þurfum við kannski að ganga í Evrópusambandið? Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna og er kenndur við Pálmholt. 3YA JUR.TA ÖSTROGEN HYTO S Fæst í apótekum Orðabækurnar Ensk-íslensk & íslensk-ensk vasabrot svört .................................1. Ensk-íslensk & íslensk-ensk gul .............................................1 Ensk-íslensk rauð ...........................................................2 íslensk-ensk rauð ...........................................................2 Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar í gjafaöskju ..............................4 Ensk-íslensk & íslensk-ensk veltiorðabók grá 2000 útg..........kynningarverð 5 Ensk-íslensk & íslensk-ensk orðabók stór blá 2000 útg..........kynningarverð 6 Sænsk-fslensk & íslensk-sænsk gul ...........................................2 Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul Ítölsk-íslensk & íslensk-ítölsk gul .......... Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul........... Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa... ....2 ....3 ....2 ....1 ....2 590 kr. 990 kr. 590 kr. 590 kr. .990 kr. 800 kr. .800 kr. .590 kr. 590 kr. .990 kr. 990 kr. .990 kr. .990 kr. Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skóla, skrifstofur og ferðalög Fást hjá öllum bóksölum Orðabókaútgáfan 14.000 kr. með flugvallarskatti báðar leiðir 250 kr. aukaafsláttur ef bókaö er á www.go-fly.com bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 miðast við eftirspurn I samkvæmt skilmálum I nýja lágf^rgjaldaflugfélagið í eigu british airways I flýgur til stansted
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.