Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 53 _________UMRÆÐAN______ Grimmd markaðarins MARKAÐURINN á að ráða, hann trygg- ir best almenna vel- ferð og hamingju alls almennings segja margir. En hvað ger- ist fái markaðurinn að vera frjáls og tak- markalaus? Þurfum við ekki að hugsa þá hugsun til enda? Samkeppnin á að vera alls ráðandi. Á hverju byggist hún? Heilbrigð samkeppni byggist á góðri og vandaðri þjónustu, vörugæðum og verði. En þegar frjálshyggj- an tekur völdin í samkeppninni breytist þetta. Auðveldast er fyrir neytandann að mæla verðið. Það verður því ráðandi afl. Til að ná niður verði er þrýst á framleiðend- ur að lækka kostnað sinn. Þá verð- ur dregið úr gæðum bæði vöru og þjónustu. Stór kostnaðarþáttur í framleiðslunni eru laun. Hörð sam- keppni þrýstir á lækkun þeirra. Það hefur í för með sér sára fá- tækt fjölda fólks, barnaþrælkun og atvinnuleysi. Til þess að ná einok- unartökum á verði framleiðenda sameinast dreifmgarfyrirtækin í stærri og stærri einingar, smærri fyrirtækin detta út og þau stóru einoka síðan bæði innkaupsverð og söluverð. Þetta erum við farin að horfa á hér á okkar smáa markaði. Markaðurinn Eigi markaðurinn að koma öllum til góða þarf hann mikið aðhald. Ekki aðeins almennings heldur einnig stjórnvalda. Neytendasam- tök þurfa að vera sterk og virk. Þau verða að vera meira en „buddusam- tök“ sem falla í þá gryfju að eltast við verðlagið eitt en hugsa minna um gæð- in. Gæði vöru og þjón- ustu tryggja betri heilsu og lífsfyllingu en lélega varan og verður fjárhagslega hagkvæmari þegar upp er staðið. Verðkannanir Verðkannanir eru gerðar við og við og til þess ætlast að þær veiti markaðnum að- hald. Þær virðast aðallega taka til verðs vöru. Taki þær ekki tillit til gæða, þar með aldurs, vörunnar og Viðskipti Við sjáum það víðs- vegar í heiminum, segir Páll Daníelsson, að óheftur markaður er varasamur. séu ekki nákvæmlega sömu vörur bornar saman eru kannanir ekki marktækar. Þá er það grundvall- aratriði að verslanir frétti ekki fyr- irfram um gerð verðkannana, einn- ig að verðkannanir lendi ekki í kerfi sem markaðurinn lærir á. Þess vegna er nauðsynlegt að fela hlutlausum fagaðilum að gera verðkannanir, velja tíma þeirra og fólk til starfanna. Stjórnvöld Stjórnvöld verða að hafa virkt aðhald. Það yrði einkum fólgið í því að setja strangar reglur um gæði vörunnar. Þá þarf að leggja þá ábyrgð á söluaðila að valdi hann neytanda tjóni, tímabundnu eða varanlegu, líkamlegu eða að dóm- greind skerðist þá sé söluaðila skylt að bæta skaðann. Síðasti söluaðili verður að bera ábyrgðina, annað er of langsótt fyrir neyt- andann. Þetta er mikil og þung ábyrgð en nauðsynleg til að vernda neytandann enda mun slík ábyrgð knýja seljandann til að standa sig í starfi og skipta með góða og ör- ugga vöru. Við sjáum það víðsveg- ar í heiminum að óheftur markað- ur er varasamur. Mikill auður safnast á fáar hendur og sár fá- tækt og örbirgð á móti. Þetta er mikill bölvaldur og veldur óöld átaka og blóðsúthellinga. Hér er því mikið verk að vinna fyrir hinn siðmenntaða mann. Hinn samsafn- aði auður þarf að fara að nýtast þeim sem undir hafa orðið í kapp- hlaupinu um gæðin sem búið hefur til hópa fólks sem enga möguleika hafa til að komast upp úr baslinu og hljóta eðlilega menntun og lífs- möguleika. Fyrirtæki á óheftum markaði stækka og lenda fyrr eða síðar inn á einokunarbrautina vilj- andi eða óviljandi, útrýma smærri keppendum og verða að óskapnaði. Frelsi er það sem við viljum hafa en til þess að það sé fullkomið þurfum við á leikreglum að halda sem virða jafnan rétt fólks og stuðning við þá sem minna mega sín. Höfundur er viðskiptafræðingur. Páll V. Daníelsson AFSLATTUR Flymo L47 Létt loftpúðavél. Atvinnutæki fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. 4 hp tvígengismótor. MTD GE45 3,75 hp B&S bensínmótor. Sláttubreidd 45 sm. 80 lítra safnkassi. Verðáðurkr. 38.900, AFSLATTUR Husqvarna 245R vélorf Atvinnutæki sem slær kanta, grasbrúska og illgresi. 2.7 hp benstnmótor, 8.6 kg. Flymo E330 Turbo Light Létt loftpúðavél fyrir litlar lóðir. 1150 W rafmótor. Verð áður kr. 68.200, MTD bensfnvél 3.5 hp bensínmótor. Sláttubreidd 51 sm. Stál sláttudekk. Verð áður kr. 17.900, ©Husqvarna Þrjú góð fyrirtæki 1. Þjónustumiðstöð við þjóðveginn rétt hjá Reykjavík sem er með bensínsölu (umboðslaunin greiða kaupverðið á nokkrum árum), sælgætissölu, skyndibitasölu og matvörur. Stórt fyrir- tæki í viðskiptum og vaxandi íbúðarkjami sem nýtir vel þessa þjónustu ásamt sveitarheimilum og stóru sumarbústaðasvæði. Sífellt vaxandi viðskipti og umferðarstraumur. 2. Skyndibitastaður í Reykjavík sem selur mest kjúklinga og hamborgara. Frábær rekstur, öll leyfi til alls og mjög fullkomið og gott eldhús með einstakri hreinlætisaðstöðu. Sæti fyrir 24 manns og í hádeginu er seldur heimilismatur á hlaðborði með sjálfsafgreiðslu. Er [ stóru vaxandi íbúðarhverfi umvafið ótelj- and i stórum blokkum. 3. Sælgætisframleiðsla. Allar vélar til ákveðinnar sælgætis- framleiðslu sem getur verið hvar sem er á landinu. Auðveld framleiðsla sem hver og einn getur unnið. Góð fjöldkylduvinna. Tilbúin til afhendingar strax. Mikið af litlum og stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. upplysinqar aöeins a skrifstofunm. SUÐURVE R I SfMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Heimeier Hágæða ofnlokar þýsk nákvæmni • Fínstilling "meö einu handtaki” • Auðvelt að yfirfara stillingu • Lykill útilokar misnotkun • Mlnnstu rennslisfrávik • Hagkvæm rennslistakmörkun © F-exakt lokahúsin með innbyggðri nákvæmnisfínstillingu hæfa öllum Heimeier hitastillihausum og fjarstillihausum. Auðvelt er að fínstilla gegnumstreymið nákvæmlega með lykli. Stilligildið er sýnilegt á efri hluta lokahús-hettunnar. Aðeins fagmaður getur stillt með lyklinum eða breytt stlllingu. Útilokað er að óviðkomandi geti breytt stillingu án verkfæra. Heimeier - þýsk nákvæmni TCflGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is |§>mb l.is I A.LL.TAf= eiTTH\SA£> A/ÝT7 Fréttir á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.