Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 34

Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Leikhús myndlistarinnar Leikarar eigruðu um sviðið og þuldu ákall sitt í djúpum trans. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Vélskóflurnar munduðu kjaftana líkt og forsögulegar kjötætur. Tilbrigði um Beethoven MYJVPLIST Listasafn Reykjavík- ur, Hafnarhúsinu LEIKVERK: MAGNÚS PÁLSSON Leikstjórn: Eyvindur Erlendsson. Sýningarstjórn: Halldór M. Sigurgeirsson. Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóð: Pétur Krist- jánsson. MAGNÚS Pálsson gerir það ekki endasleppt. Hann er einn af örfáum myndlistarmönnum okkar sem ekki hvika frá þeim væntingum sem bundnar voru við módemismann og formrænar tilraunir tengdar honum. Sem leiktjaldamálari kynntist Magn- ús leikhúsinu og ómældum möguleik- um þess sem heillandi effektasmiðju. Eílaust hefur textaflutningurinn sjálfur - leikritið - snortið hann minnst; miklu minna en raddræn tjáningin og látbragð leikaranna. Viiji menn setja sig í spor mynd- listarmanns sem hrífst af leikhúsi verða þeir að gleyma framvindunni í leikritinu - söguþræðinum - og horfa á sviðið og persónur þess sem óvænt fyrirbæri í opnu rými. Það mátti sjá og heyra hvernig Magnús nemur víddir leikhússins í Þrígaldur þursa- vænn, löngu og viðamiklu gjömings- leikverki sem var tvítekið í Hafnar- húsinu á aðfaradegi menningamæt- urinnar, 19. ágúst. Verkið tók rúma klukkustund í flutningi og leikarar vom hvorki fleiri né færri en þrjátíu ogþrír. Á salnum em margar út- og inn- göngudyr auk tveggja svalaganga og stórrar stúku efst yfir austurveggn- um. Þetta er því ákjósanlegur leik- völlur, ef kalla má sal í leikhúsi svo óvirðulegu heiti. Meginsviðið var autt, fyrir utan einn stól þar sem Kristinn Guðbrandur Harðarson sat alla sýninguna eins og fulltrúi áhorf- enda í stykkinu. Frá stúkunni skagaði ferhymdur stokkur eins og ferköntuð kanóna. Það vom einu Ieikmunimir að heitið gæti. Sýningin fór býsna rólega af stað og fi-aman af gerðist fátt utan þess að nokkrir leikarar gengu yfir sviðið, þvert og endilangt, eða skáskutu sér milli ýmissa dyra á salnum. Birgir Andrésson var eini innkomumaður- inn sem dvaldi stundarkorn við hlið Kristins. En svo fóm ýmis hljóð að berast, einkum frá efri hluta salarins þai' sem svalagangarnir liggja. Krafs og skak gaf til kynna að nú væri stutt í gjöminginn. Inn svalagangana gengu tuldrandi kvartettar af leikurum og inn um ýmsar gáttir mátti heyra kveinstafi og upphrópanir. Lítill fjarstýrður fjallajeppi ók til og frá og ofan úr stúkunni yfir austurveggnum fór fram upplestur sem stundum líktist messugjörð. Út úr stokknum rigndi rósakurli yfu- aðalsviðið og inn gengu fleiri leikarar, sumir valdsmannsleg- ir, aðrir á opinberanamótunum og einn klæddur einkennisbúningi eins og sýslumaður eða vaktmeistari. Áð- ur en sviðið fylltist af eigrandi mann- skap og stigvaxandi hávaða marg- róma einræðu. Tveim vængjahurðum lokuðum með slagbrandi var hrandið upp og inn óku tvær skurðgröfur og létu skóflurnar ganga upp og niður áþekkt hungmðum fornaldareðlum. Þessi tenging við líiið utandyra var að end- ingu kórónuð með innkomu stórs línubfls frá Reykjavíkui'borg með við- gerðarmönnum á pallinum, eftir að fjarstýrðir leikfangabílar höfðu ekið um gólf innan um tuldrandi og síter- andi leikhópinn. Þar með féll tjaldið og ljós kviknuðu. Stigmögnun sýningaiinnar og end- ir í tjáningarríkum hápunkti hlaut að vekja verðskuldað lófatak, enda máttu gestir hafa sig alla við að fylgj- ast með heildinni um leið og þeir reyndu að grípa einstök atriði þegar leið að lokum gjömingsins. Jafnframt varð inntak leiksins - viðfangsefni hins sérstæða galdurs - sífellt áleitn- ara. Þótt höfundurinn, Magnús Páls- son, sverji væntanlega af sér allar ákveðnar meiningar og lýsi yfír fánýti þess að lesið sé í texta leikverka sinna verður ekki hjá því komist að skoða eilítið samhengið og samhengisleysið í því sem fyrir augu ber. Galdur er alltént frumstæð tilraun til að hafa áhrif á heiminn og breyta óumflýjanlegum örlögum. Særingar eins og þær sem leikarar virtust kveða virkuðu sem ákall - incantatio - til ósýnilegra máttarvalda meðan áþreifanleg tækin - tæknin - sóttu í sig veðrið og breyttust úr litlum fjar- stýrðum bamagullum í ógnvænlegar ófreskjur með gínandi kjafta. Og hvað skyldi það nú þýða að vera þursa- vænn? Er hægt að túlka það öðruvísi en þann eiginleika að vera þursunum góður; réttlátur gagnvart þeim sem era framstæðari en maður sjálfur. Þegar þess er gætt að þursar byggja öræfi landsins samkvæmt fomri þjóðtrú er erfitt að verjast þeirri hugsun að Þrígaldur þursa- vænn sé bæn um að því sem staðið hefur frá fomu fari sé þyrmt. Ógn- valdurinn er uppivöðslusöm verk- tæknin; bamagullið í formi fjarstýrðs fjórhjólajeppa sem æðir um gólfið og stímir frekjulega á fætur þeirra sem fyrir verða: Ba bú! Ba bú! Segir nú- tímatæknin og olnbogai' sig hvar- vetna, frek og frantaleg. Meira þarf vart að segja, enda er það ekki beinlínis túlkunarfræðileg útlegging sem gerir list Magnúsar Pálssonar jafnhrífandi og raun ber vitni, heldur óstöðvandi marksækni hans á vit hugmyndaflugsins. Sem fyrr kemur hann manni í opna skjöldu og eyðir öllum venjubundnum hugar- fúa með áræði sínu og óbilandi trú á umsköpunarmátt nýsmíðinnar. Má ég hundur heita ef myndlistin og leik- húsið verða áfram eins og óskekin eft- ir slíka þúsundþjalasæringavöku. TQ]\LIST IV o r r æ n a h ú s i ð KAMMERTÓNLEIKAR Beethoven: Tríó í B Op. 11; Áskell Másson: Tríó (1999); Ketil Hvoslef: Beethoven-tríó; Brahms: Tríó í a Op. 114. Þrír meðlimir úr Berg- ensemble (Signe Bakke, píanó; Tone Hagerup, klarínett; Jörg Berning, selló). Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 22. HÚMA tekur að hausti og hin nýja tónleikaröð Norræna hússins, Bjartar sumarnætur, stendur ekki lengur undir nafni, enda lauk fyrstu vertíðinni á fimmtudag. Að- sóknin var í dræmara lagi, væntan- lega að hluta vegna hásumarleyf- istímans og ekki bar heldur mjög á norskum gestum, þó að norskur matur hefði verið kynntur í kaffi- teríunnni á undan. Hin nýstárlega umgjörð tónleikaraðarinnar með kynni sem spjallar við flytjendur milli atriða (að þessu sinni þó að- eins örstutt við tónskáldið Áskel Másson) hefur gefizt misjafnlega, enda hljómlistarfólki mislaust mál- beinið eins og gengur og fæstir sjálfsagt vanir því að vera spurðir spjörunum úr á að öðru leyti hefð- bundnum tónleikum, þó að smæð norræna salarins og nærvera kaffi- teríunnar geri staðinn öðrum frem- ur til þess fallinn. Edda Heiðrún Backman skilaði kynnishlutverki sínu að vanda með stakri prýði, enda þótt mætti ímynda sér að sérfróður spyrill ætti auðveldara með að ögra tónflytjendum til op- inskárra andsvara en leikari. Lokatónleikar þessa sumars bára yfirskriftina „Norræn Beet- hoven-tilbrigði“ og helgaðist af því að Kammertónlistarfélag Björg- vinjar pantaði í fyrra sitt hvort tríóið fyrir klarínett, selló og píanó hjá norska tónskáldinu Ketil Hvos- lef og Áskatli Mássyni, sem frum- flutt voru þar í borg í sl. apríl. Virðist skv. fréttatilkynningu hafa fylgt sú sérkennilega en óútskýrða kvöð að samið yrði út frá „þema“ úr ofanskráðu tríói Beethovens Op. 11. En hvort sem hafi verið eitt eða fleiri fór ekki á milli mála að báðir norrænu höfundarnir tóku til bæna tilbrigðastef lokaþáttarins, Tema con Variazioni, hvor á sinn hátt. Hið frísklega tríó Beethovens (1797) er frá tímum þegar tónlist átti ekki síður að skemmta en að vera mannbætandi. Stef I. þáttar er þróttmikið og byggingarvænt, II. minnir örlítið á á hæga útgáfu af menúettnum úr Septettinum kunna Op. 20, og „Gassenhauer“ (götusöngs-) stef lokaþáttar, sem verkið er oft kennt við, verður tón- skáldinu tilefni 10 kerskinna til- brigða, enda öllu meira í anda krárbauls en stássstofumúsíser- ingar. Túlkun félaganna úr norska septettinum Bergensemble var að sama skapi einörð og meðferð þeirra á norrænu verkunum í kjölfarið víða skemmtileg. Að því er undirritaður fékk bezt heyrt tók nálgun Áskels Mássonar ekki síður, og jafnvel meir, mið af íslenzka þjóðlaginu um Blástjörn- una og var ekki fyrr en undir lokin að „Gassenhauer“-stefið komst í áberandi hásæti. Kontrapunktísk tilþrif voru sjaldan spörað og þeg- ar mest á gekk lá við að mætti kenna samtvinnaða ritháttinn við potpourri du diable uppá frönsku. Á hinn bóginn var einnig snert á líðandi „misterioso“-strengi, sem með aðstoð trillumótífa og selló- flaututóna nálguðust stundum reimleikatilfinningu; blæ sem Hvoslef gerði raunar enn meira úr á eftir. Þá brá og fyrir þjóðlegi’i samstígni og niðurlagið, sem að mínu viti var meira sannfærandi en hjá norskum stalla Áskels, fjaraði út á skemmtilega „spooky“ dulúð. Þó að endirinn virtist s.s. í öllu lausara lofti hjá Hvoslef kom heild- arframvindan aftur á móti fastar fyrir, m.a. fyrir atbeina aftur- gengi’a síítrekaðra pedalnótna, sem færðust á milli hljóðfæra líkt og víðförult örlagatif úr afaklukku, rísandi og fallandi þjarkræns þrá- stefs og mun tíðari flíkunar götu- söngs Beethovens en hjá Áskatli. Hvoslef trúir greinilega bæði á melódíu og púlsrytma, enda voru ekki sízt hrynrænu efnisþættir verksins hugvitssamlega útfærðir, þó að væri kannski ívið of langt (um 15 mín.) til að halda fullri at- hygli undir lokin. Kynni Brahms af klarínettsnill- ingnum Richards Múhlfelds leiddu til nokkurra kammermeistara- stykkja, þar sem nývakin síðsum- arást tónskáldsins á „Fráulein Klarinette" náði að blómstra, fyrst með Tríóinu í a-moll Op. 114 frá 1891. Brahms hafði miklar mætur á verkinu, þó að varla beri með sér sömu hlustvænu hlýju og hinn vin- sæli Klarínettkvintett. Margt var vel gert í þessu frábæra verki, enda leikur norsku hljómlistar- mannanna afar samtaka, hvort heldur í tíma og dýnamískri mót- un, og voru þokkafullar niðurlags- arabeskur I. þáttar í klarínett og selló ekki einar til marks um það. Adagióið (II.) hefði samt mátt „fljóta" aðeins betur og sterkustu staðir píanósins verkuðu stundum harðir og skorti fyllingu. Meðal helztu akillesarhæla á tónleikunum í heild mætti nefna á köflum göslarakenndan píanóleik, sem á hröðustu stöðum ól af sér nokkrar loft- eða feilnótur; frekar hvassan klarínett-tón, sem á efsta sviði átti til að verða skerandi, og heldur mjóróma sellóhljóm, sem satt bezt að segja hefði víða mátt stemma betur. En allt um það gustaði oft fersklega að leik þeirra þrímenninga og jafnaði það margt á móti. Ríkarður Ö. Pálsson Halldór Björn Runólfsson UTANRÍKISRÁÐUNEYTI KANADA óskar að taka á leigu til langs tíma eftirfarandi skrifstofu- og íbúðarhúsnæði frá 1. janúar 2001 eða nokkru síðar: a. Skrifstofuhúsnæði fyrir sendiráð, 300-400 fermetrar að stærð í nýlegu húsnæði í/eða nálægt miðborg Reykjavíkur. b. Embættisbústað fyrir sendiherra, með minnst 3 svefnherbergjum og auka- herbergi, setustofum og borðstofu fyrir a.m.k. 12 manns. c. íbúðarhúsnæði með a.m.k. 2 svefnherbergjum og aukaherbergi, setustofum og borðstofu fyrir 8-10 manns. d. íbúðarhúsnæðið má vera í einbýlishúsum eða á íbúðahæðum í eftirfarandi hverfum Reykjavíkur: 101, 103, 104, 105 og 107. e. Tilboð berist Aðalræðismanni Kanada, Jóni Bergs, fyrir lok skrifstofutíma, föstudaginn 1. september 2000. Vinsamlegast látið grunnteikningu af húsnæðinu fylgja ef mögulegt er. f. íbúðarhúsnæðið verður skoðað sunnudaginn 3. september, og skrifstofu- húsnæðið skoðað mánudaginn 4. september og þriðjudaginn 5. september. Tilboð sendist: Aðalræðisskrifstofu Kanada, Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Sími 568 0820 Nánari upplýsingar má fá hjá Mr. Thomas Bellos, sími: (47)22995300, eða með tölvupósti: thomas.bellos@dfait-maeci.gc.ca

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.