Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 12

Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ I- Umræða um orku- Þingflokksfundur Samfylkingar á Grundarfírði drykki góð fyrir foreldra Ekki spurt sérstaklega um orkudrykki Þingflokkur Samfylkingarinnar á Grundarfírði. Morgunblaðið/Helgi Kemur á óvart að nemendur skuli borga fyrir fjarnám ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það hafa komið á óvart að unglingar á Grundarfirði sem stunda fjarnám á framhaldsskólastigi þurfi að borga tugi þúsunda fyrir. Þingflokkur Samfylkingarinnar hélt opinn þingflokksfund á Grund- arfirði í fyrrakvöld og var einkum rædd fjarkennsla sem þar fór fram síðasta vetur í samstarfi við Verk- menntaskólann á Akureyri. „Þessi fundur var haldinn í framhaldi af áherslum og tillögum sem Samfylk- ingin hefur lagt til um þá möguleika sem felast í fjarkennslu og fjarnámi. Við fengum Björgu Agústsdóttur sveitarstjóra til að kynna málin fyr- ir okkur en Grundfirðingar eru bún- ir að búa til eins konar módel að framhaldsskóla fyrir landsbyggðina sem byggist á því að sérhæfðir áfangar kenndir með fjarkennslu en grunnnámið veitt á staðnum." Össur segir þessar hugmyndir geti komið til með að gagnast lands- byggðinni vel og vera liður í að sporna við flótta frá landsbyggðinni. Össur segir að hins vegar hafi komið honum og þingflokknum í opna skjöldu að nemendur þurfi að borga fyrir námið. Kostnaður þess er 125.000 fyrir veturinn og greiðir sveitarstjórnin helminginn en nem- andinn eða fjölskylda hans helming- inn. Þetta telur Össur sýna tvískinn- ung ríkisstjórnarinnar. „Okkur þyk- ir það orka í hæsta máta tvímælis að ríkisstjórn sem gumar sig af því að efla landsbyggðina með fjarskipta- tækni skuli ekki gera þennan kost meira aðlaðandi en þetta. Eg lít svo á að þarna birtist í raun árátta menntamálaráðherra að koma á skólagjöldum," sagði Össur. Össur segir að Samfylkingin muni taka upp málið á þingi nú í haust og gera athugasemd við þenn- an kostnað. Fundurinn á Grundar- firði var haldinn í framhaldi af vinnufundum þingflokksins á Arn- arstapa þar sem einkum voru rædd byggðamál og Evrópumál auk þess sem kynntar voru niðurstöður vinnuhópa í ýmsum málum sem lögð verða fyrir þing í haust. Morgunblaðið/Jim Smart Þylan fer með Smyrli til Fær- eyja en þaðan verður henni flog- ið í áfóngum til Þýskalands. Morgunblaðið/Ásdís Nokkrar tegundir orkudrykkja. Misjafnt er hvort varað sé við koff- eininnihaldi en það kemur fram í innihaldslýsingu hvort drykkirnir innihaldi koffein. MISJAFNT er hvort varað sé við koffeininnihaldi í orkudrykkjum. A drykknum Batterí stendur t.d. að hann sé ekki ætlaður börnum, ófrískum konum og fólki viðkvæmu fyrir koffeini. A diykknum Magic er hins vegar eingöngu innihaldslýsing og sama má segja um Egils orku. Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla, seg- ir umfjöllun um drykkina og innihald þeirra í fjölmiðlum mjög gott mál vegna þess að hún verði til þess að foreldr- ar átti sig á innihaldi þeirra. Þórður segir að þegar drykk- irnir voru að koma á markað- inn fyrir nokkr- um árum hafi eitthvað verið um að krakkar hafi tekið þá með sér til að drekka með nestinu og talið þá vera holla en strax hafi verið tekin sú af- staða að banna þá í skólanum líkt og gosdrykki. Þórður segist ekki hafa orðið var við að unglingar í dag séu órólegri en áður fyrr vegna neyslu orkudrykkja. I sama streng tóku aðrir skóla- stjórar sem Morgunblaðið hafði samband við. Ragnar Þorsteinsson, skólastjóri Breiðholtsskóla, benti á að ekki væri unnt að vakta unglinga og athuga hvað þeir keyptu í sjopp- um í frímínútum. Flosi Kristjánsson, aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, sagði alltaf eitthvað um að krakkar keyptu sælgæti í frímínútum og mikill sykur gæti gert unglinga óró- lega í smá tíma, rétt eins og orku- drykkir. „En unglingar í dag eru ekkert órólegri en fyrii' nokkrum ár- um, stemmning í árgöngum helgast frekar af ráðandi einstaklingum og getur sveiflast frá ári til árs.“ Ekki hefur verið rannsakað sér- staklega hversu mikið unglingar innbyrða af orkudrykkjum. I könn- un Rannsókna og greiningar á lífs- venjum unglinga sem framkvæmd var sl. vor voru unglingar t.d. ekki spurðir hve mikið þeir drykkju af orkudrykkjum í þeim lið þar sem spurt var út í hve mikið þeir drykkju Háskólinn Macalester í Minnesota kynntur fyrir íslenskum menntaskólanemum af ýmsum öðrum drykkjarföngum. Að sögn Ingu Dóru Sigfúsdóttur hjá Rannsóknum og greiningu er skýr- ing þess m.a. að orkudrykkir höfðu ekki verið í umræðunni þegar könn- unin var framkvæmd. „Þetta er auk þess ekki ítarleg matarkönnun held- ur er frekar verið að skoða neyslu- venjur unglinga í tengslum við aðra þætti könn- unarinnar. Það getur þó verið að við bætum þessum lið við næst.“ Vill minna á vatn og mjólk Anna Margrét Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla, segir greinilegt að foreldrar hafi áhyggjur af neyslu orku- diykkja í kjölfar umræðunnar sem verið hefur undanfarið. „Við hvetj- um foreldra til að reyna að hafa áhrif á smekk og skoðanir barna sinna og setja sig inn í hvað hvað unglingarnir setja ofan í sig.“ Anna Margrét segir mikilvægt að foreldr- ar viti hvað sé í orkudrykkjum og fylgist með hvort og hvenær börnin þeirra drekki þá. „Það er ekki sama hvort það er að lokinni erfiðri íþróttaæfingu eða í nestistíma í skól- anum. En við hér viljum fyrst og fremst minna á vatnið og mjólkina sem era hollustudrykkirnir fyrir krakka." Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Sigurbirni Sveinssyni, formanni Læknafélags íslands: ,;Hr. ritstjóri. I Morgunblaðinu í gær birtist fréttaskýring sem byggði m.a. á tilvitnuðum orðum mínum. Var þar allt rétt eftir haft. Hins vegar mátti ráða af fyrirsögn, að skoðan- ir Læknafélags íslands væru allt aðrar en fram kemur í lesmálinu. Læknafélag íslands er ekki svo lipurt að geta tekið heljarstökk á milli daga, hvað þá á milli lína í sömu fréttinni. Sem betur fer. Að þessu tilefni gefnu vil ég ít- reka það, að Læknafélag íslands er einmitt að ræða það hvernig nýta megi í framtíðinni upplýsing- ar úr sjúkraskrám þannig að sú notkun uppfylli þær siðferðiskröf- ur sem læknar gera til sín. Sem þátt í lausn þessa máls eru læknar að ræða nýtt hugtak, „skriflega upplýsta heimild," sem kemur ekki í stað „upplýsts samþykkis" til tiltekinna rannsókna. „Upplýst samþykki" hefur haft alveg sér- stakan sess í hugum lækna og annan’a síðustu hálfa öldina en kemur ekki að notum til að leysa gagnagi'unnsdeiluna eða skyld úr- lausnarefni." NOKKUR fjöldi íslendinga hefur stundað nám við Macalester-há- skólann, í borginni Saint Paul í Minnesota ríki í Bandaríkjunum og að sögn Jimm L. Crowder, sem er yfirmaður alþjóðlegra nemenda- skráninga við Macalester, vill skól- inn styrkja tengsl sín við Island enn frekar. Crowder er staddur hér á landi og er erindi hans að kynna Mac- alester fyrir íslenskum mennta- skólanemum. Hann segir að skólinn leggi mjög mikla áherslu á alþjóð- legt samstarf, en nemendur frá 85 löndum stundi nám við skólann nú. „Þar að auki stunda um 70% bandarísku nemendanna, hluta af námi sínu erlendis,“ segir Crowder. „Macalester er í nánu samstarfi við háskóla í fjölmörgum löndum og all- ir kennarar skólans fara til annarra landa sem gistikennarar, á þriggja til fjögurra ára fresti. Eins kemur fjöldi erlendra gistikennara til Macalister á hverju ári.“ Fjölbreytt þjóðerni nemenda gefur skólastarfinu mikið gildi Crowder segist ferðast út um all- an heim til að kynna skólann fyrir Nemendur frá 85 löndum stunda nám við skólann ungmennum og segir hann fjölbreytt þjóð- erni nemenda gefa skólanum, bæði námi og félagsstarfi, mikið gildi. Það víkki sjón- deildarhring nemenda mjög að sitja kennslu- stundir með fólki frá mörgum löndum og heimsálfum. „Þegar fólk frá svona ólíkum löndum kemur saman, með öll sín ólíku sjónarhorn, verður öll umræða, bæði í kennslustundum og ut- Jimm L. an þeirra, mun áhuga- Crowder verðari." Um 1800 nemendur stunda nám við skólann, og að sögn Crowder er hann með betri há- skólum Bandaríkj- anna, sem kennir til BA- og BS-prófs ein- göngu. Hann segir skólann vel fjáðan sem geri þeim kleift að bjóða upp á fyrsta flokks tæki og að- stöðu og er hlutfall kennara og nemenda einn á móti tíu. „Við höfum tekið þá stefnu að halda skól- anum í þessari stærð, þó að vissulega hefð- um við bolmagn til að stækka hann,“ segir Crowder. „Við viljum að allt sé fyrsta flokks og reynum að undirbúa nemendur okkar vel fyrir framhaldsnám í bestu skólum Bandaríkjanna eða annarra landa.“ Crowder segir að skólinn sé í miklu og góðu samstarfi við stofnanir og fyrirtæki í Saint Paul og nemendur taki gjarnan hluta af námi sínu í for- mi starfsþjálfunar. Einnig sé fé- lagsstarf meðal nemenda afar kröftugt, en meira en hundrað félög séu starfandi innan nemendafélags- ins. Höfum átt góð samskipti við Island Hann segir að þeir íslensku nem- endur sem stundað hafi nám við skólann hafi allir verið til mikillar fyrirmyndar, bæði í námi og öðru starfi. „Við höfum átt mjög góð sam- skipti við Island og þess vegna er ég hingað kominn. Eg ætla að kynna nemendum hér skólann og eins möguleika þeirra á því að fá náms- styrki," segir Crowder. Hann segir styrkjakerfi skólans mjög öflugt og að meirihluti nemenda við skólann þiggi námsstyrk. Erlendir nemend- ur fái ekki síður styrki og segir hann boðið upp á námsstyrki fyrir fyrsta árið, jafnt sem seinni árin. Þýskt fyrir- tæki kaupir TF-GRO ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- GRO, sem seld var á uppboði í fyrra, hefur verið seld úr landi. Það var félagið Sýr ehf. sem keypti þyrl- una á uppboðinu fyrir um 25 millj- ónir. Að sögn Þórarins Ragnarsson- ar, talsmanns félagsins, keypti þýskt flugfélag þyrluna nýverið og var henni flogið til Seyðisfjarðar í fyrradag. Þaðan verður hún svo flutt til Færeyja með Smyrli. „Frá Færeyjum verður henni flogið til Englands og þaðan yfír Ermar- sundið til Þýskalands," sagði Þórar- inn í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrirtækið sem keypti þyrl- una af Sýr nefnist Helitransair og að sögn Þórarins eru um 80 þyrlur í eigu fyrirtækisins. „Fyrirtækið þjónustar bflaiðnaðinn í Þýskalandi mikið. Hagstæðasta tilboðið kom frá þessu fyrirtæki og við ákváðum að takaþví," sagði Þórarinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.