Morgunblaðið - 29.08.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.08.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 29 Boeing 747-breiðþota nauðlenti á vesturströnd Baiidaríkjaiina Hlutar duttu úr á flugi Los Angeles, Amsterdam. AP, Reuters. BOEING 747-breiðþota frá hol- lenska flugfélaginu KLM nauðlenti í Los Angeles á vesturströnd Banda- ríkjanna á sunnudag eftir að hlutar úr hreyfli duttu af skömmu eftir flugtak. 449 manns voru um borð og sakaði engan. Talið er að stór fugl hafi lent í einum hreyfla vélarinnar. Litlu munaði að stærsti hluturinn sem datt af lenti á fólki, en hann grófst í sand á strönd skammt frá flugvellinum, þar sem fjöldi manns var saman kominn. Meðal þess sem datt af vélinni var útblástursrör af einum af fjórum hreyflum hennar, og er rörið á stærð við uppþvottavél. Flugum- ferðarstjórar sáu þegar stykkið féll til jarðar og vöruðu flugstjórann við. Hann var þá þegar farinn að verða var við titring frá bilaða hreyflinum, að sögn Hugo Baas, talsmanns KLM. Áhöfn vélarinnar drap á hreyflin- um og losaði 83 tonn af eldsneyti úr tönkum vélarinnar til þess að létta hana nóg fyrir nauðlendingu. Var lent heilu og höldnu í Los Angeles klukkustund og fjörutíu mínútum eftir flugtak. Við rannsókn komu í ljós skemmdir á framhluta hreyfilsins og hreyfilspöðunum og drógu rannsakendur af því þá ályktun að fugl, stærri en mávur, hefði lent í hreyflinum, að sögn Baas. Fulltrúar bandaríska samgönguöryggisráðs- ins, NTSB, sinna rannsókn á atvik- inu, en ekki er búist við að neinar skemmdir á öðrum hlutum flugvél- arinnar komi í ljós. Þrír flugvélarhlutar fundust á baðströnd skammt frá flugvellinum, og sagði fulltrúi NTSB að einn þess- ara hluta væri útblástursrör af ein- um hreyflanna. Að sögn Baas lenti rörið aðeins um sex metra frá fólki, en hann kvaðst sannfærður um að ef einhver hefði orðið fyrir rörinu hefði sá ekki orðið til frásagnar. Farþegarnir héldu för sinni áfram í gær og var haft eftir einum þeirra að atvikið hefði verið „virki- lega skelfilegt." Domus Vox býður starfsmannakórum aðstöðu sína Listhús raddarinnar Allt á einum stað, söngur, dans og leiklist, fyrir fólk á öllum aldri. Láttu drauminn rætast undir leiðsögn frábærra kennara. Söngleikjadeild ,9_12ára Lögð er áhersla á raddþjálfun, samsöng, tónmenntir, leiklist og listræna • 13-15 ára tjáningu. Nemendur setja upp atriði úr söngleikjum í lok annar. • 16 ára og eldri Einsöngsdeild Markviss þjálfun fyrir 16 ára og eldri. Unnið samkvæmt aðalnámskrá íslenskra tónlistarskóla og að fyrirmynd erlendra söngleikja- og jazzskóla. • Klassískur einsöngur • Söngleikir • Jazznámskeið - þú syngur uppáhalds jazzlögin þín Böm og unglingar Fagmennska Léttleiki - Skemmtun Domus Vox leggur sérstaka áherslu á fjölbreytt barnastarf með það í huga að gefa börnum og unglingum kost á að taka þátt í skemmtilegu og spennandi námi. Syngjandi forskóli (börn fædd '95-'97) Stúlknakór Reykjavíkur, kórskóli, (stúlkur fæddar '91-'94) Stúlknakór Reykjavíkur, aðalkór, (stúlkur fæddar '87—'91) Kórskólar - söngur fyrir fulloróna (18 ára og eldri) Kennslan fer fram í námskeiðsformi. Hvert námskeið stendur í 10 vikur. Aðaláhersla á raddbeitingu, tónfræði og samsöng. • Kórskóli fyrir konur • Kórskóli fyrir karlmenn - nú er tækifærið! • Söngnámskeið fyrir konur og karla (byrjendur) Kennarar: Margrét J. Pálmadóttir, skólastjóri og listrænn stjórnandi Stefán S. Stefánsson, listrænn stjórnandi Hanna Björk Guðjónsdóttir, kennari í klassískum söng Margrét Eir Hjartardóttir, kennari í söngleikjadeild Kristjana Stefánsdóttir, „masterclass" í jazzdeild Sigríður E. Magnúsdóttir gestakennari í klassískum söng Maríus H. Sverrisson gestakennari f söngleikjadeild Innritun hefst miðvikudaginn 30. ágúst að Skúlagötu 30, 2. hæð, kl. 9-13 og 17-19 eða í síma 511 3737 og 511 3736, sfmbréf 511 3738, domusvox@hotmail.com • www. domusvox.is Skólinn verður settur 20. september og kennsla hefst 25. september. • Vox Feminae • Gospelsystur Reykjavfkur • Aurora • Stúlknakór Reykjavíkur Fastir kórar undir stjórn Margrétar Pálmadóttur Domus Uox —Listhús raddarinnar Sfmi 511 3737 • Símbréf 511 3738 NÝJA BÍLAHÖLLIN D4 km 1971)„ vín- 5 b, 38 dekk og fl„ verB 2.750.000 ákv„ lán ath. skipti. leöur, ssL. ob (I, verð Z.99D.ODO, ath. km 35 þ., silfur. ssk., verfll. 740.000 ákv.lán 1.15D.DOO. Opel Zafira 1,8, árg., 2000, km 4 þ„ dfikkgrænn. álfe., krók og II. verö 1.890.000 alh. skipti. ,vm- Bmw 3161 áro, 92, km lOI í, rauður. 5 g, verð skigti l.eigandi onilmoli. Opið til kl. 21 á fimmtudögum Funahöfða 1, www.notadirbilar.is Nissan patrol BS SE, árg. 98. km 831>, 5 g. dökk- grænn, verð 2.950.000 ákv. lán 2.275, beln sala.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.