Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 31 Borgarleikhúsið Morgimhlaðið/Halldór Kolbeins Leikarar Borgarleikhússins æfa Lé konung. Á myndinni má sjá Guðjón Pedersen leiksljóra, Sigurð Karlsson, Halldór Gylfason, Jóhönnu Vig- dísi Arnardóttur og Val Frey Einarsson. Lér konung- ur á fialirnar BORGARLEIKHÚSIÐ hóf starfsár sitt fyrir skömmu með æfingum á Lé konungi, einum þekktasta harmleik Williams Shakespeares. Með titil- hlutverkið fer Pétur Einarsson og leikstjóri er Guðjón Pedersen. Síðast var leikritið sett upp í Þjóðleikhús- inu árið 1977. í verkinu fléttast sögur tveggja fjölskyldna saman í blóðugum og hatrömmum átökum kynslóða. Lér konungur ákveður að draga sig í hlé og eftirláta dætrum sínum stjórn ríkisins. Frekja og yfirgangur jafnt hinna eldri sem hinna yngri verður til þess að Lér hrekst upp á heiði í fylgd hirðfífls, hertoga í dulargervi og Játgeirs af Glostri sem svikinn hefur verið af bróður sínum. Leikendur eru Fnðrik Friðriks- son, Guðmundur Ólafsson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hlín Hjálmarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Kristján Franklín Magnús, Nanna Kristín Magnús- dóttir, Sigurður Karlsson og Valur Freyr Einarsson. Einhver í dyrunum Fyrsta frumsýning vetrarins verður um miðjan september á leik- Óperuaríur á Seyðisfírði AUSTURRÍSKUR bassa- baritón, Florian Keller, flytur aríur úr óratóríum, óperettum, óperum, söngleikjum o.fl. annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 á tónleikum í tónleikaröð- inni „Bláa kirkjan" á Seyðis- firði. Hann mun syngja tvo dúetta með Muff Worden, kontraalt, einnig leikur hann á píanó með píanóleikaranum Aiadár Rácz frá Rúmeníu. Florian Keller stundaði nám i tónlist í Mozarteum í Salzburg 1964-1982, og framhaldsnám í leiklist og söng. Hann hefur gef- ið út 18 hljóm- eða geislaplötur. Þetta eru fyrstu einsöngstón- leikar Florians á íslandi. Aiadár Rácz nam píanóleik við G. Enescu Conservatory í Búkarest og stundaði fram- haldsnám við Tónlistarakadem- íuna í Búkarest og Búdapest. Aladái’ hefur haldið tónleika víða um heim. Hann hefur verið tónlistarkennari við Tónlistar- skóla Húsavíkur frá 1999. Á tónleikunum munu Florian og Aladár m.a. leika fjórhent á píanó. Einnig mun Florian leika einleik á píanó, syngja vinsælar aríur úr óperum, óperettum, söngleikjum og flytja dúetta ásamt Muff Worden, söngkonu og tónlistarkennara á Seyðis- firði. Aðgangseyrir er kr. 1000. riti Sigurðar Pálssonar, Einhver í dyrunum, sem forsýnt var á Listahá- tíð í vor. Kristín Jóhannesdóttir leik- stýrir verkinu, en Kristbjörg Kjeld leikur aðahlutverkið. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristbjörg leikur hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Aðrir leik- endur er Sigurður Karlsson, Björn Ingi Hilmarsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Edda Björgvinsdótt- ir. Einhver í dyrunum er á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evr- ópu árið 2000. Nokkrar sýningar verða á gleði- leiknum Sex í sveit í september og verður fyrsta sýningin laugardaginn 2. september. Þetta er þriðja leikárið sem leikritið kemur á fjalir Borgar- leikhússins. Steinunn Þórarinsdóttir s Islensk myndlist í Bonn FRAUEN Muscuin Bonn, Listasafn kvenna í Bonn, opnar sýningu á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur þann 3. september næstkomandi. Sýndar verða lágmyndir og skúlptúrar Steinunnar og stendur sýningin ( il 10. október. Ingi- mundur Sigfússon, sendiherra Is- lands í Þýskalandi, mun opna sýn- inguna sem er samstarfsverkefni menningarsjóðs Bonn og íslenska sendiráðsins. Steinunn Þórarinsdóttir hefur starfað við myndlist si'ðan á ungl- ingsárum. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einka- sýningar hérlendis sem erlendis síðan árið 1979. Helstu listasöfn Is- lands eiga verk eftir Steinunni. Listasafn kvenna í Bonn var stofnað árið 1981 af Marianne Pitz- en. Þetta var fyrsta safnið sinnar tegundar, sem sýnir eingöngu list kvenkyns listamanna auk þess sem það heldur sögulegar sýningar sem fjalla um stöðu kvenna. 160 listamenn á Islandsdeginum á Heimssýningunni ÞJÓÐARDAGUR íslands á Heims- sýningunni í Hannover er á miðviku- daginn. Forseti Islands og mennta- málaráðherra verða viðstaddir list- viðbui’ði í tilefni dagsins í íslenska skálanum og víðar, en fjöldi íslenskra listamanna kemur fram. Hver dagui- heimssýningarinnai’ er tileinkaður ákveðinni þjóð, og er 30. ágúst þjóðardagur Islands. Dagskrá- in hefst að morgni með söng Karla- kórsins Heimis, og í kjölfarið tekur yfirstjóm EXPÓ 2000 á móti forseta Islands og fylgdarliði. Opinber hátíð- arhöld hefjast kl. 10:30 á Plaza-svið- inu þegar íslenski og þýski fáninn verða dregnir að húni og þjóðsöngvar landanna sungnir. Islenskir hestar koma fram og Bergþór Pálsson flytur einsöngslög við píanóundirleik. Ávörp flytja heilbrigðisráðherra Þýskalands, fulltrúi yfirstjómar EXPO 2000 og forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Þá heimsækja for- seti íslands og menntamálaráðherra þýska skálann og þann íslenska og rita í gestabók heimssýningarinnai’. Dagskrá íslenskra listamanna stendur til kvölds á Plaza-sviðinu og víðar. Tónlistarhópurinn Guitar Is- lancio ieikur nokkmm sinnum við skála Islands yfir daginn, þar verður sýnd stuttmyndin Örsögur úr Reykjavík og Kammersveit Reykja- víkui’ og Karlakórinn Heimir halda hvor sína tónleikana í EXPO Konzerthauz. I leikhúsinu Schau- spielhaus Hannover sýnir Þjóðleik- húsið Sjálfstætt fólk - Bjart og Ástu Sóllilju, en í anddyri hússins hefur verið sett upp farandsýning um Hall- dór Laxness. Fyrir sýningu á fyrri hluta verksins flytur menntamála- ráðhema, Bjöm Bjamason, ávarp. Þá er ónefnd Þýskalandsfrum- sýning kvikmyndarinnar Englar al- heimsins eftir Friðrik Þór Friðriks- son, en opinberri dagskrá lýkur um kvöldið á Plaza-sviðinu með tísku- sýningunni Futurice, sýningu Dans- leikhúss með ekka og tónleikum hljómsveitarinnar Sigur Rós. Að dag- skrá lokinni halda menntamála- ráðherrahjónin miðnæturkvöldverð til heiðurs listamönnunum, en um 160 íslenskir listamenn taka þátt í menn- ingardagskránni á þjóðardegi Is- lands. Forseti og menntamálaráðherra halda til Hannover í dag og verða við kynningu Bláa lónsins og Flugleiða í íslenska skálanum síðar í dag. Mun forseti þar flytja stutt ávarp. Á fimmtudag verða heimsóttir skálar Norðui’landanna, Eystrasaltsland- anna og Indlands, auk þess sem for- seti Islands verður viðstaddur kynn- ingu orkufyrirtækja í íslenska skálanum. «WM-2000 . .' ^judagur 29. ágúst September- tónleikar í Selfosskirkju Á FYRSTU tónleikum September- tónleika í Selfosskirkju sem hefjast í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 leikur Glúmur Gylfason organisti Selfosskirkju. Tónleikaröð þessi er haldin í tíunda skiptið og bera allir tónleik- amir merki Bach-ársins, en í ár em 250 ár liðin frá dauða Johanns Seb- astians Bach. A.m.k. eitt stórverk Bachs verður leikið á hverjum tón- leikanna, en 19. september verða eingöngu leikin verk eftir J.S. Bach. Næst leikur Hörður Áskelsson og í kjölfar hans leika Haukur Guð- laugsson, Jörg Sondermann og Hilmar Örn Agnarsson. hefst 2. sept. nk. Nuddnámið tekur þrjú ár með kennslu á kvöldin og um helgar. Utskriftarheiti er nuddfræðingur. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og Félagi íslenskra nuddfræðinga. Upplýsingar í síma 51 1 1085 virka daga frá kl. 13-17. Hægt er að sækja um í síma^ á staðnum eða fá sent umsóknareyðublað. Nuddskóli Guðmundar í nýrri aðstöðu á Hólmaslóð 4, 2. hæð, 101 Reykjavík. r SÓLBORG - AKUREYRI KL. 17 Útilistaverkið íslandsklukkan AfhjúpaO verður útilistaverkið íslandsklukkan eftirKristin Hrafns- son á Sólborgarsvæðinu á Akureyri og fer athöfnin fram við göngustíginn við Háskólann á Akureyri. Verkið hef- urýmsar tilvitnanir bæði til kristni á íslandi í þúsund ár og til landafund- anna í Vesturheimi fyrir þúsund ár- um. Vígsluathöfnin fer fram á afmæl- isdegi Akureyrarbæjar og bæjarbúar oggéstir eru eindregið hvattir til að mæta við athöfnina og skoða lista- verkið. www.akureyri.is. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is. Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og stórlækkuðu verði frá því í fyrra. Nú lækkar ferðin um 10-18 þúsund krónur fyrir manninn um leið og við kynnum frábæra nýja gististaði á ensku ströndinni. Beint vikulegt flug alla þriðjudaga í allan vetur. Þú getur valið þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Aldrei lægra verð Bókaðu strax og tryggðu þér 16-21% verðlækkun frá því í fyrra.* Verðkr. 39.255 Vikuferð, 9. janúar, hjón mcð 2 böm. Verðkr. 44.755 2 vikur, 9. janúar, hjón mcð 2 bom. Verðkr. 59.990 2 í íbúð, 2 vikur, Monterey. * Próscntudæmi er miðað við 3ja vikna ferð í janúar árið 2001. m.v. 3ja vikna ferð, árið 2000. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 39.255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.