Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vesturferð- ir víkinga A Smithsonian-safninu í Bandaríkjunum stendur nú yfír viðamikil sýning um norræna menn, menningu þeirra og landafundi í vestri. Aðstoðarsýningar- stjóri sýningarinnar, Elisabeth Ward, ____er nú stödd hér á landi og sagði_ Fríðu Björk Ingvarsdóttur frá til- drögum þessa viðamikla framtaks, en hún flytur erindi á ráðstefnunni „Vínland fyrir stafni“ í Norræna húsinu í dag. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Elizabeth Ward flytur erindi á ráðstefnunni „Vínland fyrir stafni“ í Norræna húsinu í dag. ELISABETH Ward er einn þeirra fræðimanna sem flytja erindi á ráðstefnunni „Vínland fyrir stafni" sem nú stendur yfir í Reykjavík. Erindið flytur hún í Norræna húsinu í dag, en ráðstefnan sem hófst í Þjóðmenningarhúsinu í gær flyst í Norræna húsið í dag og á morgun. Elisabeth á ættir að rekja til ís- lands og segir að sú leið sem hún valdi sér til mennta tengist íslandi á órjúfandi máta. „Ég er með BA- gráðu í norrænum fræðum frá Kalifomíuháskóla í Berkeley,“ seg- ir hún, „en ástæðan fyrir því vali var sú að ég hafði allt frá sjö ára aldri dvalið annað hvert sumar hér á Islandi hjá ömmu minni og afa. Vegna kynna minna af Islandi komst ég að því að það er tvennt ólíkt að alast upp hér eða í Banda- ríkjunum og mig langaði til að komast betur á snoðir um í hverju sá munur væri fólginn." „Þegar BA-náminu lauk,“ segir Elizabeth, „komst ég að því að það gæti reynst mér erfitt að finna vinnu með svo sérhæfða gráðu svo ég ákvað að víkka rannsóknarsvið mitt og fara í meistaranám í mann- fræði. Ég einbeitti mér samt sem áður áfram að norrænni menningu og skoðaði meðal annars landnám fólks frá Norðurlöndum í Manitoba. Mastersnáminu lauk ég frá háskóla George Washington í Washington- borg, en tengsl þess skóla við Smithsonian-safnið eru með mikl- um ágætum.“ En hvað varð til þess að þú fórst að undirbúa þessa stóru sýningu á safninu strax að námi loknu? „Ég hef verið að vinna að undir- búningi þessarar sýningar í þrjú ár, var meira að segja byrjuð áður en námi mínu í háskólanum lauk. í byrjun ársins 1997 var borin fram tillaga um sýningu af þessu tagi í tengslum við árið 2000. Það var að- alræðismaður Svía í New York sem hóf máls á því að þá yrðu 1000 ár frá því að Leifur Eiríksson fann Ameríku. Endanleg tillaga barst síðan frá Norrænu ráðherranefnd- inni og sendifulltrúa sænska sendi- ráðsins í Bandaríkjunum. Helsti stuðningsaðili sýningarinnar er einnig sænskt stórfyrirtæki, Volvo. Þessi áhugi frá Svíþjóð er athyglis- verður í ljósi þess að áhersla sýn- ingarinnar er fremur á ferðir vík- inganna til vesturs. En hann sýnir auðvitað fyrst og fremst fram á vilja allra Norðurlandaþjóðanna til að auka þekkingu umheimsins á þessari arfleifð í heild.“ Áherslan var lögð á vesturferðir víkinganna Hvaða hugmynd var lögð til grundvallar þessari sýningu? „Hugmyndina að þvl að leggja áherslu á vesturferðir víkinganna átti William Fitzhugh, aðalsýning- arstjóri safnsins, en hann réð mig sem aðstoðarmann sinn vegna sér- fræðiþekkingar minnar á þessu sviði. Með sýningunni í Smithsoni- an reyndum við að gera grein fyrir þeim ástæðum sem knúðu norræna menn til þess að halda í vesturátt og áhrifum þessara ferða á menn- ingu þeirra, á ísland og það um- hverfi sem þeir bjuggu í. Dr. Fitz- hugh er sérfræðingur í menningu innfæddra í Ameríku," heldur Elisabeth áfram, „svo við gátum einnig hugað að tengslum nor- rænna manna og innfæddra, en þeim þætti hefur lítið verið sinnt fyrr en með þessari sýningu. Nú eru að koma fram nýjar upplýsing- ar um þessi tengsl, en á áttunda áratugnum fannst staður þar sem mannvistarleifar norrænna manna frá Grænlandi voru í bland við mannvistarleifar eskimóa frá Thule. Sú uppgötvun ásamt því sem fundist hefur í L’Anse aux Meadows hefur orðið til þess að hægt er að gera sér einhverja hug- mynd um samskipti norrænna manna og innfæddra. Svo virðist sem helstu samskiptin hafi verið í kringum verslun og vöruskipti í norðurhéruðum Kanada, frekar en sunnar í Ameríku. Við erum bjartsýn á að fleiri vísbendingar um samskipti þessara ólíku menn- ingarheima eigi eftir að finnast. Svo virðist sem sýningin okkar og áframhaldandi rannsóknir muni leiða í ljós margþætt samskipti á milli víkinganna og innfæddra í Ameríku, um verslun þeirra á milli, tjáskipti og að öllum líkindum ein- hverja árekstra." En hversu lengi hafa þessi tengsl þá varað? „Þessi samskipti hafa átt sér stað af og til allan þann tíma sem nor- rænir menn höfðu búsetu í Græn- landi, eða í yfir fjögur hundruð ár, svo þetta er svo sannarlega áhuga- vert rannsóknarefni. Það er einnig athyglisvert að þessir ólíku menn- ingarheimar hafa vitað af hvor öðr- um í allan þennan tíma án þess að neikvæðra áhrifa á menningu inn- fæddra gætti að einhverju ráði, eins og í kjölfar komu Kólumbusar til Ameríku,“ segir Elisabeth. Almenningur veit lítið um víkingana Tengist þetta efni fyrirlestrinum sem þú flytur á ráðstefnunni í dag? „Já, að vissu leyti. Það hefur verið ákaflega erfitt að gera fólki í Bandaríkjunum grein fyrir því að víkingarnir hafi verið annað og meira en stríðsmenn með hyrnda hjálma,“ segir Elisabeth og hlær við. „Sú ímynd er ákaflega sterk í huga fólks og almenningur gerir sér illa grein fyrir því hvaðan vík- ingarnir komu eða á hvaða tímabili þeir voru uppi. Þema ráðstefnunn- ar hér í Reykjavík er í raun hvern- ig þekkingu fræðimanna er miðlað til almennings. Þekking og skiln- ingur á norrænum fræðum stendur svo miklu framar á Norðurlöndum heldur en í Bandaríkjunum, svo eitt meginviðfangsefni okkar með sýn- ingunni á Smithsonian var hreint og beint að upplýsa fólk um grund- vallaratriði norrænnar menningar og sögu. í fyrirlestrinum fjalla ég því um það hvernig við sem stóðum að sýningunni reyndum að fá fólk til að hugsa um víkingana á nýjan hátt. Það er ekki svo auðvelt þegar maður er að vinna með menningar- heim sem allir hafa heyrt um og finnst þeir þekkja, án þess að gera sér grein fyrir hversu lítið þeir vita. Við reyndum því að sníða sýning- una á þann máta að hún yrði lær- dómsrík og til þess fallin að opna nýjar leiðir til skilnings, auk þess að vera skemmtileg." Víkingatíminn er á mörkum þess að vera forsögulegur Hvaða leiðir hafíð þið þá valið til að kynna víkingana? „Það sem gerir víkingana svo áhugaverða," segir Elisabeth, „er að þeir tilheyra tíma sem er á mörkum þess að vera forsögulegur. íslendingasögurnar eru einstakar vegna þess að í þeim samtvinnast sagnfræði og skáldskapur. Auk þeirra eru einnig til ritaðar heim- ildir um víkingana bæði í Frakk- landi og Bretlandi. Samt sem áður er megnið af þeim fróðleik sem við höfum aðgang að um víkingana og menningu þeirra afrakstur af forn- leifarannsóknum, en þeim er ein- mitt beitt til að afla þekkingar um forsögulegar þjóðir. Á sýningunni í Smithsonian reyndum við því að gera grein fyrir þeim ólíku upp- sprettum upplýsinga um víkingana sem til eru fyrir tilstuðlan forn- leifafræði, Islendingasagnanna, sagnfræði og umhverfisfræða. Við reyndum að tvinna þetta allt saman í einn söguþráð, til að sýningar- gestir gerðu sér gi’ein fyrir að það er ekki hægt að reiða sig á eina heimild eða eitt sjónarhorn. Mann- kynssagan sem slík er afstæðari en svo. Það er svo mikilvægt að bera allar þessar ólíku upplýsingar sam- an til að fá raunsæja mynd af for- tíðinni.“ DAnS £R IÞROTT fyrir alta Allir almennir dansar fyrir börn, un^ Gömlu dansarnir - Standard - Latfn Byrjendur og framhald. Kántry línudans Salsa * Mambó * Merenge Brúöarpör Keppnispör, œfingar 2-3svar í viku Erlenciir gestakennarar Einkatímar Frábærir kennarar og skemmtilegt anárúmsloft # Opið hús á laugaráagskvöláum Fapmetafg&a í^ÍM^úmi og fullorðna. DANSSKOLI Sigurðar Hákonarsonar Auðbrekku 17 - Kópavogi Downs-heilkenni BÆKUR Uppiýsingarit Höfundar: Göran Annerén, Iréne Johansson, Inga-Lill Kristiansson og Friðrik Sigurðsson. Útgefandi: Pjaxi ehf. í samvinnu við Félag áhugafólks um Downs-heilkenni. Prentun: Pjaxi ehf. Útgáfuár: 2000.120 bls. FYRIRTÆKI að nafni Pjaxi ehf. í samvinnu við Félag áhugafólks um Downs-heilkenni hefur gefið út bók fyrir fagfólk og foreldra þessa hóps þroskaheftra. Bókin kom út í Svíþjóð árið 1996 og fer ekki hjá því að rann- sóknaniðurstöður og ýmiss konar tolfræði beri keim af því. Höfundar eru upphaflega þrír og skrifa þeir formála að bókinni þar sem því er lýst hvernig þekking á heilkenninu (syndrominu) hefur auk- ist á tuttugustu öldinni. Árið 1920 var meðalaldur einstaklings með Downs 2-3 ár en er nú 57 ár og nú er gert ráð fyrir að mörg bamanna læri að lesa, en það var nánast einsdæmi fyrir 20 árum. Mikið er birt í mánuði hverjum af vísindagreinum um Downs-heilkenni og sænsku höfund- amir hafa að leiðarljósi að koma nýrri vitneskju á framfæri til for- eldra og fagfólks. I formálanum gera höfundar grein fyrir sjálfum sér. Göran Annerén er þar sagður vera barnalæknir og klíniskur erfðafræð- ingur við Akademíska barnaspítal- ann í Uppsölum og yfirmaður landsmiðstöðvar fyiir einstaklinga með Downs-heilkenni. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á þessu sviði. Iréne Johansson er prófessor í upp- eldisfræði við háskólann í Karlstad og Inga-Lill Kristiansson sálfræð- ingur og sálgreinir. Islendingsins Friðriks Sigurðssonar er hvergi get- ið í formála eða grein gerð fyrir hon- um en hann skrifar lokakafla bókar- innar og segir þar frá ýmsum lögum og reglugerðum hérlendis sem lúta að málefnum fatlaðra og félagslegri aðstoð, svo og félagslegum stuðningi við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Þar hefði þurft að segja nánar frá því hvernig málum er háttað hér á landi, nefna fjölda einstaklinga og aldurs- dreifingu og hvernig þeim og fjöl- skyldum þeirra reiðir af. Hve margir eru á stofnunum og hve margir í sambýli eða heima? Hvernig tekst ís- lenzku samfélagi að sinna þörfum þeirra og hverju er áfátt? Inga-Lill Kristiansson skrifar stuttan fyrsta kafla bókai'innar, Að eignast barn með Downs-heilkenni og síðan er megintexti hennar eða næstu 5 kaflar eftir Göran Annerén. Þar er farið yfir sögulegt yfirlit, greiningu, erfðafræði og læknis- fræðilegar hliðar heilkennisins. Sjöundi kafli er eftir Iréne Johanson og er þar fjallað um málþroska, þroskahömlun, athyglisgáfu og setn- ingamyndun svo eitthvað sé nefnt. Lestina rekur svo Friðrik Sigurðs- son eins og að ofan getur. Mér fannst ég verða margs vísari við lestur bókarinnar og fagna því að hún hafi litið dagsins Ijós. Þýðandi úr sænsku er Þorleifur Hauksson en ég sá þess ekki getið hvaðan myndir þær sem bókina prýða eru komnar. Samt var ég ekki frá því að þar brygði fyrir kunnuglegum andlitum og eru myndirnar jákvæðar og fal- legar. Katrin Fjeldsted
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.