Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikil slags- mál í Kópavogi LÖGREGLAN í Kópavogi þurfti á liðsstyrk að halda frá nágrannasveitarfélögum til þess að stöðva slagsmál sem brutust út milli tveggja hópa manna við veitingastaðinn Players Sport Cafe í Bæjarlind í Kópavogi aðfaranótt sl. laugar- dags. Að sögn lögreglu brutust slagsmálin út þegar mennirnir komu út af veitingastaðnum. Sá elsti sem var í átökunum er á sextugsaldri en sá yngsti rétt rúmlega tvítugur. Ekki er vitað hvers vegna hópunum tveimur lenti saman en flytja þurfti sjö manns á slysadeild með áverka. Enginn reyndist alvarlega slas- aður en slegist var með hnefum og fótum, að sögn lögreglu. Hópamir tvístruðust þegar lög- reglan kom á staðinn og var mikil ölvun meðal manna. Lög- reglan í Hafnarfirði veitti lið- sinni með tveimur lögreglubíl- um og lögreglan í Reykjavík var í viðbragðsstöðu. Alls tóku um tíu lögreglumenn þátt í því að stilla til friðar. Heilbngðisraðherra um fyrirhugað útboð sjúkraflugs Ekkert útilokar Akureyri INGIBJORG Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að í fyrirhuguðu úboði vegna miðstöðvar sjúkraflugs á landinu, sé ekkert sem útilokar Akureyri sem hugsanlega miðstöð sjúkraflugs. Bæjarráð Akureyrar gagnrýndi í síðustu viku útboðslýsingu fyrirhug- aðs útboðs og taldi að verið væri að ganga á bak þeirrar ákvörðunnar, frá apríl síðastliðnum, um að Akur- eyri yrði væntanleg miðstöð sjúkra- flugs. Fag- og byggðalega rétt „Útboðið hefur verið sent til um- sagnar margra aðila og nú eru at- hugasemdir við það að berast okkur. Það er ekkert í fyrirhuguðu útboði sem útilokar Akureyri sem væntan- lega miðstöð sjúkraflugs. Það er mín sannfæring að það sé faglega og byggðalega rétt að miðstöðin sé á Ákureyri en í útboðinu var útilokað annað en að hafa Vestmannaeyjar sér,“ sagði Ingibjörg, en meðal þess sem bæjarráð Akureyrar fann að fyrirhuguð útboði, var að landinu skyldi skipt upp í þrjú svæði. Flókið útboð Ingibjörg sagði að útboðið væri af- ar stórt og flókið. Sérstakur vinnu- hópur færi nú yfir allar þær athuga- semdir sem ráðuneytinu bærust vegna útboðsins. „í kjölfar þess vona ég að unnt verði að bjóða þetta út og ná samningum um áramót. Það þarf hins vegar að taka tillit til ýmissa hluta í svona stóru útboði og m.a. þurftum við að bjóða þetta út á Evrópska efnahagssvæðinu vegna þess að við vinnum þetta með sam- gönguráðuneytinu." Um þá gagnrýni bæjarráðs Akur- eyrar að ekki sé gerð krafa um flug- vél með jafnþrýstibúnaði í útboðslýs- ingu, sagði Ingibjörg að ekki væri gerð krafa til þess en það væri skilið eftir opið. „Það var mat sérfræðinga í flugmálum að hafa það mál opið og vert væri að skoða báða kosti.“ Handleiðslufélag íslands Handleiðsla - greinir milli einkalífs og starfs Guðrún Einarsdóttir IVOR var stofnað Handleiðslufélag ís- lands. Að stofnun þess stóðu átján aðilar sem útskrifuðust 23. júní úr námi hjá Endurmenritun- arstofnun Háskóla íslands í handleiðslu. Formaður félagsins er Guðrún Ein- arsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Hún var spurð hvert væri markmið félagsins? „Markmið félagsins er að stuðla að þróun og hagnýtingu handleiðslu í starfi fagstétta. Einnig að stuðla að viðhaldi fræði- legrar og verklegrar þekk- ingar um handleiðslu. Að vernda hagsmuni þeirra sem starfa að handleiðslu og stuðla að því að þeir uppfylli fyllstu kröfur um þekkingu og siðgæði í starfi. Að stuðla að samheldni félagsmanna og samstarfi við sambærileg félög í öðrum löndum." - Hefur svona félag ekki verið starfandi fyrr? „Nei, ekki á íslandi og líklega ekki á Norðurlöndunum.“ - Er mikil þörf fyrir svona fé- lag? „Já. Til þess að gefa þeim sem starfa nú þegar við handleiðslu kost á að gerast stofnfélagar að Handleiðslufélagi íslands er ákveðið að hafa framhaldsstofn- fund í haust.“ - Hvað er handleiðsla? „Handleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi. Með handieiðslu getur einstakl- ingur nýtt betur hæfni sína í starfi og handleiðsla tryggir gæði þjón- ustunnar. Handleiðsla hjálpar einstaklingi að greina milli einka- lífs og starfs og beita faglegum að- ferðum í stað tilfinningasemi. Með handleiðslu áttar einstaklingur sig á uppbyggingu, markmiðum og möguleikum vinnustaðarins. Handleiðsla leysir úr læðingi styrk einstaklingsins svo hann finni lausnir." -Hvernig er unnið að hand- leiðslu? „Gerður er samningur um ákveðið tímabil og eru vikulegir tímar eða eftir nánara samkomu- lagi. Fullur trúnaður ríkir.“ - Fyrir hverja er handleiðsla? „Hún er fyrir alla sem vilja þroskast í starfi og bæta starfs- ímynd sína. Markmið handleiðslu er að starfsmanni líði betur í vinn- unni og að hann njóti starfs síns betur. Að viðskiptavinir stofnunar eða fyrirtækis fái betri þjónustu. Að samskipti innan vinnustaðar- ins gangi betur og að samskipti við aðrar stofnanir og fyrirtæki gangi betur.“ - Erþetta trúarlegs eðlis? „Nei, handleiðsla hefur ekkert með trú að gera. Hún er fremur í ætt við félagsráðgjöf og sálar- fræði. Úr þeim jarðvegi sprettur handleiðslan." - Hvers vegna ákvaðst þú persónulega að fara í þetta námil „Vegna góðrar reynslu af handleiðslu fyrir sjálfa mig. Hún hefur styrkt mig í starfi. Það þykir sjálfsagt á geðdeild að hafa handleiðslu, starfið er þess eðlis. Hún er notuð á fleiri deildum með góðum árangri. Eg þekki engan sem hefur verið óánægður með að njóta handleiðslu. Rann- sóknir sýna að fólk velur fremur handleiðslu en möguleika á launa- hækkun eða fríi.“ ► Guðrún Einarsdóttir fæddist 30. mars 1951. Hún lauk hjúkr- unarprófi úr Hjúkrunarskóla Is- lands. Framhaldsnámi í Nýja hjúkrunarskólanum og í Kenn- araháskóla íslands. í vor lauk hún námi í handleiðslu frá End- urmenntunarstofnun Háskóla Is- lands. Hún hefur starfað lengst af við heilsugæslu og á geðdeild- um. Nú starfar Guðrún á göngu- deild geðdeildar Landspítala við Hringbraut. Hún á fjórar dætur. - Hversu langt nám erþetta? „Það er þrjár annir. Það er byggt upp á fræðilegum fyrir- lestrum og svo fengum við sjálf handleiðslu á þessum tíma, við höfðum hvert um sig einstakling sem við veittum handleiðslu og höfðum svo handleiðslu í því starfi. Það komu einnig erlendir fræðimenn til þess að halda fyrir- lestra og einnig var talsvert mikill lestur náminu samfara.“ - Ur hvaða stéttum er það fólk sem hefur mest gagn af svona námi? „Það eru margar stéttir. í okk- ar hópi voru fjórir hjúkrunarfræð- ingar, auk mín þær Hallveig Finn- bogadóttir, Eyrún Jónsdóttir og Vilborg Guðnadóttir. Þá voru sál- fræðingarnir Benedikt Jóhanns- son, Elín Elísabet Halldórsdóttir og Halldór Kr. Júlíusson. Fjórir félagsráðgjafar voru í hópnum, Björg Karlssdóttir, Ella Kristín Karlsdóttir, Ingibjörg Ásgeirs- dóttir og Olöf Unnur Sigurðar- dóttir. Einn prestur: Anna Sigríð- ur Pálsdóttir. Einn djákni: Ragnheiður Sverrisdóttir. Einn sjúkraþjálfi: Arna Harðardóttir, einn námsráðgjafi: Toby S. Her- man, einn kennari: .Jórunn Sören- sen og tveir iðjuþjálfar: Lilja Ingvarsdóttir og Kolbrún B. Ragnarsdóttir. Þessir átján ein- staklingar hafa sem sagt stofnað félagið Handleiðslu." - Hvað starfa margir að hand- leiðslu í viðbót við þá sem hér voru taldir? „I kringum íjörutíu. Það fólk hefur fengið þjálfun hjá Landspítal- anum og víðar, einnig erlendis. Á framhalds- stofnfundinn í haust koma vonandi allir þeir sem stunda handleiðslu hér á landi. Hvað starf félagsins snertir þá byrjum við á að fá Benedicte Schilling, danskan handleiðara, til þess að koma hingað og halda fyr- irlestur. Þessi kona hefur samið margar bækur um handleiðslu og starfað lengi við hana.“ Markmiðið er að starfs- manni líði bet- ur í starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.