Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 72
MORGJJNBLAÐIÐ, KRJNGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI569 UOO.SÍMBRÉFW 1181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRLKA UPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
VERÐ 1 LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Breiðdalur
Maður lést
við vinnu
_ MAÐUR lést er hann var að vinna
við rúllubaggavél í Breiðdal um
miðjan dag sl. sunnudag. Hann var
heimamaður á þrítugsaldri. Lög-
reglan á Fáskrúðsfirði vinnur nú að
rannsókn málsins. Ekki er að svo
stöddu hægt að birta nafn mannsins.
--------------
Missti fímm
daga gamalt
bflpróf
UNGUR piltur með fimm daga gam-
alt ökuleyfi var tekinn fyrir of hrað-
-C "iíii akstur á Akureyri á sunnudags-
kvöldið. Reyndist hann hafa ekið á
104 km hraða og var hann sviptur
ökuskírteini á staðnum.
Mikið var einnig um hraðakstur
ungra ökumanna í Reykjavík um
helgina og stöðvaði lögreglan nokkra
bíla.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sjá mátti höp sauðkinda inni í miðju skógræktarlandi undir Esjuhlíðum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð á Kjalamesi í gærdag.
Aformað að bjóða öllum þunguðum konum snemmómskoðun
Hægt að greina
fósturgalla fyrr
Skógræktarsvæðin á Kjalarnesi
Búfé stöðugt
vandamál í
skógræktinni
TIL STENDUR að bjóða öllum
þunguðum konum hér á landi upp á
snemmómskoðun en það er ný
tækni sem þróuð hefur verið í Bret-
landi og gerir læknum kleift að
greina afbrigðilegar þunganir fyrr
% en áður. Að sögn Hildar Harðar-
Wikáttur, fæðingar- og kvensjúk-
dómalæknis á kvennadeild Land-
spítalans, er hægt með tækninni að
veita tilvonandi mæðrum nánari
upplýsingar um líkur á litninga- og
hjartagöllum þegar fóstur er að-
eins ellefu til þrettán vikna gamalt.
Hildur segir þessa nýju tækni auð-
velda áhættumat lækna þegar um
þunganir er að ræða.
„Sem stendur eiga allar þungað-
ar konur sem eru 35 ára og eldri
möguleika á því að fara í legvatns-
ástungu sem notuð er til þess að
rannsaka litningagerð fósturs en
tíðni litningagalla eykst eftir því
sem konur eldast,“ segir Hildur.
Minni áhætta á fósturmissi
Að sögn Hildar er líka hægt að
taka fylgjusýni sem gefur sömu
niðurstöður og legvatnsástunga en
er hættumeiri. „Það eru 0,5-1% lík-
ur á fósturmissi við legvatns-
ástungu,“ segir Hildur. „Legvatns-
ástunga er þó öruggari en
svokölluð fylgjusýnistaka en það
þarf hins vegar að bíða lengur eftir
niðurstöðunum. Með snemmóm-
skoðuninni, sem er hættulaus, er
hægt að mæla hnakkaþykkt fósturs
og reikna út áhættumat fyrr en áð-
ur. Hnakkaþykkt er vökvasöfnun
undir húð fósturs sem síðan hverf-
ur þegar fram líða stundir. Ef
hnakkaþykkt fósturs er óeðlilega
mikil getur það verið vísbending
um litningagalla. Ef snemmóm-
skoðúnin gefur til kynna miklar lík-
ur á litningagöllum geta konur svo
farið í frekari rannsóknir, svo sem
legvatnsástungu eða fylgjusýnis-
töku.“
Þegar farið að nota
tæknina hér á landi
Hildur segir að þegar sé farið að
nota tæknina hér á landi og er
reynsla góð. „AJlir starfsmenn
kvennadeildar Landspítalans, þrjár
ljósmæður og þrír læknar, hafa
sótt námskeið í London þar sem
tæknin var þróuð," segir Hildur.
„Við höfum notað hana í rúmt ár en
aðeins þegar um er að ræða þennan
vörumerkin fást nú í
ACO Skaftahlið 24
hugsuðu skapaðu upplilðu
ákveðna áhættuhóp. Það stendur
svo til að bjóða öllum þunguðum
konum upp á þessa þjónustu, óháð
aldri.“ Hildur segir mikinn áhuga
meðal þungaðra kvenna á ómskoð-
uninni. „Snemmómskoðun gefur
ekki varanlegar niðurstöður. Hún
byggist aðeins á líkum. Ef líkurnar
á litningagöllum eru hverfandi litl-
ar, svo sem einn á móti þúsund, láta
margar konur sér ómskoðunina
nægja. Eins og áður sagði fylgir
legvatnsástungu viss áhætta og
auðveldar þetta mörgum konum
valið. Ástæðan fyrir því að við höf-
um enn ekki getað boðið öllum
verðandi mæðrum upp á snemm-
ómskoðun er sú að húsnæði fóstur-
greiningardeildar er of lítið. Það
stendur til að flytja í annað hús-
næði nú í haust og við skulum vona
að það gangi eftir,“ segir Hildur.
SAUÐFÉ veldur skógræktarfólki á
Kjalarnesi miklum vandræðum þar
sem kindur virðast eiga nær ótak-
markaðan aðgang inn á skógrækt-
arsvæðin. Lilja Guðmundsdóttir,
formaður Skógræktarfélags Kjal-
arneshrepps, segir að lausaganga
búfjár á skógræktarsvæðum á
Kjalarnesi hafi verið mikið vanda-
mál undanfarin ár. Segir hún að
reka þurfi kindur út úr skógrækt-
inni svo að segja á hvcrjum einasta
degi.
Sífelld barátta
Lilja býr á skógræktarbýlinu
Völlum á Kjalarnesi og segir það
sífellda baráttu að halda fénu utan
við skógræktarsvæðin. „Þetta er
vandamál almennt á Kjalarnesi.
Það er borgargirðing hér í kring
en hún heldur greinilega engu.
Þetta hefur verið svona síðastliðin
sumur. Okkur finnst okkar réttur
lítill miðað við sauðkindina."
Lilja segir að þessi lausaganga
valdi líka fjárhagslegu tjóni.
„Ég fékk úthlutað hjá Skóga-
sjóðnum og var að planta þeim
plöntum í sumar. Þegar ég kom
heim úr vinnunni í dag voru komn-
ar níu rollur inn á það svæði. Það
eru því líka miklir peningar í
húfi,“ segir hún.
Lilja segir að á Mógilsá, næsta
bæ við Velli, sé sömu sögu að
segja, þar hafi á stundum mátt
telja allt að 40 kindur inni í skóg-
ræktinni. Einnig gangi fé laust á
gróðurreitum á skógræktarsvæð-
inu á Arnhamri.
„Við höfum lengi vonast til að
þessi lausafjárganga búfjár verði
bönnuð," segir hún.
Heilbrigðisráðherra um ályktanir LÍ um gagnagrunnsmál
Fagnar ályktun um
leit að nýjum leiðum
INGIBJÖRG Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra kveðst fagna þeirri
ályktun aðalfundar Læknafélags Is-
lands að það muni leita nýrra leiða
við öflun samþykkis til læknisfræði-
legra rannsókna á upplýsingum í
sjúkraskrám. Hún vísar því á bug að
gagnagrunnslögunum sé áfátt eins
og greint er í annarri ályktun aðal-
fundarins.
„Við fengum álit margra lögfræð-
inga á gagnagrunnslögunum og þar
kom skýrt fram að þeim væri í engu
áfátt og það hafa verið birtar um
þau greinar í virtum erlendum
fagtímaritum. Fá frumvörp hafa
fengið aðra eins umræðu og gagna-
grunnsfrumvarpið, það fékk mikla
og vandaða skoðun og umræðu með-
al almennings og síðan var rekstrar-
leyfið gefið út á grundvelli laganna,"
segir ráðherra. Hún segir Alþingi
eitt geta breytt lögunum og dregur í
efa vilja stjórnvalda til að taka málið
upp á grundvelli ályktana lækna.
„Mér er efst í huga sú ályktun
lækna að ætla að halda áfram að
leita lausnar á þessum deilumálum í
sínum röðum,“ sagði Ingibjörg og
minnti á það sem hún hefði áður
sagt að ýmislegt væri hægt að gera
án þess að breyta lögum og ætti að
vera mögulegt að ná sáttum án þess.
Hún sagði ekki mega stíga nein
skref til að þrengja óeðlilega að vís-
indasamfélaginu eða takmarka vís-
indarannsóknir almennt.
■ Heimilt að/11