Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Tvískinnungur í stefnu- mótun stjórnvalda A FUNDI aðildar- ríkja rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyting- ar, sem haldinn verður í Haag í nóvember, mun vafalítið takast að ganga frá öllum ágreiningsefnum varð- andi framkvæmd Kyoto-bókunarinnar við rammasamninginn. Bókunin er lagalega bindandi og felur í sér að 38 iðnríki skuli draga úr losun gróður- húsalofttegunda (GHL) um 5,2% að meðaltali á tímabilinu 2008-2012 miðað við það sem var 1990. Bókunin heimilar íslandi að auka losun um 10% - mest allra ríkja. ísland var hins vegar eina iðn- ríkið sem ekki undirritaði bókunina fyrir tilskilinn tíma, 15. mars 1998. Stefna ríkisstjórnarinnar er að afla Islandi undanþágu frá fyrr- greindu ákvæði, þ.e.a.s. fá mun rýmri losunarheimildir fyrir stóriðju en þá 10% aukningu sem Islandi er heimil. Pessi stefna stjórnvalda byggist á þeirri röksemd að örsmá hagkerfi eins og hið íslenska hafi ekki svigrúm til að byggja upp iðnað eins og það álver sem fyrirhugað er að byggja á Reyðarfirði og auka myndi losun GHL um ríflega 20%. Þetta sé andstætt því markmiði rammasamningsins að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku þar eð losun GHL frá vatnsaflsvirkjunum sé lítil. Þess vegna beri að veita undanþág- ur vegna „einstakra verkefna" eins og álver eru nefnd í tillögu Islands. Undanþágur skapa hins vegar illt fordæmi og tillaga Islands er algjör- lega opin, þ.e.a.s. ekki eru nein efri Árni Finnsson þjóðlegum mörk eða þak á losun frá stóriðjuverum hér á landi. Miðað við upp- lýsingar frá islenskum stjórnvöldum myndu fyrirhuguð stóriðju- verkefni auka losun um 67,4% miðað við 1990." Þá eru ekki með talin þau 10% sem ísland fékk úthlutað í Kyoto. Bent hefur verið á að fyrirtæki á borð við Reyðarál geti hæglega mætt þeim vanda sem felst í losun GHL frá fyrirhuguðu álveri á Reyðarfirði með kaup- um á losunarkvóta á al- markaði sem skapast mun í kjölfar þess að Kyoto-bókunin verður að alþjóðalögum.2’ Sömuleiðis gæti Reyðarál lagt fé í kolefnisbind- ingu hér á landi með landgræðslu og skógrækt. Stjórnarformaður Reyð- aráls hefur hins vegar hafnað slíkum hugmyndum þrátt fyrir að mengun- arbótareglan - að þeim sem mengar beri að bæta skaðann - sé nú ein af meginstoðum umhverfisréttarins. Vísaði hann í því efni til stefnu ríkis- stjórnarinnar. Ósamræmd stefnumótun Málflutningur stjórnvalda er býsna mótsagnakenndur því skömmu fyrir Kyoto-fundinn lagði sendinefnd íslands fram tillögu um mismunandi losunarmörk ríkja í samræmi við nýtingarhlutfall endur- nýjanlegrar orku í hverju iðnríki. Samkvæmt þeirri tillögu hefði ís- land fengið að auka losun um nærri 20%3) miðað við 1990. Sú niðurstaða sem fékkst - þ.e.a.s. 10% auking - hefði því getað talist viðunandi. Kyoto Það væri borin von að ná árangri, segir Árni Finnsson, ef þessir -----------7------------- fulltrúar Islands bæru fram sams konar hug- myndir og forsætis- ráðherra hefur látið í ljós hér heima. Það skaut því skökku við þegar forsætisráðherra lýsti því yfir skömmu eftir Kyoto að ekki kæmi til greina að undirrita Kyoto-bókunina fyrir íslands hönd enda hefði ísland orðið að fá a.m.k. 40-60% aukningu til að niðurstaðan gæti talist ásætt- anleg. Aðildarríki rammasamnings- ins hljóta hins vegar að undrast hvers vegna ísland gat sætt sig við 20% aukningu skömmu fyrir Kyoto- fundinn, en vildi skömmu eftir fá frítt spil fyrir stóriðju. Þetta ósamræmi í stefnu Islands á vettvangi rammasamningsins og yf- irlýsingum forsætisráðherra má skýra með tvennum hætti: I fyrsta lagi því að haustið 1997 hófust við- ræður við Norsk Hydro um bygg- ingu álvers á Reyðarfirði og í öðru lagi af því að forsætisráðherra hefur frá upphafi afgreitt loftslagsbreyt- ingar og aðgerðir alþjóðasamfélags- ins til að stemma stigum við þessum hættulegu breytingum í lífríki jarð- ar sem einberar bábiljur. Eins konar loftbólu sem brátt myndi springa. Þeir sem draga það þunga hlass að afla tillögu Islands stuðnings á al- Bæta þarf ástandið á geðdeildum Á undanförnum vik- um hafa átt sér stað all- nokkur blaðaskrif um , starfsmannavanda á geðdeildum Landspít- ala - háskólasjúkra- húss. Mikið hefur verið fjallað um áverkamál starfsmanna og réttar- stöðu þeirra sem verða íyrir áverkum. Þá hafa launamál ófaglærðra verið dregin inn í þess- ar deilur við yfirmenn geðdeilda. Við hjá Eflingu-stétt- arfélagi teljum okkur skylt að upplýsa hvaða vinna hefur verið lögð fram af hálfu félagsins vegna starfs- mannavanda geðdeilda á undanföm- um misserum. • Mjög margir fundir hafa verið haldnir með yfirmönnum geðdeilda til þess að fara yfir vandann og koma á framfæri sjónarmiðum starfsmanna • Trúnaðarmenn hafa verið boð- aðir á fund til að fara yfir þessi mál • Gerð var könnun á vegum Sókn- ar, SFR og Félags ísl. hjúkrunar- fræðinga á ofbeldi meðal heilbrigðis- starfsmanna 1996 þar sem áverkar og ofbeldi var mest áberandi á geðdeild- um eða 72,3% • Gengið hefur verið á fund fjár- málaráðherra vegna tryggingarmála r starfsmanna og réttarstöðu þeirra • Farið var með undirskriftarlista starfsmanna um úrbætur vegna und- irmönnunar og örra mannabreytinga á fund starfsmannastjóra Landspít- alans sl. vetur og henni kynnt ítarlega vandamálin. • ítrekað hefur verið rætt við launadeild og samninganefndarfólk : vegna launamáia á geðdeildum. • í kjarasamninga- viðræðum við fjármála- ráðuneytið í vetur og vor fóru margir fundir í að íjalla um starfs- mannavanda geðdeilda og þau öru mannaskipti sem þar eiga sér stað. Fjallað var um vanda- málin og mikil áhersla lögð á að leita lausna. • í nýgerðum kjara- samningum komu inn sérstök ákvæði vegna starfsmanna geðdeilda og voru tryggingamál starfsmanna endur- skoðuð og bætt. • í kjarasamningum nú í maílok voru laun verulega bætt og kemur nú til aukið mat á störfum og einnig frammistöðu starfsmanna. Hluti af vanda á geðdeildum er mikill launamunur milli starfsstétta sem hefur valdið vaxandi ólgu meðal starfsmanna þar sem launalqör sumra hópa hafa verið bundin á öðr- um tíma. Þennan vanda hefur launa- skrifstofan og fjármálaráðuneytið ekki viljað skoða á undanförnum misserum þrátt fyrir ítarlegar at- hugasemdir af hálfu Eflingar-stéttar- félags. Mikil hreyfing á starfsfólki hefur valdið erfiðleikum og fóru starfsmannaskipti upp í 70-80% sl. vetur. Dæmi eru um aukavaktir hjá starfsmönnum þar sem þeir eru með 15-18 aukavaktir á mánuði vegna manneklu. í þeim tilvikum hafa hvfld- artímaákvæði verið margbrotin. Einnig gerum við hjá Eflingu okkur fyllilega grein fyrir því að þónokkuð er um áverka hjá starfsmönnum á ákveðnum deildum og skortir veru- lega á úrvinnslu og áfallahjálp þegar um alvarleg atvik er að ræða. Geðdeildir Hluti af vanda á geð- deildum er mikill launa- munur milli starfsstétta, segir Þdrunn Svein- björnsddttir, sem hefur valdið vaxandi ólgu meðal starfsmanna þar sem launakjör sumra hópa hafa verið bundin á öðrum tíma. Mikið er kvartað um skort á úr- vinnslu þegar starfsfólk verður fyrir alvarlegum áverkum. Starfsmenn á nokkrum deildum hafa jafnvel hætt að fylla út áverkaskýrslur þar sem þeir telja að það breyti engu og hjálpi þeim ekki á nokkum hátt,og þannig hefur áverkamálum sem skráð eru fækkað mflli ára. Á þetta hefur verið bent af Eflingu - stéttarfélagi og við munum halda áfram að gera okkar til að auka skflning stjómenda á vand- anum. Af framansögðu má glöggt sjá að vandi starfsmanna á geðdeildum hefur verið og mun verða til vinnslu hjá Eflingu - stéttarfélagi. Við höfum lengi bent á að bæta þurfi verulega úr þessum vanda á geðdeildum, hækka laun og bæta vinnuaðstæður ásamt því að hvetja til þess að öryggismál starfsmanna verði veralega endur- skoðuð. Höfundur er 1. varaformaður Eflingar - stéttarfélags. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir þjóðavettvangi geta hins vegar ekki leyft sér slíkan málflutning enda væri það borin von að ná árangri ef þessir fulltrúar íslands bæru fram sams konar hugmyndir og forsætis- ráðherra hefur látið í ljós hér heima. Forsendur Kyoto- bókunarinnar Talsmenn áliðnaðar á íslandi hafa verið mun klókari í sínum yfirlýsing- um. í stað þess að draga í efa mikfl- vægi þess að bregðast við þeim vanda sem felst í losun GHL hafa þessir menn fært rök fyrir því að staðsetning áliðnaðar á íslandi muni draga úr losun hnattrænt. Það rétt- læti uppbyggingu virkjana og uppi- stöðulóna hér á landi. Vitaskuld má alltaf færa rök fyrir því að einhverja vöru sé best að framleiða í ákveðnu landi eða heims- álfu út frá einhverjum tilteknum umhverfissjónarmiðum. Á hinn bóg- inn hefur íslenskum stjómvöldum ekki tekist að sýna fram á neinn mælanlegan sparnað í hnattrænni losun með því að staðsetja stóriðju hér á landi. Ein grandvallarforsenda Kyoto- bókunarinnar - sem samþykkt var á fyrsta fundi aðildarríkja Ramma- samningsins í Berlín 1995 - var að á fyrsta skuldbindingartímabilinu 2008-2012 skyldu þróunarríkin ekki vera bundin af lagalega bindandi ákvörðun um samdrátt í losun GHL. Þetta er þyrnir í augum talsmanna áliðnaðar á íslandi." Þeir halda því fram að þar sem Kyoto-bókunin nái ekki til þróunarríkja, sem nýti mengandi orku til að knýja ný álver, sé ekki tekið á kjarna vandamálsins, þ.e. heildarlosun GHL í heiminum. Svipuð viðhorf koma fram í mál- flutningi talsmanna olíu- og kolaiðn- aðar í Bandaríkjunum, sem nú hafa gefist upp á að vefengja vísindalegar niðurstöður um gróðurhúsavandann og reyna þess í stað að vefengja rétt- mæti Kyoto-bókunarinnar. Hin fátækari ríki heims - þróun- arlöndin - losa nú u.þ.b. 1/3 af magni gróðurhúsalofttegunda sem berst út í andrúmsloftið og sögulega séð miklu minna en iðnríkin. Það var því eðlileg krafa af hálfu þróunarríkja að iðnríkin sýni og taki ábyrgð á þeim vanda sem þau hafa að mestu leyti valdið á fyrsta skuldbindingar- tímabilinu. Hættaá einangrun Islands Því miður bendir margt til þess að Island muni standa utan við Kyoto- bókunina eftir fundinn í Haag. Gangi það eftir kann það að ein- angra Island og valda miklum skaða fyrir orðspor Islendinga á alþjóða- vettvangi. Raunar má draga í efa að Norsk Hydro muni við slíkar að- stæður fjárfesta í álveri við Reyðar- fjörð. 1) FCCC/SBSTA/1999/MISC3/Add.l 2) Vonir standa til að fyrir Ríó +10-ráð- stefnu S.Þ. vorið 2002 muni tilskilinn fjöldi ríkja (55), sem losa tilskilið magn gróðurhúsa- lofttegunda (55%) fullgilda Kyoto-bókunina. 3) FCCC/AGBM/MISC.l/Add.6) 4) Sjá grein eftir Jakob Björnsson í Morg- unblaðinu 30.7. s.l. og Jóhann Má Maríusson í Lesbók Mbl. Þann 5.8. s.l. Greinar þeirra eru nokkuð samhljóða Höfundur situr ístjóm Náttúm- vemdarsamtaka Islands. Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? BREYTTAR að- stæður á vinnumarkaði kalla á breytt hlutverk stéttarfélaga. Verslun- armannafélag Reykja- víkur leggur nú aukna áherslu á þjónustu og beinan stuðning við fé- lagsmenn. Fræðslumál eru meðal forgangs- verkefna félagsins og veturinn 2000-2001 mun VR bjóða persónu- lega ráðgjöf og nám- skeið sem hafa það að markmiði að styrkja fé- lagsmenn í starfi. Menntun er æviverk Símenntun byggist á nýju viðhorfi til menntunar, þ.e. að menntun sé æviverk en ekki bundin við skyldu- nám, framhaldsskóla eða háskóla. Nám er ekki lengur stundað einungis á ákveðnu aldursskeiði og einstakl- ingar ljúka ekki námi í eitt skipti fyr- ir öll við útskrift úr skóla heldur líta á menntun sem hluta af allri lifsgöngu sinni. í dag er sí- og endurmenntun hluti af því að vera á vinnumarkaðin- um. Ekkí ógn heldur tækifæri Sí- og endurmenntun er ein for- senda þess að fólk geti styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Það er erfitt að rífa sig upp og byrja að læra aftur eftir margra ára vinnu á hinum al- menna vinnumarkaði. En margt af því námi sem er í boði í dag er ekki síst ætlað þeim sem hafa ekki sótt skóla í mörg ár. í dag er nauðsynlegt fyrir starfsfólk á vinnumarkaði að afla sér stöðugt nýrrar þekkingar tfl að heltast ekki úr lestinni. Ábyrgðin er sameiginleg Bæði íslenskar og erlendar skoð- anakannanir sýna að þeir sem era meira menntaðir og/eða hærra laun- aðir sækjast frekar eftir endurmenn- tun en þeir sem minni menntun hafa og/eða lægri laun. Samkvæmt skoð- anakönnun á vegum VR hafa tæplega 80% félagsmanna VR áhuga á endurmenntun í starfi og skiptir litlu hver menntun þeirra er eða staða innan fyrir- tækisins. Á móti kemur að einungis hefur verið lögð áhersla á endur- menntun hjá 34% fé- lagsmanna VR, fyrst og fremst hjá þeim sem era með háskólamenn- tun og í stjórnunar- störfum. Þessu þarf að breyta. Mikilvægt er að félagsmenn sýni fram- kvæði og óski sjálfir eft- ir endurmenntun því ábyrgðin er beggja, fé- lagsmanna og atvinnurekenda. VR og vika símenntunar Umræða um námsráðgjöf hefur hingað til fjallað um aðstoð við fram- halds- og háskólanema. Símenntun Endurmenntun Sí- og endurmenntun er ein forsenda þess, segir Alda Sigurðardóttir, að fólk geti styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. gerir aftur á móti þá kröfu að starfs- fólk á almennum vinnumarkaði skoði sjálft sig og meti bæði styrkleika sína og veikleika. í viku símenntunar, dagana 4.-8. september næstkom- andi, býður VR félagsmönnum sínum ókeypis námsráðgjöf. Þeim býðst einkaviðtal við faglærðan námsráð- gjafa sem aðstoðar þá við að finna hvaða nám hentar hverjum og einum og hvaða möguleika þeir hafi til frek- ari menntunar. Tekið er við pöntun- um milli kl. 8-16 í síma 5101700. Höfundur er fræðslustjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Alda Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.