Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
196. TBL. 88. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Danmörk og EMU
Bankarnir
svartsýnir
Kaupmannahöfn. AFP.
NÍU af tíu stærstu bönkum Dan-
merkur óttast að meirihluti Dana
muni hafna evrunni þegar gengið
verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið hinn 28. september nk. Kemur
þetta fram í niðurstöðum könnunar
sem danska blaðið Jyllandsposten
birti í gær.
Bankarnir hafa dregið úr fjárfest-
ingum í því skyni að takmarka eftir
megni þau áhrif sem þeir reikna með
að verði af vaxtahækkun í kjölfar
þjóðaratkvæðagreiðslunnar, eftir
því sem blaðið segir.
A fóstudaginn varaði danski seðla-
bankastjórinn Bodil Nyboe Ander-
sen landa sína við því að hafna aðild
að myntbandalaginu (EMU). Gengi
Danmörk ekki til liðs við evru-svæð-
ið myndi það knýja ríkisstjórnina til
að herða enn á efnahagsstýringar-
aðgerðum sem væri þróun sem kæmi
efnahagslífínu í landinu ekki til góða.
■ Óttast neikvæð áhrif/26
--------f-ð-*-----
Bandarísk könnun
Bush fram
úr Gore
Washington. Reuters.
NÝ skoðanakönnun Gallups, sem
birt var í gær, gefur til kynna að
forsetaframbjóðandi repúblikana,
George W. Bush, sé aftur kominn
yfir aðalkeppinautinn, AJ Gore
varaforseta.
Forsetaefni græningja, Ralph
Nader, var með 3% en hægrisinn-
inn Pat Buchanan 1%. Könnunin
var gerð íyrir USA Today og CNN
og hlaut Bush stuðning 46% að-
spurðra en Gore 45%. Skekkjumörk
eru 4% og munurinn á frambjóð-
endunum því ekki marktækur, að
sögn fréttavefjar CNN-sjónvarps-
stöðvarinnar. Gore var í síðustu
viku með 47 af hundraði en Bush 46.
Svínslíffæri
í menn?
Washington. Reuters.
VÍSINDAMENN við líftækni-
fyrirtækið BioTransplant í
Bandaríkjunum greindu frá því
í gær að þeim hefði tekizt að
rækta afbrigði af svíni sem
virðist ekki smita veirum í
mennskar frumur og sögðu að
þetta gæti opnað fyrir mögu-
leikann á að flytja með áhættu-
litlum hætti dýrslíffæri í menn.
Sögðu vísindamennirnir að
veirur sem fyndust í venjuleg-
um svínum væru líka í nýrækt-
aða afbrigðinu en af einhverj-
um ástæðum smituðust
veirumar ekki úr svínafrumun-
um í mennskar frumur þótt það
gerðist iðulega þegar venjuleg-
ar svínafrumur ættu í hlut.
Vonast BioTransplant-menn
nú til að geta ræktað nýja
svínsafbrigðið þannig, með að-
stoð líftækninnar, að hægt
verði að flytja líffæri úr slíkum
svínum í menn án þess að
mannslíkaminn hafni þeim.
Umbótasinnar og harðlínumenn í Iran
Þrálát átök
fylkinga
Teheran. Reuters, AFP.
STUDENTAOEIRÐIR í vestur-
írönsku borginni Khoramabad skildu
einn lögreglumann eftir í valnum og
nokkra særða og slasaða, eftir því
sem íranskir ríkisfjölmiðlar greindu
frá í gær. Ekkert lát virðist um þessar
mundir ætla að verða á ofbeldisfullum
árekstrum í íran milli mótmælenda,
sem krefjast umbóta í landinu, og
harðlínumanna sem hindra vijja allar
breytingar í frjálsræðisátt.
Samkvæmt heimildum Reuters-
fréttastofunnar höfðu um 10.000
manns komið saman til útifundar í
Khoramabad á sunnudag og haft uppi
mótmæli gegn tilraunum stjómvalda
til að hindra að stærstu samtök um-
bótasinnaðra námsmanna héldu
landsfund sinn í borginni. „Oeirðir
breiddust út á sunnudag og héldu
áfram allan daginn. Tugir særðust og
voru handteknir," hefur Reuters eftir
heimildarmanni sínum, lækni sem
ekki vildi láta nafns síns getið.
Harðlínublaðið Kayhan greindi frá
því, að lögregluvarðstjóri hefði látið
lífið og fjórir lögreglumenn aðrir
særzt í árás múgs á lögreglustöð.
Oeirðimar höfðu staðið í fjóra daga
er lögregla náði stjóm á ástandinu í
gær. Kveikjan að átökunum var sú, að
á fimmtudag vom tveir þekktir gagn-
rýnendur klerkastjómarinnar hindr-
aðir í því að komast frá flugvellinum í
Khoramabad en til hafði staðið að
þeir ávörpuðu námsmennina. Um 150
manna hópur umbótaandstæðinga
reyndi að hleypa upp fundinum.
Óháð þessu fréttist af því að annar
hópur stuðningsmanna klerka-
stjórnarinnar hefði numið sex náms-
menn á brott, barið þá til óbóta og
skilið þá síðan eftir íyrir utan borgina.
Vegfarendur hefðu síðan komið þeim
undir læknishendur.
Sprengjum varpað á herstöð
Þá greindi INRA-rfldsfréttastofan
frá því í gær, að fjórar sprengjur úr
sprengjuvörpu hefðu lent í fyrrver-
andi herbúðum í austurhluta Teher-
an. Enginn hefði þó skaðazt í árásinni.
Mujahideen Khalq-hreyfingin, sem
berst gegn klerkastjóminni og hefur
bækistöðvar í Irak, lýsti ábyrgðinni á
hendur sér.
Samningamiðlun Líbýumanna á Jolo-eyju skilar árangri
Gíslar látnir lausir
I fallhættu
eftir
stórbruna
og flogið til Líbýu
Cebu, Jolo á Filippseyjum. AFP.
Reuters
Tveir hinna frelsuðu gísla, s-afrísku hjónin Monique og Carel Strydom,
ásamt líbýska samningamanninum Abdu Rajab Azzarouk (t.h.) í' gær.
SEX gíslar sem múslímskir öfga-
menn hafa látið lausa héldu í gær
áleiðis til Trípólí í Líbýu með
líbýskri flugvél og lauk þar með fjög-
urra mánaða fangavist þeirra á Suð-
ur-Filippseyjum. Enn em sjö gíslar í
haldi hjá Abu Sayyaf-uppreisnar-
mönnum á Jolo-eyju. Fimm vom
látnir lausir á sunnudag og sá sjötti í
gær.
Sexmenningamir stigu um borð í
glæsilega Iljúsín-þotu sem var áður
fyrr í eigu Borísar Jeltsíns
Rússlandsforseta og Líbýustjórn
hefur á leigu. Lá leiðin frá Filipps-
eyjum til Trípólí þar sem gíslarnir
áttu að hitta Múammar Gaddafí
Líbýuleiðtoga áður en þeir myndu
halda ferðinni áfram hver til síns
heima. Vélin millilenti í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum í gær-
kvöldi, þar sem gíslarnir fyrrverandi
áttu að fá að njóta næturhvíldar áður
en áfram yrði haldið til Líbýu. Auk
Gaddafís og háttsettra fulltrúa
stjórnvalda í heimalöndum gíslanna
munu fjölskyldumeðlimir þeirra
taka á móti þeim er þeir lenda á
Trípólíflugvelli í dag.
Tveir hinna frelsuðu era frá Suð-
ur-Afríku, einn frá Þýskalandi og
þrír em franskir. Hafa ríkisstjórnir
allra þessara landa ákveðið að senda
ráðherra til Trípólí og að þakka
Líbýumönnum miðlunina.
Uppreisnarmenn tóku 21 gísl á
malasískri ferðamannaeyju á páska-
dag, 23. apríl, og fluttu þá til Jolo-
eyjar. í síðasta mánuði tóku upp-
reisnarmennimir svo þrjá gísla til
viðbótar.
Hinir gíslarnir að líkindum
lausir eftir viku
Líbýa hefur tekið frumkvæði að
því að binda endi á fangavistina og
segja stjómarerindrekai- að með því
vilji Líbýumenn ávinna sér betri
ímynd á alþjóðavettvangi eftir að
hafa eiginlega sætt útskúfun síðan
Lockerbie-sprengjutilræðið var
framið 1988. Einn Filippseyingur,
tveir Finnar og þrír Frakkar em
enn í haldi á Jolo. Samningamenn
segja að þeir verði að líkindum látnir
lausir eftir viku. Heimildamenn sem
höfðu afskipti af samningaviðræðum
um lausn gíslanna segja að Líbýu-
stjóm hafi samþykkt að borga alls
um eina milljón dollara, andvirði um
80 milljóna króna, fyrir lausn hvers
gísls og auk þess að standa straum af
kostnaði við þróunarverkefni á fá-
tækum svæðum á Suður-Filippseyj-
um.
Líbýumenn hafa neitað því að hafa
borgað lausnargjald fyrir gíslana en
filippseyskur embættismaður viður-
kenndi í gær að það „kunni að vera“
að peningar hafi verið greiddir.
MOSKVUBÚAR fylgjast hér með
eldsvoðanum sem upp kom á sunnu-
dag í Ostankino-sjónvarpsturninum
í Moskvu, öðrum hæsta turni heims.
Rúman sólarhring tók að ráða
niðurlögum eldsins sem tekist hafði
að slökkva um hálfsexleytið í gær
að staðartíma. Að minnsta kosti
tveir menn létu lífið í brunanum en
þeir hröpuðu með lyftu úr u.þ.b.
300 m hæð niður til botns.
Yfírvöld óttast enn að tuminn,
sem lokið var við að reisa árið 1967
og var áður talinn gott dæmi um
tækniþekkingu Sovétmanna, kunni
að hrynja og sagði Vladimír Pútfn
Rússlandsforseti að bruninn væri til
vitnis um slæman efnahag landsins.
„Þetta síðasta slys sýnir hversu
viðkvæmur tækjabúnaður okkar er
sem og landið f heild sinni. Við
megum ekki láta hjá lfða að gera
okkur grein fyrir þeim mikla vanda
sem liggur að baki þessu slysi, né
heldur megum við gleyma því hlut-
verki sem efnahagsaðstæðurnar
leika,“ hafði /nterfax-fréttastofan
eftir Pútín. „Það eru efnahagsað-
stæðurnar sem stjórna því hvort
svona slys muni eiga sér stað í
framtfðinni. Við verðum að berjast
af krafti fyrir auknum hagvexti."
Ekki lá enn fyrir hvort nauðsyn-
legt reynist að rífa hinn 537 m háa
turn sem er mikið skemmdur eftir
brunann.
■ Ástæða eidsvoðans/28
MORGUNBLAÐIÐ 29. ÁGÚST 2000