Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Anna Lilja
Magnúsdóttir
fæddist á Skeggja-
stöðum 23. janúar
1912. Hún andaðist
föstudaginn 18.
ágúst síðastliðinn.
Hún var dóttir hjón-
anna Magnúsar Ól-
afs Tómassonar
bónda og Ingunnar
Þorvaldsdóttur hús-
freyju. Anna Lilja
var í miðið í hópi
■’fimm systkina og var
orðin ein eftirlifandi.
Auk þess ólu þau
Ingunn og Magnús upp þrjú fóst-
urbörn, en af þeim eru tvö á lífi,
Kristinn Thomsen Holm, sem býr í
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Hún amma mín á Skeggjastöðum
er látin. Upp í hugann koma myndir
frá heimsóknum til ömmu og afa.
^tÞað var alltaf svo gaman að koma til
þeirra. Þá var ýmislegt spjallað og
alltaf stutt í brosið hjá þeim báðum.
Hún amma hafði einstakt lag á því
að fylla eldhúsborðið sitt af alls kon-
ar kræsingum. Og þaðan stóð eng-
inn upp nema pakksaddur. Jólakak-
an hennar ömmu var alveg einstök
bökuð í gömlu olíueldavélinni.
Amma var dýravinur. Hún átti alltaf
hænur sem spígsporuðu um bæjar-
hólinn þegar veður leyfði. Stundum
átti hún brúnar hænur svona til að
lífga upp á hópinn sagði hún og svo
*tar það haninn, hann varð helst að
vera marglitur og með fallegt stél.
Hún amma fæddist á Skeggjast-
öðum og átti þar heima nær allt sitt
líf. Þau afi giftu sig 5. nóvember
1938 og eignuðust níu börn þannig
að fjölskyldan var stór og í mörg
horn á líta. Amma helgaði líf sitt
heimili sínu og fjölskyldu. Hún tók
vel á móti þeim sem til hennar
Reykjavík og Erla
Kristólína Sigurðar-
dóttir, sem býr á Ól-
afsfirði.
Anna Lilja ól allan
sinn aldur á Skeggja-
stöðum.
Hún giftist eftirlif-
andi eiginmanni sin-
um, Hjalta Árnasyni
frá Víkum, 5. nóvem-
ber 1938. Þau bjuggu
allan sinn búskap á
Skeggjastöðum. Fyrst
ásamt Magnúsi og
Ingunni og eftir lát
Magnúsar ásamt Hall-
grími, bróður Önnu Lilju. Þeim
Önnu Lilju og Halta varð níu
barna auðið. Þau eru: Árný Mar-
komu. Milli ömmu og afa var alveg
sérstakur kærleikur og virðing.
Trúin á það góða og að sjá björtu
hliðamar á lífinu. Elsku amma, ég
veit að nú líður þér vel. Þú ert laus
við þjáningarnar. Ég þakka þér
samfylgdina. Guð blessi minningu
þína.
Far þú í friði, friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
grét, húsfreyja á Steinnýjarstöð-
um í Skagahreppi. Eiginmaður
hennar er Kristján Kristjánsson
bóndi. Baldvin Valgarð, sem bús-
ettur er á Skagaströnd. Magnús
Ólafur, sem einnig býr á Skaga-
strönd. Ingunn Lilja, gift Birni
Magnússyni. Þau búa á Blönduósi.
María Línbjörg, húsfreyja á
Harrastöðum í Skagahreppi. Eig-
inmaður hennar er Reynir Davíðs-
son bóndi. Árni Páll, sem búsettur
er á Skeggjastöðum. Hallgrímur
Karl, bóndi á Skeggjastöðum.
Kona hans er Guðrún Jóna Björg-
vinsdóttir. Hjalti Sævar, búsettur
á Skagaströnd. og Svavar Jónatan,
kvæntur Björk Önnudóttur. Þau
eru búsett í Hafnarfirði. Alls hafa
Anna og Hjalti eignast 56 afkom-
endur, 24 barnabörn og 23 barna-
barnabörn.
Anna Lilja verður jarðsungin
frá Hofskirkju 28. ágúst kl. 14.
Jarðsett verður í heimagrafreit á
Skeggjastöðum.
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Elsku afi minn. Missir þinn er
mikill eftir tæpleg 62 ára hjónaband
en ég veit að þú ert sáttur. Og eins
og þú sagðir við mig, maður verður
að horfa á björtu hliðarnar á lífinu,
nú líður henni ömmu þinni vel.
Guð veri með þér.
Anna Kristjánsdóttir
og fjölskylda.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og lanfafi,
KONRÁÐ BJARNASON
fræðimaður
Miðvangi 41, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á
morgun, miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13.30.
Guðlaug Konráðsdóttir,
Sverrir Konráðsson,
Marta Ruth Guðlaugsdóttir,
Ingi Torfi Sverrisson,
Edda Rún Sverrisdóttir,
Guðrún Lóa Sverrisdóttir,
Mikael Jafet Ragnarsson.
Sigtryggur Jónsson,
Dagný Björk Þórgnýsdóttir,
Ragnar Hauksson,
Hafdís Hafþórsdóttir,
ANNA LILJA
v MAGNÚSDÓTTIR
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi,
GÍSLI SIGURÐSSON,
Austurgötu 18,
Keflavík
lést á Heilbrigðisstofnun Suðumesja laugar-
daginn 19. ágúst.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku-
daginn 30. ágúst kl. 14.00.
Sigurður Geirdal Gíslason,
Örn Geirdal Gíslason,
Eygló Geirdal Gísladóttir,
Ægir Geirdal Gíslason,
Jóhann Geirdal Gíslason,
Ólafía Ragnarsdóttir,
Þórhalla Stefánsdóttir,
Georg Hannah,
Lilja Jónsdóttir,
Hulda Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
VILHJÁLMUR JÓN SVEINSSON
frá Góustöðum,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30.
Ásdís Pétursdóttir,
Oddur Vilhjálmsson, Þórdís Ólafsdóttir,
Elínborg Vilhjálmsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson,
Trausti Vilhjálmsson, Jóhanna Cardenas
og barnabörn.
+
Elskulegur sambýlismaður minn, bróðir og
mágur okkar,
REYNIR LUDVIGSSON
bókbindari,
sem lést sunnudaginn 20. ágúst, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 30. ágúst kl. 13.30.
Signý Ólafsdóttir,
Agnar Ludvigsson, Áslaug Árnadóttir,
Lára Kristinsdóttir.
AT V I IM IM
Vélvirkjar — járnsmiðir
— rennismiðir
Viljum ráða menn, vana vinnu við ryð-
frítt stál og ál. Einnig rennismið með
víðtæka reynslu. Framtíðarvinna fyrir
góða menn.
Upplýsingar í síma 694 3203.
Á.M. Sigurðsson ehf.
VEISLAN
VEITINGAELDHÚS
Austurströnd 12, 170 Seltjarnarnes
Starfsfólk óskast
Matreiðslumaður
Smurbrauðsdama
• Bílstjóri, með meiru
• Aðstoð í eldhúsi
Við bjóðum góð laun fyrir rétta fólkið, frábæra
vinnuaðstöðu, öryggi og góðan starfsanda.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð á staðnum
J?riðju- og miðvikudaginn frá kl. 16 til 18.
Bifreiðastjóri
— lagermaður
Óskum eftir að ráða útkeyrslu- og lagermann
á aldrinum 20—40 ára.
Upplýsingar um fyrri störf ásamt meðmælum
sendist til Xco ehf., Skútuvogi 10b, 104 Reykja-
vík, fyrir 4. sept. nk.
Lausar stöður
Staða nefndarmanns í yfirskattanefnd er laus
til umsóknar.
Um er að ræða eina stöðu nefndarmanns í aðal-
starfi, sbr. 9. gr. laga 30/1992, um yfirskatta-
nefnd. Skipað er í stöðuna frá 1. október 2000.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lögfræði,
hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu
í endurskoðun.
Umsókn, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu-
neytinu fyrir 15. september nk.
Fjármálaráðuneytið, 24. ágúst 2000.
Ágæti íþróttakennari!
Viltu kenna í nýju og vel útbúnu
íþróttahúsi?
Viltu vinna mikið og fá góð laun?
Viltu búa í rólegu og barnvænu umhverfi?
Við bjóðum launabætur, flutningsstyrk og hag-
stæða húsaleigu.
Ef þetta freistar þín hafðu þá samband við Ingi-
berg Guðmundsson, skólastjóra Höfðaskóla
á Skagaströnd, s. 452 2800/452 2824 eða Ólaf
Bernódusson aðstoðaskólastjóra,s.
452 2800/452 2772, sem fyrst.
Tæknimaður
Þjónusta við iðnaðarvélar
Óskum að ráða starfskraft til viðgerða og upp-
setningar á nýjum og notuðum iðnaðarvélum.
Rafvéla-, vélvirkja- eða skyld fagmenntun æski-
leg. Spennandi og fjölbreytt starf við nýjustu
tækni.
Iðnvélarer leiðandi fyrirtæki í sölu, þjónustu og ráðgjöf til járn-,
tré- og byggingaiðnaðar. Hjá fyrirtækinu starfa 15 manns.
Hvaleyrarbraut 18, Hafnarfirði,
sími 565 5055.
tnfiMs