Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Forstjóri Flugfélags fslands fundar með bæjarráði Akureyrar Aætlunarflug út frá Akureyri í uppnámi JÓN KARL ÓLAFSSON, forstjóri Flugfélags ís- lands, fundaði í gær með bæjarráði Akureyrar og Sigurði J. Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar. Fór hann þar yfir stöðu flugmála á Akureyri og þann möguleika að Flugfélag íslands hætti áætlunar- flugi frá Akureyri eftir fyrirhugað útboð sjúkra- flugs og áætlunarflugs. Bæjarráð hefur óskað eft- ir fundi með samgönguráðherra og heilbrigðis- ráðherra og verður sá fundur næstkomandi mánudag. Gera ráð fyrir því að fá ekki verkið Jón Karl Ólafsson sagði að í fyrirhuguðu útboði væri áætlunarflug frá Akureyri boðið út ásamt sjúkraflugi. Vegna þess að ekki sé gerð krafa um jafnþrýstibúnað og ákveðna stærð flugvéla, sé sá möguleiki fyrir hendi að Flugfélag íslands fái ekki verkið og starfsemi félagsins leggist af á Akureyri. I þessum útboðsgögnum sem nú liggja fyrir varð- andi útboð á sjúkraflugi og áætlunarflugi út frá Akureyri, eru gerðar lágmarkskröfur til flugvéla sem eru miklu afkastaminni og ódýrari en þær sem við höfum upp á að bjóða. Við verðum að gera ráð fyrir því að við fáum ekki það verk og þar af leiðandi myndum við hætta flugi út frá Akureyri til þeirra áfangastaða sem við fljúgum á í dag, sagði Jón Karl. Hann sagði að ef að niðurstaðan yrði sú að Flug- félag íslands fengi ekki verkið þá yrði starfsemin á Akureyri tekin til gagngerrar endurskoðunnar. Við áttum því fund með okkar fólki á Akureyri í gær og kynntum þeim stöðu mála. A morgunfundi með bæjarráði Akureyrar gerði ég bæjaryfirvöld- um þar grein fyrir því að þessi staða gæti komið upp, sagði Jón Karl. Ætlum að taka þátt Að hans sögn er flug frá Akureyri stór þáttur í starfsemi félagsins. Við erum með 9 fasta flug- menn og alveg upp í 13 yfir sumartímann. Síðan vinna sex í tæknideild félagsins. Við myndum bjóða öllu þessu fólki starf í Reykjavík, en hvort fólkið myndi flytja suður eða ekki, það er ómögu- legt að segja, sagði Jón Karl. Hann segir að nú þegar sé sjúkraflugið stór þáttur í starfsemi félagsins. Nú þegar erum við búnir að fara í 130 sjúkraflug á þessu ári. Ég vil leggja áherslu á það að við ætlum að taka þátt í þessu útboði, við munum ekkert hætta við, sagði Jón Karl að lokum. Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, sagði að ráðið hefði óskað eftir fundi með Jóni Karli Ólafssyni til að fara yfir stöðu flugmála á Akur- eyri. Hann skýrði stöðu mála, hvað væri hugsan- lega að gerast. Hann gerði okkur grein fyrir því að ef að möguleikinn á því að gera út þessar minni flugvélar væri ekki lengur fyrir hendi, þá sjá þeir sér ekki færi á því að sinna því flugi héðan sem þeir nú gera, sagði Ásgeir. í tengslum við drög að útboði vegna sjúkraflugs, sem bæjarráð hefur fjallað um, þá hefur ráðið óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra og samgönguráðherra og verður sá fundur á mánudaginn. Utbjó minnis- merki um sveitabæi 1 eyði í Skagafirði ÓlafsQöröur. Morgnnblaðið TÓMAS Einarsson, sem rekur sjálf- stæða múrsmiðju í Ólafsfirði, hefur lokið sínu stærsta verki hingað til og afhenti hann það síðasta föstu- dag. Þetta er minnisvarði um sveitabæi sem hafa farið í eyði í Skagafirði. Steinninn verður settur upp í Ós- landshlið en þessi minnisvarði er langstærsta verkið sem Tómas hef- ur unnið, eftir að hann fdr að taka að sér verk af þessu tagi í vor. Tómas er einn af örfáum sér- menntuðum steinsmiðum á landinu, en hann er búsettur í Ólafsfirði og rekur þar fyrirtæki sitt. Steinninn er höggvinn úr stuðla- bergi og steyptur stallur undir. Mikil áletrun er á steininum. Mikil vinna er á bak við svona minnis- varða, að sögn Tómasar. Minnis- varðinn er um þrjú hundruð kíló að þyngd. Það er Átthagafélagið Geisli í Skagafírði sem fékk Tómas til að vinna verkið. @ og Steina Vasulka í Listasafninu Flugmenn skora á stjórnvöld VEGNA umræðu um útboð sjúkra- flugs hafa ellefu flugmenn á Akureyri, sem starfað hafa lengi við sjúkraflug, ritað Ingibjörgu Pálmadóttur, heil- brigðisráðherra, bréf og skorað á stjómvöld að miða við að notuð verði skrúfuþota með jafnþrýstibúnaði. Segir að á vetuma sé algengt að veður sé með þeim hætti að ísing og ókyrrð hamli flugi í lægri flughæðum yfir hluta landsins. I bréfinu segir: „Skrúfuþota með jafnþrýstibúnaði getur oft flogið yfir hið vonda veður og er því mun ömggari og þægilegri kostur. Þá minnum við á yfirlýsingu þína þess efiiis að miðstöð sjúkraflugs á Islandi verði á Akureyri." --------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta í Svalbarðskirkju á sunnudag, 3. september kl. 14. Komum í kirkju þennan sunnudag og biðjum fyrir gæfuríku skólastarfi. Héraðsfundur Þingeyjarprófastdæmis verður hald- inn í Kirkjumiðstöðinni við Vest- mannsvatn á laugardag, 2. septem- ber, sem hefst með guðsþjónustu í Grenjaðarstaðakirkju kl. 11. TVÆR ólíkar margmiðlunarsýn- ingar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri föstudaginn 1. sep. kl. 20. Tölvusýningin (ffi er unnin í samvinnu ART.IS, OZ.COM og Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. í Vestursal gef- ur að líta nýlegt verk eftir Steinu Vasulku, Hraun og mosi, ásamt yf- irliti myndbandsvcrka hennar. Listamennirnir sem vinna að gerð (®-sýningarinnar eru: Ásmundur Ásmundsson, Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn (Dóra ísleifs- dóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir), Haraldur Stefánsson, M.Y. Studio (Katrín Pétursdóttir og Micheal Young), Ómar Stefánsson og Þor- valdur Þorsteinsson. Tæknistjórar eru Tómas Gíslason og Torfi Frans Ólafsson, en sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson. Þegar list og hátækni er att saman verður til ný veröld: „Atið“ eða (ffi. ART.IS og OZ.COM hafa unnið saman að tilraunaverkefni sem fengið hefur nafnið (ffi, en það tákn er einskon- ar samnefnari alls sem snertir tölvuveruleika og netheima. í Vestursal sýnir Steina Vasulka myndbandsverkið Hraun og mosi, sem hún vann fyrir Listahátfð í Reykjavík. Þessi innsetning sam- anstendur af þremur sjónarhorn- um sem varpað er á jafnmarga veggi salarins. Þá er til sýnis yfír- lit myndbandsverka Steinu. Veiðidagar fjölskyldunnar VEIÐIFÉLAG Fnjóskár og Stangaveiðifélagið Flúðir bjóða í sameiningu öllum börnum og barnabörnum, svo og öðrum nánum ættingjum félagsmanna, til að veiða í Fnjóská laugardaginn 2. septem- ber og sunnudaginn 3. september. Börn og unglingar eiga að mæta í veiðihúsið Flúðasel kl 9 árdegis, hvorn daginn sem þau vilja. Þátt- takendur verða að hafa með sér veiðibúnað. Veiðitíminn er á milli kl 10 og 15 og leiðbeina vanir stanga- veiðimenn úr Flúðum. Boðið verður upp á léttar veitingar í Flúðaseli milli kl. 16 og 18 báða dagana. wísíSÆ, i O.'IK ' '(Ov' . ' ,v , ..,3 v •U.iOAliENOl Morgunblaðið/Helgi Jónsson Tómas Einarsson við minnismerkið sem hann gerði um sveitabæi. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar Verkefnasjóður AFE Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Verkefnasjóði AFE. Þeir sem eru í atvinnurekstri eða vilja hefja atvinnurekst- ur á starfssvæði AFE hafa rétt til að sækja um. Allar atvinnugreinar eru styrkhæfar en ríkt tillit er tekið til framtíðarmöguleika verkefnisins og arðsemi til lengri tíma litið. Sérstaklega er óskað eftir raunhæfum umsóknum á sviði ijar- og gagnavinnslu. Umsóknareyðublöð, ásamt leiðbeiningablaði, fást á skrif- stofu AFE, Strandgötu 29, og hjá bæjarritaranum í Ólafs- firði og á Dalvík og sveitarstjóranum á Grenivík. Hægt er að fá eyðublöðin á tölvutæku formi hjá sömu að- ilum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu AFE í síma 461 2740 eða netfangi benedikt@afeis. Umsóknarifestur er til 20. september 2000. Öllum umsóknum verður svarað íyrir 20. október 2000. Fyrrverandi samlagsstjóri MSKEA um breytingar Sorgleg aðgerð sem em- kennist af flumbrugangi ÞÓRARINN E. Sveinsson íyrrver- andi mjólkursamlagsstjóri í Mjólk- ursamlagi KEA í tæpa tvo áratugi segir fyrirhugaðar skipulagsbreyt- ingar sem gerðar verða í kjölfar sameiningar mjólkursamlaganna MSKEA og MSKÞ og félags mjólk- urframleiðenda, Grana ehf., sorglega aðgerð og til þess fallna að færa þá þekkingu sem orðið hafi til í samlög- unum langt aftur í tímann. Hann seg- ir aðgerðirnar einkennast af flumbru- gangi og ekkert réttlæti þær. Ólga er nú meðal starfsfólks MSKEA. Skipulagsbreytingamar hafa í för með sér fækkun starfa hjá hinu nýja íyrirtæki og var fjórum mjólkurfræðingum sagt upp síðasta ffistudag. í kjölfarið sögðu allir mjólk- urfræðingar samlagsins upp störfum. Þórarinn segir margt í framkvæmd málsins athugavert, unnið sé gegn fólkinu í stað þess að vinna með því. „Ég fæ ómögulega séð að starfsemin geti gengið upp samkvæmt þessu nýja skipuriti, það virðist t.d. sem einn maður eigi að taka að sér störf sem allt að fimm menn unnu áður. Þar er um að ræða viðkvæmt starf sem ekki er hægt að ætlast til að einn maður sinni,“ sagði Þórarinn. Hann sagði einnig óskýrt hvernig standa ætti að framleiðslunni inni í húsi. „Ég sé því ekki betur en að þeirri þekk- ingu og kunnáttu sem byggð hefur verið upp á íjölda mörgum árum sé ýtt til hliðar að ástæðulausu." Kúvending í andstöðu við starfsfólkið Þórarinn sagði að afkoma samlag- anna, bæði á Akureyri og Húsavík, hafi verið með ágætum síðustu ár og á báðum stöðum hafi verið hagrætt í rekstri sem kostur er. Samlögin hefðu á liðnum árum tekið á móti svipuðu magni árlega en ávallt skilað eigendum sínum góðum hagnaði. Það megi þakka hagræðingu í rekstri. „Það er ekkert sem kallar á þessar aðgerðir nú, algjöra kúvendingu í andstöðu við starfsfólkið og það sem unnið hefur verið á liðnum árum. í mínum huga er því um að ræða sorg- legar áðgerðir sem ég fæ ekki betur séð en verði að ganga til baka. Ella mun mjólkuriðnað á Norðurlandi setja mjög niður, stjómunar- og þekkingarlega. Eina leiðin til að þoka málum áleiðis er því að draga þessar breytingar til baka,“ sagði Þórarinn. „Það er leitt að sjá fyrirtæki sem er fyrst í sinni grein til að fá útflutnings- leyfi til Evrópu, með fyrstu fyrirtækj- um í matvælaiðnaði til að fá ISO-vott- un og hefur verið í forystu í þessum geira undanfarin ár, sett mörg ár til baka með þessum aðgerðum,“ sagði Þórarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.