Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 28

Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 28
28 FÖSTUDAGUR T. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Slattelid, Hreinn og Hytönen fengu Carnegie-verðlaunin MARI Slaattelid frá Noregi hlaut Carnegie Art-verðlaunin 2000 að upphæð 500.000 skr. Önnur verð- laun, 300.000 skr., hlaut Hreinn Friðfinnsson og þriðju verðlaun, 200.000 skr., féllu í skaut Petri Birtan í síma- skránni SÝNING á málverkum Huldu Vilhjálmsdóttur verður opnuð á laugardaginn kl. 15 í List- húsi Ofeigs á Skólavörðustíg 5. Þetta er fjórða einkasýning Huldu. Einnig hefur hún komið fram víðsvegar með gjömingalist sína og tekið þátt í samsýningum. Viðfangsefnið er „Birtan í símaskránni". Sýningin sam- anstendur af nokkrum meðal- stórum olíumálverkum sem taka á tilfinningum mannsins. Við opnun verður m.a. leikið á munnhörpu. Sýningin stendur til 23. september og er öllum opin. Helgi Jóns- son sýnir í Galleríi ash Lundi MYNDLISTÁRSÝNING Helga Jónssonar verður opnuð á laugardaginn, kl. 16 í Galleríi ash Lundi, Varmahlíð. Á síðustu árum hefur hann stundað nám í ýmsum greinum myndlistar í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11-18 nema mánudaga og þriðjudaga og stendur til 22. september. ^mb l.is /\LLTA/= G!TTH\SS\£} A/ÝT7 Hytönen frá Finnlandi. Styrk til handa ungum myndlistarmanni á sýningunni fékk John Korner frá Danmörku. „Það sem var sérstaklega spenn- andi við dómnefndarvinnuna við þriðja Carnegie Art Award var að sjá hversu opið og teygjanlegt málverkið er í sjálfu sér. Þeir sem hlutu fyrstu og önnur verðlaun eru ekki bara að vinna með málningu á striga, heldur einnig með ljós- myndir; samt efast maður ekki eitt augnablik um að þau séu að vinna út frá forsendum málaralistarinn- ar. Mig langar einnig að bæta því við að það var gaman að sjá hér norskan og íslenskan listamann á verðlaunapalli, þó svo þjóðerni skipti hér sáralitlu máli,“ sagði formaður dómnefndar, Lars Nittve. Listamenn á sýningunni Fyrir íslands hönd sýna þeir Hreinn Friðfinnsson og Tumi Magnússon. Aðrir þátttakendur eru: Karin Mamma Andersson, LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR- HÚS KL. 16 cafe9.net - tölvusamskiptanet í dag verður opnað fyrir samband allra menningarborganna í verkefni sem verið hefur í undirbúningi í tvö ár. Hver menningarborg hefur opn- að sérstakt tölvu-kaffihús þar sem fram fer skapandi og öfiugt sam- skiptanet á vefnum og fólki býðst að taka þátt í mótun listrænna verkefna. Aöstaða cafe9.net í Reykjavík er í fjölnotasal Hafnar- hússins en þar verður einnig kom- ið upp stóru sýningartjaldi og fjar- fundaþúnaði. Boðið er upp á það ferskasta í hugvitsgerð ungra lista- manna allra borganna; gestir geta verið virkir þátttakendur hvort sem er á tölvum kaffihússins eða utan þess. Einstakir, stórir dagskrárliðir munu eiga sér stað í Hafnarhúsinu á þeim tveimur mánuðum sem kaffihúsið er starfrækt; meðal annars tónleikar með gus gus 9. september. Cecilia Edelfalk, Matts Leider- stam, Jan Svenungsson, Karin Wikström og Lars Olof Loeld frá Svíþjóð. Frá Danmörku Merete Barker, Martin Bigum, Erik A. Frandsen, John Korner, Kehnet Nielsen og Nina-Sten-Knudsen. Frá Finnlandi: Petri Hytönen, Teemu Máki og Sinikka Tuominen. Frá Noregi: Bjarne Melgaard, Hanne Nielsen, Leonard Rickhard og Mari Slaattelid. Opnun og verðlauna- afhending í Helsinki Verðlaun og styrkur Carnegie Art Award 2000 verða afhent við opnun sýningarinnar í Konsthallen í Helsinki þann 12. október n.k. Þær Riita Uosukainen, forseti finnska þjóðþingsins, og Lars Nittve frá Tate Modern í Lundún- um afhenda verðlaunin. Sýningin verður sett upp í höfuðborgum Norðurlanda og í Gautaborg. Á Islandi verður henni komið fyrir í Listasafni Kópavogs dagana 7. apríl - 6. maí 2001. www.cafe9.net LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR- HÚS KL. 21 Óvæntir bólfélagar - Hispurslausi kvartettinn Óvæntir bólfélagar hreiðra um sig í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi í samstarfi við cafe9.net. Kvartettinn leikur á ný hljóðfæri smíðuð og hönnuð af Berki Jónssyni myndlistarmanni. Meistarakokkar úr Klúbbi mat- reiöslumeistara töfra fram óvenju- legar kræsingar í stíl við viðburð- inn. HVOLSVÖLLUR KL. 14. Sögusetrið Ferðir um söguslóðir Njálu. Kl. 19 hefst svo Söguveisla þar sem fluttur verður leikþáttur- inn „Engin hornkerling vil ég vera“ og söngdagskráin „Fögur er hlíðin “ auk þess sem þoðið er upp á þrí- réttaða veislumáltíð í Söguskátan- um, sem er stílfærð eftiriíking af langhúsi frá miðöldum. www.reykjavik2000.is - wap.- olis.ls ystn-2000 Föstudagur 1. september Ekkert sérstak- lega gaman að bjástra við fortíðina Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður, en hann hlaut í gær önnur vcrðlaun Camcgie Art Award. HREINN Friðfinnsson sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri óvenju annasamt hjá honum um þessar mundir, því hann er að undirbúa yfirlits- sýningu um feril sinn sem opna á í Turku í Finnlandi 6. október. En fyrr á þessu ári voru Hreini veitt finnsku Ars Fennica-verðlaunin sem fela m.a. í sér að auk peninga- verðlauna er sett upp yfirlitssýning með verkum iistamannsins og gefin út vegleg bók. „Það er því svolítið mikið að gera núna, en ég er rétt nýlega búinn að frétta að ég væri enn þeirra sem fengu þessi Carnegie verðlaun," sagði Hreinn „enda er svona löguðu yfirleitt haldið leyndu fram á síð- ustu stundu. En ég er búinn að senda verkin sem Carnegie- stofnunin valdi frá mér og þau verða á sýningu sem einnig hefst í október í Finniandi. Opnunum þess- ara tveggja sýninga lendir því eig- inlega saman, yfirlitssýningin hefst 6. október en hin þann 12. - en hún er auðvitað samsýning margra listamanna. Þetta er því kannski ekkert sérstaklega heppilegt fyrir mig að þessu leyti, ég verð á tveim- ur stöðum þarna á þessum tíma. Carnegie-sýningin ferðast síðan einhvem hring um Norðulöndin, ég held meira að segja að hún eigi líka að koma til Reykjavíkur.“ Hreinn sagði að sú starfsemi Carnegie-stofnunarinnar sem lýtur að Norðurlöndum hafi ekki verið mjög lengi í gangi þó stofnunin sjálf sé gömul og umsvifamikil, en höf- uðstöðvar hennar eru í London. Hann segist þó lítið þurfa að koma að vinnunni við Carnegie-sýning- una sjálfur. Að sögn Hreins gegnir öðru máli með yfírlitssýningu Ars Fennica, en í henni felst feikimikil vinna. „Eg hef þurft að endurgera gömul verk, en verkin á sýningunni eru allt frá árinu 1965, þó þetta sé auðvitað bara úrtak. Annars hafa sýningar- sljórinn og starfsmenn Ars Fennica að mestu leyti séð um val verkanna og skipulagninguna." Aðspurður sagði Hreinn að honum fyndist ekk- ert sérstaklega gaman að vera að bjástra svona við fortíðina þótt það sé ef til vill allt í lagi að framkvæma svona yfirlitssýningu einu sinni. „Reyndar er ég svo einnig að fara með gallerísýningu til Parísar núna um miðjan september, en það hafði verið ákveðið fyrir Iöngu. Bæði þessi verðlaun koma auðvitað óvænt inn í það sem maður er að gera.“ Hreinn sagðist hlakka til þess að ljúka þeirri vinnu sem framundan er á þessu ári, „en þegar þessi hryðja er gengin yfir langar mig að komast svolítið í burtu og gera ekki neitt. Það er orðið mjög brýnt núna,“ sagði Hreinn Friðfinnsson í lok þessa stutta spjalls. Hádegistónleikar í Hallgr ímskirkj u A SIÐUSTU hádegistónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju, sem verða á morgun, laugardag, kl. 12, mun Hörður Áskelsson leika Fantasíu og fúgu í g-moll eftir J.S. Bach og Kóral nr. 3 í a-moll eftir César Franck. Þessi verk hæfa Klais-orgelinu mjög vel. Fantasían og fúgan eru í raun tvö sjálfstæð verk, sem hafa fylgst að frá fyrstu útgáfu þeirra, fantasían er byggð kringum tvær andstæðar hugmynd- ir og mjög frjáls, í stíl fyrirrennara Bachs, og fúgan byggir á glaðlegu hollensku þjóðlagi. Kórallinn er einn þriggja sem voru síðustu verk Francks, skrifaðir sama ár og hann lést árið 1890. Verkið byggir á frumsömdu sálmalagi og tónskáldið vinnur með það á ýmsan hátt. Hörð- ur Áskelsson er organisti Hall- grímskirkju, hann stjórnar bæði Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum auk þess sem hann er listrænn stjórnandi tónleikarað- arinnar Sumarkvöld við orgelið og Kirkjulistahátíðar, sem haldin hefur verið annað hvert ár síðan 1987. Sunnudaginn 3. september leikur hann á síðustu tónleikum Sumar- kvölds við orgelið að þessu sinni. Hádegistónleikarnir standa í hálfa klukkustund og aðgangseyrir er 500 kr. o<?p IÞRÓTTAOG ÓLYMPÍU S AMBAND ISLANDS Kringlunni 5 • Pósthólf 3200 • 123 Reykjavík © 569 2500 sjova.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.